Þjóðviljinn - 21.10.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.10.1989, Blaðsíða 16
¦¦SPURNINGIN— Hvort viltu bókstafi eða tölustafi í eink- unnagjöf? (Spurt í MH) Jóhanna Pálsdóttir Ég vil hafa tölustafi. Það er ná- kvæmara kerfi og segir þess- vegna meira. Kolbeinn Einarsson Ég myndi segja bókstafi - allar tölur eru mjög blekkjandi, - eins- og þú veist, - bókstafirnir eru Ifka þægilegir. Arndís Kristjánsdóttir Bókstafi. Þeir gefa... Ja guð ég veit það ekki annars. Jú bókstafir ganga betur í háskólum erlendis. Georg Bergþór Friðriksson Tölur. Þær gefa raunhæfari mynd af frammistöðu. Bókstafir eru úrelt fyrirbæri í einnkunna- gjöf. Auður Ólafsdóttir Tölustafi. Mér finnst það ná- kvæmara. þJÓÐUIUINN Laugardagur 21. október 1989 177. tölublað 54. árgangur. SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Framverðir menningar og félagslífs í MH.: standandi Rúnar Gestsson, á hækjum sér Grímur Atlason, sitjandi Halldóra Jónsdóttir og Orri Jónsson. Ljósmynd: Kristinn. Skólalíf Ennþá Ijósbleikur Fá „Hús ástarinnar" íheimsókn ÍMH. Heilbrigði og and-heilbrigði í tísku nú semfyrr. Þjóðviljinn tekurpúlsinn á lista-ogfélagsmála- fríkum í skólaganginum Nær hver dagur októbermán- aðar er bókaður með eitthvað spennandi í dagatali Listafélags MH. f gærkvöldi var Bless með tónleika. Þar sem eyða myndast einn laugardaginn notar Listafé- lagsstjórnin tækifærið ogjbirtir lottóspá sína blankari hluta nem- enda til hughreystingar. Um miðjan nóvember „klímaxerar" (tilv.) listalífið þegar breska grúppan „House of love" lítur við og tekur lagið í tónleikasal skólans, þar sem m.a. Megas hljóðritaði Sjálfsmorðsdrögin sín. Fólk flýr raungreinarnar (og raunveruleikann) segja forsvars- menn í félagslífinu í MH.„ Það er í tísku að lesa jafnvel Nietzsehe sitja á kaffihúsum og láta lepja úr sér spekina" segir Rúnar Gests- son í Listafélaginu. Annars eru nemendur eins og fyrr á öldinni: annað hvort „antísportistar" eða íþróttafrík. Um 150 manns af 850 í skólanum stunda íþróttir reglu- lega utan skólans og þetta „smit- ast svoldið inn fyrir veggi skólans" segir Grímur Atlason hávaxinn og stæltur anti- sportisti. Sveiflan í Háskólanum yfir í félagsvísindin og heimspek- ina á sér greinilegar rætur í MH. og öðrum menntaskólum og við- mælendur Þjóðviljans telja hana enn ekki hafa náð hámarki. „Fólk sökkvir sér í sálfræði og nýtur þess að pæla fram og aftur" segir Halldóra Jónsdóttir forseti NFMH. Og svo er blessuð fjöl- miðlunin ekkert að dala á vin- sældalistanum heldur. Yfirvöld ólýðræðisleg Viðmælendur Þjóðviljans á skólaganginum eru sammála um að yfirstjórn skólans sé með ákveðinn yfirgang í samskiptum við nemendur. Að þau skýli sér of mikið á bak við reglugerðir og fyrirmæli úr Menntamálaráðu- neytinu sem séu „bara ekki fyrir hendi". Þeir stjórni án þess að spyrja og nemendur séu óhressir með svoleiðis miðstýringu. Einn- ig í náminu, t.d. hafi áfangavali verið breytt fyrir tveimur árum og einingum í því fækkað án nokkurs samráðs við nemendur. Það höfðar enginn sérstakur stjórnmálaflokkur til nemenda og flokkarnir láta skólann eiga sig nema helst fyrir kosningar, þá mæta stressaðir ungliðar og ryðja úr sér pabbapólitíkinni á hefð- bundinn hátt við takmarkaðar undirtektir. „Þannig er nú mór- allinn" segja nemendur. Hall- dóra segir að það sé í raun ein tegund af pólitík í gangi innan skólans þar sem hagsmunir ráði ferðinni og síðan önnur utandyra sem nálgist meira starfandi stjórnmálaflokka. Hún segist t.d. ekki hafa verið kosinn forseti NFMH. út á stjórnmálaskoðanir sínar. Lifi listin þó pólitíkin blundi „Jú,jú það er hellingur af svona pönk-nýbylgju hljómsveit- um í skólanum og alltaf einhver að reyna að troða sínum tónlist- arsmekk að" segir Rúnar, „það er t.d. allt annar smekkur ríkj- andi hér en í Versló" bætir Orri við og glottir. Um miðjan nóvem- ber fær Listafélagið eina af topp- sveitunum í Bretlandi í heim- sókn: House of love. Viðmæl- endur Þjóðviljans halda því blák- alt fram að ekkert annað listafé- lag innan menntaskólanna gæti gert svona, þau stæðu ekki undir því, þetta væri auðvitað skjál- fandi efnahagsdæmi en áhugi og virkni MH-inga lofaði góðu. Og myndlistin blómstrar,- farandsýning er í uppsiglingu þar sem fulítrúar allra strauma fá að tjá sig í málverkum Ijósmyndum eða skúlptúr. „Allt út atað í list maður, blessaður vertu og ljóða- kvöld í bland einsog rauður þráður allan veturinn, það eru vissar hefðir sem lifa hér í MH og ætli liðið sé nú ekki svona frekar rautt inn við beinið, - svona ljós- bleikt skulum við segja". Jú ætli það ekki ályktar Þjóðviljinn enda áróðurspési frá ungum alla- böllum liggjandi á hverju borði í skólaganginum. fmg Rúnar athugar dósagleypi MH- inga. X

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.