Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 5
JOLABLAÐ II Grýla, Leppalúði og fjölskylda þeirra Varla er hægt aö hugsa sér jól án þess aö minnst sé á Grýlu og fjölskyldu hennar. Jólasveinarnir hafa í seinni tíð klæöst rauðum búningum og gefa gott í skóinn, en þó verð- ur aldrei frá þeim tekið að þeir eru synir Grýlu sem er án efa frægasta tröllkerling á íslandi. Fyrst er minnst á Grýlu í riti frá 13. öld. Helstu heimildir um Grýlu eru í þulum og þjóð- sögum. Grýla er ekki beint glæsilegt kvendi ef marka má lýsingar. Hún hefurótal hausa og þrenn augu á hverju höfði. Hún handsamar börn og stingur þeim í pokann sinn. Grýla hefur kartnögl á hverj- um fingri, helblá augu í hnakk- anum og horn sem geit. Eyru hennar eru engin smásmíði því þau lafa ofan á axlir, eru áföst við nefið að framan. Hún er skeggjuð um hökuna og skeggið líkist hnýttu garni á vef. Tennur hennar eru eins og ofnbrunnið grjót. Grýla var barnaskelfir hinn mesti og sagt er að hún hafi haft mest dálæti á óþægum börnum eða réttara sagt kjötinu af óþekktarormunum. Helsta vörnin gegn því að lenda í poka og maga Grýlu var að vera þægur og góður, því slíka krakka þoldi hún ekki. Grýla hélt stórt heimili, því börnin hennar voru mörg. Auk jólasveinanna þrettán, sem flestir kannast við, átti Grýla tuttugu börn samkvæmt einni þulu og nítján samkvæmt annarri. Þau börn sem nefnd eru í þulunum tveimur hafa ekki orðið jafn fræg og vinsæl og jólasveinarnir. An efa hafa það verið áhugaverð trölla- börn sem gaman væri að heyra meira um. Grýla var að sönnu gömul herkerling, bæði á hún bónda og börn tuttugu. Eitt heitir Skreppur, annað Leppur, þriðji Þröstur, Þrándur hinn fjórði, Böðvar og Brynki, Bolli og Hnúta, Koppur og Kyppa, Strokkur og Strympa, Dallur og Dáni, Sleggja og Sláni, Djangi og Skotta. Ól hún í elli eina tvíbura, Sighvat og Syrpu, og sofnuðu bæði. Grýla kallar á börnin sín, þegar hún fer að sjóða til jóla: Komið þið hingað öll til mín ykkur vil ég bjóða, Leppur, Skreppur, Lang- leggur og Leiðindaskjóða. Jólasveinaandlit og jólatré. Ef þú átt litaðan pappír eða efnisbúta er auðvelt að gera jólaskraut sem annað hvort má hengja á jólatré eða skreyta með herbergi. Ef notað er efni getur verið ágætt að líma það á kartonpappír. Mismunandi litir og alls kyns skraut, t.d. kiippt í álpappír gera myndirnar jóla- legar og fallegar. ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5 Fermetrafjöldi og höfðatala er dæmi sem engan fýsir að reikna til enda, en bágur aðbúnaður er þó eins og hver annar hégómi miðað við ógnina sem stafar af útsendurum apartheidstjórnarinnar í heimalandi barnanna. sem annast matseld og ræstingar. Samtals fimmtán manns. Öll tengjast þau Afríska þjóðar- ráðinu og vinna endurgjalds- laust. Barnaheimilið skiptir hina bönnuðu frelsishreyfíngu afar miklu máli. „Við bíðum þess að sú stund renni upp er við getum snúið heim aftur til frjálsrar Suður-Afríku, en í þeirri baráttu hefur þjóðarráðið forystu. Milli 300 og 400 manns vinna við þær fjölmörgu deildir sem starfræktar eru í höfuðstöðvunum. Við, eig- inkonur, kærustur eða sambýlis- fólk, vildum leggja okkar af mörkum í baráttunni, og fyrir til- stilli kvennadeildar Afnska þjóð- arráðsins tókst okkur að setja barnaheimilið á laggirnar. Á þennan hátt opnast mörgum kon- um möguleiki á að taka virkan Þar sem uppeldið er neðanjarðarstarfsemi Landflótta meðlimir Afríska þjóðarráðsins halda úti barnaheimili í Lusaka, höfuðborg Zambíu. Ögnin sem stafar af Apartheidstjórn- inni í Suður-Afríku gerir það nauðsynlegt að fara með heimilisfangið eins og mannsmorð Þetta barnaheimili er alveg sér á parti. Ekki vegna barn- anna; það er ekkert óvenjulegt við þau, en sama verður ekki sagt um foreldrana. Þau eru meðlimir Afríska þjóðarráðs- ins sem hafa orðið að yfirgefa heimili sín í grannríkinu Suður-Afríku og vinna flest í höfuðstöðvunum í Lusaka. Á þennan hátt hefst grein eftir Anne Mette Ödegaard í hefti LO- Aktuelt frá því fyrr á árinu, og lætur hún þess getið að ekki hafi verið hlaupið að því að komast í tæri við barnaheimilið og að- standendur þess. Ótal símtöl þurfti til, góð orð frá innvígðum og vendilegar eftirgrennslanir heimilismanna um hugarfar og innræti gestanna tilvonandi; og þá fyrst fór að hilla undir heimboð. Og margfaldar varúð- arráðstafanirnar þurfa ekki að koma á óvart; hvítt fólk í Zambíu getur sem hægast verið flugu- menn stjórnvalda í Suður-Afríku og er það gjarnan. Þetta er ástæð- an fyrir allri varfærninni og dular- hjúpnum, og kvennadeild Afr- íska þjóðarráðsins - hún rekur heimilið - tekur enga sénsa. En allt hafðist þetta á endanum og greinarhöfundur fékk leyfí til að heimsækja Dora Tamana barna- heimilið í útjaðri höfuðborgar- innar Lusaka. Sprengjuárás var gerð á húsið á móti síðasta íverustað barna- heimilisins. Að vísu var henni ekki beint gegn heimilinu heldur upplýsingamiðstöð Þjóðarráðs- ins á öðrum stað í sömu bygg- ingu. Enginn féll né varð fyrir meiðslum í það skiptið og því má segja að tilræðið hafi mishepp- nast. En enginn veit hvenær næst verður reitt til höggs. Börnin engin fyrirstaða - Þú skalt ekki halda að Suður- Afríkustjórn víli það fyrir sér að stefna öryggi 60 barna í voða. Henni er trúandi til að gera sér hvað sem er að skotmarki, segir Evelyn Nkadimeng, forstöðu- kona Dora Tamana Creche, en það er nafn barnaheimilisins. Eftir tilræðið fékk það inni í öðru húsi í útjaðri Lusaka. Og að sjálf- sögðu er meiningin að halda heimilisfanginu leyndu í lengstu lög. Þetta er nauðavenjulegt íbúð- arhús, nema hvað það er stútfullt af börnum. Sextíu talsins, nánar til tekið, frá kornabörnum ogupp í fimm ára krakka. Húsrýmið er fjögur herbergi og eldhús. Fer- metrafjöldi og höfðatala er hlut- fallareikningur sem konurnar forðast að velta fyrir sér, en þó að þrengslin séu mikil er nýi staður- ínn hreinasta hátíð miðað við skrifstofubygginguna sem síðast hýsti starfsemina. -Það er ólíku saman að jafna hve ógnin sem að heimilinu steðj- ar er alvarlegra vandamál en bág- ur aðbúnaðurinn. Foreldrar barnanna eru verstu fjandmenn stjórnvalda í Suður-Afríku, og því gæti heimilið sem hægast orð- ið fyrir árás. Fyrir bragðið þorum við aldrei að sleppa þeim úr aug- sýn. Það er ekki nóg með að heimilisfanginu sé haldið leyndu; sama gildir um símanúmerið okk- ar, og við höfum okkar eigin ör- yggisgæslu og bílstjóra, segir Evelyn Nkadimeng. Aldursskipting er við lýði á heimilinu, og hefur hver hópur- sitt herbergi. Við dettum inn í forskólakennslu hjá þeim elstu, segir greinarhöfundur um sjálfa sig og ljósmyndarann, Svein Erik Dahl, og Iætur það fylgja sögunni að út á þau hafi krakkarnir fengið langþráða pásu frá lestrinum, og því hafi heimsóknin gert mikla lukku. Hjá litlu krökkunum voru við- brögðin blendnari; hvað er þetta stóra, hvíta fólk að vilja? Óg til hvers eru allar þessar ljósmynda- græjur? En þau jafna sig fljótlega og fara flest að hugsa um annað en þessa skrítnu gesti með allt dinglumdanglið um hálsinn. Fimm útlærðir kennarar vinna á barnaheimilinu, en að auki barnagæslufólk, bílstjórarogfólk þátt í frelsishreyfingunni," segir Evelyn Nkadimeng. Konurnar skipuleggja starfið, þar með talið innra starf heimilis- ins, en reksturinn stendur og fell- ur með frjálsum framlögum vel- unnara. Og óvissan um framvind- una er mikil. Ómögulegt er að vita hve lengi Afríska þjóðar- ráðinu verður vært í Lusaka. Svo kann að fara að óhjákvæmilegt reynist að flytja höfuðstöðvarnar um set, innan landsins eða til annars lands. Hvar er í heimi hæli tryggt... Börnin útlægu fá því ekkert vanalegt uppeldi. Þau eru á flótta með foreldrum sínum og hætt- urnar leynast við hvert fótmál. En í Dora Tamana bindast þau vináttuböndum öðrum börnum sem eiga sömu menningarlegar rætur og fá kennslu í máli sínu og menningarhefðum að heiman. Evelyn Nkadimeng sagði um þetta að börnin fengju ekki ein- asta hefðbundna kennslu á barn- aheimilinu; hitt skipti ekki minna máli að hlúð væri að vitund þeirra um eigin stöðu og uppruna eftir föngum, og ætti það að reynast þeim gott veganesti þegar sá langþráði dagur rynni upp er þau gætu snúið heim til Suður- Afríku. hs „Með rekstri DoraTamana barnaheimilis- ins gerðust kon- urnarvirkirþátt- takendurífrels- isbaráttunni," segirforstöðu- konan, Evelyn Nkadimeng.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.