Þjóðviljinn - 30.11.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.11.1989, Blaðsíða 5
MINNING Magnús G. Jónsson Magnús Guðjón Jónsson var fæddur 23. desember 1908 í Krýs- uvík. Hann lauk stúdentsprófi 1927 og var við nám erlendis til 1933, lengst við Sorbonnehá- skóla í París þar sem hann Iauk prófi licencé-és-lettres í frönsku og spænsku 1933. Heimkominn gerðist hann ritari á aöalræðis- mannsskrifstofu Frakka í Reykjavík og var þar allt til ársins 1941 er hann hóf kennslu í frönsku við Menntaskólann í Reykjavík og var þar yfirkennari frá 1958 uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Magnús var kennari í frönsku við Háskóla ís- lands, dósent frá 1963 og gegndi því starfi til 1979. Hann var um áratugaskeið í stjórn Alliance Francaise og forseti félagsins í 10 ár. Hann gaf út kennslubækur í frönsku og spænsku, skrifaði bók um Frakkland í bókaflokknum Lönd og lýðir. Hann þýddi að minnsta kosti þrjár kennslubæk- ur í skák. Svona er hin þurra lýsing á löngum ferli þessa merkilega manns sem við kveðjum í dag. Magnús G. Jónsson var mennta- maður í þess orðs bestu merk- ingu: Hafði trausta þekkingu á sögu og bókmenntum og fylgdist með af eldlegum áhuga og var skákunnandi í fremstu röð og framarlega í sveit íslenskra skák- manna um langt árabil. Eftirlif- andi kona Magnúsar er Jóna Kristín Magnúsdóttir. Þau áttu tvo syni, Magnús Sigurð og Jón Ingólf. Kona Magnúsar er Ág- ústa Sveinbjörnsdóttir en kona Jóns Ingólfs er Ellen Larsen. Þau Magnús og Jóna áttu fimm barna- börn. Minningargreinar eru yfirleitt mest um höfunda þeirra. Þessi verður engin undantekning. Það var haustið 1962. Undirrit- aður hafði verið í sfld sumarið áður með heldur mjóslegið vesk- ið og leigði þá hjá Ola og Hólm- fríði vestur í bæ í einu herbergi á ellefu hundruð krónur á mánuði. Sem þótti gott. Sumarhýran dugði skammt og því urðu það mikil gleðitíðindi þegar Ólafur Hannibalsson tók mig í vinnu við Alþýðusambandsþingið. Hvað er þetta mikil vinna, spurðu menn og vonuðust eftir því að vinnan væri allan sólarhringinn minnst svo aldrei yrði lát á yfirtíðinni. Svo varð. Þetta voru uppgrip, en sem betur fer ekki aðeins í pen- ingum heldur líka í reynslu og kynnum af verkalýðssamtökun- um. Samt varð þetta til þess að undirritaður var rekinn úr skóla. Um þetta urðu átök á kennara- fundi og með knöppum meiri- hluta var ákvörðun tekin. Um- frönskukennari F. 23. 12. 1908 - D. 18. 11. 1989 sjónarkennarinn minn Magnús Finnbogason cand. mag. til- kynnti mér þessi ótíðindi heldur dapur að heyra. En margir kenn- arar voru áreiðanlega fegnir að losna við þennan kjaftfora dreng vestan úr Dölum sem var eins og villigras ofan af heiði í annars vel hirtum skrautgarði latínu- skólans. Tilkynningu Magnúsar Finnbogasonar taldi ég-til marks um mannvonsku borgarastéttar- innar sem kom mér ekki á óvart. Skipti það engu þó að ég hefði verið að vinna mér fyrir brauði í bókstaflegri merkingu því menn höfðu þá lifað á heldur þröngum kosti um skeið. Rekinn. Sama dag hringdi annar Magnús í Hólmfríði og spurði á ný eftir þessum leigjanda hennar. í sím- anum var þá Magnús G. Jónsson frönskukennari. Þann mann hafði ég aldrei heyrt eða séð og vissi ekkert um hann. Hann segir mér að hann vilji bjóða mér til sín í fæði á kvöldin um veturinn ef ég vildi þiggja. Skortur á stolti við svona aðstæður hefur aldrei verið mín veikasta hlið. Ég taldi tilboð- ið til marks um vonda samvisku yfirstéttarinnar sem ætlaði nú að múta mér með mat. Það yrði aldrei að eílífu. Sagði því nei að bragði. Um kvöldið átti ég að lesa upp ljóð á ljóðakvöldi í Tjarnarg- ötu 20 og gerði það að sjáífsögðu. Það var ljóð eftir Þorstein frá Hamri. Rétt þegar því er lokið kemur til mín maður, Jón Böðv- arsson, einn af leiðtogum okkar ungra sósíalista. Hann biður mig tala við sig einslega. Það geri ég. Erindið var ekki heimsbyltingin eins og ég átti von á heldur matar- æði greinarhöfundar. Var Jón þarna kominn eins og útsendari Magnúsanna úr Menntaskólan- um í Reykjavík en kollegar þeirra höfðu þennan viðburðaríka sól- arhring byrjað dagsverkið á því að reka mig úr skólanum. Ég neitaði Jóni stöðugt, en hann kunni ráð sem hefur síðan dugað nokkuð vel á mig. Jón sagði að það væri betra „fyrir málstaðinn og hreyfinguna" að ég lyki menntaskólanum, en ég ætlaði að sjálfsögðu að yfirgefa þann stað eftir brottreksturinn. Þessi rök- semd Jóns dugði og reyndar hef ég oft fallið fyrir henni síðan. Og þar með fór ég í mat til Magnúsar og Jónu Kristínar (sem reyndist svo vera frænka mín úr Borgarfirðinum), og þarna var ég í tvö ár og kynntist þessu góða fólki, þeim hjónum og sonum þeirra. Og af hverju er þessi saga nú sögð? Af því að hún skipti miklu í mínu lífi og ég er þakklátur Magnúsi og Jónu. En líka vegna þess að þarna var Magnúsi rétt lýst: Hann var ekki einasta vand- aður fræðimaður og glöggur á skáklistir. Hann vareinnig mann- eskja með stórt hjarta. Og þeir voru reyndar fleiri úr menntaskólanum sem þannig var bjargað inn á heimili þeirra í Tjarnargötu 40. Einn þeirra var Össur Skarphéðinsson og þegar hefur hvesst á milli okkar félag- anna í flokknum höfum við báðir átt skjól í endurminningum um þetta heimili sem hirti okkur upp nokkuð nauðstadda á ungum aldri. Samúðarkveðjur til Jónu, sona hennar, tengdadætra og barna- barna. Svavar Gestsson Magnús G. Jónsson var sjaldgæflega fágaður maður, enda hámenntaður og hafði mikla reynslu af því að um- gangast tignar- og afburðafólk. En þessi framkoma bar ekki nokkurn keim af tækifæriskurt- eisi. Magnús var jafn heill og ein- lægur við börn og fullorðna, háa sem lága. Menning Suðurlanda setti á hann sterkt mark. Ekki háreystin og handapatið, heldur dýptin og menningin. Já, og góða skapið. Það var einlægt sól í Magnúsi og hátíð að hitta hann. Oft var Magnús G. Jónsson samt harla mikil ráðgáta. Við sem áttum því láni að fagna að þekkja hann bæði sem frönsku- kennara og heimilisvin vissum hka að samfylgdin yrði aldrei nógu löng til að kynnast honum fullkomlega. Hann hafði yfir- burði og kom sífellt á óvart. Leyndardómar fylgdu þessum skarphugula og yfirmáta hógværa skákmeistara, sem kryddaði and- rúmsloftið með ívitnun í heimspeking eða skondinni frétt sem hann hafði úr fjarlægum álf- um. Magnús var lfka óvenju forvit- inn um nýjungar. Hann hafði sótt menntun sína að mestu til Parísar á þriðja og fjórða áratugnum, sem var afar óvenjulegt um ís- lendinga á þeim tíma. Það lýsir honum vel, að á tímum stúdenta- „byltingarinnar" sem hófst þar í borg árið 1968, varð hann hvorki smeykur né hneykslaður, eins og margt af broddborgaraliði í kenn- araembættum. Þetta vildi Magn- ús skílja eftir föngum. Ég minnist stórskemmtilegra samræðna við hann í stofunni á Tjarnargötu um þessi efni. Ekki breytti það hon- um sjálfum hætishót. Samt sagði hann mér, að væri hann ungur í dag hefði það trúlega freistað sín ákaflega að kasta sér út í þessa tilraunastarfsemi 68-kynslóðar- innar. Magnús hafði nefnilega áður gerst frumkvöðull, steypt sér út i verkefni sem sumum óaði eflaust við og enginn íslendingur hafði reynt áður. Hann hélt til náms við Sorbónne-háskóla í Parísarborg og þaðan útskrifuðust þeir fyrstir íslendinga á síðari tímum, vinirn- ir sem voru þar samtíða: Magnús G. Jónsson, Símon Jóhannes Ág- ústsson, heimspekingur og pró- fessor, og Þórarinn Björnsson, síðar skólameistari á Akureyri. Naumast er hægt að gera sér í hugarlund hve reynsluheimur þeirra og viðmiðanir hljóta að hafa stungið í stúf við algengt, íslenskt fas og framkvæmdir þeirra tíma. Magnús G. Jónsson stundaði einnig nám í Madrid og Róm á þessum árum, tók háskóla- gráðuna licencé-és-lettres í frönsku og spænsku 1933 og varð löggiltur skjalaþýðandi og dómt- úlkur í frönsku, ítölsku og spön- sku. Hann starfaði um 7 ára skeið á frönsku ræðismannsskrifstof- unni í Reykjavík en kenndi frön- sku við Menntaskólann í Reykja- vík frá 1940 til 1973 og var þar yfirkennari frá 1958. Magnús. kenndi einnig frönsku við Há- skóla Islands frá 1939 og sem dós- ent 1963-1979. Magnús samdi útbreiddar kennslubækur í frönsku og spænsku, ritaði bók um Frakk- land og þýddi 3 kennslubækur í skák. Sjálfur varð hann skák- meistari Reykjavíkur 1944. Magnús var ritari félagsins Al- liance Francaise í rúm 30 ár og forseti þess 1965-75. Hann var sæmdur bæði Fálkaorðunni og ýmsum ágætum heiðursmerkjum franska ríkisins, m.a. Les Palmi- ers Academiques. Árið 1947 kvæntist Magnús sérstakri sómakonu, sem heitir Jóna Kristín Magnúsdóttir. Þau voru að mörgu leyti gagnólík og afsönnuðu þá kenningu, að far- sælt hjónaband byggist á því að makarnir séu „líkir". Til mín kom hann þessari lýsingu á henni í sumar: „Konan mín er ljóð af holdi og blóði". í nýliðnu afmæli Jónu sagði hann við konu mína að fyrra bragði: „Mesta gæfa mín í lífinu var að giftast henni Jónu." Umsagnirnar lýsa þeirri virðingu og væntumþykju sem einkenndi samband hjónanna. Jóna Kristín færði í búið sérþekkingu á heimil- ishaldi og hafði reyndar sjálf starfað sem kennari við Hús- mæðraskólann á Löngumýri, svo dæmi sé nefnt. Þau eignuðust tvo sonu, Magnús Sigurð, sálfræð- ing, sem nýkominn er til starfa hérlendis að loknum 6 ára starfs- ferli í Frakklandi, kvæntur Ág- ústu Sveinbjörnsdóttur, og Jón Ingólf, prófessor í stærðfræði við Háskóla íslands, sem kvæntur er Ellen Larsen. Barnabörnin eru 5 talsins. Ekki voru held ég meiri jafn- aðarsinnar en Magnús G. Jóns- son í kennarahópi í Menntaskólanum í Reykjavík meðan ég var viðloðandi það timburhús. Hann vildi ekki vita hverra manna nemendur voru til að geta forðast það að mismuna þeim eða veita misjafna athygli. Hann gerði m.a. þá tilraun að láta okkur sitja í hring og nefna okkur aldrei með nafni, heldur kalla okkur númerum kladdans. Ég var nr. 11. Þótt við þekktumst persónulega þá ávarpaði hann mig aldrei öðru vísi í kennslu- stund en „númer ellefu". Fyrir mína hönd og fjölskyld- unnar þakka ég ómetanlega sam- fylgd. Aðstandendum vottum við samúð okkar. Blessuð sé minning Magnúsar G. Jónssonar. Ólafur H. Torfason Ur ályktunum 9. landsfundar Alþýðubandalagsins Fæðingarorlof Fundurinn lýsir yfir eindregn- um stuðningi við þá vinnu sem þegar er hafin á vegum ríkis- stjórnarinnar um að jafna rétt kvenna til fæðingarorlofs óháð því hvort þær séu opinberir starfsmenn eða á hinum almenna vinnumarkaði. Jafnframt er það stefna Al- þýðubandalagsins að fæðingaror- lof skuli vera eitt ár og að réttur feðra til töku fæðingarorlofs verði tryggður betur en nú er. Æskulýðsmál Landsfundurinn fagnar fram- komnum hugmyndum um að færa stjórn æskulýðsmála frá Æskulýðsráði ríkisins til frjálsra samtaka æskulýðsfélaga í landinu, Æskulýðssambands ís- lands. Tryggja verður að ungt fólk búi við viðunandi íþróttaaðstöðu óháð búsetu. Smærri sveitarfélög sem ekki hafa ráð á mannvirkjum á sviði íþrótta og félagsmála, verða að fá sérstakan stuðning frá ríkinu þar að lútandi. Landsfundurinn vill vekja at- hygli á vaxandi fíkniefnavanda. Það er hlutverk ríkisvaldsins að styðja hópa og stofnanir sem hingað til hafa sinnt þessu vanda- máii með fyrirbyggjandi starfi og hjálp við þá sem eiga við fíkniefn- avandamál að stríða. Landsfund- urinn fagnar því að á næsta ári mun taka til starfa meðferðar- heimili fyrir unga fíkniefnan- eytendur. Ályktun um óldrunarmál Hlutfall aldraðra meðal þjóð- arinnar mun aukast mjög á næstu árum. Nauðsynlegt er því að gera sérstakt átak í húsnæðis- og hjúkrunarmálum gamals fólks. Jafnframt verði tryggt að þau fé- lagslegu úrræði séu fyrir hendi sem gera öldruðum sem það geta og vilja kleift að búa áfram á heimilum sínum. Samgöngumál 9. landsfundur Alþýðubanda- lagsins leggur áherslu á áð sam- göngumál eru ein helsta undir- staða byggðar í landinu. Öryggis- þátt samgöngukerfisins alls verð- ur að bæta. Fundurinn fagnar þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið um jarð- gangagerð og þeirri nýbreytni að stórverkefni, svo sem jarðgöng og stórbrýr, séu tekin saman í verkefnaflokk og gerð um þau sérstök áætlun. Lögð er áhersla á áframhald- andi styrkingu vegakerfisins með lagningu bundins slitlags á vegi milli allra þéttbýlisstaða landsins. Brýnt er að staðið verði við samþykkt vegaáætlunar og að jafnframt verði tryggt fjármagn til að fylgja henni eftir. Mótmælt er skerðingu markaðra tekju- stofna til vegagerðar. Fundurinn lýsir ánægju með þær breytingar sem gerðar eru á reglum um snjómokstur, sem miða að því að bæta vetrarsam- göngur milli helstu þéttbýlisstaða í landinu og fagnar því að gerð hefur verið áætlun um enn frekari rýmkun snjómokstursreglna. Nauðsynlegt er að Alþingi samþykki áætlun um uppbygg- ingu hafna og tryggi fjármagn til að fylgja áætluninni eftir. Skoða þarf vel þá hugmynd að marka sérstakan tekjustofn til að standa undir framkvæmdakostnaði ríkisins í höfnum. Bent er á að umbætur í öðrum samgöngumálum, bundið slitlag og jarðgangagerð, geta leitt til aukinnar samnýtingar hafna. Sama gildir um uppbyggingu og notkun flugvalla. Flugmálaá- ætlun þarf að fylgja eftir með nægjanlegu fjármagni. Bent er á að gerð varaflug- valla, sem tryggt geti fyllsta ör- yggi í millilandaflugi, er möguleg í fleiri en einum landshluta með minni tilkostnaði en áður var áætlað og er það verkefni engan veginn ofvaxið fjárhagslegri getu landsmanna sjálfra. Nauðsynlegt er að hraða smíði og endurnýjun ferjuflotans, sem eru aðal samgöngutæki ákveð- inna byggðarlaga í landinu. Flokkurinn leggur áherslu á að væntanleg endurnýjun verði not- uð til eflingar innlends skipa- smíðaiðnaðar. Fimmtudagur 30. nóvember 1989 þJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.