Þjóðviljinn - 12.10.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 12.10.1989, Blaðsíða 15
í DAG Þjódviljinn - Frá lesendum - Síðumúla 6 108 Reykjavík Hverjir og hversvegna? Deilur manna geta stundum tekið á sig kyndugar myndir. Ný- lega kom út á vegum mennta- málaráðuneytisins einskonar kynningarbæklingur um skáld og rithöfunda. Um hann hafa vakist einkennilegar orðræður. Tveir rithöfundar a.m.k. hafa lagt þar orð í belg, þeir Guðmundur Daníelsson og Ind- riði G. Porsteinsson. Báðum finnst hlutur sinn lítill í bæklingn- um og í engu samræmi við verð- leika. Báðir munu þeir telja sig „borgaralega” rithöfunda - hvað sem það nú er - og mun þykja hlutur þeirra skálda og rit- höfunda, sem þeir telja til þeirrar manntegundar, mjög fyrir borð borinn í bæklingnum. Um það skal ég ekki deila, einfaldlega af því að mér er það ekki ljóst hvað þarna er átt við með orðinu „borgaralegur”. Hvað þýðir það? Og hvað nefnast þá hinir, sem ekki eru taldir eiga heima í þessu „samfélagi heilagra”? Hvað um Þórberg Þórðarson, Jóhannes úr Kötlum, Ólaf Jóhann Sigurðs- son, Davíð frá Fagraskógi, Stein Steinarr, Jón Helgason, Þorstein Valdimarsson, Guðmund Böðvarsson og Snorra Hjartar- son, svo að einhverjir séu nefnd- ir. Mér skilst, að þeirra sé að litlu getið. Þeir hafa að vísu ekki að- stöðu til að vera með neina kvein- stafi en engu að síður hljóta þeir að eiga sinn bókmenntalega „rétt” engu síður en þeir Indriði og Guðmundur. Eru þeir kannski sniðgengnir vegna þess að þeir séu svo „borgaralegir”. Og hvar hefðu þeir verið vistaðir Stephan G. Stephansson, Einar Bene- diktsson, Þorsteinn Erlingsson, Grímur Thomsen, Steingrímur Thorsteinson og Matthías Joc- humsson? Teljast þessir menn allir „borgaraleg” skáld og rit- höfundar eða bara sumir þeirra og þá hverjir og hversvegna? Og hvar þóknast þá þeim Guðmundi og Indriða að vfsa hinum til sætis? Nú er það sjálfsagt fyrir fávisku sakir, að ég spyr slíkra spurninga. En vilja þá ekki þeir, sem yfir viskunni búa, vera svo vænir að bæta úr fáfræði minni og annarra, sem ekki átta sig á hinum dular- fullu flokkunarreglum og á hverju þær byggjast? -mhg Stöðvum Sjálfstæöis- svalliö Samfélag er orð sem ég velti ósjaldan vöngum yfir. Því í þessu tiltekna orði felst mjög mikið af hinu góða, svo sem önnur orð: FRÁ LESENDUM samvinna, sambýli, samhjálp og svo mætti lengi halda áfram. Hugsjónin á bak við þetta orð er svo sannarlega mikil, en íhalds- hugsjónin hefur tröllriðið í verki alþýðu manna. Hér á árum áður var slagorðið: Stétt með stétt, hátt á lofti haft í röðum Sjálf- stæðismanna. Hugsjón sem al- menningur sá í gegnum, því verkamaðurinn og öreiginn á enga samleið með Sjálfstæðis- manninum, sem safnar að sér arðinum, og fitnar, meðan kúg- aður almúgamaðurinn selur vinnu sína fyrir það eitt að fá að tóra og halda lífi í hörðum heimi auðvaldsins, hins ómannúðlega kapítalisma, þar sem hinir ríku lifa með flottræfilshætti á kostnað vinnandi sannkristinna og alúð- legra alþýðumanna. Sambýli hinna svokölluðu Sjálfstæðis- manna og almúgamanna getur aðeins gengið á einn veg, þar sem alþýðan er kúguð og mergsogin. Það er því ægi hart, þegar fals- laust fólk lætur enn í dag blekkj- ast af lygum íhaldsins, sem eru á þá leið að ísland skuli vera sjálf- stætt, að allir menn skuli vera fjálsir, að hvergi sé til frelsi nema á Vesturlöndum, þar sem íhaldið fer með stjórn mála. Stétt með stétt. Heyr á endemi! Því er nú ver, að íhaldið kann ekki að skammast sín nema á einn hátt, að verða að taka niður fyrir sig, sem það í fæstum tilfellum gerir, eða'þá þegar það missir völdin. Því segi ég og rita, að Sjálfstæðis- menn mega hreinlega ekki koma vinstristjórninni frá. Það er nógu hart á dalnum hjá hinum lægst- launuðu, og þeir mega ekki blek- kja lengur með slagorðinu: Stétt með stétt. Nú er í gangi hjá Sjálfstæðis- flokknum mikið átak til fjár- öflunar, þar sem fólk er hvatt til þess að gerast styrktarmeðlimir flokksins. Og hvaða peninga skyldi vera ráðskast með, aðra en ágóðann af vinnu láglauna- mannsins, sem eru í raun hans peningar. Alþýðubarn, hvar sem þú stendur í lífsbaráttunni í Síberíu auðvaldsherranna! Hvort sem þú vinnur í fiskverkun, gatnavið- gerðum, mígur í saltan sjó við öflun verðmæta á hafi úti, eða keyrir strætisvagn í Reykjavíkur- borg; virkjum það afl sem við eigum með því að safnast saman í virka mótstöðu um allt land. Verkalýðsforingjar, formenn Alþýðubandalagsins, allir þið sem aðstöðu hafið, björgum þjóðinni frá hættu hægrimanna, stöðvum Sjálfstæðissvallið með því að virkja afl alþýðunnar til aðgerða gegn fyrirsjáanlegri bráðapest sem ógnar alþýðu Is- lands. Nú verða menn í alvöru að þora að draga rauða fána á loft við hvert byggt ból í okkar ást- kæra landi. Einar Ingvi Magnússon Skáís ekki hlutdrægt Athugasemd frá SKÁÍS í leiðara Alþýðublaðsins í dag, laugardag 7. október, er rætt um skoðanakönnun þá sem Skáís gerði fyrir Stöð 2 dagana 29. og 30. september sl. Af því tilefni óskar fyrirtækið eftir að koma á framfæri eftirfarandi athuga- semd: Skáís hefur gert langtíma- samning við Stöð 2 um reglu- bundnar skoðanakannanir. Tímasetning einstakra kannana er ákveðin með Iöngum fyrir- vara. Tímasetning umræddrar könnunar var ákveðin í júlí sl. þegar samningur Skáís og Stöðv- ar 2 var endurnýjaður. í umræddum samningi er gert ráð fyrir tveim aðalspumingum, þ.e. um fylgi stjómmála- flokkanna og um stöðu ríkis- stjórnarinnar. Auk þess em hinir spurðu beðnir að nefna 1 til 3 stjórnmálamenn, sem þeir bera mikið traust til. Stöð 2 ákveður síðan í samráði við Skáís þrjár aukaspurningar. í umræddum leiðara Alþýðu- blaðsins er vikið sérstaklega að einni aukaspurningunni, sem þannig var orðuð: Getur þú nefnt 1 til 3 stjórn- málamenn sem þú telur að hafi sýnt alvarlega siðferðisbresti í stjórnarháttum? Fyrirtækið vísar algerlega á bug aðdróttunum blaðsins um hlutdrægni og þess efnis að um- rædd spurning sé leiðandi. Rétt er að undirstrika, að niðurstöður í umræddri könnun er enginn endanlegur lífstíðardómur yfir siðferði umræddra stjórnmála- manna. Hins vegar mælir hún viðhorf og viðbrögð almennings á þeim tíma sem hún er gerð og við þær aðstæður sem þá eru í þjóð- félaginu. í þessu tilviki var hún gerð í kjölfar snarprar umræðu um áfengiskaup utanríkisráherra fyrir ritstjóra Alþýðublaðsins. Enginn ætti að vera í vafa um að þessar umræður höfðu veruleg áhrif á niðurstöðurnar og ber því að skoða þær með hliðsjón af því. í leiðara Alþýðublaðsins er hins vegar þagað yfir annarri spurningu sem skiptir miklu máli í þessu samhengi. Sú spurning var orðuð þannig: Telur þú að Jón Baldvin hefði átt að segja afsér eftir að hann endurgreiddi áfengið sem fór í veislu Ingólfs Margeirssonar og viðurkenndi opinberlega að hafa sýnt dómgreindarskort eða var þetta fullnægjandi frá hans hendi? Alls tóku 86,7% afstöðu til þessarar spumingar og er það mjög hátt hlutfall. Af þeim sögðu 53,5% að viðbrögð JónsBaldvins hefðu verið fullnægjandi og að hann ætti ekki að segja af sér. Til samanburðar má geta þess að einungis 39,6% þeirra sem tóku þátt í þessari skoðanakönnun vildu tilgreina stjórnmálamenn sem þeir töldu að hefðu sýnt alvarlega siðferðisbresti í stjórnarháttum. ekki meir... Ekki meir, ekki meir... Örstuttar vangaveltur eftir lestur annars ágætrar greinar blaðamannsins hmp. um lands- fund Sjálfstæðisflokksins og valdabaráttu innan hans. Fyrir- sögnin vakti forvitni mína - og það eiga fyrirsagnir að gera. „Fyrirtíðaverkir íhaldsdöm- unnar”. Ég las greinina af athygli en fann ekkert sem tengdi inni- haldið og fyrirsögnina saman. Kannski vegna þess að reynsla mín af fyrirtíðaverkjum er eíckert skyld þeim kvölum Sjálfstæðis- karla sem greinarhöfundur er að lýsa. Mér datt í hug hvort hmp. væri e.t.v. að sækja samlíkingar til ástands sem karlar þekkja ein- ir en konur ekki nema af afspum, þ.e. standpínu. Ef svo er þá er rétt að það komi fram í fyrirsögn og þannig verði samhengi á milli hennar og innihalds ljóst. En það er kannski ekki við- eigandi að nota slík orð né heldur samlíkingar sem hægt er að rekja tii „einka”-reynsluheims karla? Sér í lagi ekki ef formerkin eru niðrandi eða gagnrýnin. í alvöru talað, fyrirsagnir sem þessar eiga ekki að sjást á síðum Þjóðviljans. Ég þarf ekki að færa nein rök fyrir því né eyða mörg- um orðum í vangaveltur um þá hugmyndafræði sem liggur að baki orðnotkunar eins og þessar- ar. Bið bara um að þetta gerist ekki aftur. Stefanía Traustadóttir ÞlOÐVILIINN 12. október fimmtudagur. 285. dagur ársins. Viðburöir 1. dagur26. viku sumars. Sólar- Þióðhátíðardaour Soánar Páll upprás f Reykíavík kL 8 08 ‘ Isólfs^on tónskáld^æddtir 1893. sólarlagkl. 18.19. Kötlugos1918. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Dagsbrún heldurfund annað kvöld kl. 8.30. Verkamenn sam- einist í baráttunni fyrir atvinnu og rétti. Skila Bretarflugvélinni er straukfrá Raufarhöfn? DAGBÓK • QVSkfc |f Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- Arw 1 EIV 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- abúða vikuna - húslð Húsavík: alla daga 15-16 og 29. sept.-5. okt. er í Holts Apóteki og J 9.30-20. Laugavegs Apóteki. Fyrrnefnda apótekið eropið um helgar YMISLE6T og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til * "* IwLíw 1 10 frídaga). Siðarnefnda apótekið er . opið á kvöldin 18-22 virka daga og á HJálparstöð RKI.Neyðarathvarf fynr ung- 5sar“fsi"'r62226s'»ií netnda. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum.Sími 687075. MS-félaglðÁlandi13.0piðvitkadagafrá LOGGAN kl. 8-17. Slminner 688620. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum vestur- Reykjavik sfmi f/11 66 götu3.Opiðþriðjudagakl.20-22, Kópavogur sfmi 4 12 00 fimmtudaga13.30-15.30ogkl.20-22, Qö|tj „pc Qímj , o. « sími21500,símsvari. Hafinrfi Qlmi c n AK SJálfshjólparhópar þeirra sem orðið hafa 2a,"aí s m! 5 11 66 fyrir sifjaspellum, s. 21500, sfmsvari. Garðabær ...sfmi 5 11 66 Upplýsingarumeyðni.Sími622280, Slökkvilíð og sjúkrabílar: beintsamband viðlækni/hjúkrunarfræðing Reykjavík sími 1 11 00 ámiðvikudögumkl. 18—19, annarssím- Kópavogur sími 1 11 00 svari. Seltj.nes sími 1 11 00 Samtökumkvennaathvarf.sími 21205. Hafnarfj cimi c 11 nn Húsaskióloqaðstoðfyrirkonursembeittar Garðabær. . sími 5 11 00 hafaveriðofbeldieðaorðiðfyrirnauðgun. Samtökin ’78. Svarað er f upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á 1 . _ mánudags-ogfimmtudagskvöldumkl.21- LÆ KNAR 23. Simsvari á öðrum tímum. Sfminn er 91-28539. LæknavaktfyrlrReykjavfk, Sel- Bilanavakt rafmagns-oghitaveitu:s. tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. verndarstöð Reykjavfkur alla virka daga 686230. frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- Vinnuhópur um sif jaspellamál. Sími dögum allan sólarhringinn. Vitj- 21260 alla virka daga kl. 1-5. anabeiðnir, símaráðleggingar og tima- Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um nema’®r V ?!tt' s,lm?11 ?1 ?.T'mk 19'3° lækna r^lyflaþjónustu eru gefnar í sím- ^“^Zbtameh.ssjúkiinga svara 18888. Skógarhlíð8 er„Opiðhús“fyrirallakrabb- Borgarspitalinn: Vaktvirka daga kl. 8- ameinssjúklingaog aðstandendur þeirraá 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- fimmtudögumkl. 17.00-19.00. lækni eða ná okkitil hans. Landspft- samtök áhugafólk8 um a|nœmi8vand- alinn. Gongudeildin er opin 20-21. ann sem vjya styöja við smitaða og sjúka Slysadeild Borgarspftalans: opin allan og aöstandendur þeirra. Hringið f síma91- sólahringinn sími 696600. 22400 alla virka daga. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsfmi vaktlæknis 985-23221. Kef lavfk: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. GENGIÐ i , , 9. okt. SJUKRAHUS 1989 kl. 9.15. Sflls Heimsóknartímar: Landspftallnn: alla Bandaríkjadollar 61,68000 daga 15-16,19-20. Borgarspítallnn: Sterlingspund 97,73200 virkadaga 18.30-19.30, helgar15-T8, Kanadadollar 52,48200 ogeftirsamkomulagi.Fæðlngardelld Dönskkróna 8,39180 Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- Norsk króna 8,84050 20.30. Öldrunarlæknlngadelld Land- Sænskkróna 9,52730 spftalansHátúnilOB.AIIadaga 14-20 Finnsktmark 14,33090 og eftirsamkomulagi. Grensásdelld Franskurfrank, 9,63600 Svissn.franki 37’,48750 14-19.30. Hellsuverndarstöðinvið Holl. gyllini 28,93740 Barónsst,gop,nalladaga15-16og V -þýskt mark 32.68940 18.30-19.30. Landakotsspftalhalla Itölsklfra 0,04468 daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: Austurr.sch 4,64370 heimsóknirannarraenforeldrakl. 16-17 Portúg. escudo 0,38560 daglega. St. Jósefsspftall Hafnarfirði: Spánskur peseti 0,51600 alladaga15-16og19-19.30.Klepps- Japansktyen 0,43274 spftalinn:alladaga 15-16og 18.30-19. (rsktpund 87,03000 KROSSGÁTA Lárett: 1 sögn 4 harm- ur 6 fjör 7 grind 9 hóta 12fálmar14mánuður 15brún 16vöðvi 19 aula20 náttúra21 skar Lóðrótt:2vitiausi3 ugg 4 fugl 5 þjófnaður 7 bisa 8 vitur 10 aðstoð 11 hrellir13tæki17 hvildi 18skref Lausn á síðustu krossgátu Lárótt: 1 blót4sefi7 skap9ösla12naumt 14odd 15yls 16læður 19 teig 20 rjóö 21 titta Lóðrótt: 2 lök 3 tæpa 4 stöm5fól7skorta8 andlit10styrja11ans- aði 13urð 17ægi 18urt Fimmtudagur 12. október 1989 þJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.