Þjóðviljinn - 09.12.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.12.1989, Blaðsíða 2
Njótum jólanna án þess að styðja við bakið á kynþáttaaðskilnaðarstefnu suður-afrískra stjórnvalda, er áskorun sem S-Afríkusamtökin beina nú til íslensks almennings. Félagar úr samtökunum stóðu fyrir utan Hagkaup á Laugaveginum í gær til að vekja athygli á þessari áskorun og dreifa upplýsingum til almennings um vörur sem framleiddar eru í S-Afríku eða af auðhringjum sem styðja ógnarstjórnina þar í landi. Mynd Jim Smart ________FRÉTTIR___________ Skattkerfisbreytingar Deilt um útreikninga ASÍtelursamanburðfjármálaráðuneytisá skattbyrði vegna tekjuskatta ranga. Hagdeild Alþýðusambands ís- lands hefur sent frá sér „hug- leiðingar“ um breytingar á skatt- byrði vegna skattkerfisbreyting- anna um áramót. Þar kemur fram að ASÍ telur fullyrðingar ráðuneytisins um að skattbyrði ýmissa hópa muni minnka byggja á röngum forsendum. Þá hefur hagfræðingur BSRB gagnrýnt forsendur útreikninganna eink- um það að launaforsendur séu óraunhæfar. verulegri skattbyrði, þar sem skattaárinu sé skipt í tvö tímabil. „Bæði laun og verðlag hækka yfirleitt reglulega yfir árið og þessvegna breytist skattbyrði líka yfir árið. Til þess að koma til móts við þetta er persónuafslætti og bamabótum breytt tvisvar á ári, í janúar og júlí. Skattbyrðin hækkar hins vegar óhjákvæmi- lega á hverju tímabili, hún er létt- ust í upphafi tímabilanna og þyngst í lok þeirra,“ segir í plaggi ASL Alþingi Umhverfismálaráðheira úti Guðrún Helgadóttir: Allt reynt tilað frumvarp um umhverfismála- ráðuneytifái afgreiðslufyrir áramót. Stendurfast á starfsáœtlunþing- sins og að ekki verði fundað á milli jóla og nýárs vel á veg og stefnt væri að því að á Hótel Borg fyrir áramótin. Það ljúka einnig afgreiðslu frumvarps væri ljóst að hótelrekstur yrði um launaskatt, skattlagningu ekki í húsinu eftir áramótin og orkufyrirtækja, Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þings segir stefnt að því að Alþingi Ijúki afgreiðslu þeirra mála sem afgreiða þurfí fyrir jól, og þing verði ekki á milli jóla og nýárs. Því sé þó ekki að neita að mörg óafgreidd mái Hggi fyrir þiqginu. Forsetinn var ekki bjartsýn á að frumvarp tit iaga um umhverfismálaráðuneyti fengi afgreiðslu Alþingis fyrir jólaleyfi þingmanna, en auðvitað yrði það reynt. „Fyrst af öllu þarf að ljúka af- greiðslu fjárlaga,“ sagði Guðrún. Þá væru fjáraukalög þessa árs, lánsfjárlög 1989 og 1990, fmm- varp um breytingar á virðisauka- lögum óafgreidd ásamt frum- varpi um tekjuskatt og fylgifrum- varp með virðisaukaskattslög- unum um staðgreiðslu skatta. Mengunarskattur á bifreiðar væri óafgreiddur, skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði væri komin Iífeyrissjóð bænda og nokkur önnur mál. Að sögn Guðrúnar leggur ríkisstjórnin mikla áherslu á að frumvarp um umhverfismála- ráðuneyti fái afgréiðslu fýrir ára- mót en hún væri hræidd um að mikil umræða væri eftir í því máli í þinginu. Daglega hefðu verið fundir fulltrúa stjórnar og stjóm- arandstöðu með forsetum. Það færi svolítið eftir málaflokkum hvort hægt væri að tala um sam- komulag um afgreiðslu mála. Auðvitað næðist alltaf einhver samvinna en að sjálfsögðu væri ekki hægt að múlbinda stjórnar- andstöðuna, hún samþykkti eðli- lega ekki hvað sem væri. Þingforsetar munu leggja áherslu á að þingmenn geri upp hug sinn varðandi kaup Alþingis fyrirætlanir forseta rækjust ekki á hagsmuni Reykjavíkurborgar. Guðrún var mjög hörð á því í fyrra að starfsáætlun Alþingis væri haldið og sagðist Guðrún ætla að verða jafnhörð í þeim málum í ár, þannig að þingfundir yrðu ekki á milli jóla og nýárs. -hmp Fjármálaráðuneytið svaraði gagnrýni ASÍ í gær og segir hana byggða á misskilningi. Bendir ráðuneytið á að hækkunin sé mest hjá hinum tekjuhæstu en minnst hjá láglaunafólki og bam- afjölskyldum, þar sem í mörgum tilvikum sé um lækkun að ræða. Hvað gagnrýni BSRB um launaf- orsendur varðar þá segir ráðu- neytið að mismunandi launafors- endur breyti engu um áhrif skatt- kerfisbreytingarinnar sem slíkr- ar, því að þau áhrif snúist fyrst og fremst um samspil þriggja þátta, skattprósentunnar, persónuaf- sláttar og bamabóta, annað komi ekki inn í þann samanburð. ASÍ segir ötreiknmga ráðu- neytisins byggða á samanburði á skattbyrði í desember 1989 og janúar 1990 en sá samanburður gefi alls ekki rétta mynd af raun- Því telur ASÍ rétt að bera sam- an skattbyrðina í janúar 1990 við júlí 1989 en ekki við desember einsog fjármálaráðuneytið gerir. Ráðuneytið svarar því til að í fylgiskjölum með frumvarpinu sé samanburðurinn gerður með tvennum hætti. Annarsvegar með samanburði á skatt- greiðslum í desember 1989 og í janúar 1990 sem gefi ekki heildarmynd af kerfisbreyting- unni. Hins vegar sé einnig gerður samanburður sem sýnir meðal- breytingar á milli áranna 1989 og 1990. 1 því felst samanburður á skattbyrði næsta árs miðað við gildandi lög annars vegar og sam- kvæmt Irumvarpinu hins vegar því forsendur fjárlagafrumvarps miðuðust við það að skattbyrðin yrði óbreytt milli 1989 og Í990. -Sáf Borgarstjórn Sigur and- stöðunnar Samþykktað vísa tillögu um launa- leiðréttingu borgarstarfsmanna til samninganefndar Fulltrúi greinahöfunda ásamt ritnefnd: Elísabet Jökulsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Kjartan Árnason og Jóhann Hjálmarsson. Mynd - Kristinn Hvað er Ijóðið? oorgarstjórn hefur samþykkt að vísa tiUögu stjórnarandstöð- unnar, um leiðréttingu á launum borgarstarfsmanna, til samn- inganefndar borgarinnar. Eins og fram kom í frétt Þjóðviljans eru laun starfsmanna borgarinnar í hróplegu ósamræmi við laun starfsmanna annarra sveitarfé- laga, í fjölmörgum starfsgrein- um. - Auðvitað reynir maður að vera bjartsýnn á að leiðréttingar náist fram í næstu samningum, og ég gat ekki skilið annað á við- brögðum borgarstjóra, en hann hefði skilning og vilja til að stuðla að því að svo verði. Hins vegar hefur reyndin verið sú fram að þessu, að þrátt fyrir vilja til að bæta kjör okkar hafa önnur verk- efni ávallt haft forgang, sagði Guðmundur Vignir Óskarsson sem sæti á í samninganefnd brunavarða. Talsverðar umræður fóru fram í borgarstjóm varðandi þessa til- lögu stjómarandstöðunnar. Þar kom m.a. fram að þrátt fyrir mik- inn mun á launum borgarstarfs- manna og starfsmanna annarra sveitarfélaga hefðu launamunur í ákveðnum störfum heldur minnkað frá því sem var seinni part ársins 1987. - Ég vil þakka það ötulu starfi minnihlutans innan borgarstjórn- ar sem hefur margoft vakið máls á þessu misrétti og flutt tillögur um leiðréttingar. Eg er nokkuð sátt við afgreiðslu borgarstjórnar á tillögu okkar nú, þó umræðan hefði að ósekju mátt vera mál- efnalegri. Ég get ekki skilið af- greiðsluna á annan veg en svo, að taka eigi tillit til þessara atriða við næstu samningagerð, sagði Kristín Á. Ólafsdóttir, borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins. >Þ Ljóðaárbók 1989, önnur bókin í ritröðinni Ný skáldskaparmál er komin út hjá Almenna bókafé- laginu. Bókin er framhald af Ljóðaárbók 1988, þó með nokkru öðru sniði, því í þetta sinn hafa 12 skáld og fræðimenn verið fengin til að tjá sig um skáldskapinn. Ljóðaárbók 1988, varð á sínum tíma til þess að þrætur hófust á milli manna um hvað skáld- skapur væri og hvernig hann ætti að vera. Þótti ritnefnd bókarinn- ar, þeim Berglindi Gunnarsdótt- ur, Jóhanni Hjálmarssyni og Kjartani Árnasyni því kjörið að Sinfónían Sagan um Hnotubrjótinn Sinfóníuhljómsveit Islands heldur aðvetutónleika fyrir alla fjölskylduna í Háskólabíói á morgun kl. 14. A efnisskránni er Hnotubrjóturinn eftir Tjajkof- skíj, og tekur Kársneskórinn þátt í flutningi verksins ásamt Bene- dikt Arnasyni leikara, sem segir söguna, auk þess sem mynd- skreytingum Snorra Sveins Friðrikssonar listmálara verður varpað á sýningartjald á meðan á flutningi stendur. Sagan af Hnotubrjótnum er eftir E.T.A. Hoffmann. Tónlist- ina samdi Tjajkofskíj að beiðni forstjóra leikhúsa rússneska keisaradæmisins og var hann frumfluttur í Pétursborg árið 1892. Að sögn var Tjajkofskíj heldur tregur við að semja ballett við sögu Hoffmanns og hlaut verkið dræmar undirtektir við frumflutning en nú kveður við annan tón; verkið þykir á meistaralegan hátt draga fram veröld barnsins þar sem brúður verða menn. LG fá skáld og fræðimenn til að tjá sig um málið. Leitast fræðimenn- irnir við að varpa ljósi á hver sam- tímaljóðlist okkar er; hvaða breytingar hafa orðið á íslenskri ljóðlist undanfarin ár og hvað liggur til grundvallar þeim breytingum, en ljóðskáldin glíma við spurningu, sem seint verður svarað: Hvað er ljóðið? Meðal þeirra greinahöfunda, sem glíma við spurningarnar tvær eru Skafti Þ. Halldórsson, Soffi'a Auður Birgisdóttir, Anton Helgi Jónsson, Gunnar Harðarson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir og Bergþóra Ingólfsdóttir. Þykir rit- nefnd sem í bókinni mætist ljóð- list og fræðimennska á miðri leið og áhugaverður boltaleikur verði þar á milli tveggja greina sem í fljótu bragði virðast ólíkar. Þriðja Ljóðaárbókin verður síð- an líklega með sama sniði og sú fyrsta, en þar var safnað saman frumortum ljóðum höfunda, sem áður höfðu ekki birst á bók. LG 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.