Þjóðviljinn - 25.11.1989, Síða 15
í VIKULOK
í DAG
i gær voru ágæt veðurskilyrði til drullukökugerðar og þessir krakkar á Kópasteini nýttu sér það.
Mynd -Kristinn.
Kópavogur
Kópasteinn 25 ára
Metnaður ogfagmennska hefur lengi verið aðalsmerki barnaheimila í
Kópavogi, segir Jóhanna Thorsteinsson forstöðukona á Kópasteini
25 ár eru liðin frá því að barna-
heimilið Kópasteinn við Hábraut í
Kópavogi var opnað en það var
jafnframt fyrsta barnaheimilið í
Kópavogi. Börn og starfsfólk leik-
skólans halda upp á 25 ára af-
mælið í dag með afmælisfagnaði
sem haldinn verður í samkomu-
sal Kársnesskóla í Kópavogi
klukkan 15. í tilefni afmælisins
verður Kópasteinn opinn öllum
sem hafa áhuga á að kynna sér
starfsemina vikuna 27.nóvember
til l.desember.
Á Kópasteini eru starfandi
þrjár deildir sem bjóða upp á
heildagsvistun og ein deild þar
sem boðið er upp á hálfs dags
vistun en alls eru 76 börn á Kópa-
steini á aldrinum eins til sex ára.
- Það hefur löngum farið gott
orð af þeirri þjónustu sem Kópa-
vogsbær veitir börnum og það má
segja að metnaður og fag-
mennska hafi lengi verið aðals-
merki barnaheimila í bænum.
Hér er einn af fáum stöðum sem
maður getur verið stoltur af því
að vera fóstra, sagði Jóhanna
Thorsteinsson forstöðumaður
Kópasteins.
Kópasteinn var fyrsta barna-
heimilið sem byggt var í Kópa-
vogi. 25 árum síðar hefur tvívegis
verið byggt við húsnæðið en
sandkassinn hefur verið á sínum
stað frá upphafi og nýtur alltaf
sömu vinsælda. Mynd -Kristinn.
Bygging Kópasteins hófst árið
1960 en á fundi leikvallanefndar
Kópavogs 5. maí það ár var enda-
nlega gengið frá lóðakaupum
fyrir dagheimilið og ákveðið að
hefja byrjunarframkvæmdir.
- Þetta var áreiðanlega nokkuð
umfangsmikið verkefni fyrir lítið
bæjarfélag á þessum tíma en engu
að síður var ákveðið að standa að
byggingunni með myndarskap,
sagði Jóhanna. í upphafi starfse-
minnar var ákveðið að taka
geymslur til bráðabirgða undir 14
barna deild. Litla deildin er hins
vegar ennþá í notkun og þrátt
fyrir nokkur þrengsli hefur þótt
gott að vinna þar og ekki stendur
til að breyta því fyrirkomulagi.
Fyrsta forstöðukona Kópa-
steins var frú Hólmfríður Jóns-
dóttir sem síðar var formaður
Fóstrufélags íslands. Á fundi
leikvallanefndar 2. september
1964 var fyrsta gjaldskrá dag-
heimilisins samþykkt. í>á kostaði
heilsdagsvistun 1000 krónur en
600 krónur fyrir hálfan daginn,
eftir hádegi.
•Þ
Dansað í kringum gullkálfinn
Kaupgj aldogverðlager með þeim hætti hér á
landi að ekki er mikil ástæða til að ætla að margir
hafi efni á að dansa í kringum gullkálfinn að þessu
sinni. Engu að síður er verslunarauðvaldið þegar
farið að setja sig í sóknarstellingar og byrjað að
blása í auglýsingaherlúðra sína til að gylla fyrir
landsmönnum öll þau herlegheit sem þeim stendur
nú til boða á bak við verslunargluggana ef þeir ætla
sér á annað borð að verða menn með mönnum um
þessi jól eins og endranær.
Eins og kunnugt er hefur verslunin sem og aðrar
atvinnugreinar fundið fyrir þeim samdrætti sem ein-
kennt hefur allt efnahagslíf landsmanna eftir fjár-
festingarfylleríið í góðærinu margumtalaða. Sér-
staklega hefur þessa samdráttar í verslun og þjón-
ustu orðið vart á höfuðborgarsvæðinu með til-
heyrandi afleiðingum ss. gjaldþrotum, atvinnuleysi
og sameiningu fyrirtækja. Hálmstrá þeirra sem enn
tóra í bransanum af þrjósku fremur en mætti er að
kaupgleði almennings bjargi þeim nú sem oft áður.
Að þessu sinni er sú von frekar í ætt við óskhyggju
en að einhver fótur sé fyrir henni.
Eitt af þeim örþrifaráðum sem verslunareigendur
grípa til á tímum sem þessum er að færa greiðslu-
kortatímabilið fram um viku eða svo í desemberm-
ánuði sem þýðir að viðkomandi korthafi sem nýtur
sér þessa greiðasemi þarf ekki að standa skil á
greiðslu fyrr en 1. febrúar á næsta ári. Með þessu
telja búðareigendur sig koma til móts við blankan
almenning en j afnframt að það verði til þess að auka
veltuna hjá þeim sem er að sjálfsögðu aðalatriðið.
Að hinu leytinu er þessi leikur kaupmanna sýnd
veiði en ekki gefin. Hjá þeim sem og öðrum sem
standa í fyrirtækjarekstri er helsta vandamálið
skortur á lausafé. Sá vandi verður ekki leystur með
því að binda svo og svo mikið af veltunni í greiðsluk-
ortanótum og því er viðbúið að margur neyðist til að
selja þessar nótur með afföllum á gráa markaðnum
og fái því minna fyrir allt umstangið en upphaflega
var gert ráð fyrir.
Það hversu verslanir eru snemma á ferðinni í ár
með sinn jólaundirbúning minnir á íþróttamanninn
sem farinn var að missa kraft sinn og snerpu og þarf
því æ lengri undirbúning undir sérhverja keppni.
Þegar svo á hólminn er komið er lítið eftir af þrekinu
sem fór svo til allt í undirbúninginn og engin inni-
stæða fyrir endasprettinum. Það á því ekki að koma
neinum á óvart að strax á fyrsta ársfjórðungi á næsta
ári munu bætast fjölmargar verslanir í hóp þeirra
sem fyrir eru sem auglýsa pláss sitt til leigu eða sölu
þar sem þær hafa orðið undir í samkeppninni um
hylli buddunnar.
En bjartsýnin í þessum bransa ríður ekki við ein-
teyming. Eftir því var tekið strax á haustmánuðum
að samdrátturinn sem hafði orðið hjá auglýsinga-
stofum fyrr á árinu hafði verið stöðvaður. Þá strax
var byrjað að skipuleggja og hanna þær umbúðir
sem taldar eru nauðsynlegar til að ginna almenning
inní þau fjölmörgu musteri sem reist hafa verið
Mammon til dýrðar í borg Davíðs sem og víða ann-
ars staðar um land allt.
-grh
þlÓÐVILIINN
FYRIR 50 ÁRUM
Annaðhvort frelsi alþýðunnar
eða einræðisvald braskara og
bitlingalýðs. Valdaklíkan sinnir
ekki sjálfsögðum kaupkröfum
alls verkalýðs, en undirbýr hern-
aðarlegt einræði sitt með ótak-
mörkuðum fjáraustri og vald-
beitingu til handa ríkislögreglu.
Öll verkalýðssamtök verða ein-
huga að rísa gegn einræðis-
áformum.
25. nóvember
Laugardagur. 329. dagur ársins,
Katrínarmessa. 6. vika vetrar
byrjar. Sólarupprás í Reykjavík
kl. 10.28 - sólarlag kl. 16.01.
Viðburðir
Þjóðhátíðardagur
Suriname.
DAGBÓK
APÓTEK
Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj-
abúöavlkuna
17.-23. nóv. er í Laugavegs Apóteki og
HoltsApóteki.
Fyrrnef nda apótekiö er opið um helgar
og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til
10 frídaga). Síöarnef nda apótekiö er
, opiö á kvöldin f 8-22 virka daga og á
laugardögum 9-22 samhliöa hinu fyrr-
nefnda.
LÖGGAN
Reykjavík sími 1 11 66
Kópavogur...........sími 4 12 00
Seltj.nes...........sími f 84 55
Hafnarfj............sími 5 11 66
Garðabær............sími 5 11 66
Slökkvilið og sjúkrabílar:
Reykjavik...........sími 1 11 00
Kópavogur...........sími 1 11 00
Seltj.nes...........sími 1 11 00
Hafnarfj............simi 5 11 00
Garðabær............sími 5 11 00
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel-
tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu-
verndarstöö Reykjavíkur alla virka daga
frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi-
dögum allan sólarhringinn. Vitj-
anabeiðnir, símaráöleggingar og tima-
pantanir í síma 21230. Upplýsingar um
lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sím-
svara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 6-
17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis-
lækni eöa ná ekki til hans. Landspít-
alinn: Göngudeildin er oþin 20-21.
Slysadeild Borgarspítalans: opin allan
sólahringinn sími 696600.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan
sími 53722. Næturvakt lækna sími
51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöts.
656066, upplýsingar um vaktlækna s.
51100.
Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið-
stööinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s.
22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445.
Farsími vaktlæknis 985-23221.
Keflavik: Dagvakt. Upplýsingars. 3360.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s.
1966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartímar: Landspitalinn: alla
daga 15-16,19-20. Bórgarspftalinn:
virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18,
og eftir samkomulagi. Fæðingardeild
Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30-
20.30. Öldrunarlækningadeild Land-
spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20
og eftir samkomulagi. Grensásdeild
Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar
14-19.30. Heilsuverndarstöðin við
Barónsstíg opin alla daga 15-16 og
18.30-19.30. Landakotsspítali: alla
daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild:
heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17
daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfiröi:
alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps-
spitalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19.
Vestmannaeyjum: alla virka daga 15-
16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness:
alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra-
húslð Húsavík: alla daga 15-16 og
19.30-20.
ÝMISLEGT
Hjálparstöð RKÍ. Neyöarathvarf fyrir ung-
linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið
allan sólarhringinn.
Sálfræðistöðin. Ráögjöf i sálfræöilegum
efnum. Sími 687075.
MS-félagiðÁlaridi 13. Opið virkadagafrá
kl. 8-17. Siminner 688620. *
Kvennaraðgjótin Hlaðvarpanum vestur-
götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22,
fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22,
sími21500, simsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra sem oröiö hafa
fyrirsifjasþellum, s. 21500, símsvari.
Upplýsingar um eyðni. Simi 622280,
beint samband viö lækni/hjúkrunarf ræöing
á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím-
svari.
Samtök um kvennaathvarf, simi 21205.
Húsaskjól og aöstoð fyrir konur sem beittar
hafa veriö ofbeldi eöa orðið fyrir nauögun.
Samtökin '78. Svarað er i upplýsinga- og
ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á
mánudags-ogfimmtudagskvöldum kl. 21-
23. Simsvari á öörum timum. Síminn er
91-28539.
Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: s.
27311. Raf magnsveita bilanavakt s.
686230.
Vinnuhópur um sifjaspellamál. Simi
21260allavirkadagakl. 1-5.
Lögf ræðiaðstoð Orators, félags laga-
nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30
og 22.00 áfimmtudagskvöldum.
„Opið hús" krabbameinssjúklinga
Skógarhlíö 8 er „Opiö hús" fyrir alla krabb-
ameinssjúklinga og aöstandendur þeirra á
fimmtudögum kl. 17.00-19.00.
Samtök áhugafólks um alnæmisvand-
ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka
og aðstandendur þeirra. Hringið í síma91 -
22400 alla virka daga.
GENGIÐ
24. nóv. 1989
kl. 9.15.
Sala
Bandarikjadollar.............. 62.83000
Sterlingspund................. 98.10900
Kanadadollar.................. 53.83900
Dönsk króna.................... 8.95650
Norskkróna..................... 9.16290
Sænskkróna..................... 9.80800
Finnsktmark................... 14.90630
Franskurfranki................ 10.20800
Beigískur franki............ 1.65690
Svissneskur franki............ 38.97640
Hollensktgyllini.............. 30.84360
Vesturþýskt mark.............. 34.79830
Itölsklíra..................... 0.04721
Austurrískur sch............... 4.93850
Portúg. Escudo.............. 0.40130
Spánskur peseti................ 0.54370
Japansktyen.................... 0.43700
(rsktpund..................... 91.64100
KROSSGÁTA
Lárétt: 1 ragn 4 borð6
guði7skjót9lok12
trufla14henda15hár
16lykt19glyrna20
seðla21 úrgangsefniö
Lóðrétt: 2 umdæmi 3
hreina 4 lagardýr 5 ó-
sínki7lakastan8fá-
tækling 10kaupiö 11
gjöld 13 eins 17 tindi 18
angur
Lausnásfðustu
krossgátu
Lárétt: 1 gröf 4 sótt 6
ætt7skúr9lsak12
raman 14 arg 15 aaða
16 alger 19 dóni 20 gild
21 gnægð
Lóðrétt: 2 rík 3 færa 4
stía 5 stía 7 skadda 10
snæriðH kladdi 13
mág17lin18egg
Laugardagur 25. nóvember 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15