Þjóðviljinn - 25.11.1989, Síða 5
FRÉTTIR
Æviráðningar
Áskrifandi að launum
Fyrrverandi bílstjóri Matthíasar Mathiesen áskrifandi að launum
sínum. Fékk œviráðningu rétt áður en stjórn Þorsteins sprakk
Ium það bil eitt ár hefur fyrrver-
andi bflstjóri Matthíasar H.
Mathiesen, verið áskrifandi af
launum sínum í samgönguráðu-
neytinu vegna þess að Matthías
æviréði bflstjórann skömmu fyrir
brottför sína úr ráðuneytinu.
Ráðherrum fækkaði hins vegar
Isumar urðu fjölmiðlaskrif í
Færeyjum og hér heima um
fjármál Islendingafélagsins íFær-
eyjum og var fyrrum formaður
þess, Bjarni Pétursson, sakaður
um fjárdrátt í sambandi við hús-
byggingarhappdrætti félagsins.
Endurskoðun hefur nú leitt í Ijós
að Bjarni er fullkomlega
hreinsaður af ákærum um að
hafa dregið sér fé - þvert á móti
skuldar félagið honum fé, sem
hann hefur lagt út vegna þess.
Svo segir í greinargerð frá nú-
verandi varaformanni íslend-
ingafélagsins, Sigurbirni Guð-
mundssyni. Þar er og greint frá
aðdraganda málsins sem er
þegar Steingrímur Hermannsson
tók við stjórnartaumum úr hönd-
um Þorsteins Pálssonar og því
varð ekki þörf fyrir bflstjórann.
Steingrímur J. Sigfússon sam-
gönguráðherra segir að ekki hafi
tekist að finna manninum önnur
störf innan ráðuneytisins og stað-
tengdur því, að nýr formaður fél-
agsins, Einar Kristjánsson, hafi,
þegar beðið var um upggjör
vegna fyrrnefnds happdrættis og
gögn reyndust á tvist og bast, flýtt
sér að draga þá ályktun af öllu
saman, að það fé sem ekki fannst
við fyrstu sýn hefði Bjarni Péturs-
son sölsað undir sig. Þessu hafi
Einar komið í fréttamann ís-
lenska útvarpsins í Færeyjum og
fær útvarpið reyndar ádrepu í
bréfi varaformanns fyrir að „bera
út óstaðfestar lygasögur“. Þá
kemur það einnig fram að á næsta
aðalfundi íslendingafélagsins
verði lögð fram tillaga um að reka
Einar Kristjánsson úr félags-
skapnum.
festir að hann hafi í meira en ár
þegið laun hjá ráðuneytinu án
þess að inna þar verk af hendi.
í samtali við Þjóðviljann sagði
Steingrímur ákaflega óhöndug-
legt að kerfið væri þannig, að
ekki væri hægt að haga því þannig
til að ráðherraskipaðir starfs-
menn færu í önnur störf ef ekki
væri þörf fyrir þeirra uppruna-
lega starf áfram. Við slíkar að-
stæður byggi kerfið ekki yfir
neinum leiðum til að leysa málið.
Menn yrðu að vera staðnir af van-
rækslu í starfi eða brjóta eitthvað
af sér til að hægt væri að losna við
þá. Auðvitað væri líka hægt að
leggja starfið niður en það kynni
að virka ankannalega vegna þess
að þær aðstæður gætu komið upp
að þörf skapaðist fyrir bílstjórann
með breyttri ráðherraskipan.
Þetta sýndi að núverandi kerfi
væri úrelt.
Steingrímur sagði að íhuga
mætti hvort ekki væri óeðlilegt að
hafa allan bílstjóraflotann fast-
skipaðan þegar það gæti komið
upp að ráðherrar yrðu færri en
bflstjórar eins og gerst hefði í
þessu tilviki. Reynt hefði verið að
finna manninum önnur verkefni
um leið og ráðherrann hefði gert
sér grein fyrir þessari stöðu.
Einnig hefði verið reynt að semja
við bílstjórann um að láta af
störfum en enginn lausn hefði
fengist á málinu. Steingrímur
sagðist binda vonir við að nýleg
fjölgun í ríkisstjórn skapaði bíl-
stjóranum verkefni að nýju.
-hmp
Færeyjar
Saklaus sakaður
un fjárdrátt
Fyrrumformaður íslendingafélagsins í Fœr-
eyjum hreinsaður af áburði
Listdans í gmnnskólum
í gær mættu 5 dansarar úr íslenska dansflokknum og 9 nemendur úr
Listdansskóla Þjóðleikhússins í Breiðholtsskóla og sýndu nemendum
ýmis dæmi listdans. Þetta var fyrsta sýningin af þessu tagi en strax í
næstu viku kemur rööin að Fellaskóla, Ölduselsskóla og Seljaskóla.
Hér er á ferðinni kynning á listdansi fyrir grunnskóla sem þær Auður
Bjarnadóttir listdansstjóri Þjóðleikhússins og Ingibjörg Björnsdóttir
skólastjóri Listdansskólans hafa æft og sett saman. Á dagskránni er
lýsing á þjálfun dansara og sýnishorn af barnadönsum, karakterdansi,
nútímadansi og sígildum ballett. Mynd Jim Smart.
Sagnfrœði
200 ára söguviðbót?
Sagnfrœðingafélagið með opinnfund um kenningar dr. Margrétar
Hermanns-A uðardóttur
arf að bæta 200 árum framan
við þá íslandssögu sem við
þekkjum? í dag kl. 14:00 hefst í
stofu 101 í Lögbergi á Háskólalóð
opin ráðstefna Sagnfræðingafé-
lags íslands til að bregða ljósi á
þær niðurstöður dr. Margrétar
Hermanns- Auðardóttur, forn-
leifafræðings, að fyrsta byggð á
Islandi nái allt aftur á 7. öld. Þetta
kemur fram í doktorsritgerð
Margrétar sem hún varði í Sví-
þjóð á liðnu hausti. Stórir hlutar
Islands hafa skv.því verið byggð-
ir strax á 7.öld.
Þessar niðurstöður hafa þegar
vakið mikið umtal og deilur,
enda um mikil tíðindi að ræða, ef
sönn reynast, eins og dr. Gunnar
Karlsson prófesor, formaður
Sagnfræðingafélagsins segir.
„Það er talsvert um endurmat í
ýmsum fræðigreinum núna að
ræða, einkum raunvísindum",
segir dr.Gunnar, „en sagnfræðin
er þar kannski dálítið seinni til.
Það er náttúrlega dapurlegt fyrir
okkur ef þeir gömlu hafa alltaf
haft rétt fyrir sér. Menn eru
hættir að reyna eingöngu að
fullkomna sannleikann, enda oft
ómögulegt, og í staðinn er þess
freistað að sjá málin frá afstæðu
sjónarmiði. Fornleifafræðin hér-
lendis hefur hingað til einkum
verið notuð til að þjóna undir
sagnfræðina. Margrét Her-
manns-Auðardóttir er fyrsti ís-
lenski fornleifafræðingurinn sem
gengur gegn viðtekinni sögu-
skoðun.“
„Ég hélt fyrirlestur um dokt-
orsritgerðina í heild og uppgröft-
inn í Herjólfsdal í Vestmannaeyj-
um á aðalfundi Fornleifafélagsins
nú í vikunni," segir dr. Margrét,
„og ætlaði ekki að leggja sérstaka
áherslu á landnámslagið, en svo
snerust umræður samt allar um
það. Það er víða áhugi á þessu
efni, t.d. hef ég verið beðin að
rita inngang að umræðu í erlendu
fagtímariti í framhaldi af þessum
rannsóknaniðurstöðum mínum.
„Það má segja að mín aðferð sé
í samræmi við vinnubrögð sem
tíðkast í norrænni fornleifafræði.
Það besta í henni er ekki staðnað
heldur í stöðugri þróun. Varð-
andi niðurstöðurnar um byggð
hér á 7.öld má geta þess að rann-
sóknir í Færeyjum hafa leitt í ljós
að þar hefur verið byggð fyrir hið
hefðbundna landnámsártal Fær-
eyinga, 825. Sjá má merki um
norræna byggð fyrir víkingatí-
mann á Orkneyjum og Hjalt-
landi.“
Dr.Margrét Hermanns-
Auðardóttir reifar kenningar
sínar á ráðstefnunni, Margrét
Hallsdóttir jarðfræðingur ræðir
um aldur landnámslagsins,
Sveinbjörn Rafnsson prófessor í
sagnfræði fjallar um tímasetning-
ar landnáms frá sjónarmiði sagn-
fræði og fornleifafræði og Árný
E. Sveinbjörnsdóttir sérfræðing-
ur á Raunvísindastofnun ræðir
um ummerki eldgosa í ískjörnum
frá Grænlandi. Síðan verða
frjálsar umræður og fyrirspurnir.
Ráðstefnan hefst kl. 14:00 í Lög-
bergi á Háskólalóð.
ÓHT
Laugardagur 25. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
HELGARRÚNTURINN
ÚFF, það er svo mikið um að vera um þessa helgi að maður verður
þreyttur við tilhugsunina eina saman. Það erusex myndlistarsýningar
opnaðar, Birna Kristjánsdóttir í Ásmundarsal, Svava Björnsdóttir
með pappírsskúlptúra í Norræna, Björg Þorsteinsdóttir vestur í
Slunkaríki með olíukrít, Hringur í Listasafni ASÍ með málverkin sín,
Ingunn Eydal með grafík í Vogaseli 9 og á Mokka iðkar Kristján
Hreinsson trúðslæti með vatnslitum...
EÐA ÞÁ TÓNLISTIN, maður lifandi. Sinfónían spilar verk eftir Atla
Heimi, HjálmarH. RagnarsogfleiriíBorgarleikhúsinuídagkl. 14,
Lúðrasveit verkalýðsins, þessi eina og sanna, blæs af kappi í Lang-
holtskirkju kl. 17 og á sama tíma verða tvær ungar stúlkur að leika á
selló og píanó í Norræna á vegum Styrktarfélags Tónskóla Sigursveins.
Um kvöldið er gott framboð á gömlum brýnum í Ármúlanum: Bad
Manners í Hollywood og Raggi Bjarna á Hótel fslandi. Og þó manni
finnist heldur seint að halda sveitaböll ætlar Síðan skein sól að halda
eitt slíkt að Hlöðum á Hvalfj arðarströnd í kvöld. Á morgun, sunnu-
dag, er svo ekki úr vegi að lauga þreytt höfuðið á Ijóðatónleikum í
Selfosskirkjukl. 16en þá syngur DúfaS. Einarsdóttir messósópran við
undirleik Guðbjargar Sigurjónsdóttur. Annað kvöld kemur svo fátt
annað til greina en að hlýða á Tómas R. og félaga í Heita pottinum í
Duus-húsi...
OG LEIKLISTIN, jahérna. Einmana karlmenn drepnir af góð-
mennsku á vegum Leikfélags Kópavogs á sunnudagskvöldið, Gorkí er
enn á kreiki hjá Frú Emilíu báða dagana kl. 14, Bernharða Alba er að
syngja sitt síðasta fyrir norðan í kvöld, Ljósvíkingurinn á báðum
sviðum Borgarleikhúss í kvöld og annað kvöld en upp í Gerðuberg er
hægt að fara með börnin að sjá Regnbogastrákinn kl. 17 í dag...
JÓLABÓKAFLÓÐIÐ er greinilega að hefjast og farið að lesa úr
bókum á öðru hvoru götuhorni. Suður í Firði verður lesið úr bókum
sem tengjast hafinu, að sjálfsögðu í Sjóminjasafninu, kl. 15 á sunnu-
dag, og í Borgarleikhúsinu svífur andi Jónasar Hallgrímssonar yfir
vötnum á ljóða- og tónlistardagskrá sem verður flutt í dag og á morgun
kl. 15.30...
HIÐ ANDLEGA FÓÐRIÐ er ekki naumt skorið heldur. Það eru fund-
ir, ráðstefnur og fyrirlestrar bókstaflega út um allt. íslenska málfræði-
félagið í Odda allan laugardaginn, Sagnfræðingafélag íslands deilir um
það hvenær fyrstu menn skriðu upp á skerið á háskólalóðinni í dag kl.
14, á Hótel Borg er lag hjá Kvenréttindafélaginu sem ræðir um konur í
sveitarstjórnum kl. 13.30, Nordvision heldur upp á þrítugsafmæli sittí
Norræna kl. 15 báða dagana með dagskrá, Páll Skúlason prófessor
spjallar um heilbrigt mat á gæðum lífsins og hlutverk foreldra í Fóstur-
skólanum við Laugalækídagkl. 14enámorgun,sunnudag,kl. 14.30
fjallar kollega Páls, Atli Harðarson um frelsi viljans í Lögbergi. Kl. 15
á morgun verður fundur í félaginu Ísland-Palestína í Lækj arbrekku þar
sem Slaman Tamimi verður framsögumaður...
LÍKAMINN er heldur ekki forsómaður því það er handbolti, körfu-
bolti, blak, sund, júdó, badminton og frjálsar, svo eitthvað sé nefnt.
Því segi ég enn og aftur: úff...