Þjóðviljinn - 16.12.1989, Qupperneq 12
BÆKUR
Af strákum og stelpum
Að þessu sinni verður hér fjall-
að um tvær nýútkomnar bækur
sem eiga ýmislegt sammerkt: þær
eiga rætur að rekja til Austur-
lands og hvor um sig er höfundi
sínum til sóma. Báðar eru þær
svo eftir höfunda sem hafa áður
sannað ágæti sitt á þessu sviði og
auk þess unnið til verðlauna (þótt
verðlaun séu ekki endilega gæða-
stimpill, eins og ótal dæmi
sanna!). Loks kemur Roy nokkur
Rogers við sögu í báðum tilvikum
sem menningarsögulegur bak-
grunnur. Þessar bækur eru Grall-
araspóar og gott fólk eftir Guðj ón
Sveinsson (Bókaforlagsbók) og
Stjörnur og strákapör eftir
Kristínu Steinsdóttur (Vaka-
Helgafell). Þessar bækur virðast
ætlaðar svipuðum aldurshópi les-
enda og henta vel fluglæsum
börnum á öllum aldri (fram yfir
tírætt). Höfundarnir virðast báð-
ir vinna úr eigin bernskuárum í
bókum sínum ef marka má það
tímaskeið sem birtist í sögum
þeirra (sbr. ofangreindur. Roy
Rogers). Að öðru leyti er um
býsna ólíkar bækur að ræða.
Grallaraspóar og gott fólk er
safn smásagna. Allar gerast þær í
Tvær gersemar að austan
sveit utan sú síðasta, Bið að heilsa
Guðbjörgu, sem gerist í Lysti-
garðinum. Sú næstsíðasta, Bænin
hans Nonna, virðist raunar gerast
í annarri sveit en hinar fyrri, þar
sem margar persónur birtast aft-
ur og aftur. Fyrsta sagan, Eitt
hundrað krónur, er langlengst og
segir frá einsemd og umkomu-
leysi borgarbarns í framandi
sveitarumhverfi. Strákarnir í
sveitinni eru á heimavelli en
Kiddi er hjá vandalausum og því
tregur til að taka þátt í strákapör-
ÓLÖF PÉTURSDÓTTIR
SKRIFAR
um þeirra. Þó vill hann allt til
vinna að tryggja sér vináttu
þeirra. Þarna" verður Kiddi að
þræða tvísýnan meðalveg og svo
fer að strákarnir stilla honum upp
við vegg. Hann neyðist til að
brjóta gegn samvisku sinni. Þeg-
ar svo er komið sjá strákarnir að
þeir hafa gengið of langt og hætta
við áform sitt. Varanlegar sættir
verða milli þeirra og Kidda og
hafa allir þroskast nokkuð vel
þegar sögunni lýkur, eru menn að
meiri. Sveitasögurnar eru raunar
allar um áfanga í lífi drengja og
áberandi hve þeim er mikilvægt
að missa ekki andlitið frammi
fyrir félögum sínum. Allir bera
þeir sig mannalega, eru kot-
rosknir og svalir, og kappkosta
að sýna fram á mannkosti sína,
eða öllu heldur karlmannskosti.
Þetta sýnir Guðjón gjarna í
spaugilegu ljósi, en að baki býr
djúpur skilningur og samúð. Hin-
ar sveitasögurnar eru fyrstu per-
sónu frásagnar eins drengjanna í
hópnum. Ljóslifandi og eftir-
minnileg persóna er Guðlaug
gamla, fjandvinur drengjanna.
Þrátt fyrir alla karlmennsku
strákanna fer yfirleitt svo að hún
reynist þeim viturri og það finnst
þeim sárt, en fá ekki rönd við
reist. Önnur eftirminnileg per-
sóna er búðarmaðurinn í fyrstu
sögunni. Þar er farið á kostum.
Annars eru allar persónur sagn-
anna mjög sannfærandi, frásögn-
in leiftrandi af kímni og kjarnyrt
með afbrigðum. Einkum eru
samtöl lipurlega samin og á
köflum snilldarleg. Fyndnust
fannst mér sagan Þegar kappar
jólastríðsins voru handteknir,
þótt þar búi alvara að baki eins og
í hinum sögunum. Það er jafn-
framt eina sagan þar sem stelpur
koma við sögu strákanna í
sveitinni svo nokkru nemi. Nú
mætti álykta að þarna væri
„drengjabók“ á ferðinni. Hið
rétta er að þetta eru sögur um.
drengi sem allir ættu að hafa gam-
an af.
Pétur Behrens hefur skreytt
bókina fáum en fínlegum mynd-
um og er bókin öll fáguð og yfir- -
lætislaus útlits.
Stjörnur og strákapör Kristín-
ar Steinsdóttur er þriðja bókin
um Lillu sem reyndar býr í
Reykjavík en rekur ættir sínar til
Austurfjarðar, sögusviðs fyrri
Frumraunir
Hér er ætlunin að skoða tvær
nýútkomnar bækur ætlaðar ung-
lingum sem eiga það sammerkt
að vera frumraunir höfunda
sinna. Önnur er um strák, hin um
stelpu. Báðar lofa góðu. Báðar
eru þær illa prófarkalesnar. Og
hér opna ég sviga undir orð í
eyra. Þessi slælegi prófarkalestur
hlýtur að teljast ábyrgð útgef-
enda. .fa, svei! í nafni málræktar
og almennrar kurteisi, er ekki
hægt að prófarkalesa skammlaust
bækur sem ætlaðar eru ungvið-
inu? Þetta á nefnilega við um
býsna margar barna- og unglinga-
bækur þessi jólin.
Prentvillur eru víða og greina-
merkjasetning mjög á reiki.
Hvað veldur? Niðurskurðar- og
sparnaðarhyggja? Lesblinda,
siðblinda? Hvað sem því líður er
þetta óþarfur sóðaskapur og virð-
ingarleysi við lesendur og höf-
unda. Takið ykkur á og útrýmið
þessum ófögnuði, kæru útgef-
endur! Nú loka ég sviganum og
sný mér aftur að bókunum.
Kolbrún Aðalsteinsdóttir gef-
ur út hjá Erni og Örlygi bókina
Dagbók - í hreinskilni sagt. Eins
og nafnið gefur til kynna er sagan
sögð í dagbókarformi, að
minnsta kosti í byrjun, en þegar
líða tekur á söguna líkist hún
meira frásögn sem sögð er að'
nokkrum tíma liðnum en dagbók
sem skrásett er jafnharðan og at-
burðirnir eiga sér stað. Kata hef-
ur skrifið á ömurlegum sextán ára
afmælisdegi ssínum og segir frá
kynferðislegu ofbeldi sem hún
hefur mátt búa við árum saman.
Þetta er viðkvæmt og vandmeð-
farið viðfangsefni sem höfundur
kemst ágætlega frá. Kata losnar
undan ánauð stjúpa síns þennan
örlagaríka dag. Hún dvelur á
sjúkrahusi meðan hún er að jafna
sig og síðan verða miklir fagnað-
arfundir með henni og móður
hennar. Vondi stjúpinn er kom-
inn undir lás og slá og þær mæðg-
urnar sleikja sár sín heima hjá
ömmu Kötu. Hér er ekki lítið
færst í fang, en útkoman verður
sú að lesandi er gagntekinn af
samúð með Kötu. Sjálfstraust
hennar er í molum en hún er stað-
ráðin í að sigrast á fortíðinni.
Hún fær vinnu í búð og kynnist
öðrum unglingum, skríður smám
saman út úr skelinni og tekur að
blómstra á ný. Inn í þessa
lífsreynslusögu fléttast svo
reyfarakennd uppljóstrun móð-
urinnar á faðerni Kötu, ferð
þeirra mæðgna til hins goðum
líka föður og ævintýraleg Spánar-
ferð.
ÓLÖF PÉTURSDÓTTIR
SKRIFAR
Sú samúð sem Kata vekur les-
anda á fyrstu síðum bókarinnar
veldur því að hann verður tregur
til að skiljast við hana, honum er
alls ekki sama um hlutskipti
hennar. Þessi fyrsti hluti sögunn-
ar er langbest skrifaður og veldur
því raunar að bókin er þess virði
að vera lesin, svo smekklega er
farið með dapurlegan þátt
mannlífsins. Manni er annt um
Kötu og vill vita hvernig henni
reiðir af, þess vegna les maður
áfram með áfergju og leyfir höf-
undi að skipta heldur betur um
gír þegar á líður. Jú, þökk, Kata
nær sér furðu vel. Hún er eins og
Ijóti andarundinn sem breytist í
ofurfagran svan. í bókarlok blas-
ir framtíði við henni, full af fyrir-
heitum. Lesandinn varpar önd-
inni léttar. Feginn, líkt og þung
og þykk hurð hafi skollið nærri
hælum.
Höfundur skrifar ekki tiltakan-
lega fagurt, íslenskt mál en fyrir-
gefst (næstum) allt vegna þess
hve bókin - og Kata - er heill-
andi. Furðulegt þykir mér til
dæmis hve orðið „hönd“ vefst
fyrir fólki, en í þessari bók er það
ranglega beygt. Hér verður enn
að vísa til ábyrgðar þeirra sem
ganga frá texta til prentunar. Enn
verður maður að nöldra. Hvaða
prófarkalestur er þetta eiginlega?
Útgefendur þó! Eins fer upp-
hrópunin „vá“ alveg óskaplega í
taugarnar á mér þegar ég sé hana
á prenti, sömuleiðis „ókei“. Þess-
ar bjánalegu slettur eru, líkt og
prentvillur, allt of algengar í ung-
lingabókum á þessari vertíð.
Svona rugl ætti að varða við lög.
Að vísu eru þessar málvörtur al-
gengar í talmáli en alveg óþarfi að
festa þærí ritmáli, enda eru þarna
á ferðinni óttalegir hortittir hvað
merkingu varðar.
Víkur nú sögunni frá kyn-
ferðislega notaðri stelpu og strák
með sjúklega knattspyrnudellu.
Það er undarlegur kvilli. Með
fiðring í tánum nefnist bók Þor-
gríms Þráinssonar, útgefin af
Frjálsu framtaki. Þorgrímur er
líkt og Kolbrún nýgræðingur á
sviði unglingabókmennta. Hann
segir frá nýfermdum strák,
Kidda, sem stendur á ákveðnum
tímamótum í lífi sínu. Líkt og
helgur maður gengur í klaustur
helgar Kiddi sig knattspyrnunni.
Sköpum skiptir að hann þarf að
fara í sveitina til afa og ömmu. í
rútunni kynnist hann glæsistúlk-
unni Sóleyju og segir nokkuð af
samskiptum þeirra þetta sumar-
ið. Þetta er ekki eins forvitnileg
bók og sú sem fjallað er um hér að
framan, en þó eru þarna góðir
sprettir hér og var. Frásögnin er
svolítið stórkarlaleg á köflum en
það getur varla talist til lýta,
fremur er það í samræmi við allan
stíl þessarar bókar. Og enn trufl-
ar ófullnægjandi prófarkalestur!
Kiddi er á þessum síðum að
uppgötva sjálfan sig og skilgreina
sig í henni veröld. í upphafi
bókar er hann að stelast til að
sofa í fótboltaskóm í barnalegum
hégóma sínum en í bókarlok er
hann orðinn karl í krapinu sem
nýtur aðdáunar draumadísarinn-
ar Sóleyjar.
Vonandi halda þessir höfundar
áfram að skrifa fyrir börn og ung-
linga. Vonandi rennur upp gull-
öld hins vandaða prófarkalest-
KRISTIN STBNSDOmR
bókanna um hana. Lilla vex með
hverri bók og verður lesendum
sínum æ hjartfólgnari eftir því
sem þeir kynnast henni betur. Að
þessu sinni eru það afi og amma
sem taka sig upp og heimsækja
Lillu í höfuðborginni. Hún sér
þau í nýju ljósi í þessu umhverfi,
þar sem Roy Rogers og Rokka
Billi eiga hug og hjörtu barna.
Einkum er afi framandlegur og
ólíkursjálfum sér. Hannkannilla
við sig í Reykjávík og hefur allt á
hornum sér. Amman er á hinn
bóginn hin brattasta og unir sér
vel. Höfundur lýsir skoplegum
hliðum mannlífsins einkar vel og
notar einmitt kímnina til að fylla
út í persónulýsingar. Þetta tekst
afar vel og gerir bókina heillandi,
líkt og fyrri bækurnar. Hér er þó
kannski komin besta bókin um
Lillu til þessa. Hún stendur á
tímamótum í lífi sínu, barnið er
að verða að unglingi. Þessum
tímamótum er lýst með atvikum í
lífi Lillu og nýjum viðhorfum
hennar sjálfrar til ýmissa hluta.
Henni er sjálfri ekki fyllilega ljóst
hvað veldur umskiptunum, en
fyllist gremju yfir þeirri breytingu
sem verður á Kötu vinkonu að
austan. Þó fer svo að Lilla sættir
sig við lífið og tilveruna undir
merkjum fjögralaufasmárans.
Hún varðveitir barnið í sjálfri sér,
þrátt fyrir allt. Með þessari bók
verða einkar ánægjulegir og inni-
legir endurfundir lesenda og
ástsælla sögupersóna. Ekki má
gleyma að geta þess að Reykjavík
og tíðarandinn leikur stórt og
eftirminnilegt hlutverk í bókinni,
að ekki sé minnst á Leif heppna.
Svo er bara að vona að frekari
tíðindi berist af Lillu. Ég hlakka
til!
Brian Pilkinton myndskreytir
þessa bók sem hinar fyrri um
Lillu og bregst ekki bogalistin.
Kiljuformið hentar vel fyrir
bækur af þessu tagi og mættu
fleiri útgáfufyrirtæki taka það
upp, Það er algjör ofrausn að
gefa allt mögulegt út í rándýru
bandi. . Kiljan er bæði
hagsmunamál lesenda og útgef-
enda.
Að lokum: það er alveg svaka-
lega gaman að lesa góðar barna-
bækur og ætti enginn að vaxa upp j
úr því. Allra síst foreldrar og upp-
alendur. Enginn heilvita maður
mundi gefa barni sínu mat sem
hann gæti ekki hugsað sér að
borða sjálfur. Sama ætti að gilda
um andlegt fóður ungviðisins.
Það má ekki vera salmónellu-
mengað ruslfæði. Mörg litrík og
aðlaðandi bókarkápan hefur að
geyma slíkan óþverra. Bækurnar
sem hér var um fjallað láta lítið
yfir sér við fyrstu sýn, en hér er á
ferðinni sannkallaður sælkera-
matur sem engum verður illt af.
Ég þakka fyrir mig.
Anders Hansen -jk j
ovaðastaðahrossijN
uppmni og saga
Grundvallarrit um íslenska hrossarækt
ANDERS HANSEN
rekur ættir og sögu
þessa frábæra
hrossakyns.
Margir af kunnustu
stóðhestum landsins
fá sérstaka umfjöllun.
Ómissandi rit í
bókasafn hestamannsins.
Arviers Rm*n
SVADASIAU
iippnmt
ÍSAFOLD