Þjóðviljinn - 02.12.1989, Síða 4

Þjóðviljinn - 02.12.1989, Síða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Gleði íslendinga Viö Vesturlandamenn leitum flestir gleöinnar, hamingj- unnar, og stofnum jafnvel samtök til aö tryggja fólki og fénaöi ánægjulegt og þægilegt líf. Búddha og fylgismenn hans telja þetta margir vonlaust verk, eöli lífsins sé þjáning. Meðan maöurinn leiti hamingju og ánægju í villuráfi byrgi hann sjálfum sér sýn til æðri verömæta og tilgangs. Þessi tvö viöhorf kristalla í rauninni tvenns konar afstööu okkar Vesturlandabúa líka. Annars vegar eru þeir sem reyna að tryggja velmegun sína og velsæld meö efnislegum gæöum og telja Fasteignamat ríkisins reikna ágætlega út hamingju manna. Hins vegartrúaaörir, aö listir, hugmynda- kerfi og menning séu hin raunverulegu verðmæti sem vert sé aö kynnast og efla. Þaö veitir (slendingum yfirleitt gleöi aö heyra og lesa gott íslenskt mál. Þeir hrífast af snjallyrðum, kveöskap og sagna- mennt ýmiss konar. Á sama hátt bregðast flestir ókvæöa viö, ef þeir heyra málinu misþyrmt. Aö þessu leyti var góöur jarövegur fyrir málræktarátak það sem menntamálaráðu- neytið hefur gengist fyrir. En hver er niðurstaðan? Of snemmt er aö fullyrða um þaö, hvort sú athygli sem beindist aö móðurmálinu í grunnskólunum, leiöir af sér sterkari og betri málvitund barnanna, opnar ef til vill rithöf- undum framtíöarinnar leiö. Óskandi aö svo væri. Þáttur Ríkisútvarpsins var áberandi og þar var sannarlega fariö inn á nýjar brautir. Sú spurning er þó býsna áleitin, hvort þessi þáttur mál- ræktarinnar hefur ekki verið full hógvær, þegar öllu er á botninn hvolft. Þurfum viö ekki hreinlega hernaðaráætlun í þessu efni? Meira en leiöbeiningar um nafnorða- og sagn- beygingar? Meira en réttarhöld yfir einstökum orðum og orðasamböndum? í skoðanakönnun í Færeyjum á þessu ári kom þaö í Ijós sem bæði hrelldi margan þjóöernissinnann þar og fjölda íslendinga, aö meiri hluti Færeyinga telur þaö ranga stefnu að smíöa færeysk orð í stað nýrra alþjóðaorða. Hingað til hafa Færeyingar með allgóðum árangri farið í smiðju íslend- inga til orðtöku. Nú vill unga kynslóðin hætta þessu streði. Færeyskir málvísindamenn telja þetta þó ekki mestu hættuna sem steðjar að færeyskri tungu. Slettur og ýmiss konar misfagurt oröahröngl drepa ekki málvitundina. Eitriö í þeim efnum felst í erlendri setningaskipan, orðaröð, tilvísun- um og byggingu málsgreina. íslendingar eru ekki nægilega á verði gagnvart þessari ólyfjan enskunnar, þýskunnar og frönskunnar. Þaö er ekki bara í hráum þýðingum viðvaninga sem nafnorðastíil, inn- skotssetningar og lýsingarorð tröllríða textanum. Furðu oft taka íslendingar nú upp á því að frumsemja laust mál sem ekkert er við að gera nema snara á ensku, þýsku eða frönsku til að gera það kunnuglegt. Unga kynslóðin á íslandi er alin upp við það að tvö tungu- mál séu notuð í þessu landi. Menn hafa verið að hnjóða í kaupmenn og veitingamenn fyrir nöfn eins og „Pizza hut“ og „Broadway". Á hótelum og víðar eru erlendar áletranir og leiðbeiningar jafn áberandi og íslenskar. En opinberir aðilar hafa nú tekið visst frumkvæði í þessum efnum. Við göturnar í Reykjavík eru nú skilti sem vísa á „City center" og fleira þarflegt. Versta daemið hefur þó lengi blasað við á þeim stað sem síst skyldi. íslensku foreldrarnir sem leiða börn sín inn í Bessastaðakirkju mega þoia þá smán að ungviðið byrji á því að reyna að stauta sig fram úr áletrun koparplötu sem blasir við sjónum þegar inn í anddyri kirkjunnar er komið. Enginn sem heimsækir þennan helgistað kemst hjá því að lesa þar nokkur orð um „Leif Ericsson, discoverer of Vinland". Meg- inmál plötunnar er allt á ensku, en smáletruð þýðing á frönsku og íslensku fylgir. Er til eitthvert stórvirkara vinnutæki en skilti á sjálfum Bessastöðum til að greypa það í barnshugann að enskan skipi heiðurssess með þjóðinni núna? Eða hafa einhverjir Búddhistar komið spjaldinu fyrir til að minna ættjarðarvini á að lífið sé í rauninni þjáning? Mikil yrði gleði sumra íslendinga ef skiltum og plötum af þessu tagi yrði þokað þangað sem minna ber á þeim. -ÓHT AUGNAYNDI Mynd Jim Smart. þJÓÐVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Framkvœmdastjóri:HallurPállJónsson. Ritstjórar. Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fróttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar(pr.),Guðmundur Rúnar Heiðarsson, HeimirMár Pétursson, HildurFinnsdóttir(pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurOmarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðsiustjórí: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Siðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nytt Helgarblað: 140kr. Áskriftarverð á mónuði: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.