Þjóðviljinn - 21.11.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.11.1989, Blaðsíða 11
NÝJAR BÆKUR I DAG Sigurjón Rist og Hermann Sveinbjörnsson handfjatla ísöxi, sem kom að góðum notum í fransk-íslenska Vatnajökulsleiðangrinum 1951. Ljósm.: G.V.A. Æviminningar Sigurjóns Rist „Vadd’út í” heitir ævisaga Sig- urjóns Rist, vatnamælinga- manns, sem bókaútgáfan Skjald- borg gefur út. Sigurjón er þjóð- kunnur fyrir störf sín við vatna- mælingar í yfir 40 ár. Hann var frumkvöðull í sínum störfum og átti ómetanlegan þátt í því að afla nauðsynlegfrar vitneskju um vatnsföllin á íslandi, svo unnt væri að virkja þau. Hermann Sveinbjörnsson skráði æviminn- ingar Sigurjóns. Sigurjón segir frá uppvaxtar- árum sínum í Eyjafirði, sundæf- ingum í Eyjafjarðará, en faðir hans var Lárus J. Rist, kunnur sundfrömuður og kennari. Hann segir frá ræktunarátakinu, sem var eina svar sveitafólksins við kreppunni, draugagangi á Grund, frjálsyndum presti og brottrekstri hans, menntaskóla- árum sínum og sérstökum og minnisstæðum kennurum þar. Sigurjón segir einnig frá dvöl sinni í Kaupmannahöfn rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina. Pá voru nasistar farnir að undirbúa stríðs- átökin og Sigurjón fléttaðist inn í það með sérkennilegum hætti. Hann greinir frá hernáminu og gervimönnunum svokölluðu, en einnig spillingunni sem þróaðist á þessum árum, einkum í tengslum við breska hernámsliðið. Eftir að Sigurjón hóf störf hjá Raforkumálaskrifstofunni var eitt af hans fyrstu verkum að að- stoða „fossajarlinn” Mr. Barry, sem kominn var til landsins til þess að mæla Þjórsá, en öll vatns- rettindi þessarar dýrmætu orku- lindar voru þá í eigu útlendinga. Sigurjón segir frá ferðalögum sín- um um einangraðar sveitir á skíðum og ísbroddum, sundæf- ingum í stórfljótum, og fjöl- mörgu fleiru, sem nútímafólki kann að þykja framandi, þótt ekki sé ýkja langt um liðið. Þegar undirbúningur stóð sem hæst að virkjun Þjórsár lenti Sig- urjón í deilum vegna Þjórsárísa, sem sumir vildun hundsa og ekk- ert af vita, þar sem það gat komið illa við fyrirhugaða stóriðju í Straumsvík. Var honum jafnvel hótað vegna þessa máls og í tengslum við það kom „friðar- gæslusveit” til landsins á vegum Sameinuðu þjóðanna. Bókin um Sigurjón Rist er tæp- lega 250 blaðsíður og prýdd á annað hundrað myndum. Endur- minningar Hrefnu Benedikts- son Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér nýja bók eftir Gylfa Gröndal sem ber heitið Dúfa töframannsins, minningar Katr- ínar Hrefnu yngstu dóttur Einars Benediktssonar skálds. í bókarkynningu segir m.a.: „Hrefna kvaddi Island að loknu stúdentsprófi fyrir rúmum 60 árum og hélt í óþökk föður síns til Suður-Ameríku ásamt ástmanni sínum. Á gamals aldri sneri Hrefna ioks aftur heim til íslands til að eyða hér síðustu ævi- dögunum. í bókinni varpar Hrefna nýju ljósi á föður sinn, hið stórbrotna skáld og fram- kvæmdamann sem var langt á undan samtíðinni í hugsjónabar- áttu sinni. Hún lýsir honum á hispurslausan og áhrifaríkan hátt, ágæti hans og yfirburðum, en jafnframt veikleika og van- mætti.” Dúfa töframannsins er fjórt- ánda ævisaga Gylfa Gröndal og telur hann minningar Hrefnu Benediktsson merkasta efni sem sér hafi verið trúað fyrir. Dúfa töframannsins er 245 bls. Bókin er prýdd miklum fjölda mynda. Nýr skilningur á migreni Migrensamtökin hafa gefið út bókina „Migrenbyltingin - með- ferð án lyfja”. Höfundur bókar- innar, breski læknirinn dr. John Manfield, gengur út frá því að migren sé í 80-95% tilfella fæðu- ofnæmi. Þessi vistfræðilega nálg- un við sjúkdóminn, sem oftast hefur verið afgreiddur sem móðursýki, er algjör bylting. Tilgangurinn með útgáfu bók- arinnar er að hjálpa sjúklingum við að skilja sjúkdóminn og læra að umgangast hann þannig að hann valdi ntinni skaða en áður. Árni Benediktsson þýddi bók- ina. Hún fæst í bóksölum, heilsu- verslunum og á skrifstofu Migrensamtakanna að Borgar- túni 27. Ljóðabók eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur Mál og menning hefur sent frá sér ljóðabók Ingibjargar Haraldsdóttur, Nú eru aðrir tímar. Þetta er þriðja ljóðabók höfundar en hún hefur jafnframt getið sér orð fyrir þýðingar sínar úr spænsku og rússnesku. í bókarkynningu segir m.a.: Ljóð Ingibjargar eru einföld og knöpp, þar má sjá söknuð og trega og jafnframt margræðari tilfinningar. Samkennd tekst á við einsemd, sátt við þrár, frið- sæld við gný borgarinnar, fortíð við nútíma. Yrkisefni sækir hún bæði í reykvískan veruleika og þau lönd þar sem hún hefur verið langdvölum, Sovétríkin og Kúbu. Ingibjörg Eyþórsdóttir gerði kápu. vbnm FJÖLFRÆOI FYRIR BÖRN OG Pk' NA JNGUNQJL jjÉj "V'' % !!l Armabsl Cfííig <jg Clíff Rosrt&y yrmiiwuwwm Ný fjölfræðibók fyrirböm og unglinga Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Heimur vís- indanna eftir Annabel Craig og ClifT Rosney. Þessi litríka fjöl- fræðibók hefur að geyma mikið af hagnýtum fróðleik um vísindin og störf vísindamanna. Þeir leita skýringa á flestum hlutum, svo sem hvaðan eldingarnar koma og hvers vegna árnar renna niður í móti. Þeir uppgötva og finna upp nýjungar sem breyta lífi fólks, eins og rafmagnið, bílana, tölv- urnar og kjarnorkuna. Heimur vísindanna svarar mörgum spurningum ungra les- enda um veröldina og útskýrir vísindin í dagsins önn. Aftast í bókinni er Hugvitsmannatal þar sem hægt er að fræðast um þá snillinga sem miðlað hafa mannkyninu af hugviti sínu. Mik- ill fjöldi litmynda er á hverri blað- síðu í bókinni. Heimur vísindanna er 128 bls. Bjarni Fr. Karlsson þýddi. þJÓOVILIINN fyrir50árum Herskip eyðileggur kaupfar úti fyrir Hornafirði. I gærdag kom til sjóorustu út undan Hornafirði. Var það ókunnugt herskip sem elti uppi kaupfar og náði því f ram - undanfirðinum. Skauther- skipið mörgum skotum að kaupfarinu og kviknaði í því. Sást til kaupfarsins þar sem það rak logandi austur með landi. Um skipshöfnina er ekkert vitað enn- þá, en engir bátar voru komnirfrá þvítil Hornafjarðarkl. 8 ígær- kvöldi. 21. nóvember þriðjudagur. 325. dagur ársins. Príhelgar. Maríumessa. Sólar- upprásíReykjavíkkl. 10.15- sólarlag kl. 16.11. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúða vikuna 17.-23. nóv. er í Laugavegs Apóteki og HoltsApóteki. Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 fridaga). Siðarnef nda apótekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN ' Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur...............simi 4 12 00 Seltj.nes...............sími 1 84 55 Hafnarfj................sími 5 11 66 Garðabær................sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabilar: Reykjavík...............sími 1 11 00 Kópavogur...............sími 1 11 00 Seltj.nes...............sími 1 11 00 Hafnarfj................sími 5 11 00 Garðabær................sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er i Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virkadaga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin eropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan simi 53722. Næturvakt lækna simi 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliöinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsimi vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala:virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstig opinalladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspitalhalla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alladaga 15-16og 19-19.30. Klepps- spitalinn-.alladaga 15-16og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavik: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrirung- linga Tjarnargötu 35. Simi: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræðilegum ' efnum. Sími 687075. MS-félagiðÁlandi 13. Opið virkadagafrá kl. 8-17. Síminner 688620. ’ Kvennaráðgjötin Hlaövarpanum Vestur- göíu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar haf a verið ofbeldi eöa oröiö fyrir nauögun. Samtökin '78. Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbia og homma á mánudags- og f immtudagskvöldum kl. 21 - 23. Simsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Sími 21260 allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, erveittísima 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ Gengisskráning 20. nóv. 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar............. 63.08000 Sterlingspund................. 98.33900 Kanadadollar.................. 53.92100 Dönskkróna.................... 8.80080 Norsk króna.................... 9.09850 Sænsk króna.................... 9.75260 Finnskt mark................ 14.73490 Franskurfranki............... 10.05260 Belgískurfranki................ 1.62780 Svissneskurfranki............. 38.57400 Hollensktgyllini.............. 30.27960 Vesturþýskt mark.............. 34.17030 ítölsk líra.................... 0.04657 Austurrískursch................ 4.85140 Portúg. Escudo................ 0.39700 Spánskurpeseti................. 0/53710 Japansktyen.................... 0.43559 írsktpund..................... 90.55400 KROSSGÁTA Lárétt: 1 vaöa4hróss 6 þannig 7 saklaus 9 stubb 12 hlífir 14 sjór 15 súld 16 pennar 19 reiði 20sægur21 borgi Lóðrétt:2gróður3 kjáni4leysi5kona7 heigull 8 endurþekking 10 dyggri 11 holdugir 13dans 17hæðir18 beita Lausnásíðustu krossgétu Lárétt: 1 svöl 4 segg 6 áll7batt9ómak12 ístra 14 lík 15 gát 16 asnar 19núll20gani 21 lágir Lóðrétt:2vía3láts4 Slór5góa7bælinu8 tikall 10 magrar 11 kett- ir 13 tin 17 slá 18 agi Þriðjudagur 21. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.