Þjóðviljinn - 22.12.1989, Síða 2
SKAÐI SKRIFAR
Eg fæ að vita allt
um Leppalúða
VV>;.*
. v, feajfcí.
.imm***®,*r
Jæja. Þá eru að koma jól. Ég segi nú ekki
margt. Ég er að vísu kristinn maður og svo-
leiðis en stundum verð ég svo leiður á þessu
jólagaspri að mig langar mest til að fara að
ráðum Steins Steinarrs, míns aldavinar. En
það var hann sem gaf okkur svofell hollráð á
jólum:
Með kurteisum svip skaltu kveikja í stof-
unni þinni
Og kauptu svo sóknarprestinn og éttu
hann.
Mig langar ekki í hangikjöt frekar en það
væri niðurgreitt refafóður. Ég skal splundra
öllum englasöng með hrossabresti. Ég gæti
skotið alla jólasveina á fæti.
Svona var ég nú í skapinu þegar ég hitti
hana Villu frænku mína á dögunum en hún er
öll í kvennaþjóðfræðasálfræðinni og því. Og
ég fór að skemmta mér eitthvað með því að
stríða henni á Grýlu.
Villa mín, sagði ég sisona. Finnst þér ekki
óþolandi fjandi að þessir vinsælu jólasveinar
skuli allir vera karlar, en Grýla, sem étur
börnin og alltaf er verið að hræða þau á, skuli
vera kona?
Þú meinar það Skaði, sagði Villa, að þér
finnist að í Grýlumyndinni endurspeglist
kvenhatur það sem á sér erkitýpiskar rætur í
gyðinglegri-kristilegri kvenfælni: Með öðrum
orðum að Grýla sé úrkynjað framhald af Evu
sem leiddi hið illa og syndina yfir mannkynið?
Einmitt, sagði ég, því ég vil ekki sýnast
ólærðari en hún frænka mín litla hún Villa.
Svo gæti virst sem svo væri, sagði Villa og
setti upp hugsasvipinn. Og þó er þetta ekki
svo heldur hinsegin.
Hinsegin hvað? spurði ég.
Jú, sjáðu til frændi, sagði Villa. Eiginlega
erum við, jafnréttiskonur, komnar á þá
skoðun, að Grýla sé okkar hetja. Hún er að
vísu Ijót og leiöinleg með ferlega hönd og
haltan fót. Hún er skelfileg þar sem hún
gengur um og tínir óþekktarorma í skjóðu
sína. En hún hefur vald og þar stendur
tromphnífurinn út úr vorri kú. Eg tel ótvírætt,
að Grýla sé sterkur minnisvarði um mæðra-
veldið, um matríarkatið, í norrænu samfélagi.
Hún er Gyðjan Mikla, sem karlveldið hefur
seinna reynt að afskræma og níða niður af
sínum skepnuskap.
Ertu nú alveg viss um þetta, Villa mín?
spurði ég vantrúaður.
Ég er handviss, sagði Villa. Og ég þarf ekki
annað en minna þig á hann Leppalúða til að
þú sjáir þetta skýrt eins og staf á bók.
Hann Leppalúða? hváði ég hissa.
Já. Leppalúði er einmitt karlkynið á hinum
sælu dögum mæðraveldisins þegar körlum
var haldið frá valdi og ákvörðunum, þeir voru
svona rétt hafðir til undaneldis og fengu ekki
einu sinni að vita það sem konur alltaf vissu -
hvernig börn verða til! Leppalúði er svosem
ekki neitt neitt. Við sjáum það af kvæðum og
sögum að hafi hann verið faðir jóla-
sveinanna, sem er nú alltaf f ræðilegt vaf amál
og túlkunaratriði, þá er svo mikið víst að þeg-
ar þeir eru farnir á stjá er hlutverki hans lokið.
Hann dugir ekki einu sinni til að smala börn-
um í matinn. Mesta lagi hann fái kannski að
reyta af þeim spjarirnar áður en þau eru sett í
pottinn. Og þó er þessa ekki einu sinni getið,
þetta er bara svona ágiskun. Þú manst hvað
stóð í kvæðinu:
Leppalúði við bólið beið.
Hvað segir okkur þessi gangorða lýsing á
hlutskipti karls í kvennaveldi? Hún lýsir ámát-
legum vanmætti. Grýla er lögst í bólið, hún
hefur barist hetjulega í sínu lífsstríði, en ís-
lensk börn eru að vinna á henni með kristi-
legum fláttskap, þykjast vera góð og ég veit
ekki hvað. Hún leggst fyrir, því það vantar
björg í bú. En karlinn gerir ekkert, Leppalúði
við bólið beið:
og síðan fór hann þá sömu leið
Vegna þess að hann er ómyndugur aðili
að tilverunni. Leppalúði er með nokkrum
hætti öfug speglun, niðurlægingin og bæling
persónuleikans sem síðar verður hlutskipti
kvenna í sögunni.
Þetta er merkilegt Villa, sagði ég. Mjög
merkilegt. En hefur þú ekki alltaf verið að
segja mér að þegar mæðraveldið var þá hafi
allt verið svo gott og allir jafnréttháir og góðir
hver við annan?
Vertu ekki með neinn útúrsnúning goði,
sagði Villa. Vitanlega voru allir jafnréttháir,
karlar og konur, en fólkið var jafnrétthátt á
forsendum kvenna eins og eðlilegt var því að
þær gengu með börnin og fæddu af sér lífið,
án þeirra hefðu kynslóðaskiptin stoppað og
þróunin sprungið af harðlífi. Og karlarnir, þeir
sem sagt sátu og „biðu við bólið" eins og
skáldið segir af kvenlægri visku sinni, biðu
rólegir eftir því að þeim væri sagt eða gera
hitt eða þetta eða geispa golunni.
RÓSA-
I GARÐiNUM
VANRÆKSLAI
MARKAÐSSETN-
INGU
Jólin eru ósköp látlaus hjá
reykvískum hestum.
Tíminn
OSSVANTAR
HESTAPRESTA
Ég veit ekki um neinn sem les
jólaguðspjallið fyrir hestana sína
á aðfangadagskvöld, syngur fyrir
þá jólalög eða sálma, setur jól-
askeifur á þá.
Tíminn
ORÐARETTUM
STAÐ
Það er ákveðið ljós sett á So-
vétríkin, þennan gervikommún-
isma sem íslenskir blaðamenn
kalla að vísu kommúnisma, þeir
eru svo illa að sér að þeir vita ekki
að þetta er ekki annað en svindl
sem kemur kommúnisma ekkert
við.
Morgunbladið
HAGFRÆÐIN NÝJA
Þegar allt kemur til alls hefur
þjóðin í rauninni aldrei haft efni á
öðru en nokkrum pökkum af
rauðum og bláum ópal, allt ann-
að er blekking.
Morgunblaðið
AF STORMSVEIT-
UM DAVÍÐS
Þessar stöðumælaofsóknir í
miðborg Reykjavíkur eiga ekki
við nein rök að styðjast. Það er
verið að reyna að laða fólk í mið-
borgina til viðskipta, en jafn-
framt eru skipaðar árásarsveitir
til þess að fæla menn burt úr mið-
borginm. Morgunbiaðið
SETJIÐ DJÖFULINN
AFTUR í SÁLMA-
BÓKINA!
Ætla mætti að fögnuður ríkti út
af (breytingunum í Austur- Evr-
ópu) í Atlantshafsbandalaginu.
En það er segin saga að enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur andstæðing sinn.
DV
MARKAÐS-
HYGGJAN LIFI
Af hverju má ekki græða á því
að selja mönnum lífslygi eins og
allt annað?
DV
SÆLIR ERU AUÐ-
MJÚKIR.
Ég held ýmsum skoðunum
fram í þessari bók sem eru mínar
skoðanir, án kröfu um að vera
algildur sannleikur.
Ingólfur Guðbrandsson í DV
INGÓLFS ÓHAM-
INGJU VERÐUR
ALLT AÐ VOPNI.
Annað var til komið vegna af-
brýðissemi og öfundar. Bæði var
það að mér vegnaði vel fjárhags-
lega og vegna þess að ég naut
augljóslega kvenhylli sem er eitt
mesta ólán sem nokkurn mann
getur hent.
Lífspegill sama Ingólfs.
2 SlÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. desember 1989