Þjóðviljinn - 09.12.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.12.1989, Blaðsíða 12
■mSPURNINGINh Hvaða bók viltu í jóla- gjöf? Kristín Lára Ólafsdóttir, nemi Ég veit það ekki, hef ekki skoðað vel hvað er á boðstólum. Ég les frekar bækur frá bókasöfnum. Þuríður Eggertsdóttir, hárgreiðslunemi Það er ekki gott að segja þó mér finnist gaman að fá góðar bækur í jólagjöf. Ég mundi kannski vilja Söguna sem ekki mátti segja, en annars á ég eftir að athuga það betur. Gunnar Guðbrandsson, strætisvagnsstjóri Ég er nú ekki mikill bókamaður og hef lítið spáð í hvaða bækur eru gefnar út í ár. Það eru einna helst bækur í sambandi við lax- veiði sem ég hef áhuga á. Anna Gunnarsdóttir, á geðdeild ríkisspítala Eva Luna, eftir Isabelle Allende. Já, ég les talsvert af bókum og hef fylgst vel með hvað er gefið út í ár. Arngrímur Baldursson, sölumaður Ég hef ekki kynnt mór jólabóka- flóðið. Enda les ég ekki mikið af bókum og fæ þær yfirleitt ekki í jólagjöf. þiómnuiNN ____ Laugardagur 9. desember 1989 212. tölublað 54. árgangur. SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Tvær ungar sveitir rokkuðu í íslensku Óperunni á laugardag, Ný dönsk og Todmobile. Ný dönsk átti á brattan að sækja eins og aðrar hljómsveitir sem byrja tónleika, en tókst á skömmum tíma að vinna salinn á sitt band. Það má segja að Ný dönsk hafi skellt öllum bakdyrum rokksins því þeir piltar fluttu tónlist í 68-stílnum miklu betur en 68-kynslóðin íslenska gerði nokkurntíma sjálf. Og það er ánægjulegt að ungir tónlistarmenn skuli vera farnir að sækja stefnur og strauma aftur til þessa tíma því þar er af nógu að taka sem moða má úr eitthvað sem hljómar bæði ferskt og skemmtilegt. Það var t.d. gaman að heyra fyrsta almennilega Sgt. Peþper-lag íslenskrar hljómsveitar, þar sem sungið er um Harrison og Sankar. Todmobile brugðust ekki vonum margra þó erfitt hafi verið að koma fram á eftir Ný dönsk og ná að halda uppi þeirri stemmningu sem hún skapaði. Hins vegar er um að ræða svo ólíkar hljómsveitir að það kom ekki að sök. Eins og við var að búast fluttu Todmobile lög sín af öryggi og það var oft mikið að gera hjá meðlimum sem stukku á milli hljóðfæra í miðjum lögum. Andrea skipti um búning eftir innihaldi textanna, var ýmist í svörtum búningi dauðans eða stutt- um kjól með blúndum þegar hún söng um Stelþurokkið og svo framvegis. Todmobile er algerlega sér á báti í íslensku rokki í dag og það var virkilega skemmtilegt að verða vitni að vönduðum flutningi eins og þeirra. Mætingin í Óperunni var nokkuð góð miðað við að Bubbi Morthens var með tónleika á Islandi og sýnir að fólk er farið að þyrsta í eitthvað annað en hráleikann sem einkennir flestar íslenskar hljómsveitir í dag. Myndir: Kristinn. Tónleikar Rokklífið var með fjörugra móti í Reykjavík á fimmtudagskvöldið. Að minnsta kosti tvennir góðir tónleikar voru í boði, annars vegar Bubbi fýlorthens og Lamarnir á Hótel íslandi og hins vegar Ný dönsk og Todmobile í íslensku óperunni. Þjóðviljinn var á báðum þessum tónleikum og festi atburði á filmu. Bubbastuð á Hótel fslandi. Óhætt er að fullyrða að Bubbi Morthens hafi bætt enn einni rósinni í hnappagatið í gærkvöldi á útgáfutónleikum þar sem nýjasta afurð kappans „Nóttin langa“ var kynnt auk þess sem hljómsveit hans Lamarnir vöktu óskipta athygli fyrir frábæra spilamennsku og frum- leika. Að venju hófust tónleikarnir á nokkrum gömlum slögurum með Bubba einum á sviðinu svona til að koma á réttri stemmningu hjá gestun- um sem fjölmenntu á staðinn og síð- an tók Lamarnir við. Trúlega verður það lengi í minnum tónleikagesta sem mættu á íslandið. Nýja útsetn- ingin sem leikin var við lagið „Talað við Gluggann1' af plötunni „Kona" sem var í reggae - stíl og síðan rak hverja perluna á fætur annarri í hlustir áhorfenda sem kunnu vel að það semfyrirþávarleikið. Mynd: Kristinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.