Þjóðviljinn - 16.12.1989, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 16.12.1989, Qupperneq 1
Laugardagur 16. desember T989 217. tólublað 54. árgangur. Jólahreingerningin hafin. Mynd - Kristinn. Hún Melkorka, 3ja ára, sendi okkur þessa stórfínu mynd af Hurðaskelli. (dag kemur reyndar Pottaskefill til byggða en þar sem ekkert blað kemur út á mánudag, þegar Hurðaskellir heimsækir börnin, birtum við þessa fínu teikningu núna. Það er svo Aska- sleikir sem mætir á sunnudag. Á þriðjudaginn birtist svo mynd af áttunda sveininum. 8 dagar til jóla Sá fímmti Pottaskefíll Herinn Rússamir koma í boði Nató UtanríkisráÖherrarNató leggja til gagnkvœmt eftirlit hernaðarbandalaganna með vígbúnaði. Rússarmunu koma fjórum sinnum á ári tiljslands að skoða hernaðarmannvirki. Jón Baldvin Hannibalsson: Afyopnunartillögur um risavaxinn niðurskurð hefðbundinna vopna samþykktar Utanríkisráðherrar Atlants- hafsbandalagsins samþykktu á fundi sínum í Brussel áætiun um gagnkvæmt eftirlit og rétt ríkja Atlantshafsbandalagsins og ríkja Warsjárbandalagsins til þess að senda eftirlitsmenn og til þess að stunda yfirflug til könnunar á varnarvígbúnaði hjá hinu banda- laginu. „Þetta mál varðar okkur ís- lendinga beint því réttur War- sjárbandalagsins til yfirflugs og skoðunar á Keflavflcurflugvelli og öðrum varnarmannvirkjum á íslandi er tryggður fjórum sinn- um á ári,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra við Þjóðviljann í gær. Jón Baldvin sagði að þessar til- lögur væru að frumkvæði Atl- antshafsbandalagsins en Kanada- menn hefðu einkum beitt sér fyrir þeim. í framhaldi af því hefur utanríkisráðherra Kanada boðað til sérstakrar ráðstefnu ráðherra beggja bandalaganna í febrúar á næsta ári í Ottawa til þess að freista þess að ná samkomulagi um þessa tillögu. „Stærsta mál þessa fundar var þó að á fundinum var endanlega gengið frá samþykkt á afvopnun- artillögum Atlantshafsbanda- lagsríkjanna varðandi hefðbund- in vopn, en sú stefna var mótuð í fyrra. Síðan hafa Vínarviðræð- umar farið fram á þessu ári en nú er komið að þeim tímapunkti að leggja fram það sem við getum kallað, innan sviga, endanlegar tillögur. Þessar tillögur em mjög rót- tækar og fela í sér risavaxinn niðurskurð á hefðbundnum vopnum og herjum. Nái þær fram að ganga er herafli hvors aðila fyrir sig, frá Atlantshafi að Úral- fjöllum, um 275 þúsund manns. Tillögurnar fela í sér eyðilegg- ingu á þúsundum og aftur þús- undum af skriðdrekum, stór- skotaliðsvopnabúnaði og flugvél- um. Þetta er risavaxinn niður- skurður,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði það mat manna og að það hefði komið fram í við- ræðum á fundinum, að menn gerðu sér raunsæjar vonir um að það tækist að ljúka þessum samn- ingum á næsta ári. „Jafnframt eru menn mjög bjartsýnir á, eftir langa mæðu, að það náist samningar um helm- ingsniðurskurð á langdrægum kjarnavopnum og að þeir samn- ingar verði tilbúnir áður en næsti leiðtogafundur þeirra Bush og Gorbatsjof verður haldinn í júní á næsta ári, einsog áformað er.“ Jón Baldvin sagði að afvopnun á höfunum hefði ekki verið á dag- skrá fundarins, en hann hefði rætt þau mál á lokuðum fundi ráðherranna þar sem þróun al- þjóðastjórnmála voru rædd, en þær umræður væru trúnaðarmál. „Það er þó ekkert launungarmál að þama var rædd þróunin í Evr- ópu og mér gafst tækifæri til þess að greina frá viðræðum Eftaríkj- anna við EB og það gladdi mig að okkar stefna fékk mikinn stuðn- ing. Meginmálið var að leggja mat á þróun mála í Austur- og Mið-Evrópu. Það er ljóst að það er allsherjarsamstaða í hópi utan- ríkisráðherra Atlantshafsbanda- lagsríkjanna um meginstefnu í þessu máli, þ.e.a.s. að það sé sameiginleg stefna að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma til stuðnings við um- bótaöfl, en forðast gersamlega nokkra íhlutun í þau mál.“ -Sáf Chile Herforíngjaeinræði lokið Aylwin kjörinnforseti. Heitirhernum sakaruppgjöf ogfátœkum kjarabótum Patricio Aylwin, 71 árs stjórnmálamaður og lögfræð- ingur og frambjóðandi 17 flokka bandalags andstæðinga Pinochets einræðisherra, vann mikinn sigur í forsetakosningunum í Chile í fyrradag. Samkvæmt bráða- birgðaniðurstöðum var líklegt að Aylwin, sem er leiðtogi flokks kristilegra demókrata, fengi rúm- lega 55 af hundraði atkvæða og hefur enginn frambjóðandi kom- ist hærra í forsetakosningum þar- lendis á þessari öld. Þar sem Aylwin fær að öllum líkindum yfir helming greiddra atkvæða þarf ekki að kjósa aftur og tekur hann við forsetaembætti 11. mars n.k. Lætur Pinochet harðstjóri þá af því embætti og á þar með svo að heita að öll Suður-Ameríkuríki hafi tekið upp lýðræði, þótt það sé í skötu- líki þar víðast. Þetta voru fyrstu frjálsu kosningamar í Chile síðan 1970 er sósíalistinn Salvador Al- lende var kosinn forseti. Aylwin var ákaft fagnað af miklum mannfjölda á aðaltorg- inu í Santiago er kosningatölur fóm að berast. Hann hét á lands- menn til sátta og samstöðu, en óvíst er hvernig fer með það, því að mörg sár em ógróin eftir hryðjuverk einræðisstjórnarinn- ar og ekki sleppir herinn völdun- um með góðu. Til að mýkja her- inn hefur Aylwin lofað að sleppa liðsmönnum hans og lögreglu- stofnana við málsókn út af morð- um, pyndingum og öðmm mannréttindabrotum, en hætt er jvið að inargir stuðningsmanna Aylwins séu ekki reiðubúnir að sætta sig við það. Efna- hagsmálum lofar Aylwin að halda áfram að stjóma sam- kvæmt lögmálum hins frjálsa markaðar, eins og verið hefur, en auka útgjöld til félagsmála þeim fátækustu til góða, en þeir hafa orðið mjög útundan á stjórnartíð Pinochets. Reuter/-dþ.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.