Þjóðviljinn - 11.10.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Margt býr
í þokunni
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er fremur hávaðasöm
samkoma. Ekki vegna þess að þar deili menn svo hart að
jörð skjálfi um hin stærstu mál, heldur vegna þess að á
landsfundi ber Flokkurinn bumbur fyrir sjálfum sér af mikilli
einbeitni og atorku. (þeim málflutningi láta foringjarnir sem
þjóðin eigi það helst sér til vonar í bráð og lengd að horfa til
Sjálfstæðisflokksins, hlusta á hann telja í sig kjark og þor,
formaðurinn segir beinlínis að það sé „krafa þjóðarinnar" að
Sjálfstæðisflokkurinn sé sterkur og öflugur.
Enginn segir um þennan stóra flokk: sælir eru hógværir.
í túlkun Morgunblaðsins á landsfundi er svo látið sem allar
þær væntingar sem lúðrablástur og bumbusláttur upp
mögnuðu hafi eftir gengið. í leiðara blaðsins í gær segir á þá
leið að fundurinn hafi gefið þingmönnum Sjálfstæðisflokks-
ins „skýra leiðsögn" í hinum stærstu og viðkvæmustu mál-
um. Þá er átt við lanbúnaðarmál, fiskveiðistefnu og viðræður
íslendinga við Evrópubandalagið. En ekki þarf lengi að
skoða gerðir fundarins til að komast að þeirri niðurstöðu, að
leiðsögnin skýra er í rauninni öfugmæli. Við hittum fyrir í
flestum greinum loðmullulegt hjal, þar sem reynt er að sætta
andstæð sjónarmið í flokknum með sleipu orðalagi sem
hver getur lagt út með sínum hætti og allt hefur yfirbragð
frestunar: við skoðum þetta betur seinna.
Það er því ekki að undra þótt einn af fyrrverandi þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins, Ellert B. Schram, segði í
leiðara í blaði sínu DV í fyrradag, að það væri holur hljómur í
fagnaðarlátunum eftir landsfundinn. Hann segir ennfremur
á þá leið, að landsfundurinn mæli með fráhvarfi frá miðstýr-
ingu og sjóðakerfi en segi ekki hvað geti komið í staðinn.
Flokkurinn vilji draga úr ríkisútgjöldum en segi ekkert um
það hvernig að því skuli staðið. Flokkurinn segist vilja losna
við fiskveiðikvótann - með skilyrðum sem enginn veit hve-
nær rætist. Og svo framvegis. Þetta eru ofur eðlilegar
ábendingar hjá þingmanninum fyrrverandi og verða ekki
afgreiddar með því að vísa á afbrýði þess manns sem er nú
fjarri góðu valdagamni.
Tökum dæmi af tveim þeirra mála sem Morgunblaðið
segir nú komin í farsæla höfn hinnar skýru leiðsagnar. Fisk-
veiðistefna landsfundarins er bersýnilega flótti fram á við
eins og sagt er, viðleitni til að slá uppgjöri á frest með mjög
almennu orðalagi eins og þessu: „Markmiðið er að há-
marksafrakstur náist með nýtingu fiskistofnanna þannig að
hægt verði að afnema kvótakerfið og frumkvæði og dugnað-
ureinstaklingannafái notiðsín". Eru menn nokkru nær? Hitt
dæmið er svo tengt Evrópumálum. Um þau hafði svonefnd
aldamótanefnd undirforystu Davíðs Oddssonar gerst nokk-
uð glæfraleg: þar var öll áhersla á það lögð að menn mættu
ekki missa af Evrópulestinni og lagt til að beinlínis yrði sótt
um inngöngu í Evrópubandalagið, hvaðsem úryrði. Lands-
fundinum hefur svo þótt varlegast að slá á bráðlæti uppa-
kynslóðarinnar, sem skaut upp kolli með slíkum hugmynd-
um. Og því er niðurstaðan almennt tal um að „halda dyrum
opnum“ þótt fundurinn lýsi þeirri skoðun að „ekki er tíma-
bært að taka afstöðu til hugsanlegrar aðildar (slands að
EB“.
Þessi dæmi og önnur minna á höfuðeinkenni starfs lands-
fundar Sjálfstæðisflokksins: að ýta vandanum á undan sér.
Fyrrnefndur ritstjóri DV telur að meira að segja varafor-
mannaskiptin séu sama eðlis. Það er líkast til rangt: með
kosningu Davíðs og brotthvarfi Friðriks Sophussonar er
Sjálfstæðisflokkurinn að láta í Ijósi þá von, að kaleikur mál-
efnaágreinings og erfiðra ákvarðana verði frá honum tekinn
innan tíðar, þegar foringinn sterki kemur og kastar öllum
þeim syndum bak við sig og menn sjá þær aldrei meir.
KLIPPT OG SKORIÐ
Þorsteinn Pálsson, formaður Siálfetæðisflokksins:
Sjálfstæðismenn standa fast
og einarðlega að framförum
Setningarræða á 28. landsfundi Sjálfstæðisflokksins
\jög örðugt yrði
lokað, að raynda
Ikisstjórn.
það gat oltið i
láJfstæðismanna
til kosninga að
m 1987. Flest
Bningar með avo
ifðu ekki leitt til
tinga i Alþingi
I að öllum llkind-
l Það var ekki
:a að sjálfsta-ðis-
ika fullan þitt I
lun ríkisstjómar
jll I kosningum.
var Sjilfstæðis-
flokkur þingsins
að gegna I sam-
: stjómarmyndun
tnjög örðug og
að vinstri flokk-
an meirihluta I
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfetæðisflokksíns;
Krafa þjóðarinnar er sterkur
og öflugur Sjálfstæðisflokkur
■»*«* A OQ londnf.irwll Cíólfat<nriiuflnlrlroínc
Við metnim eklrl hlevrui írUndnn
Ég er djásn
og dýrmæti
Sjálfstæðisflokkurinn er svo-
sem hvorki lakari né skárri svo
nokkru muni en aðrir grónir
hægriflokkar í Evrópu. Ástæðu-
laust reyndar að gera sér ein-
hverja skelfilega grýlu úr honum.
Hitt er svo annað mál, að það er
oft illt undir því að búa, hve
feiknalega sjálfumglaður þessi
flokkur er sem á dögunum var að
halda landsfund og kaus sér va-
raformann með því umstangi og
hátíðlegum leikfléttum að menn
hefðu getað haldið að verið væri
að kjósa næsta páfa í Róm.
Við erum hryggjarstykkið í ís-
lenskri pólitík, segja Sjálfstæðis-
menn hátt og í hljóði, við erum
sjálfur umræðugrundvöllurinn,
engum öðrum er treystandi fyrir
stjórnartaumunum, menning-
unni, sjálfstæðinu, fiskinum og
peningunum. Þetta er allt þeim
mun hlálegra sem við öll vitum
það ofurvel, að umræðugrund-
völlurinn leysist einatt upp í ráð-
leysi, amríkansering þjóðlffsins
er mjög tengd ýmsu sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur gert,
fjármálaráðherrar hans stýra
miklum fjárlagahalla og við-
skiptahalla í mestu góðærum og
svo mætti lengi áfram telja.
Tvöfaldur
gikksháttur
Sjálfumgleðin reið mjög hús-
um í setningarræðu Þorsteins
Pálssonar á landsfundinum. Og
skal hér gripið í tvö dæmi þar að
lútandi. Hið fyrra lýtur að land-
helgismálum.
Formaðurinn sagði:
„Við höfum háð langa og
stranga baráttu fyrir fullum yfir-
ráðum yfir íslenskum fiskimið-
um. Eðli málsins samkvæmt voru
forystumenn Sjálfstæðisflokksins
í fylkingarbrjósti frá upphafi til
loka þeirrar baráttu".
í þessari klausu bítur tvöfaldur
gikksháttur í sporðinn á sér. í
fyrsta lagi á það að vera „eðli
málsins samkvæmt" að forystu-
menn Sjálfstæðisflokksins hafi
forystu í landhelgisbaráttu - for-
maðurinn gefur sér það m.ö.o.
fyrirfram að enginn annar geti
þar um vélt, aðrir eru fyrirfram
dæmdir úr leik. í annan stað er
staðhæfingin blátt áfram röng.
Forystumenn Sjálfstæðisflokks-
ins voru á meðan á stóð hinni
löngu og oft hörðu baráttu fyrir
yfirráðum íslendinga yfir fiski-
miðunum, oftar en ekki mun
deigari en aðrir menn. Þeir voru
svo afkaplega hræddir við það að
styggja Breta, sem voru höfuð-
andstæðingar okkar, við að valda
úlfúð í Nató, það mátti ekki, það
bandalag var svo heilagt og un-
aðslegt. Þegar svo lokaáfanginn
náðist með útfærslu fiskveiðilög-
sögu í 200 mílur, þá höfðu aðrir
unnið erfiðustu sigrana, auk þess
sem alþjóðleg staða málsins hafði
gjörbreyst frá því sem áður var.
Menningarvakning vor
Annað dæmi úr ræðu formanns
Sjálfstæðisflokksins skal tekið úr
þeim kapítula, þar sem hann tí-
undar meint afrek flokks síns í
stjórnarsamstarfi frá 1983 til
1988. Þar er fitjað upp á menn-
ingarmálum sem svofelldum
hætti:
„í menningarmálum var hafin
ný sókn og varðstaða um íslenska
tungu efld. Á marga lund má
segja að ný vakning fyrir þjóð-
legum menningararfi hafi orðið
til á þessu tímabili. Samhliða
beittum við okkur fyrir því að
einokun ríkisins á útvarpsfjöl-
miðlun var afnumin. Þó að ný-
græðingar á því sviði hafi ekki
endanlega fest rætur er engum
vafa undirorpið að þeir verða
traustir og eiga eftir að styrkja
allt það sem íslenskt er í vaxandi
alþjóðlegri samkeppni á sviði
fjölmiðlunar þegar fram í sækir".
Mikil er trú þín faðir, sagði ír-
inn, sem sá sóknarprestinn hella
af hlandkoppi á bensíngeymi bíls
síns. En í alvöru talað: gjarna
vildum við að þjóðleg menning-
arvakning hefði átt sér stað á
næstliðnum árum, hvort sem nú
Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórn
eða geymdur annarsstaðar. Við
vitum því miður ekki til þess að
svo hafi verið. Eina „vakningin"
sem Þorsteinn gæti hugsanlega
gripið til er sú, að nokkrir áber-
andi menn í Sjálfstæðisflokknum
og hjá Morgunblaðinu færu loks
að taka undir viðvaranir, sem
margskammaðir róttækir „menn-
ingarvitar" hafa lengi uppi haft,
um „holskeflu engilsaxneskra
menningaráhrifa“ sem þjarma
hart að undirstöðum menningar-
arfsins íslenska.
Vafi er þó á því að formaður
Sjálfstæðisflokksins hafi haft
eitthvað slíkt í huga. Það sést
greinilega á framhaldi klausunn-
ar um vakninguna: manni skilst
að helsta afrek Sjálfstæðisflokks-
ins hafi verið að breyta útvarps-
lögum og koma upp einkastöðv-
um. (Ragnhildur Helgadóttir,
þáverandi menntamálaráðherra,
fagnaði þá mest þeim menningar-
möguleikum sem nú fengjust í
gleðilegri samkeppni um „list-
rænar auglýsingar"). En hvað
sem annars má segja um einka-
rekstur í ljósvakanum og hug-
myndir sem menn gerðu sér í
upphafi um þróun hans, þá er það
deginum ljósara, að hann kemur
„nýrri vakningu fyrir þjóðlegum
menningararfi" ekki nokkurn
skapaðan hlut við. Áhrif hans eru
fyrst og síðast þau, að „holskefla
engilsaxneskra menningará-
hrifa" rís enn hærra en nokkru
sinni fyrr - bæði á sjónvarpsrásum
og í útvarpspoppi. Það er með
öllu óskiljanlegt hvernig þessi
fjölmiðlun á að „styrkja allt sem
íslenskt er“ í „alþjóðlegri sam-
keppni". Slíkar vangaveltur eiga
ekki annað undir sér en þá trúar-
þörf í forystu Sjálfstæðisflokksins
að allt sem heitir samkeppni
einkaaðila hljóti að vera af hinu
góða - ef veruleikinn er eitthvað
að þvælast fyrir þeirri trú, þá skal
það vera verst fyrir veruleikann.
Háð og lof
í fornum og frægum texta segir
á þá leið, að það sé háð en ekki
lof, ef skáld mæra höfðingja fyrir
afrek sem almenningur veit að
þeir ekki frömdu. En hvað eigum
við að gera við höfðingja Sjálf-
stæðisflokksins þegar þeir ausa
sjálfa sig slíku lofi - og, það sem
enn lakara er: virðast trúa því
sjálfir?
Þjóðviljinn
Síðumúla 6'108 Reykjavík
Sími :681333
Kvöldsími:681348
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Framkvœmdastjórl: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjóri: Árni Bergmann.
Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson.
Aðrlr biaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur
RúnarHeiðarsson, HeimirMárPétursson, HildurFinnsdóttir(pr.),Jim
Smart (Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurÓmars-
son (íþr.), Þröstur Haraldsson.
Skrlfstofustjórl: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Olga Clausen.
Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur
Ágústsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Útbreiðslu-og afgrelðslustjórl: Guðrún Gísladóttir.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna
Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63.
Símfax:68 19 35
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140kr.
Askriftarverð á mánuði: 1000 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 11. október 1989