Þjóðviljinn - 18.11.1989, Side 16

Þjóðviljinn - 18.11.1989, Side 16
Hilmar Gunnarsson cennari: Alþýðubandalagið er vinstri flokkur ennþá að minnsta kosti og alla jafna mjög tækifærissinn- aður sem mér finnst vera slæmt og spilla ímynd hans. Sigurður Valdimarsson ellilífeyrisþegi: Mér finnst flokkurinn vera viðrini eins og hann er, en hann getur þó orðið alvöru stjórnmálaflokkur með tíð og tíma. Það er að vísu bundið því skilyrði að flokkurinn og þeir sem í honum eru viti hvað Deir vilja. Daníel Stefánsson kennari: Sem flokkur er hann mjög mikið til vinstri í íslenska flokkamunstr- inu. Samt sem áður finnst mér hann vera að stefna í átt til miðju og jafnvel heyrast raddir um það í flokknum að hann sameinist Al- þýðuflokki. Sigrún Hjartardóttir fóstra: Flokkurinn hefur verið að þróast í þá átt að verða krataflokkur úr því að byqqja á hugmyndum Karls Marx og félaga. Rúnar Árnason vélvirki: Mér finnst Alþýðubandalaginu svipa mjög mikið til Alþýðuflok- ksins en þó örlítið meira til vinstri. Að mínu viti er þetta þó ekki til bóta fyrir flokkinn og sérstöðu hans. hSPURNINGIN, Hvers konar flokkur er Alþýðubandalagið? þlÓÐVIUINN I riI i/-i/-»r/-l/~i/~ii ir 1 f) nÁ\//\rv\K/vr 1 OOO 1 0*7 I■ C A Ám/Nnm ■ Laugardagur 18. nóvember 1989 197. tölublað 54. órgangur. SIMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Todmobile er hljómsveit á metnaðarfyllri kantinum. Þau eru frá vinstri Þorvaldur B. Þorvaldsson, Andrea Gylfadóttir og Eyþór Arnalds. Mynd: Jim Smart. Tónlist Góð þessi tilfinning Todmobile sendirfrá sér sínafyrstu plötu. Andrea, Eyþór og Porvaldur eiga öll klassískt tónlistarnám að baki og segja •><//* • ✓ , / i />< Todmobile er hljómsvcit sem hefur ekki mikið borið á. Það mun þó standa til bóta þar sem þremenningarnir á bak við hljómsveitina sendu frá sér í lok vikunnar sína fyrstu plötu „Betra en nokkuð annað“ sem bendir til að höfundarnir séu nokkuð sáttir við gjörninginn. Enda voru þau nokkuð hress í gær þegar blaða- maður drakk með þeim kaffi og spjallaði lítillega um plötuna. „Við vorum í sömu sporum og fjármálaráðhcrra, þurftum að skera niður það efni sem við sett- um á plötuna og vitum að niður- skurður er sársaukafullur,“ sagði Eyþór Arnalds. En upphaflega voru lögin 14 og síðan 12 sem komu til greina. Lendingin var sú að 10 lög eru á plötunni en á geisladisknum og kasettunni verða 12 lög. Þó Todmobile sé ný á velli tón- listarinnar hafa meðlimir hennar allir dvalið á honum áður. Eyþór var í Tappa tíkarrassi, Þorvaldur B. Þorvaldsson í Exodus, Pax Vobis og Hunangstunglinu og Andrea var um tíma í Grafík. Það er fremur óvenjulegt að popp- hljómsveitir notist við sellóleik en Eyþór spilar einmitt á selló. „Ég byrjaði allt of seint að læra á sellóið, eða 16 ára, en lærði mjög hratt. Ég hætti í Tappanum, gerðist engill, gekk í Hamrahlíð- arkórinn og byrjaði að læra á selló,“ sagði Eyþór. Þorvaldur sagðist hafa lent á klassískum gítar ellefu eða tólf ára gamall og gengið í gegnum þann frumskóg þar til hann tók lokapróf frá tónlistarskólanum 1986. Þá hefði klassíski gítarinn verið settur ofan í tösku. „Eftir það fór ég í tónsmíðanám þar sem ég kynntist Eyþóri," sagði Þor- valdur og þar með var skóflu- stungan tekin að Todmobile. Andrea Gylfadóttir vakti fyrst athygli með söng sínum í popp- heiminum þegar hún hóf upp raust sína með Grafík. Hún var þó búin að rækta raddböndin frá því hún var 9 ára, þegar hún gekk í tíma til Guðmundu Elíasdóttur. Áður hafði hún numið fiðluleik og þegar hún var 11 ára byrjaði hún að læra á selló. En hvers vegna allur þessi tónlistaráhugi, var fjölskyldan kannski mikil tónlistarfjölskylda? „Nei, en for- eldrar mínir buðu mér og reyndar systkinum mínum öllum sex, að fara í tónlistarnám og ég hafði mjög gaman af því,“ segir And- rea. Hún hefði þó ein systkinanna tollað við námið. Það er annars ekki laust við að kvöldið áður setji nokkurn svip á heilsufar þremenninganna. And- rea bölvar því að þurfa að fara á fætur og mæta til vinnu. En á fimmtudagskvöldið kom hljóm- sveitin fram á sviði í fyrsta skipti á kynningarkvöldi Steinars í Rauða ljóninu. Þar var einnig sýnt myndband með lagi hljóm- sveitarinnar „Betra en nokkuð annað“. Strákarnir segja lagið til- einkað Andreu og hún hlær við og minnir á að textinn sé um það hve gott sé að deyja. „Hún er góð þessi tilfinning“, syngur Andrea um dauðastundina. Textinn er eftir hana og hún segir það reyndar vera helsta muninn á samstarfi hennar og strákanna í Todmobile og þeirra Grafíkur- manna, að hún semji meira af textum Todmobile en Grafíkur. Eyþór og Þorvaldur segja skýr- inguna á því að hljómsveitin hafi haldið sig utan tónleikasviðsins vera þá, að útsetningar laganna séu að mörgu leyti það flóknar að erfitt sé að koma þeim til skila á tónleikum. Engu að síður ætli Todmobile að halda tónleika og hefur þegar verið ákveðið að koma fram í íslensku óperunni þann 7. desember. En hvernig semur svona sprenglært tónlistarfólk sín lög, með tónvísindalegum hætti? „O, nei,“ segir Þorvaldur. Og Eyþór segir þetta vera eins og með pen- esilínið, lögin fæðist fyrir algera tilviljun. Upprunalega hafði ver- ið ákveðið að platan kæmi út í vor en þau eru sammála um að seinkunin hafi verið til góðs, þar sem sumarið hafi reynst einstak- lega frjótt í lagasmíðunum og Þorvaldur segir reyndar mörg bestu lög plötunnar hafa fæðst í sumar en annað efni sé eldra. Víst er að með Todmobile hef- ur enn eitt fagurblómið bæst í ís- lenska tónlistarflóru og full ástæða er til að leggja við eyrun. Þegar blaðamaður yfirgefur þremenningana eru þau á leið út í gamlan bíl sem þau eiga í samein- ingu, vinnan bíður. Þau lifa ekki á tónlistinni einni saman frekar en margir aðrir. Hugsjónin ein rekur þau áfram og svo virðist einnig vera um gamla og þreytta sjálfrennireiðina.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.