Þjóðviljinn - 18.11.1989, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 18.11.1989, Qupperneq 3
Innheimt Margir nýir aðilar taka þátt í innheimtunni Endurgreiðsla ef innskattur er hærri en útskattur Iheimtu virðisaukaskatts er dreift á öll stig viðskipta og þjónustu en fer ekki aðeins fram á síðasta stigi eins og í söluskatti. Þess vegna koma margir nýir aðilar til sögunnar, t.d. innheimta bændur nú sjálfir virðisaukaskatt af framleiðslu sinni í stað þess að öll innheimtan fer fram á síðasta stigi í söluskatti. Með dreifingu innheimtuaðila fæst betra eftirlit með innheimtunni. Af öðrum nýjum aðilum má nefna iðnaðar- menn, útgerðaraðila, fiskverkendur, iðnfyrirtæki, heildsala og vöruflytjendur. Innskattur - útskattur á ákveðnu uppgjörstímabili kann aðverða hærri en útskattur sama tímabils. Þetta getur t.d. gerst vegna fjárfestingar (bygging eða viðhald fasteignar fyrir reksturinn eða kaup á dýrum tækjum) eða ef fyrirtækið safnarbirgðum. Einnig ef fyrirtæki selur vöru eða þjónustu sem eru undanþegin skatti (t.d. útflutningur). í þessum tilvikum endurgreiðir ríkissjóður mismun innskatts og útskatts á hverju uppgjörstíma- bili. ’ 'r- ; ffivi in: irðisaukaskattur sem fyrirtæki greiðir af vöru og þjónustu sem það kaupir til að nota í rekstrinum er nefndur innskattur. Virðisaukaskattur sem fyrirtæki innheimtir af sölu sinni er hins vegar nefndur útskattur. 91-624422 RSK RÍKISSKATTSTJÓRI vsk^? Viröisau kaskattu r breytínguna? ^gaffyrirtæki skilar útskatti til ríkissjóðs er draga frá innskattinn sem það hefur greitt ijíjnu. Þetta á við um hráefni, rekstrarvörur og n0u sem notað er í rekstri við skattskylda Innskattur af hlunnindagreiðslum, risnu og effrekki frádráttarbær. Sama gildir almennt um pai fólksbifreiðum. é&frádrættinum eiga fyrirtækin að losna við 'slujskatt's^m þau í mörgum tilfellum greiða nú og r í veg fyrir margsköttun. : // Ath. Einungis fyrirtæki sem eru með " a starfsemi eiga rétt á frádrætti. Uppgjörstímabilin verða mislöng rðisaukaskattkerfi er innheimtu skattsins skipt niður á fleiri aðila en í söluskatti. Hvert fyrirtæki, hver hlekkur í framleiðslu- og sölukeðjunni, skilar aðeins skatti af þeirri verðmætaaukningu sem á sér stað í viðkomandi fyrirtæki. Neytandinn greiðir ekki hærri upphæð vegna virðisaukaskatts en söluskatts. uppgjörstímabil virðisauka- skatts verður tveir mánuðir. Ef útskattur er að jafnaði lægri en innskattur þannig að fyrirtæki á yfirleitt rétt á endurgreiðslu getur það fengið heimild skattstjóra fyrir skemmra uppgjörstímabili. Uppgjörstímabil bænda verða sex mánuðir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.