Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.12.1989, Blaðsíða 6
JOLABLAÐ II Hungurvaka á bókajólum Bókaútgáfan hefur veriö venju fremur líbbleg núna fyrir jólin; titlarnir ívið fleiri en í fyrra og fjölbreytnin meö mesta móti. Þessa sér líka staö í lesefninu sem hér fer á eftir: fáeinir bútar - einir og óstuddir einhverjum kommentum - úr nokkrum þeirra bóka sem hafa verið aö skila sér á markaðinn að undanförnu. Að sönnu í stysta lagi til að unnt sé að glöggva sig á innihaldinu að ráði, en allnokkra vísbendingu eiga þeir þó að geta gefið. Birtir eru kaflar úr skáldverkum; I ferðalagi hjá þéreftir Kristínu Ómarsdóttur, Draumur þinn rætist tvisvar efíir Kjartan Árnason og Hermanni Arnmundar Backman. Hér er að finna ferðasögubrot úr górilluskógi eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur, en bók hennar heitir Dulmái dódófuglsins; birt er brotabrot af síldarsögu Birgis Sigurðssonar; Svartur sjór af síld, og kafli úr bók Vilhjálms Hjálmarssonar um Hermann Vilhjálmsson, en hún nefnist Frændi Konráðs, föðurbróðir minn. Þá er hér birtur undirkafli - Samkeþþni um að auka umbúðakostnað - úr nýstárlegri bók Harðar Bergmann. Hún ber heitið Umbúðaþjóðfélagið og leitast höfundur við að greina frá þvi hvernig líf okkar er vafið í sífellt þykkari, dýrari og fánýtari umbúðir í nafni framfara. Það segir sig sjálft að valið á bókunum sem hér er leitast við að kynna með þessum hætti má fráleitt skoðast sem einhvers konar velþóknunaryfirlýsing blaðsins á þeim um- fram ýmsar aðrar bækur sem gefnar eru út þessar vikurn- ar. Þegar titlarnir skipta tugum og hundruðum gildir gamla reglan um völina og kvölina. Gróskan á bókamarkaðinum er það sem við viljum undirstrika með vali á lesmáli úr sem flestum áttum, en til að fyrirbyggja misskilning skal tekið fram að „verðlaunabækurnar tíu“ eru ekki í okkar úrtaki fyrir þá skuld að brýnna þótti að vekja athygli áfleiri, og þar meö sem flestum, bókum. Forlögunum sem hlut eiga að máli er hér með þakkað fyrir leyfi til að birta glefsur þessar, og er það von okkar að þær megi verða lesendum hungurvaka fyrir íhöndfarandi bóklestur um hátíöarnar. hs Ein af teikningum Búa Kristjáns- sonar í Umbúðaþjóðfélaginu: Sérfræðingarnir segja okkur hvers við þörfnumst og selja okk- ur þjónustu sem við höfðum ekki hugmynd um að okkur vantaði (David Haþgod). Hörður Bergmann: Umbúða■ þjóðfélagið Skipting allra fræðigreina og starfa á sífellt þrengri sérsvið, þar sem krafist er lengri og lengri skólagöngu til að öðlast starfs- réttindi, kostar sitt. f fyrsta lagi renna miklir fjármunir úr opin- berum sjóðum til skólahalds og þjálfunar til að fullnaegja sífellt hástemmdari kröfum. föðru lagi kostar það verðandi sérfræðing vaxandi tíma og fé til að Ijúka skólagöngu og þjálfun. Og því meira sem sérfræðingurinn hefur kostað til í tíma og fé við að ná hinu langsótta marki þeim mun ríkulegri umbunar telur hann sig eiga að njóta. Gjaldskrárnar og launin hækka og þeir sem standa höllum fæti í þessari samkeppni verða að lengja vinnutíma sinn ætli þeir að hafa efni á þjónust- unni. Það verður dýrara að lifa. Þessi braut dregur fleiri og fleiri til sín í keppninni um stærri skerf af því fé sem streymir um plastpípur hins formlega hagkerf- is. M.a. þess vegna verður að dæla sífellt meira fjármagni í þetta kerfi. Það á sinn þátt í verð- bólgu sem gerir síðustu kaup- og taxtahækkun fjótlega að engu. E.t.v. hefur einhver hópur fengið meira en aðrir í síðustu lotu. Það kallar ásamt verðbólgunni á „leiðréttingu“ hjá þeim, „sem hafa dregist aftur úr.“ Enn sem komið er fer þessi endalausa sam- keppni fram samkvæmt leikregl- um vaxtarhyggjunnar: meira af öllu handa öllum. Margt bendir hins vegar til þess að það séu einkum þeir betur settu sem auka tekjur sínar og fríðindi. Á kostn- að hinna - og framtíðarinnar. Eins og ég rakti í síðasta kafla eru allar starfsstéttir afar áhuga- samar um að selja þjónustu sína dýrara verði á morgun en þær gera í dag. Komast í stétt sem getur haft sem lengsta námsvið- miðun um kaup sitt eða unnið á háum sérfræðitaxta, gjarnan á vegum eigin fyrirtækis í vænlegri vaxtargrein. Gera sig að dýrari söluvöru á vinnumarkaðnum sem menn sækja efniviðinn í ham- ingju sína og frama til. Aldrei skortir rök fyrir nauðsyn þess að lengja námstímann hjá þeim sem á eftir koma. Ábyrgðin, sem fylg- ir starfinu, er alltaf að aukast og þjóðhagslegt gildi þess er ekki viðurkennt sem skyldi. Þess vegna er sagt tímabært „að leiðrétta launin“ einsog það heitir á nútímaíslensku sem áður var kallað að hækka laun. Sér- hagsmunir ráða ferðinni, raunsæi og heildarhagsmunir víkja. Þetta á sinn hátt í að gera stöðu flestra verklýðsfélaga og forystu- manna þeirra vonlausa. Það reynist ókleift að hækka kaupmáttinn hjá þeim sem þurfa að greiða sífellt hærri umbúða- kostnað. Jón og Gunna verða bæði að vinna langan vinnudag á vinnumarkaði til þess að geta borgað skattinn sem opinbera sérfræðiþjónustan kostar - og hafa afgang til að greiða aðra sérfræðiþjónustu sem þau telja sig þurfa á að halda. Neytendurn- ir verða að bera kostnaðinn af rekstrar- og tölvuvæðingarráð- gjöf fyrirtækjanna sem þeir kaupa þjónustu og vörur af. Ör- yggið og þægindin, sem kunna að fylgja sérfræðiþjónustunni, eru dýru verði keypt í tíma og vinnu. Vöxtur stofnana- og sérfræðinga- veldis á öllum sviðum þjóðlífsins horfir ekki ótvírætt til framfara ef að er gáð. Meira af því sama er ekki eftirsóknarvert. Og tíma- bært orðið að skoða alla þessa þróun með gagnrýnum augum. Kjartan Árnason. Mynd: Jim Smart. Kjartan Árnason: Draumur þinn rætist tvisvar Kisa, bara það. Fædd undir grænum verkfæraskúr. Átti bröndóttan bróður sem mamma gaf nafnið Urðarbrandur. Við Óli kölluðum hann alltaf Urðar- brandara. Hann var villtur, gekk framhjá manni í stórum boga og hvæsti. En ekki Kisa, aldrei villt, so blíð að pabbi segir það jaðri við skapleysi, hvernig hún nudd- ar sér uppað manni og stökkvir sundur skoltum en stundum heyrst ekkert mjálm, lítur bara gapandi uppá mann og lygnir aft- ur augum. Urðarbrandur var að stjákla hérna alveg frammá vet- ur. Hefur ekki sést í margar vik- ur. Pabbi segir að hann hafi örugglega farið í hitaveitustokk- ana uppí Öskjuhlíð; þar eiga víst heima mörg hundruð kettir sem læðast útúr stokkunum á nótt- unni þegar enginn sér. Það er gott að hann hefur farið uppí Öskju- hlíð, það er búið að vera so kalt í vetur. Á morgun ætlum við að fara í heimsókn til Millu frænku niðrí bæ. Það verður nístingskuldi. Þegar við komum heim aftur verður Kisa ekki þar. Kisa verður horfin útum opinn svefnherberg- isglugga. Ég verð óttasleginn. Mamma segir: „Hún hefur ör- ugglega farið inn til einhvers." An sannfæringar. Verð órólegur allt kvöldið, það er so ískalt úti; sofna loks. Aðra nóttina mun mig dreyma þennan draum: í gær var bankað, pabbi fer til dyra. Eftir smástund kemur hann inntil mín og segir það hafi verið nýju stelpurnar í húsinu fyrir ofan okkur. - Að spurja eftir mér? Er upp- með mér. - Nei þær ..., svarar hikandi, þær voru að koma með Kisu. - Vei! Fundu þær Kisu? Stekk á fætur: Er hún að fá sér að borða? - Nei elskan hún er... Kisa er ... hún er dáin. Kisa er dáin, segir pabbi. Kisa dáin. Kisa. - Nei Kisa er ekkert dáin, hvísla ég, hún var hérna í gær. Kökkurinn belgist út í hálsinum, er orðinn risastór stífla. Pabbi klappar mér á kollinn. - Er hún hérna? kjökra ég, vil ekki trúa, neita, hún var hérna í gær. - Inní þvottahúsi, segir pabbi lágt. - Má ég sjá hana? - Viltu það? - Já. Pabbi leiðir mig að lokuðum dyrum þvottahússins, leggur hönd á hún, hikar. Horfir niðrá mig: - Eigum við að opna? segir hann alvarlegur í hálfum hljóð- um. Kinka kolli, má ekki mæla. Hann opnar dyrnar í hálfa gátt, lítur innfyrir. Stend fyrir aftan hann. Hann snýr sér að mér, spyr enn: vil ég sjá Kisu? - Já, svara ég, er farinn að gráta. Pabbi opnar dyrnar uppá gátt, ég gríp traustataki í annan fót hans og þrýsti andlitinu að hon- um, kreisti aftur augun, græt. Pabbi strýkur mér yfir kollinn. Áræði lokst að opna augun og líta inní þvottahúsið. Á gólfinu liggur Kisa á út- breiddum strigapoka, stíf líktog stytta af sjálfri sér, augun opin, skoltarnir sundur eins og þegar hún reyndi að mjálma. Þarna er hún, eitt skref og ég gæti snert hana, finnst samt ég þurfa að teygja mig langt útfyrir heiminn til að koma við hana. Snerta hana ... nei, hugsunin fyllir mig óhugn- aði. Kisa mín. Nístandi sársauka- ópið sker mig í eyrun, er ekki viss hvort veldur mér meira ofboði, Kisan mín dána eða sjálft ópið; hendist inní herbergið mitt, fleygi mér á grúfu uppí rúm. Græt fram- má kvöld. Þegar pabbi kemur heim úr vinnunni í dag ætlum við að grafa Kisu undir húsveggnum; þar er næstum ekkert frost í jörðu. Ég hef smíðað kross. Draumurinn verður ekki lengri. Ég mun vakna grátandi. Á morgun förum við í heim- sókn til Millu frænku. Mig langar ekki að fara. Arnmundur Backman. Mynd: Jim Smart. Arnmundur Backman: Hermann Á jólatréssölunni niðri við bensínstöð var nóg að gera, enda lokað klukkan tólf, eftir hálf- tíma. Á stóru afgirtu svæði, þar sem áður voru hundruð jólatrjáa af öllum stærðum og gerðum, meira að segja útlenskum, var nú hrúga út við austurgaflinn og í henni rótuðu nokkrir úttaugaðir heimilisfeður í örvæntingu. Tveir rifust uppi í hrúgunni og toguðust á um lítið tré. Hermann beið ekki boðanna. Hann óð inn í þvöguna miðja, náði taki á einu trénu, dró það til sín, borgaði okurverðið, og dröslaði því út í bíl. Þá fyrst rann af honum berserksgangurinn og hann áttaði sig á því að tréð var örugglega þrír metrar á hæð. Svona stórt jólatré hafði hann aldrei keypt á ævi sinni. Ég saga það og klippi, hugsaði Hermann. Hann tróð því eins langt inn í skottið og hægt var. Helvítis klukkan var að verða tólf. Tréð stóð svo langt aftur úr skottinu, að það lagðist í jörðina. Hann reif það út úr skottinu, opnaði aðra afturhurðina og gluggann á hinni hurðinni, tróð trénu inn í aftursætið og út um gluggann, opnaði hin gluggann, smeygði toppnum þar út, skellti hurðinni, hlassaði sér í bílstjóra- sætið og brenndi burt með jóla- tréð þversum á veginum og út úr báðum afturgluggum. Hermann rétt náði búðinni fyrir lokun. Hann leitaði að jóla- pappír, fann engan, spurði stúlk- una. Hún sagði að allur jóla- pappír væri uppseldur. Uppseldur, sagði Hermann. Hvernig má það vera. Þið hafið væntanlega reiknað með því að fólk vantaði jólapappír á þessum árstíma? Við pöntuðum helmingi meira nú en í fyra, sagði stúlkan. Það seldist allt upp. Þú getur reynt í sjoppunum. Þær eru opnar til klukkan tvö eða fjögur. Takk fyrir, sagði Hermann og rauk út. Ókei, bæ, sagði afgreiðslust- úlkan. Hermann fór í fjórar sjoppur á leiðinni heim. Jólapappír var ekki til í efri sjoppunni, uppseld- ur bæði í neðri sjoppu og suður sjoppu. í sjoppunni uppi á brekk- unni fékk hann loks eina rúllu af bleikum pappír. Þú hefur þó ekki stolið norska trénu af Austurvelli? sagði Lína um leið og Hermann dröslaði stóra jólatrénu inn í forstofu. Þetta kemst ekki fyrir hérna mað- ur. Ertu orðinn ruglaður? Ef þessi risafura á að vera í stofunni, verður hún að liggja á hliðinni. Ég saga neðan af því,.sagði Hermann. Nei, ekki saga tréð, sögðu börnin og höfðu aldrei séð annað eins tré til heimilisnota. Stalstu trénu, spurði Hans? Mamma þín er að reyna að vera fyndin, sagði Hermann. Ég saga tréð ef þörf er á og ég keypti það í Jólatréssölunni hf. þar sem ég er vanur að kaupa jólatré og svo er þetta mál útrætt. Ég skal sjá um jólatréð eins og venjulega og viljið þið gjöra svo vel að skrúfa niður í bölvaðri graðhesta- músíkinni, ég ætla að hlusta á fréttirnar, sagði Hermann, lagði frá sér tréð í ganginum og hlamm- aði sér niður við eldhúsborðið. Þar á gólfinu var haugur af jóla- gjöfum. Hverjir eiga eiginlega að fá all- ar þessar gjafir? spurði Her- mann. Hann sá fyrir sér hundrað þúsund krónur fjúka út í busk- ann, hellti kaffi í glas og kveikti á fréttunum. Teppamennirnir eru farnir í mat og þeir eru ekki hálfnaðir með stofuna, sagði Lína, þetta er ekki hægt. Ég get ekki undirbúið jólin hér í eldhúsinu og á gangin- um. Hvenær ætlar þú eiginlega að klára að mála Hermann Karls- son? Hvenær eigum við eiginlega að taka stofuna í gagnið og byrja að skreyta? Hermann reyndi að hlusta á fréttirnar. Ríkisstjórnin átti í miklum erfiðleikum og innbyrðis deilum. Hann sötraði svart kaffið úr glasinu. Nú fyrst tók hann eftir því að hendur hans voru mjalla- hvítar af vatnsmálningu. Hann hallaði sér upp að hraðsuðukatl- inum og sá þar kúlulaga andlit sitt alsett málningarskellum. Þannig hafði hann þvælst um bæinn og nú hringdi síminn. Jóhanna Kristjónsdóttir: Duimái dódófugisins Jósef leiðsöguforingi sveiflaði sveðjunni vígalega til að ryðja okkur braut inn í skóginn. Þegar við höfðum þokast áfram í klukkutíma, hnotið um trjábúta og stungið okkur á þyrnum, hægði Jósef á sér og gaf merki um að nú gætum við farið að nálgast. „Þið verðið að gæta þess að hafa hljótt," sagði hann. „Górill- urnar eru viðkvæmar og geta brugðist hinar verstu við ef þær verða hræddar." 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.