Þjóðviljinn - 21.11.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.11.1989, Blaðsíða 5
LANDSFUNDURINN Breytingar á toppstöðum Svanfríður Jónasdóttir: A þessa niðurstöðu ekki skilið. SteingrímurJ. Sigfússon: Skylda mín að vinna íþágu allra flokksmanna. Björn Grétar Sveinsson gaf ekki kost á sér til ritara Nýr varaformaður var kosinn á landsfundi Alþýðubandalags- ins á laugardag. Steingrímur J. Sigfússon, samgöngu- og land- búnaðaráðherra, tók við af Svan- fríði Jónasdóttur aðstoðarmanni Ólafs Ragnars Grímssonar fjár- málaráðherra og fékk Steingrím- ur 153 atkvæði en Svanfríður 114. Svanfríður sagðist ekki eiga þessa niðurstöðu skilið í ræðu sem hún hélt eftir að úrslit voru kunn og sagði að hún hlyti nú sömu örlög að þær tvær konur sem gegnt hefðu varafor- mannsembætti í flokknum áður. Steingrímur sagði í sinni ræðu að hann hefði verið kosinn til mikil- vægasta verkefnis sem hann hefði tekist á við á lífsleiðinni. Eftir að þessi úrslit voru kunn gaf Björn Grétar Sveinsson ritari flokksins ekki kost á sér til þeirrar stöðu áfram. En hann hafði reyndar boðist til að standa upp úr þeim stóli fyrir Steingrími til málamiðl- unar. Unnur G. Kristjánsdóttir, iðn- ráðgjafi á Blönduósi, var kosin gjaldkeri flokksins og Anna Kristín Sigurðardóttir kennari á Selfossi var kosin ritari. Steingrímur sagði varafor- mannsembættið æðstu trúnaðar- stöðu flokksins sem hann mæti Svanfríður efst r ■ ■ r ■ ■■■ ■ i miðstjomarkjori Svanfríður, Asmundur, Kristínog Össur með yfir200 atkvœði. 141 fulltrúi fékk atkvœði. 5 konur upp í aðalstjórn vegna kynjakvótans Svanfríður Jónasdóttir fékk flest atkvæði í miðstjórnar- kjöri Alþýðubandalagsins, sem fram fór síðdegis á sunnudag. Talningu í miðstjórnarkjörinu lauk ekki fyrr en kl. 2 aðfaranótt mánudags. Svanfríður Jónasdóttir hlaut 273 atkvæði en næstur henni í at- kvæðum var Ásmundur Stefáns- son sem hlaut 206 atkvæði. Þá kom Kristín Á. Ólafsdóttir með 205 atkvæði og Össur Skarphéð- insson með 204 atkvæði. Fleiri fengu ekki yfir 200 atkvæði. Alls kusu 224 í miðstjórnar- Unnur Kristjánsdóttir, iðnráðgjafi á Blönduósi, nýr gjaldkeri Alþýðu- bandalagsins. Nýr gjaldkeri AB Veikari staða kvenna Unnur G. Kristjánsdóttir, Blönduósi flokknum að nýju. Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar að vori. Unnur G. Kristjánsdóttir er frá Hrísdal í Miklaholtshreppi og starfar nú hjá Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra á Blönduósi. Hún hóf flokksstarf í Alþýðu- bandalaginu árið 1977 á Suður- landi. Hún vann um skeið á Þjóð- viljanum og síðar hjá skrifstofu Alþýðubandalagsins í Reykja- vík. Unnur var m.a. formaður Æskulýðsnefndar sem varð síðan Æskulýðsfylking AB og er nú formaður Alþýðubandalagsfé- lags Blönduóss og nágrennis. Við síðustu Alþingiskosningar var hún í 3. sæti flokksins á Norður- landi vestra og sat Alþingi sem varamaður Ragnars Arnalds haustið 1988. ÓHT Þessi landsfundur hefur ekki styrkt stöðu Alþýðubanda- lagsins út á við og hann jafnaði heldur ekki ágreining um innan- flokksmál. Verst er þó það pólit- íska áfall að varaformannskjörið veikti stöðu kvenna innan flokks- ins,“ segir Unnur G. Kristjáns- dóttir, 34 ára iðnráðgjafi á Blönduósi, sem kosin var nýr gjaldkeri Alþýðubandalagsins á sunnudaginn. „Jákvæðu tíðindin af þessum landsfundi er sú gagnmerka vinna sem lögð var í undirbúning nokkurra málaflokka, einkum framlag Sunnlendinga í landbún- aðarmálum. Það er líka stórt skref að geta nú sent drög að stefnuskrá út til umræðu. En mér sýnist augljóst að nú verði að byggja upp kvennastarfið í kosningunni og þar af voru 19 seðlar ógildir. Reglur við mið- stjórnarkjör eru þær að þremur einstaklingum skal gefa þrjú at- kvæði, þremur tvö atkvæði og 35 eitt atkvæði. Alls hlaut 141 lands- fundarfulltrúi atkvæði í kosning- unni, þar af 132 yfir 20 atkvæði. Alls kaus fundurinn 40 aðal- fulltrúa í miðstjórn og 20 vara- menn. Samkvæmt lögum flokks- ins verða að minnsta kosti 40% aðalmanna í miðstjórn að vera konur. Þegar niðurstaðan lá fyrir kom í ljós að fimm konur lyftust upp sem aðalmenn í miðstjórn en fimm neðstu karlarnir urðu að varamönnum. Álfheiður Ingadóttir var í fimmta sæti í kjörinu með 191 at- kvæði. Þá kom Adda Bára Sig- fúsdóttir með 179 atkvæði, Heimir Pálsson með 153 atkvæði, Sigurjón Pétursson og Tryggvi Þór Áðalsteinsson hvor með 148 og tíundi í röðinni var Ragnar Oskarsson með 137 atkvæði. Aðrir aðalmenn eru Ragnar Stefánsson, Grétar Þorsteinsson, Jóhanna Leópoldsdóttir, Arthúr Mortens, Páll Halldórsson, Ragna Larsen, Jóhannes Gunn- arsson, Birna Bjarnadóttir, Mörður Árnason, Jóhann Ár- sælsson, Þórður Skúlason, Kristbjörn Árnason, Einar Már Sigurðsson, Gísli Gunnarsson, Þorbjörg Samúelsdóttir, Hrafn Jökuísson, Guðrún Hallgríms- dóttir, Flosi Eiríksson, Jóhann Antonsson, Kjartan Valgarðs- son, Valþór Hlöðversson, Jón Gunnar Óttósson, Erlingur Vigg- ósson, Hallveig Thorlacíus og Sólveig Þórðardóttir. Þær Margrét S. Björnsdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Margrét Björnsdóttir (Neistastöðum), Margrét Guðmundsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir eru einnig í miðstjórn vegna kynjakvótans en þeir Ármann Ægir Magnús- son, Ingi Hans Jónsson, Guð- bjartur Hannesson, Ari Skúlason og Arnmundur Backmann eru fyrstu fimm varamenn í mið- stjórn vegna sömu reglu. Aðrir varamenn eru Guð- mundur Hallvarðsson, Guð- mundur Þ. Jónsson, Gestur Guð- mundsson, Gunnar Guttorms- son, Vigfús Geirdal, Ástráður Haraldsson, Þorbjörn Brodda- son, Erlingur Sigurðarson, Jó- hanna Eyfjörð, Ólöf Ríkarðs- dóttir, Anna Soffía Guðmunds- dóttir, Kristján Ari Arason, Bjargey Einarsdóttir, Margrét Guðnadóttir og Hansína Stefáns- dóttir. -Sáf flestu öðru meira. Hann tæki traust fundarins sent hvatningu til sín til að sinna af enn rneiri krafti þeim verkefnum sem hann hefði tekið að sér fyrir flokkinn og þau málefni sem hann stæði fyrir í flokknum. Steingrímur sagðist telja það skyldu sína að inna þau verkefni af hendi í þágu flokks- manna allra og hann vonaði að sú forysta sem kosin hefði verið gæti reynst honum sú breiða og sam- henta forysta sem hann teldi Al- þýðubandalagið nú þurfa á að halda. Að flokkurinn færi sterk- ari, samhentari ogákveðnari íþví að gera sitt gagn í þágu sinna hug- sjóna í íslensku samfélagi, af landsfundinum. í ræðu sem Svanfríður hélt á eftir Steingrími sagði hún að niðurstaða kosningarinnar sýndi hvað meirihlutinn í salnum ætti við með valddreifingu. Hún birti líka ákveðna sýn til þess hvernig verk þeirra kvenna sem veldust til forystu í flokknum væru metin. Þar deildu hún kjörum með Vil- borgu Harðardóttur og Kristínu Ólafsdóttur, sem hvorug hefði setið lengur en eitt kjörtímabil sem varaformaður. „Þessar að- farir gegnumlýsa reyndar fleira sem ég mun ekki gera að umræð- uefni hér og nú. Ég verðskulda ekki þessi úrslit en það hlýtur flokkurinn að gera,“ sagði Svan- fríður. -hmp Tekist á um Bimur Birna Þórðardóttir felldi Birnu Bjarna- dóttur. Benedikt Da- víðsson efstur Þótt uppstillingarnefnd hefði komist að samkomulagi um fram- boð til framkvæmdastjórnar Al- þýðubandalagsins þurfti engu að síður að kjósa þar sem fram kom tillaga frá Páli Halldórssvni og fleirum um Birnu Þórðardóttur. Kosningin fór þannig að Birna Þórðardóttir náði inn í fram- kvæmdastjórn með 133 atkvæði en Birna Bjarnadóttir, sem var á lista uppstillingarnefndar hlaut 130 atkvæði og náði ekki kjöri. Flest atkvæði hlaut Benedikt Davíðsson 225 atkvæði. Fast á hæla honum kom Elsa Þorkels- dóttir með 224 atkvæði. Þá komu Björn Grétar Sveinsson og Ólafur H. Torfason með 222 at- kvæði, Óttar Proppé með 220 at- kvæði Stefanía Traustadóttir með 219 atkvæði, Guðrún Ágústsdóttir með 218, Már Guð- mundsson með 212 atkvæði og restina rak svo Birna Þórðardótt- ir með 133 atkvæði. Varamenn í framkvæmda- stjórn voru sjálfkjörnir þar sem ekki kom uppástunga um aðra en þá sem voru á lista uppstillingar- nefndar. Varamenn eru Kristinn H. Gunnarsson, Sigríður Jó- hannesdóttir, Arnór Pétursson, Guðni Jóhannesson, Þuríður Pétursdóttir og Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Anna Kristín Sigurðardóttir, kennari á Selfossi, nýr ritari Alþýðubanda- lagsins. Nýr ritari AB Góð málefnaumfjöllun Anna Kristín Sigurðardóttir, kennari á Selfossi g er óhress með persónulegu búning t.d. í landbúnaðarmálum og í fjölskyldu- og uppeldismál- um. Mér líst vel á að hefja sam- starf við erlenda sósíalistaflokka. Stóriðjumálin eru náttúrlega erf- tm átökin á landsfundinum, en ánægð með málefnaumfjöllun í nefndum, segir Anna Kristín Sig- urðardóttir, nýr ritari í stjórn Al- þýðubandalagsins. Anna Kristín er 32 ára kennari við Barna- skólann á Selfossi. En stjórnar- störfí Abl. virðast jafnvel leggjast í ættir, því Anna Kristín og frá- farandi gjaldkeri, Bjargey Ein- arsdóttir í Kcflavík eru systra- dætur, ættaðar frá Tröð í Kol- bcinsstaðahreppi. Anna Kristín gagnrýnir vara- formannskjörið: „Það er óþarfi að fara svona með fólk sem hefur unnið vel í flokknum, eins og Svanfríði Jónasdóttur. Ég hef ekki verið sátt við stöðu kvenna innan flokksins og allra síst núna“. „Ég ánægð með málefnaundir- itt mál viðfangs og ég er ekki sátt við að stjórnmálaályktunin skuli ekki hafa hlotið fullnaðaraf- greiðslu á landsfundinum sjálf- um. Stórmál eins og hana og mið- stjórnarkjör má ekki geyma til síðustu stundar, því þá eru margir landsbyggðarfulltrúanna farnir heim. Anna Kristín hætti sem for- maður Alþýðubandalagsfélags Selfoss og nágrennis í haust eftir 4 ára starf. Hún er í stjórn kjör- dæmisráðs á Suðurlandi og í stjórn verkalýðsmálaráðs Abl. Anna var í 5. sæti á lista flokksins á Suðurlandi fyrir sfðustu alþing- iskosningar. ÓHT Þriðjudagur 21. nóvember 1989 ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.