Þjóðviljinn - 09.12.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.12.1989, Blaðsíða 5
Ahrif Islands Ólafur H. Torfason skrifar Orðið Reykjavík er nú að sögn bandaríska vikuritsins TIME orðið tákngervingur þess ástands í stjórnmálum að vera á barmi einhvers, allra helst afvopnunar, án þess að ráðfæra sig nægilega við bandamenn sína. Ákveðnir aðilar hugsa með hryllingi til þess, hve nærri Reagan var því að fallast á stórfelldan samdrátt í hervörnum á fundunum í Höfða. Eins og París merkir skemmt- analíf og menning, öðlast nafnið Reykjavík trúlega smám saman merkinguna fífldirfska eða glannaskapur. En hver er þá Eiffelturn Reykjavíkur, einkenn- istákn hennar? New York notar Empire State bygginguna eða Frelsisstyttuna, Pisa þekkist á skakka turninum, Moskva á Kremlarturnum osfrv. Turninn sem táknar Reykjavík Svo einkennilega vill til, að ákveðinn turn í Reykjavík hefur sprottið fram sem tákn borgar- innar á tugþúsundum tölvuskjáa um allan heim. Þar er á ferð afar vinsæll tölvuleikur, sem byggist á eltingaleik við dýrgripaþjófa vítt og breitt um veröldina. Þeir heimsækja helstu borgir og þar á meðal auðvitað Reyakjavík, og gefst þeim sem leikur sér meðal annars færi á að góma þrjótana á listasafni, að líkindum Kjarvals- stöðum. En myndin, sem sýnir að leikurinn hefur borist til Reykja- víkur, sýnir frægan söluturn, sem stóð lengstaf við rætur Hverfis- götu og Arnarhóls, var síðan fluttur á Árbæjarsafn, þaðan á Lækjartorg og hefur nú hafnað í Mæðragarðinum við upptök Fríkirkjuvegar. Áhrifa íslands gætir á ólíkleg- ustu stöðum. í Vestur-Þýska- landi eru eindregnustu aðdáend- ur íslenskra hesta, afleiðingin af hrossaútflutningi Gunnars Bjarnasonar til Austur- Þýskalands á sínum tíma. Þá vantaði dráttarvélar í Alþýðulýð- veldinu og þeir tóku upp hesta- verkfæri í landbúnaði um nokk- urra ára skeið. Upphaflega var það nefnilega ekki íslenski reiðhesturinn sem átti að gera frægan, heldur íslenski dráttar- klárinn, þolinn, sterkur og þurftalítill. Vestur-Þjóðverjar sem halda íslensk hross með miklum ágæt- um þar syðra spranga um í lopa- peysum og snæða íslensk matvæli til hátíðabrigða, þeir eiga í stof- um sínum íslensk lands- lagsmálverk, listmuni og bækur til jafns við skagfirskar bænda- fjölskyldur, sumir hverjir. ísland er tómstundagaman þeirra, líkt og sumir hérlendis herma eftir íbúum Miðjarðarhafslanda og kaupa sér leðurlit á húðina undir ljósaperum allan ársins hring. Þessi menningarinnrás íslands til Vestur-Þýskalands og raunar allra landa þar sem íslenski hest- urinn þrífst, er þó alls ekki eina dæmið um „menningar-heims- valdastefnu" okkar. Hljómsveit- in Sykurmolarnir ferðast borg úr borg, vestan hafs og austan og fyllir hugi útlendinga af íslensk- um tónum. Einar Már Jónsson lýsti því hér í blaðinu fyrir skemmstu að þeir spila líka plötur með Hauki Morthens í stærstu samkomusölum Evrópu. Nýlega gekk íslenska hljóm- sveitin HAM til liðs við Syk- urmolana í þessum menningarút- flutningi og voru Bretar heila- þvegnir á skömmum tíma. Þetta er allt vægast sagt nýstárlegt og boðar breytta tíð. Fyrir leiðtoga- fund var annan hvern poppara búið að dreyma það að fá ein- hvern tíma tækifæri til að spila á erlendri grund, en nú flengjast okkar piltar um héruð og þykir ekkert sjálfsagðara. Útvarpsstöð bandaríska sjó- hersins á Keflavíkurflugvelli hef- ur um langt skeið haft klukku- tíma langan þátt síðdegis á laugardögum, þar sem aðeins eru leikin íslensk dægurlög. Þetta mun vera afar vinsæll þáttur hjá hermönnum. Liggja þeir og fjöl- skyldulið þeirra kylliflatt fyrir þessari menningarinnrás. í danska blaðinu Politiken 6. des. sl. stingur Poul Schou, formaður félagsins Norræn æska, upp á því að Norðurlandaþjóð- irnar opni Norræn hús, eins og í Reykjavík og Þórshöfn, í öllum löndum Austur-Evrópu. Bersýnilegt er að íslendingar verða í fararbroddi þessara vík- ingaferða, því reynslan er mest hér af rekstri svona húsa. Meining Pouls er sú að við dælum af vísdómi okkar og menningu yfir Austur-Evrópu. Reykvíking- ar verða náttúrlega með sér- kennslu í glannaskap, eins og merking alþjóðaorðsins Reykja- vík ber með sér. Það hlaut að koma að því að heimurinn upp- götvaði okkur. ÞRÁNDUR SKRIFAR Umlad wnekki neitt Stjórnarandstaðan, þar sem Kvennalistinn kúrir undir vinstri væng Sjálfstæðisflokksins og Ingi Björn og Hreggviður undir þeim hægri, tók sig til á dögunum og flutti tillögu í þinginu um van- traust á ríkisstjórnina. Ekki verð- ur séð í hvaða tilgangi tillagan var fram borin því „ríkisstjórnin hélt velli í atkvæðagreiðslu um van- trauststillöguna, sem reyndar var vitað fyrirfram“ svo vitnað sé í leiðara Morgunblaðsins. Tillagan og umræðurnar var eins og uml um ekki neitt. í því efni hefur Sjálfstæðisflokkurinn að vísu talsverða þjálfun, en Kvennalist- inn hefur hingað til verið talinn hafa hvort tveggja: sjálfstæða skoðun og nokkuð af nýtilegum hugmyndum. I fyrradag mætti Þorsteinn Pálsson, oddviti stjórnarandstöð- unnar í sjónvarpssal á Stöð 2, að því er virtist til að staðfesta í sam- tali við Pál Magnússon og Ólaf Ragnar Grímsson að grunurinn um hugmyndaleysi Sjálfstæðis- flokksins eigi við rök að styðjast. Páll Magnússon spurði hvort ekki vantaði tillögur frá Sjálfstæðis- flokknum, sem stöðugt talaði um skattalækkanir og niðurskurð ríkisútgjalda, um það hvar ætti að skera niður. Þorsteinn Pálsson: „Nei, það vantar nú ekki. Fyrst vil ég nú minna á það og árétta það að þetta svar Ólafs Ragnars er auðvitað staðfesting á því að allt sem hann er að segja um tekj- ulækkun ríkissjóðs og skatta- lækkun er auðvitað fásinna ein. En varðandi okkar svar við þess- ari spurningu þá er það auðvitað mjög skýrt. Við búum í dag við minnkandi hagvöxt og tekju- stofnar ríkisins, þeir eru að minnka. Fjármálaráðherrann hefur nú verið að guma af því að vöruinnflutningurinn sé minni til landsins en hann hefur verið á undanförnum árum, og það er út af fyrir sig alveg rétt. Ástæðan fyrir því er sú að kaupmáttur launafólks hefur verið að minnka um 14% á þessu ári og það hefur ekki efni á að kaupa jafn mikið af vörum eins og áður. En ríkissjóður ætlar ekki bara að taka jafn mikið og áður, held- ur að taka rneira." Páll Magnússon: „En ykkar tillögur?" Þorsteinn Pálsson: „Já. Þess vegna segi ég það: Vandi ríkissjóðs í dag, hann felst í því að hér eru þjóðartekjur stöðugt að minnka. Það sem við þurfum í dag er hagvöxtur, hag- vöxtur sem skilar gildari tekju- stofnum og smám saman þá vinn- um við þetta tekjubil upp, vegna þess að það sem Ölafur Ragnar er að gera, svo ég skýri það á mjög einfaldan hátt.“ Þegar hér var komið fannst fréttastjóranum svörin nokkuð rýr í roðinu, ítrekaði spurningu sína að minnsta kosti í þrígang og fékk þessi svör: „Það þarf auðvitað að skera niður ríkisútgjöld, en megin- vandinn er þessi: Að hér er fylgt efnahagsstefnu, sem felur í sér minni framleiðslu og minni verð- mætasköpun, en ríkisvaldið held- ur alltaf áfram að taka sama til sín og áður eða meira, sem hefur lamandi áhrif á framleiðsluna og hún heldur áfram að dragast sam- an. Þess vegna segi ég: Minni skattar. Minni skattar munu auka framleiðsluna og gefa ríkissjóði þannig stærri tekju- stofn, Síðan verðum við.... Það þarf að skera niður á öllum sviðum í ríkisrekstrinum og það væri auðvitað allt of langt mál til þess að telja það upp hér. En... Að sjálfsögðu þá munum við auðvitað, eftir næstu kosningar, og við fáum umboð og traust til þess, þá munum við auðvitað sýna fram á það í okkar störfum að við munum ná ríkisútgjöldun- um niður. Það er auðvitað enginn hægðarleikur. Ég get ímyndað mér það á einu kjörtímabili, og við höfum verið að skoða það í vinnu okkar í milli, að þá væri hægt á kjörtímabili að ná þeim niður um 5% að raungildi og við skulum bara spyrja að leikslok- um og við skulum sýna ykkur þetta.“ Við svo skilmerkileg og greinargóð svör hefur undirritað- ur engu að bæta, nema því að Þorsteinn Pálsson komst loks að þeirri skarplegu niðurstöðu að eitthvað mætti höggva í niður- greiðslur og skera niður útgjöld til atvinnuveganna, sem fyrir- finnast ekki í fjárlagafrumvarp- inu samkvæmt upplýsingum nú- verandi fjármálaráðherra í sama sjónvarpsþætti. - Þrándur Þrjár nýjar frá Björk í HEIMSÓKN HJÁ HÖNNU KÖTTURINN BRANDA LITLA RAUÐA HÆNAN komu allar út í haust í fyrsta sinn. Þær eru í bókaflokknum: Skemmtilegu smábarnabæk- urnar, sem eru hinar vinsælustu fyrir lítil börn, sem fyrirfinnast á bókamarkaðinum, enda valdar og íslenskaðar af hinum færustu skólamönnum og prentaðar í mörgum litum. Nokkrar þeirra hafa komið út í áratugi og eru þó alltaf sem nýjar. Fást í öllum bókaverslunum og heita: 1. Bláa kannan 2. Græni hatturinn 3. Benni og Bára 4. Stubbur 5. Tralli 6. Stúfur 7. Láki 8. Bangsi litli 9. Svarta kisa 10. Kata 11. Skoppa 12. Leikföngin hans bangsa 13. Dísa litla 14. Dýrin og maturinn þeirra 15. Kalli segir frá 16. Geiturnar þrjár 17. Gettu hver ég er 18. Dýrin á bænum 19. Tommi er stór strákur 20. Kötturinn Branda 21. í heimsókn hjá Hönnu 22. Litla rauða hænan I HEIMSÚKN HJÁ HÖNNU KÖTTURINN BRANDA ,RAUÐA HÆI'iAN ~Y7, i Fallegar - Vandaðar - Ódýrar Aðrar bækur fyrir börn: Húsið mitt Mídas konungur Nýju fötin keisarans Tóta tætubuska Bókaútgáfan Björk Innilegar þakkir fy rir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför Oddgeirs Péturssonar Grýtubakka 28 Anna Árnadóttir Gígja Friðgeirsdóttir Örn Erlendsson Árni Hrafn Árnason Hlín P. Wium Orlygur Oddgeirsson Jóhanna Kr. Hauksdóttir Þorbjörg A. Oddgeirsdóttir Óttar Geirsson Auður Oddgeirsdóttir Árni V. Árnason PéturOddgeirsson Kristrún Tómasdóttir Sigurgeir Oddgeirsson barnabörn og barnabarnabarn Laugardagur 9. desember 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Hugheilar þakkir til allra er sýndu samúð, vináttu og virð- ingu við andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og bróður Magnúsar G. Jónssonar frönskukennara Tjarnargötu 40 Jóna Kristín Magnúsdóttir Magnús Sigurður Magnússon Ágústa Sveinbjörnsdóttir Jón Ingólfur Magnússon Ellen Larsen barnabörn Valgerður Jónsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.