Þjóðviljinn - 22.12.1989, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 22.12.1989, Qupperneq 5
® • ■ J? Afskipti Sendiherra brýtur Vínarsáttmála Hjörleifur Guttormsson: Sendiherra Bandaríkjanna braut bœði lög og Vínarsáttmála með ummœlum sínum um vara flugvöll og álbræðslu. Forsœtisráðherra sammála, en Jón Sigurðsson telur þetta allt eðlilegt Þingmönnum borgaratlokk- herrans, en aðrir flokkar voru á anna á þingi ásamt Jóni og nokkr- þeirri skoðun að hann hefði verið um öðrum krötum fannst ekkert að skipta sér af íslenskum innan- athugavert við ummæli sendi- ríkismálum. -hmp || jörleifur Guttormsson þing- maður Alþýðubandalagsins hóf utandagskrárumræðu á AI- þingi í gær þar sem hann sagði sendiherra Bandaríkjanna, Charles Cobb, hafa brotið bæði íslensk lög um stjórnmálasam- skipti og Vínarsamning um sama efni um samskipti á milli ríkja, með ummælum í Morgunblaðinu um varaflugvöll fyrir herinn á Is- landi og um álbræðslu á íslandi. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra tók undir þetta með Hjörleifi og sagði óvið- eigandi að sendiherra Bandaríkj- anna væri að blanda sér í mál sem um væru deilur í landinu. I umræðunum sagði Hjörleifur að í viðtalinu kæmu fram gróf af- skipti af íslenskum innanríkis- málum. Sendiherrann hefði með- al annars skýrt frá samtölum sín- um við forráðamenn bandaríska álfyrirtækisins Alumax, tveimur samtölum við Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og að hann ráð- gerði að að bjóða forráða- mönnum Alumax og Jóni og sér- fræðingum hans til frekari við- ræðna. Þá segi sendiherrann ör- uggt að umtalsverð fækkun verði í liði Bandaríkjamanna á megin- landi Evrópu, en hvað ísland varði sjái hann hins vegar annað hlutskipti. Þar þyrfti að fjölga hernaðarmannvirkjum. Steingrímur Hermannsson sagði ljóst að sendiherrann hefði farið út fyrir þau mörk sem hefð setti erlendum sendimönnum og sömuleiðis þau mörk sem 41. grein Vínarsáttmálans segði til um. Steingrímur sagðist vilja ræða málið við utanríkisráðherra þegar hann kæmi heim frá út- löndum, en til greina kæmi að kalla sendiherrann á fund forsæt- isráðherra og tjá honum að hann hefði farið út fyrir sín mörk sem sendiherra. Afstaða Jóns Sigurðssonar vakti undrun margra þingmanna. Hann vildi meina að umrætt við- tal væri við Charles Cobb á Laufásvegi 21, þe. að þetta væri persónulegt viðtal en ekki viðtal við sendiherra Bandaríkjanna. Hann vildi ekkert gera í málinu og engin ástæða væri til að líta á ummæli sendiherrans sem af- skipti af íslenskum innanríkis- málum. Þessu mótmælti Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og tók undir sjónarmið forsætisráð- herra. í ummælum sendiherrans hefði falist tilraun til að hafa áhrif á ákvarðanatöku íslenskra stjórnvalda umfram það sem eðlilegt væri talið. Hann sagðist algerlega ósammála því að viðtal- ið væri persónulegt. Öllum hefði verið ljóst að þetta væri formlegt viðtal við nýskipaðan sendiherra Bandaríkjanna á Islandi. Sendi- herrann hefði rætt málin sem sendiherra Bandaríkjanna aftur og aftur. Grýla kom í heimsókn í Þjóðminjasafnið í gær ásamt þeim Gluggagægi og ,Bjúgnakræki. Þetta var síðasta heimsókn Grýlu og hennar hyskis í Þjóðminja- safnið fyrir þessi jól, en heimsóknir þessar hafa notið mikilla vinsælda meðal reykvískra skólabarna. Ljósm. Kristinn. Dómsmál Eiga kaupfélögin Sambandið? Jón Laxdal, bóndi á Nesi í Grýt- ubakkahreppi, hefur höfðað mál á hendur Sambandi Islenskra samvinnufélaga í þeim tilgangi að fá viðurkennt fyrir dómi, einga- hlutdeild þrotabús Kaupfélags Svarlbarðseyrar í Sambandinu. Hann gerir kröfu um að Kaupfé- lag Svalbarðseyrar, sem var einn af stofnendum Sambandsins, fái dæmdan eignarhlut í hlutfalli við bókfærða eign í stofnsjóði Sam- bandsins eins og hún var þegar Kaupfélagið var lýst gjaldþrota, og að sú eign verði dregin undir gjaldþrotaskiptin. Mál þetta verður þingfest 25. janúar n.k. og er þeim Guðjóni B. Olafssyni for- Jón Laxdal: Vil láta reyna á yfirlýsingar sem gefnar eru á tyllidögum stjóra og Ólafi Sverrissyni, fyrr- verandi kaupfélagsstjóra stefnt fyrir hönd Sambandsins. - Ég er einungis að sækja það sem kaupfélagið á með réttu inni í Sambandinu og vil láta á það reyna hvort staðið verði við yfir- lýsingar sem gefnar eru á tylli- dögum um að kaupfélögin eigi sambandið, sagði Jón Laxdal, en hann sem félagsmaður í Kaupfé- lagi Svalbarðseyrar og ábyrgðar- maður fyrir ýmsum skuldbind- ingum Kaupfélagsins á verulegra hagsmuna að gæta í þessu máli. Forsvarsmenn Sambandsins hafa til þessa ekki viðurkennt eignar- rétt kaupfélaga með þessum hætti og á skiptafundi var tillaga Jóns um málshöfðun gegn Sam- bandinu felld. Þess vegna höfðar Jón sjálfur mál nú. í stefnu málsins koma fram rök fyrir málshöfðun þessari og segir m.a. að þegar Kaupfélag Sval- barðseyrar varð gjaldþrota hafi það verið aðili að Sambandinu í nær 85 ár og með því að leggja eigið fé í grunninn að stofnun þess og með fjárframlögum og viðskiptum stuðlað að uppbygg- ingu og eignarmyndum Sam- bandsins. Þá er vísað til 76. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttar og lög um samvinn- ufélög og samvinnusambönd, þar sem m.a. kemur skýrt fram, að aðilar og stofnendur samvinnu- sambanda eiga beinan eignarrétt í umræddri sameign sinni. 'Þ Guðrún Helgadóttir Baðst ekki afsökunar Guðrún Helgadóttir: Hef bœði gagnrýnt stjórn og stjórnarandstöðu. Umræðaumummælimínlangtumframtilefniogþungorðféllusem ég erfi ekki við menn Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs þings bað Sjálfstæðis menn ekki afsökunar á ummæl- um sínum um málþófstilraunir þeirra, eins og þeir höfðu farið fram á. Sjálfstæðismenn gerðu þrátt fyrir þetta ekkert úr hótun- um sínum um að tefja þingfundi og var þinghald með eðlilegum hætti í gær. Margir þingmenn eru þeirrar skoðunar að þar hafi ráðið úrslitum að á dagskrá þingsins í gær var kosning í bankaráð, sem Sjálfstæðismenn hefðu ekki viljað útiloka sig frá. í upphafi þingfundar sagði Guðrún ma. að það kæmi í hlut forseta að vera talsmenn þings- ins. Til þeirra væri leitað þegar spurst væri fyrir um verkstjórn og framvindu mála á þinginu. Viðtal við fréttamann RUV hefði valdið stærsta stjórnmálaflokki landsins sárindum, sem ekki hefði verið ætlun að efna til. Kvöldið fyrir umrætt viðtal hefði forseti raunar gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að leggja mál sín of seint fram, svo þau mættu verða að lögum fyrir jólahlé. Því teldi forseti ekki á neinn hallað. Þá sagði Guðrún að sú umræða sem átt hefði sér stað í þingsölum vegna ummæla hennar, hefði ver- ið langt umfram tilefni og þung orð hefðu fallið. Forseti myndi ekki erfa þau og vonaði að hið sama gilti um umrætt viðtal. Sjálfstæðismenn töluðu um að forseti hefði sýnt „nokkra iðrun“. En þeir þingmenn sem Þjóðvilj- inn ræddi við voru sammála um að Guðrún hefði haldið andlitinu og ekki beðist afsökunar á neinu. Hins vegar hefðu Sjálfstæðis- menn runnið á rassinn í málinu. -hmp Föstudagur 15. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5 Lánskjör 21,6% hækkun r r ■ a ari Lánskjaravísitalan í janúar er 1,80% hærri en vísitalan í des- ember. Þá hækkaði vísitala bygg- ingarkostnaðar um 1,1% á milli mánaða. Hækkun lánskjaravísitölunnar umreiknuð til árshækkunar sam- svarar 23,9% síðasta mánuð, 21,4% síðustu 3 mánuði, 19,0% síðustu 6 mánuði og 21,6% síð- ustu 12 mánuði. Byggingarvísitalan umreiknuð til árshækkunarsamsvarar 13,8% síðasta mánuð, 16,3% síðustu þrjá mánuði, 22,3% síðustu sex mánuði og 27,3% síðustu 12 mánuði. -Sáf Blysförin Blysför Samstarfshóps friðar- samtaka á Þorláksmessu hefst kl. 18 en ekki kl. 19 einsog misritað- ist í Þjóðviljanum í gær. Blysförin hefst á Hlemmi og verður gengið niður Laugaveg og endar gangan í Lækjargötu fyrir framan Tor- funa.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.