Þjóðviljinn - 11.10.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.10.1989, Blaðsíða 6
Kolakraninn í Reykjavíkurhöfn, mynd sem Ólafur Magnússon Ijós-myndari tók fyrir Heimssýninguna í New York 1939. Þjóðminjasafnið 150 ára afmæli Ijósmyndarinnar íslensk ljósmyndasaga í sögulegu samhengi á sýningu í Bogasalnum Ljósmyndin 150 ára - Saga Ijósmyndunar á íslandi, er yfir- skrift sýningar sem nú stendur yflr í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Er tilefnið að á þessu ári eru 150 ár liðin frá því að Louis Daguerre fann upp þá tækni sem gerðu Ijósmyndina mögulega. Sýningin er byggð á frummyndum í eigu safnsins, Ijósmyndum, sem því hafa verið gefnar allt frá árinu 1910-15, og er með þeim reynt að varpa Ijósi á íslenska Ijósmynda- sögu í gegnum tíðina. Sýndar eru myndir eftir frumherja í iðninni, þær settar í sögulegt samhengi og leitast við að láta handverkið tala sínu máli. Á sýningunni eru bæði myndir eftir íslenska ljósmyndara og myndir sem erlendir Ijósmyndar- ar hafa tekið hér á landi. Er stikl- að á stóru í gegnum ljósmynda- söguna allt til ársins 1963, en yngsta myndin á sýningunni er fréttamynd úr safni Morgun- blaðsins, sem gefið var á safnið. Ljósmyndin 150 ára er fyrsta tilraunin sem gerð hefur verið hér á landi til að stilla íslenskri Ijós- myndasögu í sögulegt samhengi. Yfirumsjón með hönnun sýning- arinnar og myndavali hafði Inga Lára Baldvinsdóttir og byggir hún á cand mag ritgerð sinni um sögu Ijósmyndarinnar. Að sögn hennar tengdist ljósmyndun framan af yfirstéttinni hér á landi sem og annars staðar, bæði at- vinnuljósmyndun og eins áhug- amennskan, fyrst eftir að hún kom til sögunnar. Segir Inga Lára Ijósmyndun hér á landi fyrst og fremst hafa tengst verslunar- og iðnaðarmönnum, sem höfðu hús- rými og möguleika á að koma sér upp þeirri aðstöðu og tækjabún- aði sem til þurfti, en sem dæmi um ljósmyndara úr stétt iðnaðar- manna má nefna þá Sigfús Ey- mundsson bókbindara og Tryggva Gunnarsson trésmið. Ljósmyndin 150 ára verður í Bogasal Þjóðminjasafnsins til nóvemberloka. LG Leikhús og ópera Mikið að gerast LA, Nemendaleikhúsið og LR hefja vetrarstarfið á næstunni. Tosca væntanleg í Óperuna Tosca, Hús Bernhörðu Alba, Grímulcikur og Ljós hcimsins, eru meðal þeirra verka sem verða á boðstólum í leikhúsunum og í Óperunni á næstunni. Vetrar- starf íslénsku Óperunnar er nú nýhafið og Leikfélag Akureyrar, Nemendaleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur fylgja í kjölfarið með fyrstu sýningar vetrarins um næstu og þarnæstu helgi. í Óperunni verða fimm sýning- ar á Brúðkaupi Fígarós, sem frumsýnt var í vor, en eftir það taka við sýningar á Toscu eftir Puccini. Er það gestasýning frá Norsku Óperunni í Osló og leik- stjóri og aðalsöngvarar þeir sömu og þar: Per E. Fosser leikstjóri, Margarita Haverinnen sópran- söngkona, sem þekkt er fyrir túlkun sína á Toscu, Stein Arild Thorsson og Garðar Cortes. Sig- urður Björnsson og Viðar Gunn- arsson verða í minni hlutverkum, en kór og hljómsveit íslensku Óperunnar sjá um annan tónlist- arflutning. Hljómsveitarstjóri verður Bretinn Robin Stapleton. Eftir áramót setur Óperan upp I Pagliacci eftir Leoncavallo og Carmina Burana eftir Carl Orff í samvinnu við Þjóðleikhúsið, en í mars hefjast sýningar á óperunni Lucia di Lammermoor eftir Don- izetti. Bernarða Alba um næstu helgi Leikfélag Akureyrar frum- sýnir um næstu helgi Hús Bern- örðu Alba eftir Federico Garcia Lorca í nýrri þýðingu Einars Braga. Hann þýddi verkið upp- haflega fyrir sýningu Leikfélags Reykjavíkur árið 1966, en hefur nú endurskoðað þýðinguna fyrir LA. Sigríður Hagalín fer með hlutverk Bernörðu, en leikritið fjallar sem kunnugt er um ekkj- una Bernörðu, móður hennar, dætur og aðrar konur sem þeim tengjast. Leikstjóri er Þórunn Sigurðardóttir og um tónlistina sér Pétur Jónasson gítarleikari, sem mun leika spánska gítartón- list á öllum sýningunum, meðal annars eftir Lorca og De Falla. Fyrir samanburðarfræðinga er sýning LA kjörið tækifæri, því Þjóðleikhúsið mun sýna sama leikrit í vetur, en í þýðingu Guð- bergs Bergssonar og undir nafn- inu Heimili Vernhörðu Alba. Jólaleikrit LA verður nýtt barna- og fjölskylduleikrit eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Hlaut leikritið önnur verðlaun í flokki barnaleikrita í leikritasam- keppni LR, sem efnt var til í til- efni að opnun Borgarleikhúss. Þriðja verkefni leikársins verð- ur Heill sé þér þorskur, leikverk um íslenska sjómenn og sjó- mennsku eftir Guðrúnu Ás- mundsdóttur. Verkið var upp- haflega bókmennta- og tónlistar- dagskrá samin fyrir Leiklistar- skóla íslands fyrir tæpum áratug, en Guðrún hefur nú unnið það frá grunni fyrir LA. Lokaverk- efni LA á þessu leikári verður síðan ný leikgerð Böðvars Guð- mundssonar unnin upp úr endur- minningabókum Tryggva Emils- sonar: Fátækt fólk og Baráttan um brauðið. Grímuleikur 4. árs verður fyrsta verkefni Nemend- aleikhúss Leiklistarskóla íslands, og er frumsýning fyrirhuguð þann 20. október. Þýðingu verks- ins gerði Jón Óskar, en leikstjóri er rúmenski leikstjórinn Alexa Visarion, sem starfar sem pró- fessor í leikstjórn við kvikmynda- og leikstjórnarstofnunina í Búka- rest. Leikmynd og búningar eru eftir Hlín Gunnarsdóttur og að- stoðarleikstjóri er Ásdís Skúla- dóttir. Annað verkefni fjórða árs nemenda leiklistarskólans verður Óþelló eftir Shakespeare í þýð- ingu Helga Hálfdanarsonar og hefur Guðjón Pedersen verið ráðinn leikstjóri. Lokaverkefni Nemendaleikhússins verður síð- an nýtt leikrit eftir Sjón í upp- færslu Stefáns Baldurssonar. Níu leiklistarnemar eru á fjórða ári Leiklistarskólans að þessu sinni, þau Baltasar Kormákur, Björn Ingi Hilmarsson, Edda Arnljóts- dóttir, Eggert Arnar Kaaber, Er- ling Jóhannesson, Harpa Arnar- dóttir, Hilmar Jónsson, Ingvar Eggert Sigurðsson og Katarína Nolsö. Islenskt ár hjá LR Leikfélag Reykjavíkur hefur nýtt starfsár á nýjum stað með sýningu á Ljósi heimsins eftir Laxness í leikstjórn og leikgerð Kjartans Ragnarssonar, og verð- ur frumsýning á litla sviðinu þann 20. október. Tveimur dögum seinna verður Höll sumarlands- ins, leikgerð Kjartans eftir ann- arri bók Heimsljóss, síðan frum- sýnd á stóra sviðinu. Hjá LR er nú hafin sala að- gangskorta að sýningum í Borg- arleikhúsinu fram til áramóta. Verða það auk leikgerða Kjart- ans þrjú ný leikrit, tvö á stóra sviðinu og eitt á því litla. Á stóra sviðinu verða Kjöt, eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjórn Sigrúnar Valbergsdóttur og Hót- el Þingvellir eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Hailmars Sigurðs- sonar. Á litla sviðinu verður um jólaleytið frumsýnt barna- og fjölskylduleikritið Töfrasprotinn eftir Benóný Ægisson í leikstjórn Þórunnar Sigurðardóttur. LG Verðlaunasamkeppni Besta sagan Menningarsamtök Norðlend- inga og dagblaðið Dagur á Akur- eyri efna til samkeppni um frum- samda smásögu og er skilafrestur handrita til 24. nóvember, sem er síðasti póstlagningardagur. Sögurnar mega mest vera sex til sjö síður í A-4 stærð, vélritaðar í aðra hverja línu, sendar undir dulnefni til Hauks Ágústssonar, formanns Menningarsamtaka Norðlendinga, Gilsbakkavegi 13, 600 Akureyri. Skal rétt nafn, heimilisfang og símanúmer þátt- takanda fylgja með sögunni í lok- uðu umslagi auðkenndu dulnefn- inu. Um sögurnar fjallar þriggja manna dómnefnd, skipuð þeim Hjalta Pálssyni, bókaverði við Héraðsbókasafn Skagfirðinga á Sauðárkróki, Braga V. Berg- mann, ritstjóra Dags og Sverri Páli Erlendssyni kennara við Menntaskólann á Akureyri, sem er formaður nefndarinnar. Verðlaunaafhending verður í Gamla Lundi við Riðsvöll á Ak- ureyri sunnudaginn 10. desemb- er. Fyrstu verðlaun verða 60.000 krónur og önnur verðlaun 20.000. Mun verðlaunasagan birtast í jólablaði Dags, auk þess sem Fréttabréf MENOR áskilur sér rétt til birtingar, ef tök verða á og ástæða þykir til. Sami birting- arréttur er áskilinn á sögunni, sem hlýtur önnur verðlaun í sam- keppninni. Listahátíð í Reykjavík Listakeppni Listahátíð í Reykjavík efnir til verðlaunasamkeppni á sviði lista meðal ungs fólks. Mega þátttak- endur kjósa sér listform, hvort sem er á sviði ritaðs máls, mynd- máls, danslistar, leikhúss, tónlist- ar, form- eða umhverfislistar, eða jafnvel á enn öðru sviði eða fleiri en eitt form saman. Tekur keppnin fyrst og fremst til frum- sköpunar í list. Þátttakendur verða að vera nítján ára eða yngri, miðað við skiladag, sem er til 1. mars 1990. Verkum skal skilað á skrifstofu Listahátíðar, Gimli, v/ Lækjar- götu, 101 Reykjavík, svofullbún- um sem kostur er, eða ítarlegri lýsingu á hugmynd þess. Lýsir Listahátíð sérstökum áhuga á verkum unnum út frá grunnhug- myndinni íslendingur og haf, en verk út frá öðrum hugmyndum hafa þó fullan rétt á keppni. Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands er heiðurformaður dóm- nefndar og formaður hennar Brynja Benediktsdóttir leik- stjóri, en dómnefnd er skipuð í samráði við stjórn Bandalags ís- lenskra listamanna. Áformuð er kynning valinna verka úr sam- keppninni á Listahátíð og/eða síðar, svo sem tök verða á. Verð- launafé verður alls 400 þúsund krónur og hefur dómnefnd sjálf- dæmi um deilingu þess. Verðlaun verða afhent við opnun Listahá- tíðar 1990. Samkeppnin er kost- uð af íslandsbanka. Grímuleikur leikritaskáldið eftir I.L. rúmenska Caragiale LA frumsýnir Hús Bernörðu Alba um helgina. Flestir aðstandendur sýningar og leikhússtjóri. .4. árs nemendur Leiklistarskólans í 2. árs verkefn- inu: Antígónu. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.