Þjóðviljinn - 21.10.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.10.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Honecker og Krenz Seigur baráttujaxl frá Saar og ötull flokksþjarkur frá Austur- Pommern Isambandi við mannaskiptin í valdamestu embættum Austur- Þýskalands hefur athyglin að sjálfsögðu beinst að Erich Hon- ecker, sem nú hverfur af sviði stjórnmálanna, og þeim sem tekið hefur við af honum, Egon Krenz. Honecker, sem nú hefur þrem- ur vetrum fátt í áttrætt, var í þennan heim borinn er Þýska- land Hohenzollernkeisara var á hátindi veldis síns og ólst upp við kröpp kjör í skugga heimsstyrj- aldar, kreppu, óðaverðbólgu og götubardaga. Hann fæddist 1912 í Neunkirchen í Saarlandi, sonur námumanns. í Saar, einu af mikilvægustu námu- og iðnað- arhéruðum Þýskalands, höfðu jafnaðarmenn mikið fylgi meðal alþýðu, svo sem þeir hafa þar enn, og faðir Erichs var eindreg- inn sósíalisti og það hefur sonur- inn einnig verið frá því að hann man fyrst eftir sér. Hann sagði síðar svo frá, að þráfaldlega í bernsku hans hefði faðir hans út- skýrt fyrir honum, hvernig á því stæði að þeir ríku væru ríkir og þeir fátæku fátækir. „Þetta varð til þess að ég sá heiminn í skýru ljósi. Ég ákvað að helga líf mitt baráttu fyrir heimi friðar og sósí- alisma. Það hefur síðan verið lífsstarf mitt allt til þessa dags." 10 ár í fangabúðum nasista Átta ára gamall hóf Erich litli virka þátttöku í baráttunni með því að bera út vinstriblöð, 14 ára gekk hann í æskulýðssamband kommúnista og í Kommúnista- PROFILL flokk Þýskalands 1929. Hann þótti fljótt duglegur og efnilegur, var sendur á flokksskóla í Moskvu og komst síðan í forustu æskulýðssamtaka þýskra komm- únista. Frá valdatöku nasista 1933 fór hann huldu höfði og vann gegn þeim eftir mætti. En Gestapó handtók hann 1935, yfirheyrði hann af engri vægð, eins og nærri má geta, í 18 mán- uði og eftir það var hann áratug í fangabúðum nasista. Honum lán- aðist að lifa þetta af og frelsuðu sovéskir hermenn hann úr fang- elsi 1945, rétt áður en þýski her- inn gafst upp. Hanri hóf þá störf í kommún- istaflokknum á sovéska hern- ámssvæðinu og komst fljótt til metorða eftir að alþýðulýðveldið hafði verið stofnað 1949. Hann varð leiðtogi Freie Deutsche Jug- end, æskulýðssamtaka flokksins, þegar það ár, og var hafinn upp í stjórnmálaráðið, æðstu valda- stofnun kommúnistaflokks og þar með ríkis, 1958. í ráðinu var honum falin yfirumsjón öryggis- mála og kom því í hans hlut að sjá um hleðslu Berlínarmúrs 1961. Vinsæll framan af 1971 tók hann við af Walter gamla Ulbricht sem aðalritari kommúnistaflokksins og þar með æðsti valdhafi. Sagt er að sovéska stjórnin hafi stuðlað að þeim mannaskiptum, af því að þá var þíða í kalda stríðinu og UÍbricht þótti fullstífur á meiningunni miðað við þann tíðaranda. Honi, eins og Austur-Þjóðverjar kalla hann, átti miklu auðveldara með að umgangast fólk og lempa það Krenz (t.v.) og Honecker - ekki sammála um flest, en leiötoginn skilyrðum en fyrirrennarinn. til en fyrirrennari hans, enda náði hann almennum vinsældum í ríki sínu. Að því stuðlaði að fyrri hluti stjórnartíðar hans var uppgangs- tíð í atvinnulífi og lífskjörum. Hann er laginn og þolinmóður samningamaður og átti sem slík- ur drjúgan þátt í batnandi sam- skiptum við Vestur-Þýskaland og vesturlönd yfirleitt. Ræður hans Glœsilegir vinningar Byggingahappdrætt Tjwjsrm* Vídeóupptökuvélfrá Radíóbúðinni 3lslandPCtölvurfráAcohf. Ferðavlnnlngurfrá Ferðavali VHS Video Cassette Recorder with Digital Programme Controller VHS 2 vídeótæki frá Japis Örbylgju- & grillofn frá Fönlx þJÓÐVIUINN BYGGINGAHAPPDRÆTTI WÓÐVIUANS 1989 ¦¦¦liB'iilgtBlfiMiMiiiiSjliiiiSiiluat; Rltsafn frá Svörtu og hvítu Bókaúttektir frá Máll og menningu Vöruúttektir ^ VERSLUNARDEILD SAMBANDSINS BYGGINGAVÖRUR - KRÓKHÁLS 7 AIIKLIG4RÐUR Ðregið 7. nóvember hefur borið á öðru en að þeir séu nýi er mótaður af öðrum tímum og þóttu þurrar og kreddukenndar, en í einkaviðræðum er hann létt- ur í máli og gamansamur. Úr vinsældum hans hefur dreg- ið síðustu ár er stöðnunar hefur tekið að gæta í efnahagslífi. Sem „rétttrúaður" kommúnisti, mótaður á fyrstu áratugum heimshreyfingar kommúnista, átti hann erfitt með að aðlagast þeim nýju stefnum og straumum, sem síðustu árin haía upphafist austantjalds. Það hefur nú leitt til afsagnar hans. Hann er tvíkvæntur og á tvær dætur. Síðari kona hans, Margot að nafni, var um skeið menntamálaráðherra. Veiðar eru eitt helsta tómstundagaman hans. Skraddarasonur frá Kolberg Eftirmaður hans, Egon Krenz, á það sammerkt með honum að hann er fæddur utan landamæra austurþýska ríkisins, sem nú er. Hann kom í heiminn 1937 í Kol- berg, hafnarborg í Austur- Pommern sem nú er í Póllandi og heitir Kolobrzeg. Faðir hans var skraddari. Á bernskuárum hafði hann reynslu af nasistastjórn, heimsstyrjöld, brottrekstri allra þýskra íbúa úr heimahögum sín- um, sovésku hernámi og fyrstu árum alþýðulýðveldisins. Frá ár- unum í barnaskóla var hann með í Freie Deutsche Jugend og gekk í Flokkinn 1955, þá 18 ára. Líkt og Honecker vann hann sig upp í gegnum æskulýðssamtökin og ör- yggisþjónustuna, menntaðist í kennaraskóla heimafyrir og í fé- lagsvísindum í flokksskóla í Moskvu 1964-67.1974 varð hann æðstí maður æskulýðssamtak- anna og gegndi þeirri stöðu í níu ár, enda voru gárungarnir farnir að kalla hann atvinnuungling. 1983 varð hann aðalfulltrúi í stjórnmálaráði Sósíalíska eining- arflokksins og jafnframt æðsti stjórnandi öryggismála. 1984 var hann gerður að varaforseta ríkis- ins. Krenz er lýst sem geðfelldum manni og góðum að flytja ræður, duglegum og raunsæjum. Ekki hefur þess orðið vart að hann í meginatriðum sé annarrar skoð- unar en Honecker og aðrir eldri menn Flokksins, en hann er mótaður af skilyrðum, sem voru á þá leið að Austur-Þjóðverjar áttu varla annars kost en að fara þá leið sem þeir fóru. Ekki er því alveg óhugsandi að Krenz bregð- ist við nýjum tímum, sem einnig virðast setja úrslitakosti, af hlið- stæðu rænsæi og er hann valdi sér veg til frama í æsku. Kvæntur er Egon Krenz og á tvö börn. dþ. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.