Þjóðviljinn - 11.10.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.10.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Að undanförnu hefur mér liðið sem í limbó. Því miður ekki í þeim unaðsdansi þarsem menn sveigjast og teigjast undir slár og rár heldur í limbó heljar, forgarði helvítis þarsem sálir fordæmdra eigra vonlausar í einskismanns- landi. Þetta byrjaði með Þórarni Vaff í umræðuþætti í sjónvarpinu (aldrei slíku vant!). Hann var svo dæmalaust skúffaður yfir því hve verkalýðshreyfingin er van- megna. Bara engin stjórn á mál- unum, einstök verkalýðsfélög geta vaðið uppi og hafa meira að segja samningsréttinn í sínum höndum. Afskaplega óþægilegt fyrir fámennisvaldið í VSI. En framkvæmdastjóra VSÍ lá fleira á hjarta. Ekki kemur til greina, sagði hann, að semja um verð- tryggingu launa, það er úr öllum myndum og málverkum. Með þessu segir framkvæmdastjóri at- vinnurekenda að ekki komi til greina að ganga frá tryggum kjarasamningum, samningum sem halda gildi sínu út samnings- tímann. í öllum viðskiptum er okkur gert að ganga að verð- tryggðum samningum, hvort heldur varðar húsnæðiskaup eða annað, verð alls skal standast tímans tönn nema vinnuaflsins. Þórarinn Vaff taldi gasalegt hve verkalýðshreyfingin hugsaði lítið um þau sem lægst hafa launin. Hann gleymdi því blessaður að þá fyrst hefur grátkórinn, sem hann stjórnar, upp raust þegar krafist er hærri launa fiskvinnslu- fólks og annarra láglaunahópa sem fá greitt samkvæmt töxtum og ekkert þar umfram. Þar er allt á heljarþrömini. Svo reyndist líka hjá bjarg- vættinum að vestan, Einari Oddi atvinnurekendaformanni, sem krafðist launafrystingar út næsta ár á fundi þeirra VSI-ara. Hart í ári, makalaust að útgerðarmenn skuli geta snarað út milljónum fyrir kvóta vítt og breitt. Líka makalaust hvað margt gengur vel sem sýslast í kringum útgerðina svo sem hjá influtningsfyrir- tækjum sem díla við útgerð. Makalaust með margar fjölskyld- Lítið eitt úr limbó Birna Þórðardóttir skrifar urnar sem eiga útgerð og fisk- vinnslu pluma sig þótt allt sé í botnlausum skuldum. Makalaust að fjárplógsfyrirtækjunum sé ekkert að kenna heldur aðeins al- mennu launafólki þegar að því kemur að bjarga málunum. Þá er það ekki bjargvætturinn að vest- an sem reddar heldur eigum við að slaka út björgunarhring. aður á sínum tíma var tilgangur- inn sagður sá að veita alþýðu manna fyrirgreiðslu sem aðrir bankar byðu ekki. Alþýðu- bankinn átti að þjóna launafólki, en ekki að verða enn einn auð- söfunarsveppurinn. Arður til hluthafa átti ekki að skipta máli heldur skyldu hin félagslegu sjón- armið ráða. Útvegsbankakaup verðhækkanir. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar þegar ég sá í útreikningum hagspekinganna hans hve matvaran var skyndi- lega orðin ódýr, æddi útí búð og ætlaði að hamstra. en því miður. I útreikningunum var gert ráð fyrir að maður keypti hálfan eða heilan lambaskrokk, heilan naut- skrokk o.s.frv. Þrátt fyrir litla s „Það gengur einfaldlega ekki aðforseti ASI sé gœslumaður þess að peningarnir arti sig sem best í völundarhúsi viðskiptanna. Þótt kaupin geristenn ósvífnari á gráa markaðnum afsakar það ekkert. “ Verkfall rafiðnaðarmanna hófst og samninganefnd ríkisins, sem fjármálaráðherra stjórnar, fékk sérpantað álit ríkislögmanns að verkfallið væri ólögmætt með tilvísun til að laga frá 1915. Næst megum við trúlega vænta þess að allar aðgerðir verkalýðs- hreyfingarinar dæmist ólögmætar enda hafi Spartakus hvorki haft samning- né verkfallsrétt. Engu varðar um vinnulöggjöf, hefðir eitt né neitt, ríkisstjórnin og samninganefnd hennar vflar ekki fyrir sér frekar en fyrri daginn að reyna að brjóta verkalýðs- hreyfinguna á bak aftur hve ó- prúttin sem meðulin kunna að vera. Alþýðubankinn ríður á vaðið með vaxtahækkun sem verður brýnust allra brýnna nauðsynja. Hverjir þurfa að greiða vextina? Hvers gæslumaður er forseti ASÍ orðinn? Gæslumaður peninga? Þegar Alþýðubankinn var stofn- og önnur útþensla ganga í þver- öfuga átt. Það gengur einfaldlega ekki að forseti ASÍ sé gæslu- maður þess að peningar arti sig sem best í völundarhúsi viðskipt- anna. Þótt kaupin gerist enn ósvífnari á gráa markaðnum af- sakar það ekkert. Við komum engum breytingum til leiðar með því að beita aðferðum andstæðinganna, þótt í minna mæli sé en þeir sjálfir. Hins vegar hlægir mig þegar formaður Dagsbrúnar birtist skyndilega í líki hins siðláta prinsippmanns, ekki síst þegar fulltrúi Dagsbrún- ar í bankaráði Alþýðubankans samþykkti vaxtahækkunin; orðalaust. Það skyldi þó ekk vera Verkamannasambandsþinj framundan? Svo var það fjármálaráð- herrann með snilldarútspilið um kaupmáttaraukninguna og hve vel launin hafa haldið í við aðrar FRA KVIKMYNDAHATIÐ Það er ekki nema eðlilegt að öllum þeim umbrotum sem eru að verða í löndunum austantjalds fylgi alls kyns afturhvarf til fortíð- arinnar, til tímans áður en blýlok einræðis og hugmyndafræði- legrar einokunar lagðist yfir þau. Leikur mönnum hugur á að finna aftur ýmsa þá þætti menningar- innar sem reynt hefur verið að bæla niður eða uppræta og einnig að velta fyrir sér frá nýjum sjón- arhóli þeirri sögu, sem leiddi til þess að ástandið varð sem raun ber vitni. Þessi leit kemur fram í myndum Ungverjans Istvans Szabó, sem nú er gestur kvik- myndahátíðarinnar, og í stuttu ávarpi sem hann hélt áður en nýj- asta mynd hans Hanussen var frumsýnd hér á landi, lagði hann áherslu á að í myndum sínum reyndi hann að endurspegla mið- evrópska menningu og miðevr- ópskt andrúmsloft. En hvort tveggja hefur átt erfitt uppdráttar síðan járntjaldið féll þvert yfir Hanussen álfuna og klauf sundur þau lönd sem áður voru flokkuð saman undir heitinu Mið-Evrópa. í myndinni Hanussen hverfur Szabó aftur til upplausnaráranna eftir heimsstyrjöldina fyrri og þeirra örlagaríku atburða sem þá voru að gerast og í aðsigi. Segir þar frá dávaldinum Erik Jan Hanussen, sem var austurrískur að uppruna og hét réttu nafni Klaus Schneider en ferðaðist víða um lönd Mið-Evrópu. í þeirri bylgju af dulspeki og alls kyns kukli sem þá reið yfir þessi lönd varð honum mikið ágengt: svo var að sjá sem hann gæti spáð fyrir um óorðna hluti, og hann gat dáleitt áhorfendurna á hinn ótrúlegasta hátt, m.a. fengið unga konu til að leggja eld í tjöld- in á sviðinu, þar sem sýningin fór fram. Andrúmslofti þessa tíma er lýst á sérlega litríkan hátt, og brátt fer áhorfandinn að sjá ýms- ar hliðstæður milli Hanussens og annars dávalds sem þá var á mikilli uppleið, Adólfs Hitlers, enda eru þeir fæddir sama dag. Nasistar hafa augastað á Hanuss- en eftir að hann hefur spáð fyrir um sigur Hitlers 1933, og virðist hann vera þeim að nokkru leyti vilhallur, en svo snýst hann gegn þeim eftir að hann hefur gert sér grein fyrir hættunni, og þarf þá ekki að spyrja að leikslokum. Þessi mynd Szabós er fádæma haglega gerð og gefur Mefistó ekkert eftir, og í lokin, ekki síst þegar dregnar eru upp hliðstæður milli íkveikjunnar í leiksviðs- tjaldinu, sem Hanussen slekkur samstundis í, og svo þinghús- brunans í Berlín 1933, vakna margar áleitnar spurningar um eðli valdsins og mátt dávaldanna tveggja og ábyrgð einstaklingsins við þessar örlagaríku kringum- stæður. e.m.j. Köll úr fjarska, kyrrt Irf Terence Davies hefur stjórnað þessari mynd sem segir á sérstæð- an, stflhreinan og oft áhrifaríkan hátt frá lífi verkamannafjöl- skyldu (af írskum rótum líklega) í Liverpool. Lífi sem yfir vofír skuggi berjandi og bölvandi heimilisföður, eins af óteljandi smáharðstjórum heimsins. Teygir það myrkur sig yfír allt líf konu og barna hans þriggja, eins þótt karlinn drepist, guði sé lof, og börn hans þrjú vaxi úr grasi og efni í nýjar fjölskyldur. Þetta er saga af hvunndags- grimmd og kyrrum kjörum og einatt tómlegum og allt er það meira en dapurlegt, eins þótt bros og hlátur fínni sér stað í líf- svefnum. Oft nást fram sterk áhrif með einföldum meðölum og hófstilltum - þessi mynd minnir vel á þá staðreynd, að ekki þurfa menn að þeytast út um allt með sínar myndavélar til að finna „skot“ sem segja drjúga sögu á þögulan hátt. Höfundar myndar- innar halda sig mest við heimili fjölskyldunnar og krána, náttúr- an er ekki með í dæminu lengur. Aftur á móti er brugðið á fjör- legan leik með tímann og þá dutt- hagfræðikunnáttu sá ég í hendi mér - eða öllu heldur í ávísana- heftinu - að heila kjötskrokka gæti ég aldrei galdrað fram, fyrir utan það að maður þyrfti að hafa grystigám til að koma byrðunum fyrir. En grínlaust. Frá kjara- samningum síðastliðið vor hafa laun hækkað um 3.500 kr. Lán fámennra hópa innan BSRB hafa hækkað meira, þar sem aldurs- hækkun og starfsaldurshækkun bættust við. Grunnlaun versl- unarmanna erunú40.456kr.,og kemst taxtinn hæst í 49.796 kr. eftir 10 ára starf með fastlána- uppbót. Það er þvf býsna ósvífið að setjast glottandi á kjaftastól inní Miklagarði og segja liðinu að kaupa heilu kjötskrokkana til að spara. Sama dag ákvað borgar- stjórnarmeirihlutinn að hækka dagvistargjöld um 1200 kr. hjá forgangshópum, en okkur munar varla um að snara slíku út - nógur afgangur eftir kjötskrokkana. Þótt gengið hafi sigið og fallið um 20% frá áramótum hefur það greinilega ekkert að segja fyrir vöruverð! Fjármálaráðherra hefur líka lýst sömu skoðun og bjartvættur- inn að vestan: Enginn grund- völlur fyrir launahækkanir. Eng- in grundvöllur fyrir verðtrygg- ingu launa. Sama segir forsætis- ráðherra. Ekki hafa aðrar yfir- lýsingar komið úr herbúðum ríkisstjórnarinnar, ekki einu sinni frá hugsjónamanninum Jú- líusi Sólnes. í allri þessari þrautargöngu er þó hægt að hugga sig við það að útvarpið bregst ekki. Davíð fékk pláss fyrir sína kosningabaráttu bæði í hljóðvarpi og sjónvarpi. Og við höfum fengið að fylgjast með áhyggjum fréttamanna sjón- varps: Er tími Davíðs kominn; tekst HONUM að leiða FLOKK- INN til sigurs; ertu soldið sár Friðrik, elsku vinur! Verst var að fréttamennirnir höfðu tekið nið- ur landsfundarmerkin sín þegar þeir birtust á skjánum. Það var þú óþarfa pempíuskapur. 07.10.89 Birna er ritstjóri. lunga minnisins sem leyfa að skotist sé mislangt aftur og fram um rás viðburða. Afbragðs vel er í hlutverk valið, hver týpa ofur sannfærandi. Og leyfist mér þá að lokum að geta um það, hve vel og ísmeygilega vinsælir söngvar eru notaðir í þessari mynd. 1 heimi þar sem við sjálft liggur að tilfinn- ingalífið frjósi í hel eru söngvarn- ir eins konar tilmæli um samskipti sem ekki urðu að veruleika, ávís- anir á eitthvað það sem menn ekki megna að segja hver við annan. ÁB. HHListahátíðíReykjavík Verðlaunasamkeppni á sviði lista - meðal ungs fólks Listahátíð í Reykjavík efnir til verðlaunasam- keppni á sviði lista - meðal ungs fólks. Mega þátttakendur kjósa sér listform: hvort sem væri á sviði ritaðs máls, myndmáls, á sviði danslistar, leikhúss eða tónlistar (hljóðlistar), sviði formlistar eða umhverfislistar - má vera á enn öðru sviði, jafnvel fleiri en eitt form saman. Keppnin tekur til frumsköpunar í list fyrst og fremst. Þátttakendur séu 19 ára eða yngri (miðað við skiladag). Skilafrestur er til 1. mars 1990. Verki sé skilað á skrifstofu Listahátíðar, Gimli, v/Lækjargötu, 101 Reykjavík - svo fullbúnu sem kostur er, ellegar ítarlegri lýsingu á hug- mynd þess. Listahátíð lýsir sérstökum áhuga á verkum unn- um út frá grunnhugmyndinni „íslendingur og haf” en verk út frá öðrum hugmyndum hafa þó fullan rétt í keppninni. Verðlaunafé verður alls 400 þúsund kr. og hefur dómnefnd sjálfdæmi um deilingu þess. Dómnefnd setur sér vinnureglur sjálf. Verðlaun verða afhend við opnun Listahátíðar 1990. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands er heiðursformaður dómnefndar. Dómnefnd er skipuð í samráði við stjórn Bandalags ís- lenskra listamanna og er formaður dóm- nefndar Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri (forseti B.Í.L.). Dómnefnd skal heimilt að kalla sér til fulltingis listfróða menn. Áformuð er kynning valinna verka úr sam- keppninni á Listahátíð og/eða síðar svo sem tök verða á. Listsamkeppni þessi er kostuð af íslandsbanka h/f 5. október 1989 Listahátíð í Reykjavík Miðvikudagur 11. október 1989 ÞJÓÐVIUINN - SiÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.