Þjóðviljinn - 11.10.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.10.1989, Blaðsíða 12
“SPURNINGIN-" Hefurðu séð eða ætl- arðu að sjá mynd á kvik- myndahátíð: þJÓÐUILIINN Miðvikudagur 11. október 1989 169. tölublað 54. órgangur Rauði Kross íslands 55 manns á ,¥eraldarvakf Ungmennahreyfingin með skilaboð til heimsins. Tvöföldun á hjálp- arfé á fyrstu sjö mánuðum ársins SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Kristín Ellen textílhönnuöur: Ég ætla mér að sjá Salaam Bombay, - allavega hana mér var sagt að hún væri góð. Lilja Kazmí húsmóðir: Maður er svo bundin yfir börnun- um að ég efast um að ég komist neitt yfirleitt. Sigrún Sigurjónsdóttir afgreiöslustúlka: Hef ekki kynnt mér enn, - en ætla að gera það og sjá það sem mér líst á. Ég hef séð myndir á fyrri hátíðum. Kristín Birgisdóttir húsmóöir: Ég ætla að sjá Eld í hjarta mínu eftir svissneska leikstjórann, - var bent á að hún væri erótísk og mjög góð. Ingólfur Benediktsson trésmiöur: Nei, ég hef ekkert vit og engan áhuga á svoleiðis, - fer sjaldan í bíó en hef samt fylgst með hvað er á þessum hátiðum. Spilakassar eru þarfaþing. ís- lendingar styrktu hjálparstarf RKÍ með „spiladellunni“ um 8 1/2 milljón fram að ágústbyrjun.Það er langstærsti hluti söfnunarfjár stofnunarinnar hérlendis. Önnur framlög komu frá ríkissjóði sem veitti 2 milljónir vegna náttúru- hamfaranna í Armeníu og milljón vegna ástandsins í Miðameríku. Einstaklingar og fyrirtæki reiddu 750 þúsund krónur af hendi og Rauði krossinn sjálfur rúmar 5 milljónir. Fimm sendifulltrúar eru nú við störf erlendis auk tveggja sjálf- boðaliða í Eþíópíu. Ólafur Guðbrandsson hjúkrunarfræð- ingur er nýkominn heim frá Ka- búl eftir þriggja mánaða dvöl við störf á skurðsjúkrahúsi Alþjóða- ráðsins fyrir stríðssærða.Þar unnu 12 manns frá öðrum Rauða Krossfélögum auk fjölda innfæddra. Ólafur segir starfið vera mjög erfitt en gefandi og að mikið hafi verið að gera í júlí. Fjöldi sjúklinga er mjög mismun- andi frá degi til dags, eftir gangi stríðsins. Fimm meðlimir í Ungmenna- hreyfingu RKÍ eru nýkomnir af „Super-Camp“-móti á Norður ít- alíu þar sem 511 aðrir tóku þátt frá 132 þjóðlöndum. Þar var sam- þykkt ályktun sem ungmennin kalla „Skilaboð til þín“. Þar er spurt hvort þörf sé á allri þeirri „eyðileggingu, þjáningu, meng- un, hungursneyð, og kúgun sem viðgengst á þessu augnabliki". Þar er einnig skorað á íbúa heimsins að brjóta niður fordóma sína og „vinna saman að jafnrétti og virðingu fyrir mannlegri reisn“. Næsta verkefni ungmenn- anna er herferð, ásamt nokkrum öðrum íslenskum samtökum, gegn ofbeldi.Hefst hún í nóvem- ber. í Ungmennahreyfingunni eru nú um 100 manns á aldrinum 15-25 ára. Nýlokið er námskeiði RKÍ fyrir sendifulltrúa þar sem 20 manns úr ólíkum starfsgreinum kynntu sér hjálparstarfið með það fyrir augum að fara til starfa erlendis þegar kallið kemur. Á „Veraldarvakt“ sem svo er kölluð eru nú samtals um 55 ís- lendingar reiðubúnir að verða við beiðni frá Alþjóðaráði Rauða Krossins í Genf. Reglulega koma listar þaðan um hverskyns starfs- liðs er óskað. Elínborg Stefáns- dóttir fulltrúi Alþjóðadeildar segir að valið sé á námskeiðin með tilliti til þarfa en þær eru að- allega á sviði heilbrigðismála tækniþekkingar (t.d. bílvirkjar og flugvirkjar) og stjórnunar- mála. 40 umsóknir bárust fyrir síðasta námskeið þ.e. um helm- ingi fleiri en að komust. Tungu- málakunnátta er nauðsynlegt far- arnesti og segir Elínborg að ein Hannes Hauksson framkvæmdastjóri og Elínborg Stefánsdóttir fulltrúi Alþjóðadeildar að störfum. Mynd Jim Smart. aðalástæða þess að íslendingar hafi ekki verið við hjálparstörf í Armentu sé takmörkuð kunnátta þeirra í rússnesku og armensku. Stefna RKÍ er að auka heldur við þróunaraðstoð sem hlutfall af heildaraðstoðinni og senda frek- ar fólk til starfa en að senda pen- inga. Neyðaraðstoðin fyrstu sjö mánuði ársins nam þó um 60% af útgjöldum hjálparsjóðs. Kostnaði við stjórnun og yfir- byggingu RKÍ er haldið að-- skildum frá annarri starfsemi (Hjálparsjóður) á fjárhagsáætlun hvers árs. Þannig felur manna- ráðning vegna sérstaks verkefnis í Eþíópíu ekki í sér aukin útgjöld úr Hjálparsjóði til stjórnunar- starfa hérlendis. Hannes Hauks- son framkvæmdarstjóri RKÍ segir að starf aðalskrifstofu sé fjármagnað með 45 % hlut af innkomu úr söfnunarkössum landsmanna og að tryggt sé að fé úr söfnunarátökum renni beint til þeirrar hjálpar sem þörf er á í hvert sinn. Þannig eru um 5 1/2 milljón af þeim 20 sem í ár hafa farið til hjálpar erlendis komnar úr söfnunum RKÍ hérlendis frá síðasta ári. fmg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.