Þjóðviljinn - 11.10.1989, Blaðsíða 9
MINNING
Benedikt Gíslason
frá Hofteigi
Þegar við kveðjum Benedikt
Gíslason frá Hofteigi erum við að
kveðja einn hinna sterku og
stoltu andans höfðingja, sem ís-
lensk alþýðumenning bændasam-
félagsins skapaði. Hann kveður
nú meðal hinna síðustu, sem voru
að vaxa úr grasi um aldamótin og
mótuðust af bjartsýnni framfara-
trú þess tíma.
Benediktfæddist21. desember
1894 á Egilsstöum í Vopnafirði.
Foreldrar hans voru Jónína Hild-
ur Benediktsdóttir og Gísli Sig-
urður Helgson. Hann andaðist 1.
október s.l. eftir 13 ára dvöl á
hjúkrunardeild Borgarspítalans á
Heilsuverndarstöðinni við Bar-
ónsstíg.
Við töluðum um margt,
tengdafaðir minn og ég þessi
löngu veikindaár. Minni hans var
óbrigðult til síðustu stundar, og
hann sagði mér sitt hvað frá fyrri
árum. Hann brá upp myndum af
leit að fé eftir stórhríðarveður á
uppvaxtarárum sínum og harðri
lífsbaráttu Vopnfirðinga á fyrstu
áratugum aldarinnar. Þegar hann
var um nírætt las hann mér fyrir
frásögn af sendiför, sem hann fór
með kjörkassa eftir alþingiskosn-
ingar 15. nóvember 1919. Sú
sendiför var hvorki stutt né
auðveld. Atkvæðin úr Vopna-
firði þurftu að komast suður að
Arnheiðarstöðum í Fellum. Ég
skrifaði frásögnina orðrétt og
hann mælti hana af munni fram á
fallegu og skilmerkilegu máli, og
þurfti þar engu orði að hagga,
þegar handritið var sent til prent-
unar.
Ljóðmál lá Benedikt létt á
tungu, og einnig í ljóðunum orð-
ar hann hugsun sína skýrt og um-
búðalaust eins og sjá má í eftirfar-
andi vísu.
Fingur spila forlaganna
furðulega margan brag.
Á œvihörpu okkar manna
eiga þeir, sem dœmin sanna
einrœði um óð og lag.
Þessi hæfileiki reyndist honum
dýrmætur til æviloka, og allt fram
í andlátið orti hann rétt kveðin
vers sér til hugarhægðar.
Skólaganga Benedikts var ekki
lögn. Hann var í Eiðaskóla 1911-
1913 og í Samvinnuskólanum vet-
urinn 1918-1919, en bækur og
blöð og skjöl urðu honum drjúg
þekkingaruppspretta á langri lífs-
leið.
Fornbókmenntir og saga þjóð-
arinnar voru honum hjartfólgin
viðfangsefni. Hann vildi ekki
rengja ritaðar heimildir, heldur
leita skýringa á textum þeirra og
komast að niðurstöðu um hvern-
ig bæri að túlka þá texta. Hann
var kunnugur á söguslóðum
Hrafnkelssögu og hélt því fram
gagnstætt ríkjandi söguskoðun,
að rétt væri þar farið með frá-
sagnir af byggð í Hrafnkelsdal.
Nýjasta tækni við könnun á landi
hefur nú sannað, að þar hafði
Benedikt rétt fyrir sér.
Benedikt rannsakaði sérstak-
lega tiltækar heimildir um upphaf
íslandsbyggðar og benti með
gildum rökum á, að ekki sé allan
sannleikann um landnám íslands
að finna í íslendingabók og Land-
námu. Hann var sjálfstæður í
hugsun og fundvís á rök, og skorti
ekki dirfsku til að setja fram nýj-
ar kenningar um fyrstu byggð í
landinu og uppruna íslenskrar
fornmenningar. Þessar kenning-
ar setti hann fram í bók sinni Is-
lendu, sem fyrst kom út 1963.
Hann var kappsfullur söguskýr-
andi og hélt sínum kenningum
fast fram hvort sem hann átti orð-
astað við lærða eða leika.
Benedikt var afkastamikill rit-
höfundur. Hann gaf út ljóðabók
1947, og lítið vísnasafn kom út
1981, en aðrar bækur hans eru af
sagntræðilegum toga. Rit-
mennska hans og sögurannsóknir
voru þó lengst af aðeins tóm-
stundastarf. Hann var bóndi til
fimmtugs, og síðar starfaði hann
alllengi hjá Framleiðsluráði land-
búnaðarins.
Haustið 1921 kvæntist Bene-
dikt Geirþrúði Bjarnadóttur.
Minningu þess sumars batt hann í
fjórum hendingum.
Pað ilmaði alla daga
og ómaði loftið heitt.
Það er hin sanna saga
um sumarið tuttugu og eitt.
Með æskumynd af tengdamóð-
ur minni í huga skynja ég meira
en veðurblíðu Vopnafjarðar að
baki þessara vísuorða.
Geirþrúður var dóttir Guðrún-
ar Sigurðardóttur og Bjarna
Gíslasonar, sem bjuggu á Sól-
mundarhöfða á Akranesi á upp-
vaxtarárum hennar. Benedikt og
Geirþrúður hófu búskap á Egils-
stöðum í Vopnafirði 1922. Börn-
in fæddust eitt af öðru og urðu
alls ellefu. Þrír synir eru látnir, og
Geirþrúður lést 1978.
Vorið 1928 fluttu þau hjónin
búferlum að Hofteigi á Jökuldal.
Ég minnist frásagna af þeim degi,
þegar fjölskyldan hélt yfir fjall-
veginn milli byggða. Það reyndist
14 tíma lestargangur með 5 lítil
börn og það sjötta í móðurkviði.
Elsta barnið, 6 ára drengur, gat
setið á hesti sínum, en búið var
um 4 litlar stúlkur í kössum á
klyfjahestum. Það þarf mikið
þrek í slíka ferð. Hofteigur er stór
og mikil jörð, og þar bjó Bene-
dikt vel til ársins 1944. Hann var
kappsfullur við vinnu og farnað-
ist vel. Það þarf því engan að und-
ra þótt Benedikt héldi því fram
með þeirri ákefð sem honum var
gefin, að sauðkindin og gróður-
inn ættu eðlilega samleið í þessu
landi. Benedikt tók slíku ástfóstri
við þessa jörð að við hana kenndi
hann sig síðan. Hofteigur er
kirkjustaður, og neðan bæjarins
var ferjustaður yfir Jökulsá á
Dal. Tvennt fylgdi því bú-
skapnum í Hofteigi, annars vegar
það að taka á móti kirkjugestum
og veita þeim beina og hinsvegar
að ferja ferðamenn yfir Jöklu.
Það ferjumannsstarf hefur ekki
verið heiglum hent, því að þung-
ur er straumur þessa jökulvatns.
En allt fór það vel.
Tómstundir voru fáar á þessum
búskaparárum, en gripið var í
bækur og tímarit, hvenær sem
færi gafst.
Bóndinn, sagan og landið.
Þetta þrennt býr í öllum at-
höfnum Benedikts, jafnt ritstörf-
um sem öðrum verkum. Honum
voru kjör bænda nákomin, og
hann var frá æsku þátttakandi í
framfarasókn þeirra. Hagmæltur
maður lýsir Benedikt svo.
Góðum málum lagði lið
löngum verkahraður.
Hofteig kenndur var hann við
virtur fræðimaður.
Þessi meitluðu vísuorð koma
heim og saman við mína mynd af
Benedikt. Þegar ég kynntist hon-
um, var hann að vísu orðinn sex-
tugur og gekk við staf, en átti
ennþá reisn í fasi og hýran svip.
Hann átti enn eftir að skrifa
margar bækur og greinar og vinn-
uþrekið entist honum lengi. Um
áttrætt fóru kraftar mjög þver-
randi, og elliglíman varð honum
þung og löng. Nú er þessari erf-
iðu glímu lokið, og vil ég þakka
starfsliði hjúkrunardeildarinnar
umönnun hans í þrettán ár, og ég
vil þakka Gísla Sigurbjörnssyni
forstjóra vináttu og tryggð, sem
hann auðsýndi Benedikt til hinsta
dags.
Mætur maður hefur fengið
langþráða hvíld. Friður sé með
honum.
Adda Bára Sigfúsdóttir
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
SALA ADGANGSKORTA
ER HAFIN!
Sala aðgangskorta á sýningar Leikfélags
Reykjavíkur í nýja Borgarleikhusinu er
hafin. Á verkefnaskrá vetrarins eru
eingöngu ný íslensk verk. Fyrsta
frumsýning vetrarins á litla sviðinu verður
24. október og á stóra sviðinu 26. október.
Aðgangskortin gilda að 4 verkefnum vetrarins,
3 á stóra sviðinu og 1 á því litla. Kortaverð
á frumsýningar er kr. 10.000.-, á aðrar sýningar
kr. 5.500,- og til ellilífeyrisþega kr. 4.100.-.
Sala aðgangskorta stendur yfir daglega frá kl.
14-20. Tekið er á móti pöntunum á sama tíma í
síma 680680. Greiðslukortaþjónusta.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Ólafur Skúli Svanfríður
Alþýðubandalagið á Vesturlandi
Aðalfundur kjördæmisráðs
Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður hald-
inn í Rein á Akranesi sunnudaginn 15. október.Fundurinn hefst kl. 13.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Staðan í íslenskum stjórnmálum
Frummælendur:
Ólafur Ragnar Grímsson, Skúli Alexandersson og Svanfríður Jónasdótt-
ir.
Almennar umræður.
3. Önnur mál. Stjórn kjördæmisráðs
Æskulýðsfylkingin í Reykjavík
Aðalfundur
Aðalfundur Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík verður haldinn
fimmtudaginn 19. október klukkan 20,30 að Hverfisgötu 105.
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á landsfund Alþýðubandalagsins.
3. Önnur mál.
Félagar hvattir til að mæta. Stjórnin.
Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins
Landsþing
Landsþing Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins verður haldið laugar-
daginn 21. október klukkan 12.30 að Hverfisgötu 105 Reykjavík. Dagskrá
nánar auglýst síðar. Stjórnin.
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði
Haustráðstefna bæjarmálaráðs
Bæjarmálaráð ABH heldur haustráðstefnu sína laugardaginn 14. október í
Gaflinum við Reykjanesbraut. Megin umræðuefni ráðstefnunnar er undir-
búningur fjárhags- og framkvæmdaáætlunar bæjarins til næstu þriggja ára,
kosningaundirbúningur og framboðsmál.
Ráðstefnan hefst kl. 9.30 og henni lýkur síðdegis með rútuferð um bæinn
þar sem skoðaðar verða helstu nýframkvæmdir.
Hádegisverður og kaffi á staðnum kr. 12.00.
Nánari dagskrá hefur verið póstsend fulltrúum i bæjarmálaráði en ráðstefn-
an er opin öllum félags- og stuðningsmönnum ABH.
Stjórn bæjarmálaráðs
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Félagsfundur
Félagsfundur ABR verður haldinn miðvikudaginn 11. okt. kl. 20.30 að
Hverfisgötu 105.
Dagskrá fundarins:
1. Kosning uppstillinganefndar vegna fulltrúakjörs á landsfund AB.
2. Staða ABR og starfið framundan. Framsaga Stefanía Traustadóttir
formaður ABR.
3. Önnurmál.________________________________________Stjórnin
Alþýðubandalagið
í Keflavík og Njarðvík
Aðalfundur
Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Keflavík og Njarðvík verður haldinn
laugardaginn 14. október klukkan 14. Fundarstaður auglýstur síðar.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.
Stjórnin
Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra
Aðalfundur kjördæmisráðs
Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi
eystra verður haldinn á Húsavík dagana 21 .-22. október.
Dagskrá:
Laugardagur
1. Kl. 13.00 Þingsetning skipun starfsnefnda og rannsókn kjörbréfa.
2. Sveitarstjórnarmál
- Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga
- Staða sveitarfélaga á landsbyggðinni
- Sveitarstjórnarkosningar
Almennar umræður um málefni sveitarfélaga og komandi kosningar.
Fulltrúar og varafulltrúar í sveitarstjórnum, nefndarmenn og annað
áhugafólk um sveitarstjórnarmál er sérstaklega boðið velkomið.
3. Kl. 20.00 Léttur kvöldverður og kvöldvaka í umsjá heimamanna.
Sunnudagur
4. Kl. 09.30 Venjuleg aðalfundarstörf.
5. Kl. 11.00 Stjórnmálaviðhorfið - þátttaka í ríkisstjórn. Framsaga og al-
mennar umræður.
Kl. 13.00 Framhald almennra umræðna.
6. Kl. 15.30 Afgreiðsla mála. Kosning stjórnar, fulltrúa í miðstjórn o.fl.
7. Kl. 16.30 Þingslit.
Framsögumenn og gestir fundarins verða auglýstir síðar.
Stjórn kjördæmisráðs