Þjóðviljinn - 12.10.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.10.1989, Blaðsíða 13
SALA AÐGANGSKORTA ER HAFIN! Sala aögangskorta á syningar Leikfelags Reykjavíkur i nýja Borgarleikhúsinu er hafin. Á verkefnaskrá vetrarins eru eingöngu ný íslensk verk. Fyrsta frumsýning vetrarins á litla sviðinu verður 24. október og á stóra sviðinu 26. október. Aögangskortin gilda aö 4 verkefnum vetrarins, 3 á stóra sviðinu og 1 á því litla. Kortaverö á frumsýningar er kr. 10.000.-, á aðrar sýningar kr. 5.500.- og til ellilífeyrisþega kr. 4.100.-. Sala aögangskorta stendur yfir daglega frá kl. 14-20. Tekið er á móti pöntunum á sama tíma í sima 680680. Greiðslukortaþjónusta. FRÉTTIR BSRB Sömu laun fyrir sömu vinnu Venjulegar launatekjur dugaekki Formannafundur Bandalags starfsmanna ríkis og bæjar krefst þess að kaupmáttur verði bættur og rækilega tryggður, raunvextir verði lækkaðir og okurbyrðum verði létt af almenningi þegar í stað. f>á krefst fundurinn að hjá sömu stofnun verði sömu laun greidd fyrir sömu vinnu, óháð stéttarfélagi og búsetu. Pá krefst fundurinn umbóta í velferðarmálum sem stuðla að bættum lífskjörum almennings og krefst einnig strangs aðhalds í fjárfestingar- og verðlagsmálum. í ályktun formannafundarins segir, að „kaupmáttur almenns launafólks hefur farið minnkandi undanfarin misseri og er svo komið að venjulegar launatekjur duga ekki til heimilishalds. Frá því samið var í vor hafa meðal- laun í BSRB rýrnað um 2,5% þótt BSRB hafi með samningum og aðgerðum í kjölfarið tekist að verja kaupmátt lægstu launa. Ekki verður lengur búið við að kreppu þjóðfélagsins, raunveru- legri sem tilbúinni verði velt yfir á almenning”. -grh FLÓAMARKAÐURINN SMÁAUGLÝSÍNGAR Trésmíðavél óskast til kaups (sambyggð) og einig bandsög. Uppl. í síma 25825. Til sölu barnavagn vel með farinn á kr. 10.000 og nýleg barnakerra á kr. 7.500. Einnig Ken- wood hrærivél með mixara á kr. 7.000. Uppl. í síma 37966. Skiptikennsla Ég leita að spænskuælandi manni eða konu, sem hefur áhuga á skipti- kennslu (Intercombio) íslenskri/ spænskri, einu sinni í viku. Uppl. í síma 17731. Einar. Kenwood uppþvottavél sem þarfnast viðgerðar fæst í staðinn fyrir að tengja ameríska uppþvotta- vél, sem vantar spennubreyti á. Uppl. í síma 32777 eftir kl. 18. Hljómborð og reiðhjól til sölu. Sími 656399. Óska eftir Emmaljunga kerruvagni, baðborði og svalavagni. Uppl. í síma 671217. Sófasett Tveggja sæta falleg, vínrautt sófasett til sölu. Sími 678748. Bassa-æfingamagnari Vil kaupa ca. 50w. bassaæfinga- magnara. Sími 51876. Bráðvantar frystikistu, helst litla, hrærivél, gjarnan Kitchen Aid og hillu eða skáp undir barnadót. Sími 43311. Hjáip - hjálp Óska eftir notaðri þvottavél fyrir lítinn pening. Uppl. í síma 24649 e. kl. 18.00. Yfirstærðir Ný og notuð föt í yfirstærðum til sölu. Sanngjarnt verð. Uppl. ísíma 19131 í kvöld og næstu kvöld. Gamalt sófasett fæst gefins. Upp.. í síma 42480. Eldavél Ungt par óskar eftir ódýrri eldavél. Uppl. í síma 626084. IBM PC XT tölva til sölu. 2 diskadrif, litaskjár. Tölvan er tveggja ára gömul, lítið not- uð. Fjöldi forrita fylgir. Verð ca. 60.000,- kr. Uppl. í síma 24176. Barnapössun 13 ára stúlka óskar eftir að passa barn í Telgáhverfi eða nágrenni. Hef- ur tekið námskeið í barnapössun hjá Rauðakrossi íslands. Nánari uppl. i síma 82345. Óskum eftir barngóðum hjónum eða barngóðri konu til að gæta þriggja ára drengs eina nótt þann 10.11. næst komandi. Upplýsingar í síma 678748. Til sölu Stórt veggteppi, t ær svampdýnur, tvö sjónvörp, annaö svart-hvítt en hitt á lit (Samsung). Einnig sokkar og vettlingar á krakka. Uppl. í síma 34931. Pels til sölu Dökkbrúnn, síður. Er með regnheldu fóðri að innan, má nota á báða vegu. Glæsilegur pels. Stærð 40. Verð 80.000,-. Uppl. í síma 35103. Helga. Barnahjól til sölu Ósamsett barnahjól til sölu. Uppl. í síma 41999. Til sölu hvítur fataskápur og BMX hjól fyrir fjögurra til fimm ára, notað af einu barni. Uppl. í síma 686901. Lasinn Skodi fæst gefins. Uppl. í sima 21421. Ensk-íslensk Stóra ensk-íslenska orðabókin til sölu. Uppl. í sima 98-22886. , Bösendorfer flygill Til sölu Bösendorfer flygill. Lengd: 220 cm, svartur á litinn. Uppl. í síma 71975 eftir kl. 17.00. Til sölu fjögurra sæta sófi með dökkgulu á- klæði. Lágt verð, vel útllítandi. Uppl. í síma 26949 á kvöldin. Athuglð Tek börn í pössun, er á Langholts- vegi. Góð aðstaða. Uppl. í síma 39361 eða 78406 eftir kl. 18.00. Til sölu Ijósbrúnt leðursófasett. Uppl. í síma 77438 eða 37898. Til sölu mjög vel með farin göngugrind á kr. 2500,-, baðborð á kr. 5000,-, hvort tveggja notað af einu barni. Einnig til sölu á sama stað blátt flauelsburða- rúm á kr. 1500,- og stórt, vandað fuglabúr á kr. 2500,-. Uppl. í síma 23982. Pennavinir Ég er 18 ára Þjóðverji og mig langar að skrifast á við íslensk ungmenni á aldrinum 14-18 ára. Áhugamál mín eru ísland, rallaksur, borðtennis og tónlist. Ég skrifa ensku og þýsku. Þið sem hafið áhuga vinsamlegast skrifið mér og látið mynd af ykkur fylgja. - Jörgn Wiethoff, Kölner Str. 200,5000 Köln 90, West Germany. Au-Palr Óska eftir starfi hjá íslenskri fjöl- skyldu, er frönsk, tala mjög góða ensku og hef lært íslensku. Get byrj- að strax. Vinsamlegast skrifið til: Nat- alie Simone, 20 allée du rendez vous 93320 Pavillons, Sous bois France. Sjóminjar Áttu sjóminjar eða veistu um miniar sem tengjast sögu sjávarútvegs á Is- landi? Sjóminjasafn íslands tekur á móti öllum slíkum munum, gömlum og nýjum til varðveislu. Hafið sam- band í síma 91 -52502 á milli kl. 14 og '18 alla daga. Sjóminjasafn íslands. Svefnsófi er til sölu, getur verið bæði ein breidd og tvær. Fallegt áklæði, þrír púðar, gardína í stíl fyrir lítinn glugga. Verð kr. 14.000,-. Upplýsingar í sima 41186. í Kolaportinu geta allir selt nánast hvað sem er. Pantið sölubása í símum 621170 (kl. 16-18) og 687063 (á kvöldin). Útveg- um afgreiðslufólk ef óskað er. Selj- endur notaðra muna fá núna sölu- bása á aðeins kr. 1.500. Kolaportiö - alltaf á laugardögum. Rafmagnsþjonustan og dyrasímaþjónustan Þarftu að láta laga raflögnina eða dyrasímann? Við höfum sérhæft okk- ur í lagfæringum og breytingum á gömlum raflögnum. Þú færð vandaða vinnu á sanngjörnu verði. Gerum kostnaðaráætlanir eða tilboð. Krist- ján Sveinbjörnsson rafvirkjameistari, sími 44430. Til sölu tvö sjónvörp, annað svart-hvítt, hitt litatæki (Samsung). Einnig svefns- tóll, tvær svampdýnur, vöfflujárn, kryddhilla og stórt veggteppi. Uppl. í síma 34931. Óska eftir að selja nýjan Skoda 130. Árgerð '88. Vil gjarnan skipta á eldri bíl sem þarfnast viðgerðar. Uppl. í síma 44465. íbúö óskast Tvær ungar stúlkur óska eftir þriggja herbergja íbúð frá 1. nóvember. Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 20677 eða 10869. Sjónvarp Á ekki einhver nothæft sjónvarps- tæki? Lit eða svart-hvítt sem hann/ hún vill selja gömlum manni ódýrt. Einnig vantar útvarpstæki, nóg að hægt sé að hlusta á Gufuna. Vinsam- legast hafið samband eftir kl. 17:00 í síma 11048. Veitingahús við Álfabakka - rekstur veitingasölu 1. nóvember næstkomandi mun íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur taka við rekstri veitingahúss við Álfabakka (Broadway). Aug- lýst er eftir aðilum, sem vilja kom til álita sem leigutakar að rekstri veitingasölu í húsinu. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 20. október n.k. á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu ÍTR, Fríkirkjuvegi 11. m ÍÞRÓTTA-OG TÓMSTUNDARÁÐ Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina júlí og ágúst er 16. október n.k. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll- stjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Bifhjolamenn hafa enga heimild til að aka hraðar en aðrir! yUMFERÐAR RÁÐ RANNSÓKNARÁÐ RÍKISINS Deildarsérfræðingur Rannsóknaráð ríkisins óskar að ráða starfs- mann með háskólapróf í hagfræði, viðskipta- fræði eða öðrum greinum vísinda. Reynsla af rannsóknum eða öðru sjálfstæðu starfi að verk- efnum og góð tölvukunnátta nauðsynleg. Starfssviðið varðar athuganir, sem lúta að mótun vísinda- og tæknistefnu á íslandi, m.a. mannafla og fjármagni til rannsókna, sérhæfð- um starfskröftum og þróunarforsendum nýrra tækni- og framleiðslugreina, svo og umsjón með ársfundum og ársskýrslum Rannsókna- ráðs í samvinnu við Vísindaráð. Umsóknarfrestur er til 23. október, 1989. Upplýsingar veittar í síma 21320. Guðmundur Ingvi Helgason Ljósheimum 6 Reykjavík lést á Landspítalanum 10. október. Fyrir hönd vandamanna, Ólöf Anna Sigurðardóttir Hafliði Guðmundsson Gróa Svava Helgadóttir Guðrún Ólsen

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.