Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 16
Jósefína öðrumegin. Jón boli. * A Gríms- staða- holtinu Frásagnir í krafti ljósmynda, ekki orða: Ljósmynda- bók Þórarins Ósk- ars Þórarinssonar, Innan garðs Innan garðs, bók Þórarins Óskars Þórarinssonar- Einar Kárason skrifar textann - á sér enga nána ættingja á bókamarkaðinum núna fyrir jólin. Það er ekki nóg með að þetta sé Ijósmyndabók með mannskepnuna að viðfangs- efni; myndasmiðurinn sækir mótíf sín að auki í þá þætti mannlegrar tilveru sem stundum eru kenndir við undirdjúpin, og það er því eitthvað allt annað en þetta sem vant er að kalla sparihlið- ina á mannskapnum sem snýr út. Myndirnar eru frá ýmsum tímum og stöðum, t.a.m. allmargar frá Danmörku þar sem höfundurinn bjó um sjö ára skeið, en ballestin í bók- inni er þó Grímsstaðaholtið í Reykjavík, en þar ólst Þórar- inn upp. Myndirnar hér á síð- unni eru allar þangað sóttar. Byggð hefur lengi verið á Grímsstaðaholtinu, en hún fór ekki að aukast verulega fyrr en um 1920. Var einkum um að ræða fátækt fólk sem kom sér upp húsnæði af miklum vanefnum en þeim mun meira harðfylgi. Á síðustu áratugum Lóló hinumegin. hefur byggðin enn tekið stakkaskiptum, en ber þó að sumu leyti sviþmót liðins tíma. Þórarinn Óskar vinnur nú að því að gera Grímsstaða- holtinu eins og það var og hét og innbyggjurum þess Holtur- unum, fyllri skil, í máli en þó umfram allt myndum. í því skyni hefur hann viðað að sér miklu magni af gömlum Ijós- myndum og filmum, allt frá aldamótum og fram um 1950. Myndatextar Þórarins eins og þeir birtast í bókinni eru hér allir óbreyttir nema sá sem stendur með Grimsbytröpp- urium, en hann er aukinn, les- endum til glöggvunar. hs Úlfur, lamb og heypokinn. Bóbó í horni. Grimsbytröppur. Um miðjan þriðja áratuginn lét bærinn byggja mikið timburhús á Grímsstaðaholtinu - Grimsby var síðan farið að kalla það af umdeilanlegu innræti - til að bæta úr brýnni húsnæðisþörf. Síðar var þarna barnaskóli um skeið. Endanlega var húsið rifið árið 1986, en hafði áður verið rifið að hluta, enda orðið hrörlegt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.