Þjóðviljinn - 13.12.1989, Page 12

Þjóðviljinn - 13.12.1989, Page 12
.SPURNINGIN. Hvaðtelurðu aðlág- markslaun þurfi að vera há? Grétar G. Guðmundsson bifreiðastjóri: Það er nú það, ætli þau þurfi ekki að vera a.m.k. 90 þúsund krónur. Viðar Bjarnason heildsali: Þau þurfa alveg lágmark að vera 120 þúsund. þlÓÐVIUINN _________Miðvikudaguf 13. desember 1989 214. tölublað 54. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN 681348 SÍMFAX 681935 Albert Kristinsson deildarstjóri veiturkerfis, Jónas Guð- laugsson rafveitustjóri og Jón G. Hermannsson deildarstjóri tæknideildar í nýju aðveitustöðinni. Mynd: Kristinn. Þessa mynd af Jóhannesi Reykdal gáfu starfsmenn Rafveitunnar fyrir tíu árum þegar 75 ár voru liðin frá því að Jóhannes stofnaði fyrstu rafveitu landsins. Eftirtaka: Kristinn. Rafveita Hafnarfjarðar Opnað á merkisdegi Ný aðveitustöð opnuð í Hafnarfirði á 85 ára afmælifyrstu rafstöðvar Islands. Jónas Guðlaugsson: Margfaldar flutningsgetuna Reynir Magnússon vélstjóri: Ég get ekki svarað því. Kolbrún Jónsdóttir skrifstofumaður: Þú segir nokkuð. Ég myndi halda að lágmarkslaun þyrftu að vera 70-80 þúsund, ekki minna. Aðalheiður Jakobsen nemi: Ég hugsa að lágmarkslaun þyrftu að vera 70-80 þúsund á mánuði til að fólk komist af. Rafveita Hafnarfjarðar tók í gær formlega í notkun nýja aðveitustöð. 12. desember er raunar merkisdagur í sögu bæjarins og einnig í sögu raforku- mála á íslandi, því þann dag fyrir 85 árum, árið 1904, var fyrsta al- menningsrafveitan tekin í notkun á landinu. Það var Jóhannes Reykdal trésmíðameistari sem opnaði þá rafstöð við Hamars- kotslæk, þarsem nú er trésmíða- verkstæðið Dvergur. Hann not- aði rafmagnið í vélvætt verkstæði sitt og skömmu síðar fengu 15 önnur hús rafmagn frá stöðinni. Síðan hefur mikið vatn til sjá- var runnið og veldur nýja að- veitustöðin straumhvörfum í raf- veitumálum Hafnarfjarðar. Jón- as Guðlaugsson rafveitustjóri sagði það mjög ánægjulegt að opna stöðina á þessum merkis- degi þótt það hefði reyndar ekki verið markmið í upphafi. „Það var orðið nauðsynlegt að taka í notkun nýja aðveitustöð þarsem gamla stöðin er of lítil. Þá þurfum við að tengjast aðveitustöð Landsvirkjunar við Hamranes en þar er spennan 132 kV. Fyrir vik- ið verður orkuflutningsgetan margföld á við gömlu 33 kV lín- una frá Elliðaám, sem brátt verð- ur lögð niður,“ sagði Jónas í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Bygging hússins, sem er 4.140 rúmmetrar að stærð, hófst í maí sl. og er henni nú nánast lokið. Aðaltækin í stöðinni eru aflrofar fyrir 132 kV spennu, stjórn- skápar fyrir rofana, aðaltafla og aðalspennir fyrir háspennu- dreifikerfið í bænum. Þá var endumýjaður stór hluti af 6 kV kerfum í gömlu stöðinni og breytt í 11 kV spennu. Háspennudreifi- kerfið hækkar því sem þessu nemur og eykst flutningsgeta kerfisins um 83% Þess má getí ð gamla aðveitu- stöðin var einnfg opnuð 12. des- ember. Það var árið 1964 og er hún því 25 ára nú þegar 85 ár em liðin frá stofnun fyrstu rafveitu íslands. -þóm Bókaútgáfa Öðtuvísi jólabækur Egils saga og Fjóskötturinn Jáum gefnar út í hljóðbókaformi. Gísli Helgason: Hljóðbæk- ur eru fyrir Hljóðbók er góð bók, er kjör- orð Hljóðbókaútgáfu Blindrafélagsins, en í gær sendi útgáfan frá sér tvær fyrstu hljóð- bækurnar hér á landi í samvinnu við Almenna bókafélagið. Bæk- urnar sem um ræðir eru Egils saga Skallagrímssonar og sænska barnabókin Fjóskötturinn Jáum segir frá, eftir Gustav Sandgren í þýðingu Sigrúnar Guðjónsdótt- ur. Bækurnar eru framleiddar í Hljóðbókagerð Blindrafélagsins og er lögð áhersla á að bækurnar standist samanburð við hefð- bundna útgáfu. Við gerð Egils sögu var notast við níu ára gaml- an flutning Stefáns Karlssonar handritafræðings frá því í Ríkis- útvarpinu, en Sigurlaug M. Jón- asdóttir les barnabókina. hvern sem er Að sögn Gísla Helgasonar hjá Hljóðbókaútgáfunni er útgáfan ekki einungis ætluð blindum og sjónskertum: „Með þessu viljum við gera vandaða og ódýra útgáfu fyrir hvern sem er og ég vænti þess að bókasöfn og almenningur hafi not af þessu. Við viljum gefa út hvers konar bækur og sem dæmi getur verið mjög þægilegt að hlusta á góða bók í bíl og út- varpsstöðvarnar gætu einnig not- að þessar bækur,“ sagði Gísli. Hljóðbókaútgáfan er ekki bundin við Almenna bókafélagið en samstarf verður þeirra á milli fyrst um sinn. Ætlunin er að gefa út fleiri titla snemma á næsta ári þannig að útgáfan verður alls ekki bundin við jólabókaflóðið. -þóm Halldór Rafnar framkvæmdastjóri Blindrafélagsins og Gísli Helgason kynna tvær fyrstu bækur Hljóðbókaútgáfunnar. Mynd: Jim Smart.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.