Þjóðviljinn - 21.10.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.10.1989, Blaðsíða 7
Staða mála í Evrópu er í mikilli deiglu. Evrópubandalagríkjanna 12 (EB) sem gengist hafa undir ákvæði Rómarsáttmálans er að þróast í eina ríkisheild. Sameigin- legur innri markaður á að komast á innan bandalagsins ekki síðar en á árinu 1992. Knúið er á um sameiginlegan gjaldmiðil og sam- eiginlega utanríkisstefnu sem ve- gvísa að myndun eins ríkis. Stjórntæki þessa væntanlega stórveldis með 330 milljónir íbúa eru næsta ólýðræðisleg, vald framkvæmdastjórnar og ráð- herraráðs með aðsetri í Brússel yfirgnæfir Evrópuþingið í Strass- búrg, sem aðeins er ráðgefandi stofnun. Evrópudómstóll með aðsetri í Lúxemborg sker úr deilumálum og á þátt í að móta yfirþjóðleg lög fyrir löndin 12. Efnahagslegar forsendur eru driffjöðrin á bak við innri mark- aðinn, von um nokkurra pró- senta hagvöxt á bandalags- svæðinu og bætta samkeppnis- stöðu gagnvart iðnaðarfram- leiðslu keppinauta, aðallega Bandaríkjanna og Japans. Það er fyrst í kjölfar þessara ákvarðana um óheft streymi fjármagns, þjónustu, vöru og vinnuafls á öllu EB-svæðinu, sem byrjað er að huga að f élagslegum þáttum (soc- ial dimension) og umhverfis- málum og enn er fátt á hreinu um þau efni. EB-ríkin ætla sér að halda fast við Rómarsáttmálann frá 1957 með síðari breytingum. í við- ræðum við önnur ríki um tengsl og samskipti er hann óhaggan- legur og þær reglur sem mótaðar hafa verið á grundvelli hans. Þetta heitir á máli EB, að miða verði við þegar mótaðar reglur eða „aquis communautaire". Það eru skilmálarnir gagnvart EFTA- ríkjunum í þeim viðræðum, sem nú standa yfir og fjallað verður um hér á eftir. Samstarf EFTA og EB frá 1984 (Lúxemborgar- yfirlýsingin) Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) eru samtök 6 fullvalda ríkja um fríverslun, með skrif- stofu og framkvæmdastjóra í Genf. Ráðherraráð EFTA tekur engar bindandi ákvarðanir og enginn dómstóll er til að skera úr um ágreiningsefni. Samráð hefur lengi verið nokk- urt á sviði fríverslunar milli EFTA og EB, en samningar ver- ið milli hvers og eins af aðildar- ríkjum EFTA við EB, það er tví- hliða sem kallað er. Fríverslunar- samningur íslands við EB var gerður 1972 og gekk í gildi ári síðar, nema svonefnd bókun 6 varðandi sjávarafurðír, sem fyrst gekk í gildi 1976 eftir lok deilna vegna útfærslu íslensku fiskveiði- lögsögunnar. Árið 1984 var tekið upp skipu- legt samstarf EFTA 9g EB á allmörgum sviðum. Ákvörðun um þetta var tekin á sameigin- legum ráðherrafundi í Lúxem- borg og yfirlýsing fundarins er síðan kennd við fundarstaðinn. Hún tók til ýmissa þátta til að greiða fyrir fríverslun, samvinnu um rannsóknir og þróun, menntamál, umhverfismál og samráð í aiþjóðastofnunum eins og GATT og OECD. Mikil vinna hefur síðan farið fram á grund- velli Lúxemborgaryfirlýsingar- innar, t.d. um samræmingu staðla og afnám svonefndra tæknilegra viðskiptahindrana. Alls hafa verið í gangi um 20 samstarfsverkefni milli aðila og eru þau misjafnlega á vegi stödd. Um þetta samstarf hefur ekki staðið neinn pólitískur styrr og það hefur farið hljóðlátlega fram, enda má segja að það breyti litlu um eðli samskipta EB og EFTA. Við athugun á núverandi sam- skiptum er nauðsynlegt að greina á milli þessarar samvinnu og þeirra nýju hápólitísku atriða, Þegar Danir tókust á um inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu (sem þá hét svo) lýsti teiknarinn Klaus Albrechtsen glímunni með þessum hætti hér. Hvert stefnir í viðræöum við EB? Hjörleifur Guttormsson skrifar sem komu til sögunnar snemma árs 1989. Lagt inn á , nýjar brautir: Óslóaryfirlýsingin I Lúxemborgaryfirlýsingunni frá 1984 er rætt almennum orðum um aukið efnahagslegt samstarf EFTA og EB svo að mynda mætti síðar samstætt og öflugt evrópskt efnahagssvæði (EES). Fáir lögðu merkingu í þetta orðalag og það var fyrst 5 árum síðar, í byrjun árs 1989, að það fékk pólitískt inni- hald. Á síðasta ári þreifuðu nokkrir forystumenn innan EB og EFTA á möguleikum til að breyta veru- lega um áherslur í samskiptum þessara aðila. Þrýstingur iðn- rekenda í EFTA-ríkjunum vegna innri markaðar EB fór vaxandi og samtök iðnrekenda í Svíþjóð, Noregi og fleiri EFTA ríkjum kröfðust aðlögunar og jafnvel að- ildar að EB. Noregur fór með forystu í EFTA um þær mundir og Gro Harlem Brundtland ræddi við ýmsa krataleiðtoga í EB um viðbrögð. Eftir slíkar áþreifingar að tjaldabaki setti forseti framkvæmdastjórnar EB, Frakkinn Jacque Delors, fram hugmyndir í ræðu 17. janúar 1989 sem beint var til EFTA, þess efn- is að EFTA-ríkin tækju sig á sam- eiginlega og reyndu að nálgast markmið EB um innri markað. Tveimur mánuðum seinna, þann 15. mars 1989, undirrituðu forystumenn EFTA svonefnda Óslóaryfirlýsingu, þar sem þeir lýstu sig reiðubúna til að kanna með EB möguleika á að koma á sameiginlegu efnahagssvæði ríkj- anna 18 (12 EB-lönd + 6 EFTA- lönd). í þessu skyni muni EFTA- ríkin m.a. leitast við að koma á hjá sér forsendum innri markað- arins með óheftu streymi á vörum, þjónustu, fjármagni og vinnuafli. Einnig verði athugað gaumgæfilega að koma á skipu- legri samskiptum með sameigin- legri ákvarðanatöku og stjórn- stöðvum til að gera samvinnu EB og EFTA árangursríkari. Af ís- lands hálfu var mikið gert úr þýð- ingu þess, að á fundinum féllust önnur EFTA-ríki á að taka upp fríverslun með fiskafurðir. Um gildi þessarar yfirlýsingar var talsvert rætt og deilt hér- lendis, svo og um þá fyrirvara sem Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra setti fram af ís- lans hálfu við upphaf fundarins í Ósló. Ljóst var að ráðherrar Al- þýðuflokksins vildu sem minnst af þeim vita, en þingflokkur Al- þýðubandalagsins tók sterklega undir þá í sérstakri ályktun 20. mars sl., þar sem slegnir voru skýrir varnaglar varðandi málið í heild. Embættismanna- viðræðum að Ijúka Sl. vor hófust sameiginlegar embættismannaviðræður inn- byrðis í EFTA og milli fulltrúa EFTA og EB á grundvelli Ósló- aryfirlýsingarinnar. Settir voru upp 5 hópar embættismanna frá báðum aðilum með tengsl inn í ráðuneyti og sérstök yfirnefnd til að vinna úr niðurstöðum. Þá gerðist það 1. júlí, að ísland tók við formennsku af Noregi í ráð- herraráði EFTA, og þess vegna situr Jón Hannibalsson utanríkis- ráðherra nú við borðsendann. Þessar viðræður snúast nær einvörðungu um fjóra megin- þætti innri markaðarins: vöruvið- skipti, fjármagn, þjónustu og vinnuafl og yfirfærslu þeirra til EFTA-svæðisins þannig að koma megi á hinu svokallaða evrópska efnahagssvæði ríkjanna 18. Því tengjast svo athuganir á laga- legum og stofnanalegum þáttum, þ.e. hvernig komið verði við sam- eiginlegum ákvörðunum á vett- vangi EFTA og eftirliti sem Evrópubandalagið telji fullnægj- andi. Það er brýnt að gera sér grein fyrir hvaða viðræður EFTA og EB tengjast Óslóaryfirlýsingunni vegna innri markaðar og hvaða viðræður halda áfram vegna fyrri ákvarðana á grundvelli Lúxem- borgaryfirlýsingar frá 1984. Hér er um mjög ólík viðfangsefni að ræða, þar sem hið fyrrnefnda úti- lokar ekki hið síðartalda. Að- lögun að breytingum innan EB spannar þannig yfir vítt svið og greinist í tvö allskýrt afmörkuð ferli, eins og hér hefur verið rak- ið. EFTA-ríkin geta þannig látið staðar numið í sameiginlegum viðræðum um innri markað (evr- ópskt efnahagssvæði) og stefnt hvert um sig að tvíhliða við- ræðum um hagsmunamál sín gagnvart EB. Viðræður og sam- starf við EB á vettvangi EFTA um aðra þætti geta eftir sem áður haldið áfram og skilað niður- stöðum, eins og gerst hefur und- anfarin ár. Embættismannaviðræðunum vegna Óslóaryfirlýsingarinnar er nú að ljúka og við tekur pólitískt mat á niðurstöðum þeirra. Niður- stöður liggja þó enn ekki fyrir frá þeim hópi, sem fjallaði um stofnanaleg og lagaleg tengsl og eftirlit, en þar er á ferðinni eitt viðkvæmasta atriðið, sem varðar hugsanlegt valdaafsal einstakra ríkja. Yfirnefnd embættismanna er að ganga frá lokaskýrslu til utanríkisráðherra EFTA-ríkj- anna, sem koma saman til fundar eftir viku, þ.e. 27. október til að fjalla um uppskeru sumarsins og framhaldið. Sams konar mat fer fram á vettvangi EB og forystu- menn beggja bera sig einnig sam- an á næstunni. Örstuttur tími til ákvarðana Samkvæmt þeirri tímaáætlun sem forráðamenn EFTA og EB hafa sett upp og vinna eftir er örstuttur og alltof lítill tími ætlað- ur fyrir ríkisstjórnir og þjóðþing landanna til að meta stöðuna og hvort áfram skuli halda í form- legar samningaviðræður. Niður- staða úr embættismannavið- ræðum sumarsins kemur ekki inn á borð ríkisstjórna fyrr en um næstu mánaðamót og komið verður fram í nóvember þegar Alþingi fær skýrslu um málið. Samt er það ætlun ráðamanna að skera úr um það jafnvel fyrir jól, hvort taka skuli upp samninga- viðræður, en sameiginlegur fund- ur EFTA og EB er dagsettur 19. desember. Það kann heldur ekki lukku að stýra að íslenski utanríkisráð- herrann hefur nú þegar kveðið upp úr um það, áður en heildar- niðurstaða liggur fyrir frá embættismönnum EFTA, að öll efni standi til að ganga til form- legra samningaviðræðna. Utan- ríkisráðherra ráðfærir sig ekki við eigin ríkisstjórn, áður en hann básúnar út þetta álit á fundum erlendis og sendir f rá sér f réttatil- kynningar þar að lútandi. Stefnumörkun Alþingis ólokið Á fundi með Evrópustefnu- nefnd Alþingis og utanríkismála- nefnd þann 19. september sl. gaf utanríkisráðherra yfirlýsingu um að hann myndi leita eftir form- legu umboði Alþingis til samningaviðræðna á vegum EFTA við Evrópubandalagið, áður en ákvarðanir þar að lútandi yrðu teknar. Þetta er mikilvæg af- staða, ekki síst í ljósi þess að mikið vantar á að stefnumörkun sé lokið af hálfu þingsins. í stórmáli eins og því sem hér er á ferðinni, sem snertir undir- stöðuþætti efnahagsstarfsemi í landinu, mega menn ekki mis- stíga sig. Fjölmörgum spurning- um er ósvarað um forsendur hugsanlegra samningaviðræðna við EB með öðrum EFTA- ríkjum, áður en menn gera það upp við sig, hvort út í þær skuli haldið. Það er líka mikilvægt að átta sig á, að við eigum annarra kosta völ, m.a. með tvíhliða við- ræðum, en um þá möguleika hef- ur alltof lítið verið fjallað til þessa. í þessari grein hafa verið dregnar upp nokkrar útlínur í samskiptum okkar við önnur EFTA-ríki og EB. Ég mun fljót- lega ræða nánar um nokkrar af þeim spurningum sem Alþingi er ætlað að taka afstöðu til á næstu vikum og æskilegt væri að al- menningur í landinu fengi ráð- rúm til að íhuga og ræða, áður en lengra er haldið. Laugardagur 2t. október 1989 ÞJÓÐVIUINN - SÍOA 7 ísland og EB Nýr vettvangur EB-umræðunnar Þjóðviljinn hefur ákveðiö að helga umræðu um Evrópubandalagið fastan sess hér í laugardagsblaðinu á næstunni. Hjörleifur Guttormsson alþingismaður reifar hér ýmis atriði sam- skipta íslands við EFTA og EB og lýsir helstu einkennum þessara bandalaga og þróun innan þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.