Þjóðviljinn - 16.12.1989, Síða 5

Þjóðviljinn - 16.12.1989, Síða 5
______________BÆKUR______ Sonnettur Shakespeares á íslensku William Shakespeare Sonnettur. Daníel A. Daníelsson íslenskaði og samdi formála og eftirmála Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1989. Pað bar við í gamla daga, að menntskælingur var eitthvað að reyna að slá sér upp í sjálfsálitinu með því að liggja yfir tveim eða þrem sonnettum Shakespeares, m.a. þeirri frægu, númer 116, sem geymir undramargt fagurt um ástina í fáeinum línum. En skólastrák þótti þetta strembið og komst ekki miklu lengra. Nú banka þessi kvæði á dyrnar með þeim skemmtilega hætti, að Dan- íel læknir á Dalvík hefur verið að þýða sonnetturnar allar, rösklega hálft annað hundrað, á næturnar, og það eljuverk er nú komið út á bók. Eins og fram kemur í fróðlegum eftirmála Daníels um feril sonnettunnar og tengsli hennar við annan kenndaskáld- skap í evrópskum bókmenntum, þá var þetta form mjög bundið í hefð og formúlu um það hvernig mæra skal fegurð og ást og gráta skáldlega. Því er ekki að neita að formúlan með sinni ítrekun er að verki í sonnettum Shakespeares, og þýðarinn eins og hnykkir á fyrir sinn hatt, svo bundinn sem hann er íslenskri skáldskapar- hefð. En eins og við erum á minnt í fróðlegum formála sem þýðand- inn skrifar um efni sonnettanna og túlkunarmöguleika, þá liggur Shakespeare aldrei kyrr í fjötrum formsins, hann brýst um og kem- ur að meira mannviti og meiri innileik og meiri grimmd en aðrir menn leyfðu sér á þeim tíma. Daníel Daníelsson hefur unnið mikið verk og vandasamt. Sá sem þessar línur skrifar ætlar sér ekki þá dul að geta borið þýðingar saman við frumtexta, hér verður aðeins fjallað lítilillega um text- ann eins og hann kemur fyrir. Er þá skemmst frá því að segja að Daníel leysir margt haglega. Hann er mjög að vísu bundinn ýmsu því í íslenskri skáldskapar- hefð sem hefur verið á undan- haldi - sækir nokkuð í formúlur sem hafa tilhneigingu til að leysa verkefni á kostnað skýrleika, hann tekur sér einnig skáldaleyfi, til dæmis með notkun fornafnsins „neinn“ og ítrekun orðsins „úð“, eins sér eða í samsettum orðum. Því verður ekki neitað að nóg dæmi má finna um það að kröfur formsins verði þýðara fjötur um fót, enda í mikið ráðist. Þetta kemur fram í því að úthald bilar, eins og gerist til að mynda í þeirri sonnettu no. 116 sem fyrr var nefnd. Þar er allt í góðu gengi um miðbik kvæðisins. Ástin er .. viti, byggður bjargi á í byljum haggast ei, en lýsir fleyi sem úthafs-farsins himin- stjarna há þar hæðin verður mæld en stærðin eigi. En svo kemur að lokaorðunum frægu: sé þetta ekki satt hefi ég aldrei ort og enginn maður nokkru sinni elskað. Þau verða vandræðaleg: Því ef ég mótsögn er við þennan sann ég aldrei reit - og tryggð ei prýðir mann. Best lætur Daníel að þýða ým- islegt sem varðar þann eilífðar- metnað skálda, að ráða orðstír vina sinna og vinkvenna um alla framtíð. Og vitaskuld er það margt fleira sem fellur þessum lesara hér í geð t.d.þessi áminn- ing til „lávarðarins“ sem svo mörg kvæðanna eru ort til: Hve tign þín hýsir þína lesti létt sem ljúfan bústað velja séríþér hin þýða fegurð þekur sér- hvern blett svo þokkan einan fyrir sjónir ber! Þér levfist allt - en mundu bilið mjótt sé misbeitt hnífnum slævist eggin fljótt. Sem fyrr segir skrifar Daniel ítarlegan formála þar sem hann tekur mjög mið af kenningum A. L. Rowse, en í þeim eru sonnettur Shakespeares túlkaðar sem krón- íka úr einkalífi skáldsins fyrst og fremst. Óneitanlega er nokkur skemmtun í því að lesa bálkinn með þessum hætti og eins og formálinn segir, þá „virðast (skýringar Rowse) bregða svip samræmis yfir margt í ljóðabálk- inum“. Hitt sýnist svo augljóst, að Rowse ferst sem öðrum kenn- ingasmiðum: þeir finna það sem þeir leita að, hvort sem það er þar eða ekki. Því er nauðsynlegt að hafa hugann við þá fyrirvara sem Daníel gerir reyndar sjálfur um takmarkanir allra skýringa. Hann spyr réttilega: „Er það samt eklci einmitt hið dularfulla upplit og yfirbragð margra þess- ara frumkvæða sem gerir þau svo forvitnileg og aðlaðandi? Og er það ekki einn af aðalkostum þeirra hve mjög þau gefa ímynd- unarafli lesandans lausan taum- inn?“ Arni Bergmann ER HERMANN GENGINN AF GÖFLUNUM? • Hvaö á þaö aö þýöa aö rjúka í aö brjóta niöur stofuvegginn svonajétt fyrir jólin? • Ætlar maöurinn virkilega aö kaupa sér farsíma? • Ætlar hann aö halda áfram aö fylla stiga- húsiö meö óóaun af salffiski og kœstri skötu? Hermann er skemmtileg bók. Allir, sem hafa skop- skyn, munu ekki bara brosa heldur skellihlœja aö ýmsum uppdkomum sem Hermann, Alli kommi, Ottó krati, Marinó hetjutenór, Erlingur ó móti, Benni smiö- ur, Oddur rakettumeistari, Ungverjinn d L hœö til vinstri, Jói klobbi og allir hinir eöa öll hin lenda í. Örlög Gísla eru hins vegar ekki hlœgileg. Þaö er ekkert broslegt viö að fd upphringingu og þœr frétt- ir aö eiginkonan, hún Ósk, sé farin aö halda fram- hjá. HERMANN er saga um fólk í Reykjavík. Söguhetjurnar stíga Ijóslifandi fram á sjónarsviöiö og frásagnar- máti höfundar er þannig aö flestir munu þekkja per- sónurnar úr eigin umhverfi og lífi og taka þátt í gleöi þeirra og sorgum, basli og áhyggjum. HERMANN er saga íslensks nútímaþjóöfélags I hnot- skurn. Hver þekkir ekki lífsgœöakapphlaupiö, barátt- una viö vísitöluna, yfirvinnustreöið og eyöslustuöiö? Ps. En hvernig slendur á því aö hann Sigurjón, sem er bœöi greppitrýni og rauöhaus. nýlur slikrar kvenhylli? ARNMUNDUR BACKMAN Arnmundur Backman er kunnur lögfrceðingur í Reykjavík. Þótt HERMANN sé fyrsta skáldsaga hans er enginn nýgrœöings- bragur á stíl né efnistök- um höfundarins. Þessi bók ber vott um leiftrandi frá- sagnarhœfileika og nœmi á persónur, atvik og umhverfi. Þá kemur ekki síöur fram nœmt skopskyn höfundarins.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.