Þjóðviljinn - 11.10.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.10.1989, Blaðsíða 11
LESANDI I DAG Lesandi vikunnar: Jón Garðar Henrýsson myndlistarnemi VIKUNNAR stofnanir sem sinna þurfa verkum þar að sækja um leyfi til að at- hafna sig þar. Og það eru ótrú- lega stór svæði sem þetta á við unr. Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu. Hvaða eiginleika þinn viltu helst vera laus við? Ég vildi oft að ég gæti slitið mig frá speglinum. Og svo vildi ég óska að ég væri ekki svona þrjóskur. Hvaða eiginleika þinn finnst þér skrítnast að aðrir kunni ekki að mcta? Það kemur mér á óvart að fólk skuli ekki kunna að meta hvað ég syng vel í baði. Þetta eru einu skiptin sem ég syng, en það fellur ekki í kramið. Konan mín vill t.d. hafa sturtu í íbúðinni, líklega til að niðurinn í vatninu yfirgnæfi mig. Hvað borðarðu aldrei? Ég borða hvað sem er, er alæta. Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en á íslandi? Svo til alls staðar annars stað- ar. T.d. á Jan Mayen ef það væri hægt að koma því við. En það virðist ekki auðsótt nú orðið að komast þangað. Hvar finnst þér þægilegast að ferðast? f huganum. Hvert langar þig helst til að ferðast? Út í geiminn, ekki spurning. Með rauðvín og osta út í geiminn Hvað ertu að gera núna Jón Garðar? Ég er í myndlistarskólanum á þriðja ári af fjórum. Þar er ég samkvæmt ýmsum óframsýnum mönnum að læra að vera baggi á þjóðfélaginu. Þar fyrir utan er ég ásamt konunni minni að gera upp húsnæði sem við vorum að taka á leigu. Þarna var áður heildsala, þannig að það vantar eldhúsinn- réttingu og betri hreinlætisað- stöðu. Hvað varstu að gera fyrir 10 árum? Þá var ég að hrella kennarana í Æfingaskóla Kennaraskólans. Hvað gcrirðu helst í frístundum? Mála, mála og mála. Ef pensill- inn brotnar fer ég helst út að skemmta mér. En að mála er mitt líf og yndi. Segðu mér frá bókinni sem þú ert að lesa núna. Hún heitir „A Giacometti Portrait“. Höfundurinn, James Lord, dvaldist hjá listamanninum Alberto Giacometti á vinnustofu hans í 18 daga og fjallar hún á skemmtilegan hátt um samskipti þeirra þessa daga. Það stóð ekki til að dvölin yrði svona löng, en á meðan listmálarinngerði portrett af rithöfundinum má segja að rit- höfundurinn hafi gert portrett af listmálaranum. Bókina prýða skissur af hinum ýmsu vinnslu- stigum myndarinnar. Hvað lestu helst í rúminu á kvöldin? Þá les ég gjarna ljóð, upphátt. En við misjafnar undirtektir. Hver er uppáhaldsbarnabókin þín? Gvendur Jóns. Hvers minnistu helst úr Biblí- unni? Mér leiðast eiginlega trúar- brögð, en ég held talsvert upp á ljóðaljóðin í Biblíunni. Segir svo ekki einhvers staðar í þeirri bók: Allt hefur sinn tíma... Var höfundur Njálu kvenkyns eða karlkyns? (Rök) Ég held að það hljóti að hafa verið karlmaður. Konur fengu örugglega ekki tækifæri til að sinna skriftum. En aftur á móti er vefnaður það eina sem varðveist hefur af myndlist frá fyrri öldum, og vefnaðurinn var eflaust unn- inn af konum. Hvað sástu síðast í leikhúsi? Oliver! Ég reyndi að halda mér vakandi. Er eitthvað á fjölunum núna sem þú vilt síður missa af? Ef ég ynni í Lottó, þá veit ég af Mozart í Óperunni. En á hvíta tjaldinu? Ég vil sjá sem flestar af mynd- unum á Kvikmyndahátíðinni sem nú stendur yfir, en það verður líklega í minna lagi, það fer mikill tími í að gera íbúðina upp. Fylgistu með einhverjum ákveðnum dagskrárliðum í út- vaimi og sjónvarpi? Eg er smekkmaður eins og Þorsteinn J. og reyni að missa ekki af dagskrárkynningunum hennar Rósu Ingólfs. í útvarpi er það Dægurmálaútvarpið sem ég fylgist með, og líður þess vegna bölvanlega núna í verkfallinu. Að vísu eru símatímarnir sjaldn- ast skemmtilegir nú orðið. Þeir ná góðum sprettum öðru hvoru, en þeim hefur þó farið aft- ur. Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? Já. Ertu ánægður með frammi- stöðu þess flokks? Hann hefur of lítið fylgi og get- ur því ekki komið nógu miklu í verk. Hann mætti líka vera rót- tækari. Eru til hugrakkir stjórnmála- menn og konur? Já. Viltu nafngreina þá? Nei. Þar verður hver að dæma fyrir sig. Er landið okkar varið land eða hernumið? Miðnesheiðin verður að teljast vel varin. Fyrir okkur íslending- um. Til dæmis þurfa ýmsar ríkis- Með nóg af rauðvíni og ostum. Hvaða bresti landans áttu erf- iðast með að þola? Það er sorglegt að vita til þess hvað þeir eru fljótir að gleyma. Aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins er dæmi um það. Þrátt fyrir af- spyrnu lélega frammistöðu þess flokks fyrir örfáum árum virðist sem talsverður fjöldi kjósenda vilji gefa honum atkvæði. En hvaða kosti Islendinga metur þú mest? Hvað þeir eru bjartsýnir og sjálfsánægðir. Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? Það er einfalt. Gamla góða klisjan um þjóðfélagið þar sem er: jöfn skipting tekna, átta stunda vinnudagur og rækt lögð við listir og menningu. Þar sem menning og listir eru ræktuð eru mennirnir friðsamir og sælir. Er ísland á leið í átt að því? Nei, það get ég ekki séð, en þetta er þó draumurinn. Þarf Þjóðviljinn að breytast mikið til að hann geti komið út í því landi? Já það þarf hann að gera. Við þurfum að einbeita okkur að öflugri vinstri pressu, á móti Morgunblaðinu og DV. Ég vil sjá stærra blað, þar sem fleiri skoð- unum er komið á framfæri og um- fjöllun um öll málefni mun breiðari. Hef ég gleymt einhverri spurn- ingu Jón Garðar? Já. Spurðu mig hvað mér finn- ist skemmtilegast og leiðinlegast. Hvað finnst þér skemmtilegast og hvað fínnst þér leiðinlegast? Skemmtilegast finnst mér að horfa á Þorstein Pálsson í sjón- varpi eftir að hann fór á námsiceið í handahreyfingum. Leiðinlegast finnst mér að þurfa að kaupa Morgunblaðið um helgar vegna ónógrar umfjöllunar Þjóðviljans um menningu og listir. Þjóðvilj- inn á ekki að líkjast Morgunblað- inu, en hann verður að breikka. Guðrún ÞJOÐVILJINN Þjóðviljinn fyrir 50 árum Verslunarjöfnuðurinn óhagstæð- ur um sjö og hálfa miljón króna. Samningar um stríðstryggingu sjómanna náðist í gær. Sjómenn fá 15 þúsund krónur, Berílnarbú- ar halda að vopnahlé sé komið á. 11. október miðvikudagur. 284. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 8.05- sólarlag kl. 18.22. Viðburðir Þórður Kakali Sighvatsson látinn 1256. Stefán frá Hvítadal skáld fæddur 1887. Sósíalistar segja sig úr Jafnaðarmannafélagi Reykjavíkur 1922, fyrsti klofning- urfélagsins. DAGBOK APÓTEK Reykjavfk. Helgar- og kvöldvarsia lyfj- abúöavikuna 29. sept.-5. okt. er í Holts Apóteki og Laugavegs Apóteki. Fyrrnefnda apótekið eropið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 fridaga). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LOGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur 4 12 00 Seltj.nes 1 84 55 Hafnarfj 5 11 66 Garðabær sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabilar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur 1 1 1 on Seltj.nes 1 1 1 nn Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær 5 11 00 L4EKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í sima21230. Upplýsingarum lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspit- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt8-17áLæknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvaktlæknas. 1966. SJUKRAHUS Heimsóknartimar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og ettir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala:virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðinvið Barónsstigopinalladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspitali: alla daga15-16og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spítalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. SjukrahúsAkraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjukra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. YMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Simi: 622266, opið allan sólarhringinn. Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagiðÁlandi 13. Opiðvirkadagafrá kl. 8-17. Siminn er 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opiö þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, simi21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500,simsvari: Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar haf a verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. .Siminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns-oghitaveitu:s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Sími 21260allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús'' fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aöstandendur þeirra. Hringið i síma91 - 22400allavirkadaga. • GENGIÐ 9. okt. 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar...... 6T,68000 Sterlingspund........... 97,73200 Kanadadollar............ 52,48200 Dönsk króna........... 8,39180 Norskkróna............... 8,84050 Sænsk króna.............. 9,52730 Finnsktmark............. 14,33090 Franskurfranki.......... 9,63600 Belgískur franki...... 1,55460 Svissn. franki.......... 37,48750 Hoil. gyllini........... 28,93740 V.-þýskt mark........... 32.68940 Itölsklíra.............. 0,04468 Austurr.sch...........,. 4,64370 Portúg. escudo.......... 0,38560 Spánskurpeseti........... 0,51600 Japansktyen.............. 0,43274 frskt pund.............. 87,03000 KROSSGATA ■ BflOjU o 13 bHh BHBpao Lárett: 1 sögn 4 harm- ur6fjör7grind9hóta 12 fálmar 14 mánuður 15brún 16vöðvi 19 aula 20 náttúra 21 skar Lóðrétt: 2 vitlausi3 ugg 4 fugl 5 þjófnaður7 bisa8vitur10aðstoð 11 hrellir 13 tæki 17 hvíldi 18 skref Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 blót4sefi7 skap9ösla12naumt 14odd 15 yls 16læöur 19 teig 20 rjóö21 titta Lóðrétt: 2 Iqk3 tæpa 4 stöm5fól7skorta8 andlit10styrja11 ans- aði 13 urð 17 ægi 18 urt Miðvikudagur 11. október 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.