Þjóðviljinn - 12.10.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.10.1989, Blaðsíða 10
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Ólafur Skúll Svanfríður Alþýðubandalagið á Vesturlandi Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður hald- inn í Rein á Akranesi sunnudaginn 15. október.Fundurinn hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Staðan í íslenskum stjórnmálum Frummælendur: Ólafur Ragnar Grímsson, Skúli Alexandersson og Svanfríður Jónasdótt- ir. Almennar umræður. 3. Önnur mál. Stjórn kjördæmisráðs Æskulýðsfylkingin í Reykjavík Aðalfundur Aðalfundur Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík verður haldinn fimmtudaginn 19. október klukkan 20,30 að Hveríisgötu 105. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund Alþýðubandalagsins. 3. Önnur mál. Félagar hvattir til að mæta. Stjórnin. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins Landsþing Landsþing Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins verður haldið laugar- daginn 21. október klukkan 12.30 að Hverfisgötu 105 Reykjavík. Dagskrá nánar auglýst síöar. Stjórnin. Alþýðubandalagið í Hafnarfirði Haustráðstefna bæjarmálaráðs Bæjarmálaráð ABH heldur haustráðstefnu sína laugardaginn 14. október í Gaflinum við Reykjanesbraut. Megin umræðuefni ráðstefnunnar er undir- búningur fjárhags- og framkvæmdaáætlunar bæjarins til næstu þriggja ára, kosningaundirbúningur og framboðsmál. Ráðstefnan hefst kl. 9.30 og henni lýkur síðdegis með rútuferð um bæinn þar sem skoðaðar verða helstu nýframkvæmdir. Hádegisverður og kaffi á staðnum kr. 12.00. Nánari dagskrá hefur verið þóstsend fulltrúum í bæjarmálaráði en ráðstefn- an er opin öllum félags- og stuðningsmönnum ABH. Stjórn bæjarmálaráðs Alþýðubandalagið Kópavogi Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Kópavogi verður haldinn mánudaginn 16. október kl. 20.30 í Þinghóli Hamraborg 11. Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður Ólafur Ragnar Grímsson. Stjórnin Skrifstofa ABK Skrifstofa Alþýðubandalagsins í Kópavogi verður opin laugardaginn 14. október kl. 10-12. Tekið verður á móti félagsgjöldum á sama tíma. Stjórnin Alþýðubandalagið I Keflavík og Njarðvík Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Keflavík og Njarðvík verður haldinn laugardaginn 14. október klukkan 14. Fundarstaður auglýstur síðar. Daaskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldinn á Húsavík dagana 21 .-22. október. Dagskrá: Laugardagur 1. Kl. 13.00 Þingsetning skipun starfsnefnda og rannsókn kjörbréfa. 2. Sveitarstjórnarmál - Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga - Staða sveitarfólaga á landsbyggðinni - Sveitarstjórnarkosningar Almennar umræður um málefni sveitarfélaga og komandi kosningar. Fulltrúar og varafulltrúar í sveitarstjórnum, nefndarmenn og annað áhugafólk um sveitarstjórnarmál er sérstaklega boðið velkomið. 3. Kl. 20.00 Léttur kvöldíbrður og kvöldvaka í umsjá heimamanna. Sunnudagur 4. Kl. 09.30 Venjuleg aðalfundarstörf. 5. Kl. 11.00 Stjórnmálaviðhorfið - þátttaka í ríkisstjórn. Framsaga og al- mennar umræður. Kl. 13.00 Framhald almennra umræðna. 6. Kl. 15.30 Afgreiðsla mála. Kosning stjórnar, fulltrúa í miðstjórn o.fl. 7. Kl. 16.30 Þingslit. Framsögumenn og gestir fundarins verða auglýstir síðar. Stjórn kjördæmisráðs Pjóðmál Stjómmálaályktun Aðalfundar Kjördœmisráðs Alþýðubandalagsins Norðurlandi vestra Alþýðubandalagið hefur nú verið þátttakandi í ríkisstjórn í eitt ár. Mestur tími og kraftur ríkisstjórnarinnar á þessu tíma- bili hefur farið í að reisa atvinnu- h'fið við, eftir ráðleysi og ódugn- að síðustu ríkisstjórnar. Er síðasta ríkisstjóm fór frá blasti við stöðvun fjölda fyrir- tækja, sérstaklega í sjávarútvegi. Með aðgerðum núverandi ríkis- stjórnar hefur víða tekist að forða því að rekstur fyrirtækja stöðvað- ist og legðist af, þó gjaldþrot hafi verið tíð. Aðgerðir ríkis- stjórnarinnar hafa því komið að góðu gagni, forðað földaatvinnu- leysi og bjargað stöðu heilla byggðarlaga. Verkefni ríkisstjórnarinnar, nú á næstunni, verður að tryggja að bætt staða atvinnulífsins vari til frambúðar. f því sambandi er sérstaklega nauðsynlegt að við- kvæmt atvinnulff á landsbyggð- inni verði betur tryggt en verið hefur til þessa. Alþýðu- bandalagið verður að hafa frum- kvæði að því í ríkisstjórninni að staða landsbyggðarinnar verði styrkt og reynt að sporna við þeim gegndarlausa fólksflótta sem fyrirsjáanlegur er þaðan ef ekkert er að gert. í því sambandi þarf að grípa til margskonar að- gerða í atvinnu- og efnahags- málum. 1. Víkja verður enn frekar af braut frjálshyggjunnar í stjórn peningamála. Vextir útlána verða að lækka. Koma þarf bönd- um á fjármagnskostnað og stemma stigu við óhóflegum vaxtamun innlánsstofnana. Gengisskráning verður á hverj- um tíma að taka mið af raunveru- legri stöðu útflutningsatvinnu- veganna, en forðast ber allar kreddur, sbr. fastgengisstefnuna illræmdu, jafnt sem kollsteypur í gengismálum. 2. Núverandi kvótakerfi, þar sem kvóti fylgir skipum, hefur leitt til slíkrar óvissu í flestum sjávarplássum að óviðunandi er. Grundvellinum hefur verið kippt undan gamalgrónum útgerðar- stöðum, með sölu skipa og þá um leið komið í veg fyrir aðgang þeirra að fiskimiðunum. Kvóta- kerfi í sjávarútvegi verður því að endurskoða og fylgja fast fram hugmyndum flokksins um byggð- akvóta. 3. Landbúnaðarmálin verður að taka til endurskoðunar. Við endurskipulagninguna verður að 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN taka fullt tillit til landshátta, fjár- festinga í sveitum og afurða- stöðvum, afkomu afurðastöðva og stöðu þeirra á markaði. Ný- lega birt niðurstaða nefndar um hagræðingu í mjólkuriðnaði, þar sem lagt er til að fullvinnslu mjólkur verði hætt í framleiðslu- héruðunum og hún flutt óunnin til Reykjavíkur, er glöggt dæmi um nýlendustefnu, sem ber að hafna. Landbúnaðarmálin eru byggðamál og eðlilegast er að fullvinnsla landbúnaðarvaranna fari fram í landbúnaðarhéruð- unum sjálfum. Gera verður framleiðendum grein fyrir því hver staða þeirra er, til lengri tíma litið, þannig að þeir geti skipulagt rekstur og fjárfestingar í samræmi við það. Óvissu landbúnaðarhéraðanna verður að eyða. Leita verður allra raun- hæfra leiða til að lækka verð á landbúnaðarvörum, til að örva neyslu og koma í veg fyrir óskynsamlegar hugmyndir um innflutning landbúnaðarvara. 4. Vinna verður að minnkun launamunar með hækkun lægstu launa og með því að koma í veg fyrir sjálftöku launa einstakra stétta úr sjóðum ríkisins eins og tryggingakerfinu. Hugmyndir um verðtryggingu launa þarf að skoða vandlega og athuga vel aðra kosti eins og afnám láns- kjaravísitölu. Lækkun verðbólgu er brýnt hagsmunamál launþega og atvinnulífs og kjarasamningar til skamms tíma eru eðlilegir meðan unnið er að því að ná verðbólgunni niður og skapa traust milli launþega og ríkis- valds. 5. Skattkerfið þarf að endur- skoða með það að markmiði að jafna kjör fólks og bæta kaup- mátt launa. í því sambandi ber að skoða vel hugmyndir um að hækka beina skatta og persónu- afslátt en lækka óbeina skatta, líkt og gerist með nágranna- þjóðum. Taka ber upp fleiri skattþrep í tekjuskatti og afnema matarskatt, sem jafnframt er stuðningur við ferðamanna- þjónustu. Rétt er að taka upp skatt á fjármagnstekjur, þó þann- ig, að vextir af eðlilegum spam- aði launafólks séu ekki skatt- lagðir. Eðlilegt er að tekjutengja tryggingabætur eins og ellilífeyri og bamabætur en hafna ber hug- myndum um hækkun eftirlauna- aldurs. 6. Hugmyndir um gríðarlega uppbyggingu stóriðju á höfuðborgarsvæðinu era stór- hættulegar byggðaþróun í landinu. Komi til nýrra stóriðju- framkvæmda verður að gera kröfu til þess að þær eigi sér stað á landsbyggðinni. Kveða verður niður þær fullyrðingar að stór- iðjuver sé einungis hægt að reisa í mjög fjölmennri byggð. For- senda nýrrar stóriðju er að nægi- lega hátt verð fáist fyrir orkuna, þannig að tryggt sé að aðrir raf- orkunotendur þurfi ekki að gjalda samninga við stóriðjuna með hærra orkuverði. Vinna ber að jöfnun raforkuverðs í landinu og afskriftartíma virkjana ber að lengja til að lækka almennt raf- orkuverð. 7. Landsbyggðin hefur verið og er enn í erfiðri stöðu. íbúaþró- un er óhagstæð, fyrirtæki standa illa, sveitarfélög eru í fjárþröng, húsnæðismál í sjálfheldu. Því er mikilvægt að samdráttur í opin- berum umsvifum og húsnæðis- málum bitni ekki á landsbyggð- inni. Sveitarfélögin á lands- byggðinni ber að efla fjár- hagslega, til mótvægis við góða stöðu sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu. Endurskipu- lagning Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga er spor í þá átt. Ekki má víkja frá áformum um breytingar á sjóðnum, né skerða tekjur hans. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Seltjarnarnesi Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Seltjarnarnesi verður haldinn mánudag- inn 16. október klukkan 20.30 í Félagsheimili Seltjarnarness. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund AB. 3. Önnur mál. Stjómin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.