Þjóðviljinn - 13.12.1989, Side 4

Þjóðviljinn - 13.12.1989, Side 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Þrahyggja Þaö kom fram í kjölfar Möltufundar leiötoga risaveldanna, aö þeirri ríkisstjórn sem nú situr á íslandi þótti það miður að Bush Bandaríkjaforseti skyldi ekki viljataka undir hugmynd- ir Gorbatsjovs um að setja nú á dagskrá afvopnun á höfun- um. Kom þettafram í máli bæði Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra og Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- ríkisráðherra. Þá var haft á orði hér í blaðinu, að þarna hefðu íslenskir stjórnmálaforingjar sýnt af sér sjaldgæft sjálfstæði og frumkvæði í afvopnunarmálum. Það hefði einhverntíma þótt tíðindum sæta að íslenskir ráðherrar stæðu nær leið- toga Sovétríkjanna en Bandaríkjanna í umræðum á Nató- fundi, en bæði væri að tímar eru nú mjög breyttir og síðan væri hér um að ræða svo eðlilegan hagsmunarekstur fyrir ísland, að það væri varla við því að búast einu sinni að Morgunblaðið kvartaði yfir uppákomunni. Það sem nú síðast var nefnt hefur ekki ræst. Morgunblað- ið hefur með ýmsum hætti látið í Ijós vanþóknun sína á þeirri gagnrýni á afstöðu Bush sem fram kom í máli ráðherranna íslensku.Ognúsíðast í gær skrifar formaður utanríkismála- nefndar Sjálfstæðisflokkins, Hreinn Loftsson, harðorða ádrepu á utanríkisráðherra fyrir að svíkjast undan Nató- merkjum. Að sönnu er látið að því liggja að Steingrímur Hermannsson sé sekur um sama athæfi, en eins og algengt er í Sjálfstæðisflokknum er það talið miklu sárara að sjá gamla vini í Alþýðuflokknum svíkja samræmda Natóstefnu en óútreiknanlega framsóknarmenn. Ádrepuhöfundur rekur syndir utanríkisráðherra, margar og stórar. Jón Baldvin hefur brugðist samstöðu um „for- gangsröðun verkefna" hjá Atlantshafsbandalaginu. Þá er átt við það, að fyrst þurfi að semja um niðurskurð á landher, síðan megi kannski snúa sér að hafinu. Greinarhöfundur er harður á því, að hvert frávik frá þessari stefnu sé stórhættu- legt vegna þess að tryggja verði siglingaleiðir yfir Atlantshaf fyrir Sovétmönnum, sem séu í þeirri aðstöðu á megin- landinu að geta „ruðst fram með tiltölulega skömmum fyrir- vara“ með herbúnað sinn. Með því að leggja annað mat á stöðuna á utanríkisráðherra svo að hafa grafið undan örygg- ishagsmunum Natóríkja, spillt fyrir afvopnunarviðræðum sem nú eiga sér stað, auk þess gæti hann „talið Sovét- mönnum trú um að þeir séu að ná árangri í þeirri stefnu sinni að kljúfa samstöðu vestrænna ríkja“. Og allt, segirformaður utanríkisnefndar Sjálfstæðisflokksins, tengist þetta því að Jón Baldvin hefur „afsalað sér forræði í öryggis- og varn- armálum til Ólafs Ragnars Grímssonar". Það má svo sannarlega sjá minna grand í mat sínum. Það er eftirtektarvert, hve mjög allur málflutningur utan-' ríkisnefndarformannsins ítrekar það sem er orðinn fastur hryggjarliður í lífi Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins: Þessir aðilar eiga svo erfitt með að ná áttum í breyttum heimi, að í viðbrögðum sínum við tíðindum lenda þeir hið næsta nöldurhópi þeirra sem helst missa spón úr sínum hagsmunaaski við afvopnunarþróun. Enn er hjá þeim í full- um gangi hræðsluáróður um að sovéski flotinn sé alltaf að verða „fullkomnari og harðskeyttari". Enn lifa í hugum þess- ara manna stríðsleikir, sem gera ráð fyrir leiftursókn Rússa inn í Vestur-Evrópu með litlum fyrirvara - eins þótt banda- rískar leyniþjónustur séu loks búnar að birta niðurstöður sínar um að nú sé alllangt síðan slíkt leifturstríð hefði verið mögulegt. Á þeim tímum þegar Varsjárbandalagið er varla nema orðið tómt, finnst þessum mönnum að það séu háska- leg svik að efast um það sem ofan á verður hjá bandarískum forystumönnum hverju sinni. Tregðulögmálið virkar af svo mögnuðum krafti á þessa menn, að þegar þeir velta fyrir sér horfum á sameiningu Þýskalands verður þeim einna fyrst fyrir að spyrja, hvort sameinað Þýskaland verði ekki að eiga kjarnorkuvopn! KLIPPT OG SKORIÐ í fyrradag birti International Herald Tribune leiðara úr móðurskipi sínu, New York Tim- es, þar sem fjallað er um þann sparnað á ríkisútgjöldum sem leiðir af stefnumiðum Bush og Gorbatsjoffs um niðurskurð í víg- búnaði. Blaðið stingur upp á því að strax verði hafist handa um að skipuleggja hvernig á að verja fé því sem sparast á alríkisfjárlögum Bandaríkjanna. New York Times segir: „Mik- hail Gorbatsjoff er að breyta gangi sögunnar í Sovétríkjunum og Evrópu. Við lok kalda stríðs- ins býðst George Bush sama tækifæri í Bandaríkjunum - fyrsta tækifærið sem gefst í 40 ár til að skipuleggja það hvernig á að beina afli okkar frá gömlum og síminnkandi áhættuþáttum og til nýrra verkefna þar sem þarfirnar eru brýnar. Blaðið nefnir þrjú svið sem nauðsynlegt sé að ráðast til at- lögu við í Bandaríkjunum: * Bein útgjöld til varnarmála. Þriðjungur af alríkisfjárlögum Bandaríkjanna fer í herinn. Fjórðungurinn af því fjármagni sem Pentagon ráðstafar er svo notaður til að halda bandarískan her í Evrópu. * Hernaðartengd útgjöld. Orku- ráðuneyti Bandaríkjanna eyðir 8 miljörðum dollara á ári til að smíða kjarnaodda. 20 miljarðar dollara fara til CIA og annarra leyniþjónustuaðgerða. * Niðurgreiðslur og skattar. Hægt er að draga úr styrkjum til stöndugra bænda og hætta skatta- ívilnunum til ríkra öldunga. New York Times klykkir út á þennan hátt: Engum þarf að koma á óvart hvað verður efst á dagskrá nýrrar áætlunar: Lækkun fjárlagahall- ans, hörmulegt ástand í skóla- málum, umhverfismál, eiturlyf. Það sem er nýtt nú í lok kalda stríðsins er tækifærið sem gefst til að beina þeirri athygli að verk- efninu sem það á heimtingu á. Þetta er dýrmæt stund. Hún varir ekki lengi. Víkurblaðið á Húsavík bendir í forsíðufrétt 7. des. á þá stað- reynd, að „aðaldælskar bækur“ Rithöfundamir Cees Nooteboom til vinstri, Umberto Eco til hægri. séu ótrúlega „fyrirferðarmiklar á jólabókamarkaðnum“. Enginn hreppur á íslandi leggur jafn mikið til þessarar atvinnustarf- semi. Bækur sem koma beint eða óbeint úr Aðaldalshreppi eru að minnsta kosti fjórar talsins. Hringur Jóhannesson frá Haga birtir listaverk sín, Sigfús Bjartmarsson ljóð, Hólmfríður Bjartmarsdóttir myndskreytir tvær bækur, eftir Þingeyingana Atla Vigfússon og Alfheiði Steingrímsdóttur. Þessar fjórar bækur gefa ritstjóra Víkurblaðs- ins tileftíi til að álykta að Aðaldæ- lingar skari ekki einungis fram úr í tónlist, heldur líka ritlist og myndlist - í Þingeyjarsýslu. PACiEl'S HVHETIR. Olaf Johansson, leiðtogi sæn- ska Miðflokksins, skrifar í Dag- ens Nyheter 7. des. harðorða grein um stefnu sænsku jafnað- armannastjórnarinnar í byggða- málum. Olaf heldur því fram að málefnum dreifbýlis í Svíþjóð sé nú stefnt í mikla hættu, m.a. vegna ráðstafana í skattamálum. Á sama tíma og margir studdu í orði áróðursherferðina „Hela Sverige skall leva“, jókst mið- stýring þéttbýlisins og vaxandi af- skiptaleysis gætti gagnvart vandamálum sveitanna. Olaf Jo- hansson gagnrýnir marga aðila fyrir að vera þannig í orði að vekja falskar vonir fólks í dreifbýli. Um 5% af íbúum lands- byggðarinnar hafa flutt þaðan síðan 1982, einkum ungt og menntað fólk. Miðflokksformaðurinn bendir sérstaklega á alla þá vannýttu möguleika sem tengjast orku- vinnslu í landbúnaði og skóg- rækt. Svíar hafa lengi stundað rannsóknir á þessu sviði, og bæði etanol-vinnsla og orkuskógar sýnist mörgum vænlegir valkost- ir, þótt langt sé í að sú aðferð verði samkeppnishæf. Hins vegar þykjast menn sjá fram á hækk- andi orkuverð og strangari meng- unarvamakröfur í framtíðinni. Og þá er mikilvægt að sveitirnar séu enn til, að til þeirra sé hægt að leita. Skattkerfisbreytingarí Svíþjóð hafa það í för með sér að orku- skógar og lífrænt eldsneyti („bio- energi") munu bera fullan virðis- aukaskatt, gagnstætt því sem nú er. Þegar þar við bætast auknir óbeinir skattar, kemur það harð- ast niður á tekjulágu fólki sem hefur fáa valkosti í atvinnumál- um. THcrrh'atrsefÉVoHrag'úbe'r'die Médiení^Dafist-def Gipftl.t.=&|R5Í3S|fl1 „die tageszeitung“ er þýskt dagblað á vinstra kantinum, sem notið hefur vinsælda í ákveðnum hópum og skapað sér traust fyrir vandaða umfjöllun um menningu ogstjómmál. 2. des. sl. birtistþar bráðskemmtilegt viðtal hol- lenska rithöfundarins Cees Noot- eboom við kollega sinn Umberto Eco frá Ítalíu. Nefnist viðtalið „í völundarhúsi Ecos“ og snýst um nýjustu bók hans, „Pendúl Fouc- aults“. Þeir sem lært hafa eðlis- fræði muna eflaust að sá pendúll dinglar í langri taug og sýnir snúning jarðar í miklum róleg- heitum. Hann er af jörðu, en sýnir á einfaldan hátt hreyfingar hennar eins og hann væri henni óviðkomandi. Viðtalið fer að nokkm leyti fram í fornbóka- verslunum, sem rithöfundarnir elska báðir. Þeim dvelst lengst hjá kaupmönnum sem sérhæfa sig í dulfræði, gullgerðarlist og opinberanum af ýmsu tagi. Noot- eboom líkir innvígðum samtölum Ecos við fornbókasalana við „tvær símaskrár sem spjalla sam- an á dulmáli“. Eftir miklar samræður um heimspeki og dulfræði segir Eco: „Það sem James Joyce fram- kvæmdi með orðum í „Finnegans Wake“ vildi ég útbúa með hug- myndum - risavaxna hugmynda- fléttu: Reykský.“ -ÓHT pJÓÐVILJINN Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími: 681348 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Framkvœmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H.Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrir biaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur RúnarHeiðarsson, HeimirMár Pótursson, Hildur Finnsdóttir(pr), Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), LiljaGunnarsdóttir, Ólafur Gíslason.Þorfinnurómarsson (iþr.), Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavar8la: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrin Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Sfðumúlað, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax: 68 19 35 Auglý8lngar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Áskriftarverö á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Mlövlkudagur 13. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.