Þjóðviljinn - 09.12.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.12.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Skattamir í vikunni lagði fjármálaráðherra fram lagafrumvarp um breytingu á tekju- og eignasköttum einstaklinga. Orsökin er fyrirsjáanlegt tekjutap ríkisins vegna þeirrar ákvörðunar að virðisaukaskattur verði hálfu prósentustigi lægri en sölu- skattur sem nú er innheimtur. Ríkið hyggst vega upp mis- muninn með því að hækka tekjuskattsprósentu úr 30,8% í 32,8. Margvíslegar ráðstafanir eru síðan fyrirhugaðar sam- kvæmt nýja skattafrumvarpinu, í þeim tilgangi að lækka skatta láglaunafólks og koma þannig á tekjujöfnun fyrir launþega. Barnabætur og persónuafsláttur hækka um 4%. Skattbyrðin þyngist hins vegar eftir því sem tekjur einstakl- inganna eru hærri. Eignaskattur lækkar einnig, einkum hjá tekjulágu fólki, og undanþága frá hærra eignaskattsþrepi verður tekjutengd. Þetta hærra þrep er þar að auki lækkað um helming, í 0,75%. Einstaklingar sem hafa yfir 140 þúsund krónur í mánaðarlaun lenda í hærra eignaskattsþrepinu. Nú er sem sagt þokað áleiðis á sama tíma tveim barátt- umálum vinstri manna. Þessi tvö mál eru tekjujöfnun með lægri skattbyrði lágtekjufólks og aukið hlutfall beinna skatta í heild sinni. Fjármálaráðherra hefur oft bent á, að verðlags- skattar eða neysluskattar eru mun hærri hérlendis en í nágrannalöndunum, gagnstætt því sem ætla mætti af um- ræðunni um skattpíningu á íslandi. Með því að hækka beina skatta samræmumst við betur skattkerfi sem tíðkast hjá vina- og viðskiptaþjóðum okkar. Ástæða er til að fagna þessum skrefum, þótt talsverður spölur sé eftir að þeirri jöfnun sem mörgum þykir brýn. Við íslendingar höfum of lengi verið hálfgerð fornaldarþjóð með nýlendusniði, þegar litið er til launamunar í hæstu og lægstu þrepum mannfélagsins. Það er lítil ástæða til að hreykja sér af menntun, menningu og velferð hér á landi, meðan við höfum setið langneðstir á botninum í samanburði milli Norðurlandaþjóða í þessum efnum. Ráðstafanir og fyrirheit ríkisstjórnarinnar gefa tilefni til vona um úrbætur. Alþýðusamband íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hafa vefengt útreikninga fjármálaráðuneytis á kjarajöfnun þeirri sem lofað er um áramótin. Þessi launþegasamtök fullyrða, að skattahækkanir verði meiri og víðfeðmari en skilja má á túlkun fjármálaráðherra og tekju- jöfnun minni en lofað er. Launþegasamtökin nota ekki sömu röksemdir. ASÍ telur rangt að hafa desembermánuð til viðmiðunar í samanburði á skattheimtu nú og eftir áramót, vegna þess að skattbyrði sé ævinlega hæst í desember. Ennfremur segir hagdeild ASÍ að fullkomlega sé raunhæft að láta lánskjaravísitölu ráða hækkunum persónuafsláttar og barnabóta, en fjár- málaráðuneytið hafði haldið hinu gagnstæða fram. BSRB telur hins vegar að allar forsendur fjármálaráðuneytisins séu rangar og hefur birt aðrar og hærri tölur um væntanlega skattbyrði félagsmanna sinna. Hér er ástæðulaust að reyna að skera úr um hvorir hafa1 rétt fyrir sér. Slíkt er ekki hægt, meðan menn miða við svo misjafnar forsendur og nú er raunin. Fjármálaráðneytið benti á það í tilkynningu í gær, að ruglandi væri að fjalla um tvö mál í einu, áhrif skattkerfisbreytingarinnar annars vegar og hins vegar hvort launaforsendur fjárlagafrumvarpsins fyrir 1990 eru óraunhæfar. Launaþróunin sjálf mun hafa áhrif á skattbyrðina. Skatt- kerfisbreytingin hefur aðrar verkanir. Um röksemdir BSRB segir orðrétt í tilkynningu ráðuneytisins: „Mismunandi launaforsendur breyta að sjálfsögðu engu um áhrif skatt- kerfisbreytingarinnar sem slíkrar, því að þau áhrif snúast fyrst og fremst um samspil þriggja þátta, skattprósentunnar, persónuafsláttar og barnabóta. Annað kemurekki inn í þann samanburð.“ Skattbyrði á næsta ári hefði að sjálfsögðu breyst í samræmi við launaþróun, og það hefði gerst þótt engar breytingar væru gerðar á skattakerfinu. Meginmunur- inn á röksemdafærslu ríkisvaldsins og launþegasamtak- anna snýst um þetta atriði. Fjármálaráðuneytið heldur sig við áhrif skattabreytinganna, en launþegasamtökin vilja skoða skattbreytingarnar miðað við þær kaupmáttar- breytingar sem orðið geta á næsta ári. BARNALYNDI Myndir Kristinn þJÓÐVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritatjórar: Árni Bergmann, Ólafur H.Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, ElíasMar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingyarsson (Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurOmarsson (Iþr.), ÞrösturHaraldsson. Skrlfstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglý8ingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjórl: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavfk, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Sfmfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskriftarverð á mánuöi: 1000 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.