Þjóðviljinn - 21.11.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.11.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Sá langfjölmennasti afslíkumfundum síðan 1968. Stjórnmálaflokkarfordœma ofbeldi Tékkóslóvakía Fjögur salvadorsk ungmenni er orðið hafa morðsveitum hægrimanna að bráð. Salvador Búist við morðafári Erkibiskup sakar herinn um morð á jesúítum. Bush neitarað draga úr hernaðarstuðningi við Salvadorsstjórn Dregið hefur úr bardögum í Salvador eftir að skæruliðar Farabundo Martí-hreyfingarinn- ar Iétu á sunnudag undan síga úr úthverfum San Salvador, þar sem þeir hafa haft fótfestu frá því að árásir þeirra á stjórnarliða hófust fyrir tíu dögum. Samkvæmt einni frétt hafa um 1000 stjórnarher- menn og skæruliðar fallið í bar- dögum þessum en enginn veit tölu óbreyttra borgara sem farist hafa af völdum hernaðarátakanna eða verið drepnir af morðsveitum meðan þau stóðu yfir. Flugher stjórnarinnar gerði ótæpt sprengjuárásir á þéttbýl hverfin, sem skæruliðar höfðu á valdi sínu, og er talið að mikið manntjón hafí hlotist þar af. Um helgina var Guillermo Rojas, þekktur leiðtogi verkalýðssam- taka, dreginn út af heimili sínu af óþekktum mönnum og skotinn. Arturo Rivera Damas, erkibisk- up kaþólsku kirkjunnar í landinu, sakaði í gær herinn um ábyrgð á dauða sex jesúítapresta, sem myrtir voru í San Salvador s.l. fimmtudag. Almennur ótti ríkir nú þarlendis við að hægri- sinnaðar morðsveitir séu í þann veginn að gerast á ný álíka at- hafnasamar og þær voru á fyrstu árum áratugarins, þegar mann- drápin voru mest af völdum þeirra. Cristiani Salvadorforseti hefur heitið því að morðingjum jesúít- aprestanna verði refsað. En fáir leggja trúnað á það, því að ennþá hefur enginn liðsmaður morð- sveitanna sætt kárínum fyrir at- hæfi sitt. Demókratar á Banda- ríkjaþingi hafa iátið á sér skiljast, að þeir vilji refsa Salvadorstjórn fyrir morðin með því að draga úr hernaðaraðstoð til hennar, en Bush forseti kvaðst í gær stað- ráðinn að beita sér gegn því af alefli. Sagðist Bush ekki hafa neina trú á því að Salvadorstjóm ætti neinn þátt í morðunum og sagðist bera fyllsta traust til Crist- ianis forseta. Reuter/-dþ. Yfír 100,000 manns höfðu í gær safnast saman á Vensesláss- torgi í Prag til að mótmæla of- beldi lögreglu og fallhlífaliðs á föstudag gegn fólki á mótmæla- fundi sem þá var haldinn. Fundarmenn kröfðust þess einnig að forusta kommúnistaflokks landsins, þar á meðal leiðtogi hans Milos Jakes, segði af sér. Fundurinn í gær var sá langfjöl- mennasti af slíkum, sem haldnir hafa verið þarlendis frá innrás Varsjárbandalagsins 1968. Hafa mótmælaaðgerðir gegn vald- höfum staðið látlaust yfir í Prag frá því á föstudag. Fundurinn á föstudag, sem boðað var til í því skyni að minnast baráttu gegn nasistum fyrir hálfri öld, var leyfður af stjórnvöldum, en lög- regla réðist á fundarmenn af miklu offorsi er þeir tóku að krefjast afsagnar forustu komm- únistaflokksins. Slösuðu lög- reglumenn marga tugi manna og enn fleiri voru handteknir. Ljóst þykir að fordæmi frá Austur-Þýskalandi hafi magnað andófsölduna í Tékkóslóvakíu. Sósíalistaflokkurinn og Alþýð- uflokkurinn, stjórnmálaflokkar sem hingað til hafa verið í banda- lagi við kommúnistaflokkinn og honum undirgefnir, hafa harð- lega fordæmt ofbeldi lögreglunn- ar. Fjölmiðlar þarlendir hafa skýrt frá mótmælafundunum af meiri hlutlægni en vaninn hefur verið. í flestum skólum í Prag eru nemendur í setuverkfalli í mót- mælaskyni vegna ofbeldis lög- reglunnar. Andófsleiðtoginn Vaclav Havel kvaðst í gær hafa fengið skilaboð frá verka- mönnum í kolanámu í Norður- Bæheimi, þess efnis að þeir væru að hefja verkfall og hvettu aðra námumenn til að gera slíkt hið sama. Reuter/-dþ. Georgía Heimild til sjálfstæðistöku samþykkt Haft er eftir georgískum blaða- mönnum í Tíflis, höfuðborg Georgíu, að æðstaráð (þing) landsins hafí á sunnudag sam- þykkt samhljóða að bætt skyldi inn í stjórnarskrá þess nýrri grein þess efnis, að því sé heimilt að segja skilið við Sovétríkin og ger- ast sjálfstætt ríki. I grein þessari er ennfremur ákvæði á þá leið að reyni sovésk stjórnvöld með ein- hverju móti að skerða þennan rétt Georgíumanna eða svipta þá honum, muni sovétlýðveldið Ge- orgía líta svo á að það sé ekki lengur hluti af Sovétríkjunum. Blaðamennirnir segja að Givi Gumbaridze, aðalritari komm- únistaflokksins í Georgíu, sem í s.l. viku var kjörinn forseti lýð- veldisins, sé meðal þeirra sem staðið hafí að samþykkt nýju stjórnarskrárgreinarinnar. Á sama þingfundi fordæmdi þing- heimur innrás Rauða hersins (eins og sovéski herinn var áður nefndur) í Georgíu í maí 1921. Með þeirri innrás batt sovéska stjórnin endi á skamman sjálf- stæðistíma Georgíu undir stjórn mensévíka og innlimaði landið sfðan í Sovétríkin. Mat fréttaskýrenda er að með samþykkt nýju stjórnarskrár- greinarinnar hafí Georgía gengið lengra en nokkurt annað sovét- lýðveldi hingað til í því að Ieggja áherslu á rétt sinn til sjálfstæðis. Reuter/-dþ. Yfir 100,000 á mótmælafundi Sovétþing Sjálfstjómar- frumvarp fellt Æðstaráð Sovétríkjanna hafn- aði í gær stjórnarfrumvarpi um sjálfstjórn sovétlýðvelda í efnahagsmálum á þeim forsend- um, að frumvarpið gangi of skammt. Var frumvarpið fellt með atkvæðum 211 þingmanna gegn 149. Forustu í andstöðunni við frumvarpið höfðu þingmenn frá Eystrasaltslýðveldunum. Leoníd Abalkín, varaforsætisráðherra og í fremstu röð meðal sovéskra hagfræðinga, lagði frumvarpið fram fyrir hönd stjórnarinnar og kvað það fela í sér stórfelldar breytingar, sem fyrir tveimur árum aðeins hefði verla verið hægt að ímynda sér að til greina kæmu. Það er víst ekki nema rétt hjá honum, en eigi að síður mót- mæltu þingmenn frá Litháen og 90 fómst í námuslysi 90 júgóslavneskir námumenn fórust á föstudag í eldsvoða, sem braust út í Aleksinac-kolanámu um 200 km suður af Belgrad. Er þetta eitt mesta námuslysið í sögu Júgóslavíu. víðar að því harðlega að æðsta- ráðinu hefði ekki verið gefínn tími til að fjalla um aðra sjálf- stjórnaráætlun, sem þingmenn Eystrasaltslýðvelda standa að. Stóð upp þingmaður eftir þing- mann og gagnrýndi stjórnarfrum- varpið. Kváðu þeirsjálfstjórn þá, sem lofað er í því, alltof takmark- aða, þar eð samkvæmt því verði enn drjúgur hluti iðnaðarins, einkum þungaiðnaður, undir stjórn miðstjórnarinnar. Sumir þingmenn héldu því og fram að í frumvarpinu væri ekki gert ráð fyrir fullveldi sovétlýðvelda. Á óvart kom að margir þing- menn rússneska sambandslýð- veldisins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, og kom í ljós einnig hjá þeim vilji fyrir því að sovét- lýðveldin yrðu að miklum mun sjálfstæðari gagnvart miðstjórn Sovétríkjanna en verið hefur. í Eistlandi, Lettlandi og Litháen búa menn sig nú undir að taka sér víðtæka sjálfstjórn í efna- hagsmálum í byrjun komandi árs, en til þess að svo megi verða þarf samþykki sovéska æðstaráðsins. En nú kvíða sumir þingmanna Eystrasaltsríkjanna því að ekki vinnist tími til að ganga frá þeim málum í æðstaráðinu fyrir ára- H1®1- Reuter/-dþ. Austur- og vesturbæingar í Berlín mætast á múrnum sem áður aðskildi þá ■ fylgi við sameiningu þýsku ríkjanna aukist. Pýskaland frá opnun landamæra hefur Sameiningu eykst fylgi Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar, sem Wickert- stofnunin I Tubingen gerði vik- una eftir að vesturlandamæri Austur-Þýskalands voru opnuð, eru nú 67 af hundraði Austur- Þjóðverja og 79 af hundraði Vestur-Þjóðverja hlynntir sam- einingu þýsku ríkjanna. Niður- stöður könnunar, sem gerð var fyrir opnun landamæranna bentu til að 59 af hundraði Austur- Þjóðverja væru meðmæltir sam- einingu. Talsmenn stofnunarinnar telja aukin kynni Austur-Þjóðverja af Vestur-Þýskalandi eftir opnun landamæranna aðalástæðuna til þess að fleiri þeirra eru nú en áður hlynntir endursameiningu Þýskalands. Spurðir um álit sitt á Egon Krenz, núverandi aðalrit- ara Sósíalíska einingarflokksins og forseta Austur-Þýskalands, svöruðu 89 af hundraði að- spurðra Austur-Þjóðverja og 96 af hundraði Vestur-Þjóðverja að þeir vildu að hann segði af sér. 61 af hundraði Austur-Þjóðverja og 71 af hundraði Vestur-Þjóðverja lýstu hinsvegar yfir ánægju sinni með Hans Modrow, sem fyrir skömmu tók við embætti forsæt- isráðherra Austur-Þýskalands. Reuter/-dþ. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 21. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.