Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 4
JOLABLAÐ II Föndur, kímilegar sögur og ýmiss konar þrautur; sitthvað handa yngri kynslóðinni að dunda sér við í erlinum fyrir hátíðarnar meðan öldungadeildin mæðist í mörgum undirbúningum, og má þá kannski ekki alltaf vera að þvi að sinna krökkunum eins og hún vildi. Góða skemmtun! Móðir drottins og annar misskilningur stúlka misskildi þó byrjunina á bæninni og hélt alltaf að hún byrjaði „Það er vor...“ Er hún eltist tók hún eftir því að aðrir byrjuðu „Faðir vor...“ og leiðrétti sig en lengi kom hin byrjunin fyrst í hugann. Jólaundirbúningurinn felst meðal ann- ars í bakstri eins og þessi mynd Eyrún- ar 7 ára sýnir. Kerling kom frá kirkju ájóla- daginn og sagði við karlinn sinn: „Nú vissi ég hvað móðir drottins míns hét í dag. Hún hét Finna.“ „Það var ekki satt,“ segir karlinn, „hún hét María." „Ég get sannað það,“ segir kerling, „versið er svona: I því húsi ungan svein og hans móður finna. Og Finna hét hún og hafðu það.“ Textinn í jólasálminum „Heims um ból“ hefur reynst mörgum erfiður. Einn var kominn vel á unglingsaldur þegar hann uppgötvaði að í einu versinu stóð „meinvill í myrkrunum lá“ en ekki „meiddist í myrkrinu og lá“. Fæstirtengjafaðirvoriðein- hverri sérstakri árstíð. Ein ung Hver verður fyrstur að ná í jólatré? Þetta er einfalt spil sem tveir, þrír eða fjórir geta sþilað. Allt sem til þarf er teningur og litlir spilapeningar sem segja hvar hver leikmaður er. Svo má auðvitað bæta við spilið alls konar reglum. Til dæmis lita nokkra reiti á hverri braut og gera spjöld með spurningum eða þrautum sem leikmenn verða að levsa. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.