Þjóðviljinn - 22.12.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.12.1989, Blaðsíða 4
A BEININU: Klúðmðum umhverfis- ráðuneytinu Júlíus Sólnes formaöur Borgaraflokksins og ráð- herra Hagstofu íslands og veröandi umhverfismál- aráöherra er á Beininu aö þessu sinni. Búiö er að fresta afgreiöslu frumvarps um umhverfismála- ráöuneyti fram yfir jólahlé þingmanna og aldrei á seinni tímum hefur atvinnuleysi veriö meira en í ár. Eitt af verkefnum Júlíusar í ríkisstjórn er aö móta atvinnustefnu til langs tíma. Þá hefur fylgi flokks- ins í skoöanakönnun aldrei mælst minna. En fyrst var Júlfus spurður hvort frestun umhverf ismálaráö- uneytisins hafi ekki verið svekkjandi fyrir hann. - Jú auðvitað hef ég orðið fyrir vonbrigðum að það skyldi ekki nást í gegn fyrir jól en engu að síður sætti ég mig alveg við þetta. Að sumu leyti verð ég að viður- kenna að okkur urðu á mistök í því að leggja ekki frumvarpið nógu snemma fram. Við eyddum ma. tæpum mánuði í það að leita skriflegra umsagna áður en frum- varpið var iagt fram á Alþingi og það virðist nú sýna sig að sú vinna var unnin fyrir gýg þar sem það verður hvort sem er sent út til skriflegra umsagna til að koma til móts við óskir stjómarandstöð- unnar. Þannig að við hefðum get- að lagt framvarpið fram löngu fyrr en gert var. Svo við verðum að hluta til að taka á okkur þá ábyrgð sjálfir að hafa klúðrað þessu máli. Þú hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það að titla þig sem umhverfismálaráðherra áður en búið er að afgreiða málið frá Alþingi? - Sko, þetta er gagnrýni sem fyrst og fremst Sjálfstæðisflokk- urinn og Morgunblaðið hafa haldið á lofti en er byggt á ósann- indum og staðlausum fullyrðing- um. Ég hef sko aldrei nokkurn tíma titlað mig sem umhverfis- málaráðherra. Það er málið. Hins vegar hefur það nokkrum sinnum gerst að ég hef tilkynnt þátttöku í ráðstefnum erlendis og skrifað að ég fari með umhver- fismál innan ríkisstjórnarinnar. Það geri ég samkvæmt sérstöku erindisbréfi sem mér var afhent af forsætisráðherra 12. septemb- er. Það er svo önnur saga að ým- isir ráðstefnuhaldarar úti í löndum hafa umsvifalaust breytt því í umhverfismálaráðherra án míns vilja. Ef ég ætti að fara eitast við það allt saman þá gerði ég ekkert annað. En mér finnst satt að segja alveg furðulegt karp um það hvort ég sé umhverfismála- ráðherra eða ekki. Stofnun umhverfismálaráðu- neytisins hefur verið gagnrýnd og þá sérstaklega fyrir það að öli stefnumið vanti og að það sé fyrst og fremst dúsa upp í Borgarafl- okkinn til að tryggja stuðning ykkar við ríkisstjórnina? - Mér finnst nú alveg fráleitt að heyra svona staðhæfingar. Stofnun þessa ráðuneytis er búin að vera á stefnuskrá allra þeirra ríkisstjórna sem myndaðar hafa verið frá því árið 1987 til að koma umhverfismálunum í almenni- legan farveg. Þannig að þetta hef- ur ekkert með Borgaraflokkinn að gera og alveg ótrúlegt þegar menn halda slíku fram. Fyrr má nú vera. í sjálfu sér er það hins vegar hið besta mál ef það verður fyrir tilstilli Borgaraflokksins að hér verður tekið myndarlega á umhverfismálum í framtíðínni. En eins og ég segi er þetta mál búið að hafa langan aðdraganda og það er alveg ljóst að menn hafa haft af því vaxandi áhyggjur að yfirstjórn umhverfismála hef- ur verið hálf losaraleg og nánast ekki til. Hver verða þá aðalviðfangsefni komandi umhverfismálaráðu- neytis? ' - Þau verða fyrst og fremst að halda utan um allt náttúruvernd- arsviðið. Það er að vera með stefnumótandi aðgerðir og stjórnun á allri náttúruvernd og þar með talinni gróðurvernd. Nú, svo eru það mengunarvarnirnar. Það eru allir sammála um það að umhverfismálaráðuneytið muni hafa forystu í þeim málaflokki og sjá til þess að mengunarvarnir séu hér í lagi og í samræmi við það sem ’gerist núna á alþjóðavett- vangi. í þriðja lagi eru gífurleg alþjóðleg samskipti á þessu sviði og sumir kunna að segja að við eigum ekkert að vera að eyða peningum í að elta þau uppi. En staðreyndin er bara einfaldlega sú að á vettvangi alþjóðlegra samskipta er verið að ganga frá alls skonar samþykktum og sátt- málum sem varða umhverfismál og snerta hagsmuni íslendinga. Því er það alveg bráðnauðsynlegt að við fylgjumst mjög grannt með því sem þar er að gerast til að vernda okkar eigin hagsmuni. Til dæmis að það sé ekki verið á vett- vangi Norðurlanda að ganga frá sáttmálum á sviði umhverfismála sem kannski skaða okkar hagsmuni. Er ekki hætta á að umhverfis- ráðuneytið verði eitt allsherjar stofnanaskrfmsli? - Nei, það eru allir sammála um það að umhverfisráðuneytið sjálft geti verið tiltölulega lítið ráðuneyti með nokkrum dug- legum embættismönnum sem sjái um yfirstjórn þessara mála hver á sínu sviði. Hins vegar hef ég um það hugmyndir að hér eigi að rísa ein öflug umhverfisverndarstofn- un sem þá hugsanlega taki yfir verksvið Náttúruverndarráðs og Náttúrufræðistofnunar. Síðan eru hinar ýmsu deildir innan menntamálaráðuneytis svo sem veiðistjóri sem fer meö eyðingu refa og minka og einnig er á sviði þess að fylgjast með hreindýra - stofninum og stjórna veiðum sem leyfðar eru á honum. Ég sé fyrir mér að allt þetta verði samræmt innan einnar stofnunar sem getur þá á mikiu markvissari hátt tekið á þessum málum. Hluti þessarar stofnunar mundi eflaust verða gróðurfarsrannsóknir og gróður- eftirlit sem hlýtur að verða mjög umfangsmikill málaflokkur fram- tíðarinnar. Auðvitað verðum við að hafa samvinnu við allar þær stofnanir sem fyrir eru og ég býst þessvegna við því að þessi mála- flokkur muni þá eflast að sama skapi eftir því sem fleiri aðilar- koma að honum. Atvinnuleysi hefur sjaldan á seinni tíð verið meira en í ár og eitt af verkefnum þínum í ríkis- stjórninni er að koma með til- lögur um atvinnustefnu til næstu framtíðar. Hvernig gengur það verk? - Ja við erum með tvær nefndir í gangi sem eru að athuga þessi mál frá öllum hliðum. Á vegum forsætisráðuneytisins er stór 20 manna nefnd sem er skipuð full- trúum aðila vinnumarkaðarins og stjórnmálaflokkana og hún er að fara ofan í umhverfi atvinnuveg- anna á íslandi og er að velta upp spurningum eins og þessum: Er samkeppnisstaða atvinnulífsins sambærileg við það sem gerist f helstu nágrannalöndum okkar? Er skattalegt umhverfi þeirra hagstætt eða er hægt að laga það og svo framvegis. Síðan hef ég starfshóp mér til ráðuneytis til þess að kanna ýmsar nýjar ieiðir í atvinnumálum. Hvort möguleiki sé til að styrkja atvinnulífið úti á landsbyggðinni með því að benda á nýjar leiðir. Þar höfum við ma. velt fyrir okkur fullvinnslu sjáv- arafurða og margt annað. Ferð- amál, listhönnun og nánast allt sem við höfum látið okkur til hugar koma í þessu sambandi. Milli þessara nefnda er mjög náið samstarf og ég er að vona að þetta verk geti skilað góðum árangri. Við reiknum með að þetta starf haldi áfram á næsta ári og að fyrstu skýrslur frá okkur sjái dagsins ljós á útmánuðum. I þessu sambandi hafið þið fundað með heimamönnum f stærstu þéttbýlisstöðum landsins og bcðið þá um tillögur til ný- sköpunar f atvinnumálum. Þýðir það ekki að þið eruð sjálfir alveg blankir að frjóum hugmyndum? - Nei. Þvert á móti. Við höfum nóg af hugmyndum. Hins vegar þýðir ekkert að móta hér at- vinnustefnu án samráðs við fólk- ið í landinu. Það er til dæmis al- veg fráleitt að fara að skrifa það í skýrslu að fólk á Vestfjörðum eigi að vinna við þetta eða hitt án Júlíus Sólnes formaður Borgara- flokksins og ráðherra Hagstofu ís- lands. Mynd: Jim Smart. vera algjört lykiiatriði að heyra hljóðið í fólki sem víðast út um landið og hvað það sé sem það sér fyrir sér í framtíðinni. Við hvaða störf vill það vinna og svo fram- vegis. Það verður engin atvinnu- stefna mótuð af neinni skynsemi með neinum öðrum hætti. Hefur eitthvað bitastætt komið fram á þeim fundum sem þegar hafa verið haldnir? - Já það finnst mér. Á fundin- um sem haldinn var í Kópavogi þar sem voru fjöldamargir at- vinnurekendur sem lýstu sínum hugmyndum og tilraunum sem þeir eru að vinna að. Við fengum margar góðar ábendingar með nýjar leiðir í útflutningi á unnum sjávarafurðum, nýja markaði og tilraunir manna til að ná fótfestu í Austurlöndum fjær með heilfrysta grálúðu og fleira í þeim dúr. Nú, uppi á Akranesi fengum við fjölmargar ábendingar til dæmis um endurreisn prjóna- og ullariðnaðarins í landinu og þar bar skipasmíðaiðnaðinn á góma og gott að heyra hljóðið í heima- mönnum um það mál. En það er einnmitt mitt áhugamál að efla iðnað í tengslum við sjávarútveg. Fullt af ábendingum segirðu. En hver er framtíð þess fjölda sem nú gengur um atvinnulaus og þeirra mörgu sem eiga eftir að bætast í þann hóp á næstunni samkvæmt spá Þjóðhagsstofnun- ar. Ekki nægja honum ábending- ar einar eða hvað? - Það er auðvitað útilokað að við getum gripið einhverjar lausnir eins og töframenn upp úr hattinum sem geti skapað vinnu strax í dag eða á morgun fyrir það fólk sem nú gengur um atvinnu- laust. Því miður. Það er enginn sem getur það að mínum dómi. Við erum að ganga í gegnum mjög erfitt samdráttarskeið sem hefur haft þau áhrif sem öllum eru kunn. Er nokkuð annað en að þreyja þorrann og vonast eftir að bjartari tíð sé framundan. Við erum kannski í þessu starfi að hugsa meira til framtíðarinnar. Hvað ætlar þessi þjóð að fást við á næstu árum og á næstu ára- tugum. Það er spurning sem ég held að við verðum að fara að fá svör við. Við verðum að gera þess að tala við það. Ég tel það okkur það ljóst hvernig við ætlum að haga okkur í þessu litla landi, til dæmis þegar við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að það er að myndast þessi stóri markaður í Evrópu árið 1992 og hvernig við lítum á framtíðina að öðru leyti. Það er höfuðviðfangs- efni okkar. í skoðanakönnunum sem gerð- ar hafa verið um fylgi stjórnmála- flokkanna hefur komið fram að Borgaraflokkurinn hefur lítinn sem engan hljómgrunn meðal kjósenda. Hafið þið ekkert fylgi? - Ég hef nú ekki eins miklar áhyggjur af þessu eins og svo margir aðrir. Það hefur svo verið alla tíð að okkar fólk hefur ekki kært sig um að gefa mikið upp í skoðanakönnunum að það kjósi Borgaraflokkinn. Það er vegna þess að frá upphafi flokksins hef- ur það orðið fyrir alls skonar að- kasti og óþægindum. Bæði á vinnustöðum og eins í sambandi við-fjármál sín og hvaðeina. Aðkasti frá hverjum? - Frá varðhundum kerfisins. Vegna þess að hér á landi hafa gömlu flokkarnir fjórir hreiðrað svo vel um sig að þegar einhver vogar sér að gera uppreisn gegn þessu fasta valdakerfi rísa varð- hundar þeirra upp alls staðar í þjóðfélaginu þeim til varnar. Þannig mátti okkar fólk í kosn- ingarbaráttunni árið 1987 þola uppsagnir í vinnu, aðrir urðu fyrir alls skonar óþægindum ss. að fj ármálafyrirgreiðslu þess var kippt til baka og hvað eina. Fólk er hvekkt og er ekkert að gefa upp sína afstöðu vitandi það að hún getur bara komið í bakið á því. Svo skulum við ekki gleyma því að sumir virðast hafa svo mikla trú á skoðanakönnunum að þingmenn eigi nánast bara að labba út af Alþingi í takt við nið- urstöður þeirra hverju sinni. Menn virðast bara blása á það að hér er kosið á fjögurra ára fresti til Alþingis. Við skulum líka at- huga það að í þessum skoðana- könnunum er tæplega helmingur- inn óákveðinn og á meðan er ekkert að marka þessar kannan- ir. Að lokum Júlíus. Hvaða jóia- gjöf áttu handa þjóðinni? - Ég gæti nú hugsað mér þær margar. Kannski fyrir það fyrsta að þjóðin næði sáttum um það að takast sameiginlega á við þau vandamál sem framundan eru í stað þess að vera í þessum eilífu og stanslausu erjum innbyrðis. Það sem ég auglýsi eftir er að þessi fámenni hópur sem hér býr, um 250 þúsund manns, að hann snúi bökum saman og vinni eins og einn maður til að skapa hér betra þjóðlíf. _grh 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. desember 1989 l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.