Þjóðviljinn - 30.11.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.11.1989, Blaðsíða 3
FRETTIR Símamenn Hneisa, skömm og svívirðing Ragnhildur Guðmundsdóttir: Óþolandi launamisrétti „Við erum orðin hundleið á því að vera alltaf í neðsta sæti í þróun launa og það er hneisa, skömm og svívirðing hvernig ríkið misinun- ar fólki í launum eflir þvi í hvaða stéttarfélagi það er, þótt það vinni sömu vinnu hlið við hlið hjá sama fyrirtækinu," sagði Ragn- hildur Guðmundsdóttir formað- ur Félags íslcnskra símamanna. Kjarasamningar vel flestra að- ildarfélaga innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja við rík- ið verða lausir nú um mánaða- mótin og hefur til þessa aðeins einn könnunarfundur farið fram milli samninganefndar ríkisins og forystu BSRB sem send var út af örkinni samkvæmt ósk félaganna til að grennslast fyrir um hvað liði undirbúningi ríkisins að gerð nýs samnings. Ragnhildir sagði að símamenn væru búnir að skila inn sinni kröfugerð og væru vel undirbúnir fyrir næstu samningalotu sem og önnur átök ef á þyrfti að halda. Jafnframt er félagið með sterka launaviðmiðun við önnur stétt- arfélög ss. Rafiðnaðarsamband íslands þar sem símamenn eru og þar kemur fram að launamunur er allt að 10%-15% og sums stað- ar meiri. Svipaður munur er á launum talsímavarða sem vinna hjá Pósti og síma og þeirra sem vinna hjá Alþingi. Það ákvarðast j af því að talsímaverðir þingsins j semja beint við yfirstjórn þess en [ hinir við samninganefnd ríkisins. „Okkar kröfugerð miðast við það fyrst og fremst að fá greidd sömu laun fyrir sömu vinnu og fá bættan og tryggðan kaupmátt. Þá finnst okkur tími til kominn að við fáum að njóta þess hve Póstur og sími stendur vel að vígi um þessar mundir," sagði Ragnhildur Guðmundsdóttir. -grh Borgarspítalinn Ný sjúkradeild vígð Ný og fullkomin vararafstöð gangsett í gær var vígð ný sjúkradeild á Borgarspítalanum á fjórðu hæð B-álmu þar sem gert er ráð fyrir 27 rúmum til öldrunarlækninga og bæklunaraðgerða. Kostnaður við standsetningu hinnar nýju deildar er um 57 milj- ónir króna samkvæmt núgildandi verðlagi sem greiddur er með framlögum úr ríkissjóði, bygg- ingarsjóði ríkisins og byggingar- sjóði aldraðra. Þá var í gær gangsett ný og fullkomin vararafstöð fyrir spíta- lann sem leysir af hólmi hina gömlu sem hafði oft brugðist þeg- ar á þurfti að halda. Með þessari nýju vararafstöð á spítalinn að1 geta starfað með fullum af- köstum ef rafmagn bregst, sem er mjög mikilvægt fyrir spítalann til að geta sinnt hlutverki sínu sem bráðaspítali og sem hluti af al- mannavarnakerfi landsins. Byggt var yfir nýju vararaf- stöðina sunnanvert við spítalann og er kostnaður við húsið fullgert og frágang á lóð um 8 miljónir króna en kostnaður við vararaf- stöðina er um 10 miljónir króna. Þá mun kostnaður við rafmagns- töflur og tengingar nema öðrum 10 miljónum króna. -grh Lóðaúthlutun Lyktar af spillingu - Það er hinn megnasti óþefur af þessu máli því svo virðist sem Júlíus Hafstein hafa notið góðs af öllum frávikum frá almennum reglum sem þekkist að veita f sambærilegum málum, sagið Sig- urjón Pétursson borgarstjórnar- fulltrúi Alþýðubandalagsins. Sigurjón benti á að við þessa lóðaúthlutun væri það í fyrsta lagi Höfrungarnir AgaKhan mótmaelir Aga Khan prins og fyrrum framkvæmdastjóri Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna hef- ur sent Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra bréf þar sem mótmælt er höfrungaveiðum Fánu. í lok bréfsins segir að nauðsyn sé á alþjóðlegu banni við höfru- ngaveiðum og þar sem íslending- ar veiði flesta höfrunga myndi frumkvæði þeirra í að banna slík- ar veiðar hafa úrslitaáhrif á að það yrði að veruleika. -Sáf að athuga að lóðin, sem er á besta stað í bænum, var ekki sérstak- lega auglýst. í öðru lagi eru gatnagerðargjöld ekki greidd fyrr en mörgum mánuðum eftir gjald-1 daga, þrátt fyrir skýlaus ákvæði um það að lóðaúthlutun falli nið- ur séu gjöldin ekki greidd innan eins mánaðar. í þriðja lagi eru verkffæðiteikningar hannaðar af starfsmanni byggingafulltrúa þótt það sé aðeins heimilt í und- antekningartilfellum. Þá er heim- ilað að hefja framkvæmdir áður en byggingarnefndarteikningar voru samþykktar, sem er unda- ntekning þótt það sé ekki dæma- laust. í fimmta lagi eru viðbóta- rgatnagerðargjöld og byggingar- leyfisgjöld ekki greidd fyrr en tveimur mánuðum eftir að bygg- ing hófst, þó skýrar reglur kveði á um að þau beri að greiða áður en framkvæmdir hefjast. Loks er það mikilvægt atriði í þessu máli að fyrirtækið sem fékk lóðinni út- hlutað hefur verið selt að stær- stum hluta og er því ekki lengur í eigu þess sem byggir á lóðinni. - Eg held að engum geti dulist að í þessu máli hefur borgarfull- trúinn notfært sér stöðu sína og almennir borgarar fá ekki fyrir- greiðslu af þessu tagi, sagði Sig- urjón. -iþ Frá sambandsstjómarfundinum á þriðjudag. Öm Friðriksson hefur framsögu um atvinnumál. Mynd: Kristinn byggist það kerfi á því að stofnað er áhættufyrirtæki til að bjóða út svokallaðan áhættupott. Þetta áhættufyrirtæki er gjarna að miklum hluta í eigu starfsmanna, en aðrir eigendur geta verið fyrir- tæki, bankar eða sjóðir. Áhættu- fyrirtækið sér síðan um útboð á áhættupotti sem ætlað er að verja fé sínu til hlutafjárkaupa í væn- legum fyrirtækjum. Aðilar að pottinum gætu einnig verið fyrir- tæki, bankar eða sjóðir og því vel hugsanlegt að lífeyrissjóðir beindu fjármagni sínu á þessar brautir. Þessi aðferð hefur hvar- vetna reynst mjög vel, enda lík- legt að áhættufyrirtæki gætu sér- hæft sig í að velja þau fyrirtæki sem líkleg eru til góðrar afkomu frá hinum sem verr eru rekin. Vandi atvinnu- lífsins Út frá máli Páls Kr. vaknar Sambandsstjómin gefur tóninn Nýafstaðinn sambands- stjórnarfundur ASÍ gefur tóninn um það sem vænta má í komandi samningamálum. Skýr afstaða fundarins um nauðsynlegar að- gerðir í kjara- og atvinnumálum gefa tilefni til róttækra aðgerða á næstunni, þótt auðvitað séu efa- semdir uppi um væntanlegan ár- angur slíkra aðgerða. Barátta verkalýðshreyfingarinnar verður vafalaust þyrnum stráð og getur reynst mjög erfitt að ná fram nauðsynlegri kaupmáttar- aukningu. Auk hennar taldi fundurinn mjög mikilvægt að tryggja betri rekstrarafkomu fyr- irtækja og heimila m.a. í formi lækkunar vaxta. „Það kom fram mjög eindregin afstaða fundar- manna um leiðir til samningavið- ræðna og því tel ég fundinn hafa verið árangursríkan," sagði Ás- mundur Stefánsson forseti ASÍ í gær. Þó voru skiptar skoðanir með- al fundarmanna um ágæti fundar- ins. Sumir töldu fundinn jafnvel mjög máttlausan og segja í raun ekkert um hver staða ASÍ sé gagnvart stjórnvöldum og at- vinnurekendum. Fundurinn sam- þykkti að fela forsetum ASÍ og formönnum landssambanda að hefja viðræður um niðurfærslu verðlags og nýja kjarasamninga. Að sögn Ásmundar Stefánssonar munu þær hefjast á morgun með fundi með atvinnurekendum en ekki hefur verið ákveðið frekar með hvaða hætti þær verða. Líklegt þykir að samið verði aðeins í fáeina mánuði í þeirri von að hægt verði að ná vísitölu- bundnum langtímasamningi á vori komanda. Grundvöllur slíks skammtímasamnings byggist á því hvort kaupmáttuf verður aukinn, t.d. með lækkun verðlags og vaxta. Verði kaupmáttur ekki aukinn hið fyrsta er útlit fyrir langa og stranga samningalotu. Fundurinn studdi einnig heilshugar tveggja þrepa virðis- aukaskattskerfi þarsem helstu nauðsynjar bæru 12-13% skatt. Einnig mælti fundurinn á móti hækkun vaxta hjá Byggingarsjóði ríkisins en taldi jafnframt eðlilegt að tekju- og eignatengja greiðslur eða lánstíma almennra lána sjóðsins. Eftir að Guðmund- ur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar gekk af fundinum vegna umræðna um vaxtamál hlýtur að teljast fullvíst að hann og hans menn fari sínar eigin leiðir í þessum viðræðum. Guð- mundur vildi ekkert tjá sig um þessi mál við Þjóðviljann þannig að áætlanir hans verða að bíða betri tíma. í umræðum um atvinnumál var mikið rætt um nauðsyn þess að tryggja næga atvinnu á næstunni. Örn Friðriksson varaforseti ASÍ taldi mikla hættu á auknu atvinnuleysi á næstunni, yrði ekkert að gert. í því skyni krafð- ist fundurinn öflugra aðgerða stjórnvalda til að tryggja hagræð- ingu og nýsköpun í atvinnulífi og stýringu fjármagns á réttar brautir. Einnig var talsvert rætt um samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs og virtust menn sam- mála um að frjáls innflutningur á matvælum myndi ganga af land- búnaðinum dauðum. I landbún- aðargeiranum bar mjólkina einn- ig talsvert á góma og töldu fund- armeðlimir engan vafa á að lækk- I BRENNIDEPLI Líklegtþykir að samið verði aðeins ífáeina mán- uði íþeirri von að hægt verði að ná vísitölubund- num langtímasamningi á vori komanda. Grund- völlurslíks skammtímasamnings byggist áþvíhvort kaupmáttur verður aukinn, t.d. meðlœkkun verðlags og vaxta. Verði kaupmáttur ekki aukinn hiðfyrsta er útlitfyrir langa og stranga samn- ingalotu un mjólkurverðs hefði orðið bændum til góða. í umræðunni um aðild lífeyris- sjóðanna að hlutafé fyrirtækja kom fram skýr afstaða fundar- manna um að fara ætti að öllu með gát á því sviði. Af augljósum ástæðum er afar varasamt að líf- eyrissjóðir eignist hlut í þeim fyrirtækjum sem heilu byggðar- lögin byggja afkomu sína á. Að auki er það ekki tahnn vænlegur kostur að sjóðirnir stígi fyrsta skrefið í hlutafjárkaupum fyrir- tækja heldur fylgi með öðrum að- ilum í áhættufjármagni og eignist aldrei stóran hlut í hverju fyrir- tæki. Hvað þetta varðar kynnti Páll Kr. Pálsson, frummælandi á fundinum um atvinnumál, líkan að meðhöndlun áhættufjármagns sem rutt hefur sér til rúms víðs vegar í heiminum. f stuttu máli óneitanlega sú spurning hvort slæm afkoma fyrirtækjanna sé þeim sjálfum að kenna fremur en erfiðum rekstrarskilyrðum. Hvorki fyrirtækin né verkalýðs- hreyfingin munu skrifa uppá slík- ar firlýsingar nema að mjög tak- mörkuðu leyti, enda um mikla einföldun að ræða. Það þarf því engan að undra þótt helsta álykt- un sambandsstjórnarfundarins væri um atvinnumál og leiðrétt- ingu rekstrarafkomu fyrirtækj- anna í landinu. „Á næstunni verður númer eitt að taka atvinnumálin rækilega fyrir, enda búið að margbenda á að til þess að fyrirtækin tóri þarf að tryggja betri rekstrargrund- völl þeirra," sagði Björn Grétar Sveinsson, Verkalýðsfélaginu Jökli á Höfn, að afloknum fund- inum. „Tap fyrirtækjanna vegna fjármagnskostnaðar hefði eins mátt nota til launahækkana og við getum sótt talsverða kaupmáttaraukningu með þeim hætti. Launin hafa í raun verið færð frá fyrirtækjunum yfir til fjármagnsfyrirtækja og því þarf að breyta. Þá hefur það komið í ljós að tillögur okkar frá því sl. vor fá góðar undirtektir nú. Nota á skanimtímasamninginn til að undirbúa gerð langtímasamn- ings," sagði Björn Grétar. Ásmundur Stefánsson sagði reyndar ekki ljóst með hvaða hætti komandi samningar yrðu. Hann sagði ekki rétt að ákveða fyrirfram forskrift að samninga- viðræðum án þess að hafa heyrt tillögur viðsemjenda. „Við verð- um að ræða alla möguleika á op- inn hátt áður en við getum ákveð- ið hvers konar samkomulag er vænlegast," sagði Ásmundur. Það er því ljóst að teningnum hefur verið kastað í samninga- viðræðunum, enda aðeins mán- uður eftir af samningstímanum. Forkólfar verkalýðshreyfingar- innar gera sér fulla grein fyrir þeim vanda sem fylgir komandi samningagerð. Líklegt er að hvorki atvinnurekendur né stjórnvöld hafi bolmagn til að teygja sig nógu langt til að bæta stöðu launafólks og atvinnulífsins svo vel fari. En svo notað sé þreytt og úrelt líkingamál er bolt- inn nú hjá verkalýðshreyfingunni og árangurinn veltur á því hvern- ig honum er leikið. Mun ASÍ ná að leika á markvissan hátt upp kantana eða mun leikurinn leysast upp í eitt allsherjar miðju- þóf? Altént er leikurinn hafinn en óvíst er hvenær flautað verður til leiksloka og hversu oft verður blásið til leikhlés. -þóm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.