Þjóðviljinn - 21.11.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.11.1989, Blaðsíða 7
NYJAR BÆKUR Frœjuíi Konráðs ■■ íoðurbróðrr min Ævuninningar Hemianns Vilhiálmssonar Hemmi sem fór í snapið Vilhjálmur Hjálmarsson Frændi Konráðs foðurbróðir minn. Æviminningar Hermanns Vilhjálms- sonar. Æskan 1989 Nú eru helst settar saman bækur um stórmenni eða forsíðu- fólk dægurfrægðarinnar, og kannski segja þeir frá sem eiga slík bókarefni að maka eða for- eldri. Þessi bók hér er sprottin út úr annarri hefð, einskonar jafn- aðarhefð, sem segir að smæling- inn sé einnig bókar verður. Að vísu má hann ekki vera neinn venjulegur smælingi, hann verð- ur að eiga sér nokkra frægð sem kynlegur kvistur svokallaður. Með öðrum orðum: hann er öðruvísi en fólk er flest. Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrr- um menntamálaráðherra, segir hér sögu föðurbróður síns sem Hemmi var kallaður hér í bæn- um. Og er kannski einn af síðustu kynlegu kvistunum sem við átt- um þess kost að kynnast lítillega, því hann fær mestalla ævi að vera í friði fyrir þeim stofnunum, sem nú er búið að koma upp og hýsa frávik frá „venjulegri hegðun". Og er þar skemmst frá að segj a að bókin ber ræktarsemi og elsku- legum viðhorfum höfundar síns til mannlífs geðþekkt vitni. Pað er heldur engin ástæða til að leyna því að þessi bók tilheyrir gjörgæsluskólanum í íslenskum ævisögum - þar er haldið til haga mörgu smálegu, ekki gáð að því að grisja burt það sem vanda- lausir eiga erfitt með að festa Sögusafn Halldórs Stefánssonar Mál og menning hefur gefið út stórbók sem geymir öll fimm smásagnasöfn Halldórs Stefáns- sonar, en hið fyrsta þeirra, í fáum dráttum, kom út árið 1930, hið síðasta, Blakkar rúnir, árið 1962. Halldór var Austfirðingur, fæddur árið 1892 en bjó lengst af í Reykjavík og lést þar árið 1979. Hann var prentari að iðn, vann sem símritari, var meira að segja hreppstjóri um skeið - en lengst af vann hann í banka í Reykjavík. Þótt hann sæti í þeirri prísund brauðstrits (sem Halldór Laxness hefur fjallað um með frægum hætti í afmælisgrein um skáld- bróður sinn), tókst honum að ná að verða einhver listfegnasti og mikilvirkasti höfundur smásagna hér á landi. Hann var einn hinna Rauðu penna, lífsafstaða hans setur mjög svip á verk hans þar sem samúð með lítilmagnanum helst í hendur við ódulbúna andúð á valdsmönnum. Dóttursonur Halldórs, Hall- dór Guðmundsson, hefur annast þessa útgáfu og skrifar ítarlegan eftirmála með útgáfunni um afa sinn og verk hans. Hann segir m.a. frá því að Halldór Stefáns- son hafi metið tvo menn öðrum meir: norska sagnameistarann Hamsun og byltingarforingjann Lenín. Sá sérstæði smekkur verð- ur höfundi eftirmála að tilefni gagnorðrar lýsingar á manninum og verkum hans sem er á þessa Ieið: „Kannski segir þetta svo- lítið um þær andstæður sem bjuggu í honum sjálfum og sjá má stað í sögum hans. Hann var skynsemishyggjumaður og vís- frá kettinum Bröndu, sem búið hefur um sig í gömlum kvenhatti, en lendir í mörgum ævintýrum vegna samskipta sinna við önnur dýr. Hún er þýdd af Sigurði Gunnarssyni fyrrv. skólastjóra. Höfundar texta eru Kathryn og Byron Jackson en myndirnar gerði Leslie Morrill. í heimsókn hjá Hönnu. Bókin er nr. 21 í sama öókaflokki. Hún segir frá heimsókn Hönnu, sem býr í stóru fallegu húsi með for- eldrum sínum, ásamt hundinum Lubba. Stefán Júlíusson rit- höfundur hefur íslenskað bókina. Höfundar texta er Edith Kun- hardt. Myndir gerði Carolyn Brachen. mun þér leiðast því frásögnin leiftrar af kímni og svifléttu háði. Á himnum hittirðu auðvitað Guð sjálfan og ýmsa gamla kunningja, að ógleymdri englamömmu, Maríu Magdalenu og Páli postula sem sífellt hyggur á uppreisn. Á jörðu hittirðu grátbroslega ógæfumenn, svífandi skáld, drauga og elskendur.” Æskuminningar Bjöms Th. Bjömssonar Mál og menning hefur sent frá sér bókina Sandgreifarnir eftir Björn Th. Björnsson. Bókin hef- ur að geyma endurminningar höfundar frá því að hann var að alast upp í Vestmannaeyjum á ár- unum milli stríða. Hann lýsir samfélagi strákanna í Eyjum og margvíslegum uppátækjum þeirra, auk þess sem ágengni hins stóra heims kemur við sögu: kreppa, stríðsógn, stjórnmála- erjur og þjóðfélagsumbrot. Síð- ast en ekki síst geymir bókin lýs- ingar á fjölskyldu „Bidda Björns” eins og hann er nefndur í sögunni. Mörgum mun eflaust þykja sem hér kveði við nýjan tón hjá höfundinum sem þekktur er af margvíslegum bókum um list- fræðileg efni og sögulegum skáld- sögum. Bókin er 180 blaðsíður og er prýdd fjölda mynda, bæði af fjölskyldu höfundar og einnig af málverkum föður hans, Baldvins Björnssonar. Hilmar Þ. Helga- son gerði kápu. Tvær smá- bamabækur Bókaútgáfan Björk hefur fyrir skömmu sent frá sér tvær smá- barnabækur. Þær eru báðar prentaðar í Prentverki Akraness h/f og eru í 4 litum. Kötturinn Branda er nr. 20 í bókaflokknum: Skcmmtilegu smábarnabækurnar. Bókin segir Sögur eftir Birgi Sigurðsson Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér sagnasafn eftir Birgi Sigurðsson sem nefnist Frá himni og jörðu. Birgir Sigurðsson er löngu þjóðkunnur fyrir leikrit sín. Síð- asta leikrit hans, Dagur vonar, var tilnefnt til bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs og vakti fádæma hrifningu. í þessu sagna- safni sínu slæ^ hann á allt aðra strengi: þetta eru skemmtisögur í orðsins fyllstu merkingu. I kynningu Forlagsins segir m.a.: „Langar þig til himnaríkis? Þú kemst það í þessum sögum. Viltu frekar halda þig við jörð- ina? Ekkert einfaldara því sögu- rnar gerast bæði á himni og jörðu. Á hvorugum staðnum inda í anda klassísks sósíalisma, en hann var líka mjög upptekinn af þeim sálrænu öflum sem búa í hverjum manni. Máski var hann vantrúaðri á mátt mannsins til breytinga en pólitísk sannfæring hans leyfði, enda hefur hann stundum lýst dýrseðli mannsins sem náttúruafli sem engin sið- menning fær hamið... En spenn- an milli þessara viðhorfa hefur örugglega strykt bókmenntagildi betri sagna hans.“ Þessi „stórbók“ með sögum Halldórs Stefánssonar er 560 bls að stærð. ^B áhuga á. Frásagan hefði grætt á róttækum niðurskurði og á - leitnari útleggingu á lífshlaupi Hemma krónu. Vissulega er Hermann Vil- hjálmsson ekki síður bókar verð- ur en margir þeirra sem af tilvilj- un hrata inn í svokallað sviðsljós. Þetta er sígild saga einstæðings, sem er að ýmsu leyti góðum gáf- um gæddur, en haldinn vanmeta- kennd og ótta við lífið frá ungum aldri. Þessi baggi sligar Hermann smám saman, hrekur hann úr bakaraiðn, sem hann hafði lært til, og í „snapið“ sem hann kallaði svo sjálfur: hann verður einn þeirra manna sem ræður ekki við makalausa söfnunaráráttu. Hún getur komið fram í því að Her- mann gengur sjálfur í verstu tötrum meðan óuppteknir pakk- ar með fatnaði sem hann hefur keypt sér eða þrjátíu sæmileg jakkaföt héðan og þaðan hrúgast upp heima í kjallara hans. En helst birtist fíkn þessi í því að Hermann sankar að sér óumræð- anlegu rusli sem hleðst honum upp fyrir höfuð í bókstaflegri merkingu og verða hreinsunar- menn að moka út úr híbýlum hans hvað eftir annað þessum skrýtna og dapurlega auði. Slíkir menn hafa verið í öllum plássum íslands og þeir eru ófáir í heimsbókmenntunum - fræg dæmi eru bæði hjá Dickens og Gogol: Kannski hefði bókin grætt á því að reyna að tengja Hemma karlinn við félaga sína nær og fjær og gátu þeirra? Við vitum ekki hver lausn þeirrar gátu er: kannski er hún á þá leið að sá sem finnur sig smáan og vanmáttugan í hörðum heimi fær röklausa ofurást á alræði sínu yfir sínum litla smáheimi og öllu því sem hann kýs að fylla hann með. Ekki gott að segja. Myndakostur er mikill og ríku- legur í bókinni. ÁB Eðvarð og Árni í Hólminum Hjá Bókaútgáfu Æskunnar er væntanleg viðtalsbók við Árna í Hólminum: Árna Helgason gam- anvísnasöngvara, sýsluskrifara og bindindisfrömuð frá Stykkis- hólmi. Við Áma ræðir Eðvarð Ing- ólfsson, sem þekktastur er fyrir unglingabækur sínar, en þetta mun vera í fyrsta sinn á ferli Eð- varðs sem rithöfundur að ekki kemur út eftir hann unglingabók um jólin. Öll ritverk Dags Sigurðarsonar Út er komin hjá Máli og menn- ingu ljóðasafnið Glímuskjálfti (ljóð 1958-1988) eftir Dag Sig- urðarson. Bókin hefur að geyma allar fyrri bækur þessa baldna hrekkjalóms íslenskrar nútíma- ljóðlistar og spannar hún því skáldferil hans frá árinu 1958. í bókarkynningu segir m.a.: Dagur Sigurðarson varð strax með sinni fyrstu ljóðabók, Hluta- bréf í sólarlaginu, eitt af umdeild- ustu skáldum á íslandi. í ljóðum hans var talað tæpitungulaust um hvaðeina. Ýmsir töldu ljóð Dags marka tímamót: Hann færði út landamæri íslenskrar ljóðlistar, jók við yrkisefni hennar. Dagur þótti stóryrtur í ljóðum sínum um íslenskan veruleika, en hann á líka til viðkvæma strengi ástar- ljóða auk þess sem hann hefur þýtt ljóð heimskunnra skálda. í safninu er að finna 11 eldri ljóða- bækur Dags, og auk þess ný ljóð frá síðasta ári sem ekki hafa áður birst. Glímuskjálfti er 339 bls. Ingi- björg Eyþórsdóttir gerði kápu. Vinningstölur iaugardaginn 18. nóv. ’89 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.253.509 4. 4af5IjjfM 5 78.350 3. 4af5 114 5.927 4. 3af5 3.498 450 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.895,037 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Þriðjudagur 21. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.