Þjóðviljinn - 22.12.1989, Síða 7

Þjóðviljinn - 22.12.1989, Síða 7
flokkarnir í ríkisstjórn réðust að okkur með hinum flokkunum, þetta væri allt ræfildómi okkar að kenna. A þessum tírna sagði ég að þetta væri yfirboðspólitík og ábyrgðarleysi vegna þess að það væru ekki til peningar til að gera þessa hluti; ef þessir menn hefðu peningana einhvers staðar skyldu þeir koma með þá. Peir sögðust allir hafa peningana. Síðan hafa allir þessir aðilar farið með hús- næðismál með þeim árangri sem menn þekkja. Eg fann þá að þessi málflutningur okkar skilaði sér og hann kom út með 18% fylgi í kosningunum 1983. Þannig að þó að það sé erfitt og snúið að taka á pólitíkinni við þessar aðstæður, þá er verkalýðs- flokkur einskis virði nema hann geti tekið á í erfiðleikum. það er enginn vandi að stjórna málum þegar allt leikur í lyndi. En ég held að kjósendur meti það meira ef menn hafa bein í nefinu til að takast á við erfiðleikana. Pað sem ég óttast aðallega ef samdráttur heldur áfram í efnhagslífinu, er að þjóðin verði svartsýn og sjái ekki þá möguleika sem hér eru í efnahags- og atvinnumálum til að byggja upp lífskjör sem eru að > minnsta kosti svipuð því sem ger- ist í grannlöndum okkar. Að mínum dómi er það eitt stærsta sjálfstæðismál okkar, fyrir utan hina menningarlegu undirstöðu, að það takist að treysta hér lífskjör til langs tíma, þannig að fólk geti eftir venju- legan vinnudag búið við sæmilegt öryggi bæði fyrir sig og börnin sín, því annars fer fólk í burtu. Þó að það sé atvinnuleysi í Noregi, Svíþjóð og Danmörku fær okkar fólk þar vinnu vegna þess að það kann svo margt, hefur verið í byggingarvinnu, iðnaði og fiski og getur gert marga hluti. Það væri það versta sem gerðist ef við færum að missa fólk úr landinu. Svavar Gestsson. Mynd: Jim Smart. með ríkisstjórnarþátttökunni gat flokkurinn haft áhrif á gang mála og allt það sem fylgir því að flokk- ur er í ríkisstjórn. En hitt skipti líka máli í mínum huga að flokk- urinn var í sárum og hafði verið það um tveggja ára skeið. Ég taldi að það væri skynsarnlegra að reyna að græða þau sár með því að flokkurinn væri að takast á við dagleg verkefni. Égf man að ég orðaði það þannig á miðstjórnar- fundinum sem samþykkti inn- gönguna, að ég viidi gera tilraun til að sjá hvort flokkurinn gæti sameinast í verkunum. Á síðasta landsfundi tel ég að stigið hafi verið mjög mikilvægt skref í þá átt að flokkurinn fái aftur „starf- hæfa miðju“. Það er í raun úrslitaatriði fyrir hvern flokk að hann eigi starfhæf- an og samstarfshæfan kjarna sem talar máli flokksins alltaf og ævin- lega, hvar sem er og við hvaða aðstæður sem er. Samvinna Ólafs og Steingríms Margt af þínu stuðningsfólki var á sínum tíma einmitt ekki ánægt með kjör í forystuna ogvar ekki fullkomlega ánægt með Olaf Ragnar sem formann. Nú hafið þið unnið náið saman sem ráð- herrar, hvernig hefur ykkar sam- starf gengið? Það hefur að mörgu leyti gengið vel. Auðvitað hafa oft komið upp á milli okkar vanda- mál sem ráðherra, þar sem við erum að mörgu leyti að glíma við ólík verkefni. Það hefur verið sérstaklega erfitt á þessum tíma vegna þess að það hefur orðið að skera niður. Við hefðum auðvit- að miklu frekar viljað bæta við. Þetta hefur skapað okkur erfið- leika sem ráðherrar og líka oft á tíðum á milli stjómarflokkanna. En ég tel að eftir landsfundinn eigi að vera allar forsendur til að losa menn út úr þessum innan- flokksátökum sem hafa verið í nokkur misseri og ég bind miklar vonar við að þeim Ólafi og Steingrími takist í sameiningu og með góðra manna hjálp, sem ég legg mig fram við eins og vonandi aðrir, að reisa flokkinn enn frek- ar. Ég tel að ef Alþýðubandalag- ið kemur fram sem samstilltur flokkur eigi það í raun ekki að sætta sig við minna en 20% at- kvæða, eins og flokkurinn hafði lengst af og ég tel að flokkurinn eigi að geta sótt þetta fylgi í næstu kosningum ef rétt er að verki staðið. Ríkisstjórnin á eftir uþb. eitt starfsár og menn eru að tala um að næsta ár verði erfiðleikaár. Tónninn í einstökum ráðherrum er að ekki verði hægt að bæta kjör fólks á næsta ári. Hefur þú ekki áhyggjur af því ef flokkurinn sem setið hefur í stjórn sem kenn- ir sig við félagshyggju, fer út í kosningar næst án þess að hafa rétt við það kauprán sem allir eru sammála um að átt hafi sér stað? Jú, auðvitað hefur maður áhyggjur af því og það er ljóst að erfitt gæti verið að fara út í kosn- ingar við slíkar aðstæður. Hitt er líka auðvitað jafn ljóst, að menn meta það mikils við flokkinn að hann hafi þrek til að takast á við erfiðleika. í kosningunum 1983 stóðum við í raun gagnvart sama vandamálinu, samdrætti í þjóðar- framleiðslu, hrikalegri verð- bólgu, miklum viðskiptahalla og aukningu erlendra skulda, sem stafaði fyrst og fremst af mjög erfiðum ytri aðstæðum. í skoð- anakönnunum í janúar 1983 fór- um við niður í 10% fylgi sem voru lægstu tölur sem flokkurinn hafði fengið í könnunum. Við fórum í kosningaslag og lögðum verkin á borðið, sögðum: þetta höfum við gert og þetta viljum við að gera. Við getum ekki gert allt fyrir alla. Ég man til að mynda eftir mikilli lotu um húsnæðismál. Hafði þá verið félagsmálaráð- herra og það var tekin á mér mikil lota af andstöðuflokkunum, líka þeim sem höfðu verið með í ríks- stjórn. Framsóknarflokkurinn lofaði að öll húsnæðislán færu í 80-90% strax, og í stefnuskrá hans stóð raunar líka að það ætti að auka lífshamingju fólks í leiðinni. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn voru með þetta líka. Þannig að samstarfs- Nýtt pólitískt landslag Af sögulegum ástæðum hefur verið mjög grunnt á því góða á milli Alþýðubandalagsins og Al- þýðuflokksins og síðast þegar þeir reyndu að starfa saman í rík- isstjórn gekk það mjög illa. Það virðist ganga eitthvað betur nú um leið og miklar breytingar eru að verða í Evrópu. Sýnist þér ein- hver breyting geta orðið á vinstri væng stjórnmálanna á íslandi þannig að þar verði eitt sterkt afl? Svarið er já. Ég held að það sé stærsta verkefni minnar kynslóð- ar í stjómmálum að reyna að ná upp samstarfi vinstrimanna og félagshyggjufólks og þeirra sem byggja afstöðu sína á því að halda eigi utan um menningarlegt og efnahagslegt sjálfstæði þjóðar- innar. Ástæðan fyrir því að okkur gengur betur að vinna saman nú en áður er aðallega sú, að við sem erum í forystu þessara flokka erum ekki eins merktir af átökum þeirra og forverar okkar vora. Önnur ástæða eru svo ytri að- stæður í heiminum. Þegar svo er komið að Bandaríkjamenn, varnarmálaráðuneyti Bandaríkj- anna, er að fara yfir áætlanir um að skera niður hemaðarútgjöld í Norðurhöfum og svo er komið að það er aðeins tímaspursmál hve- nær herinn fer héðan, þegar svo er komið að hlutverk Atlants- hafsbandalagsins og Varsjár- bandalagsins er allt annað en það var fyrir örfáum árum og þannig er komið að Rússar senda eftir- litsmenn í herstöðina hér á þrig- gja mánaða fresti og þeir lýsa því yfir að þeir verði búnir að taka alla sína heri úr grannlöndunum fyrir aldamót, þá sjá menn að veruleikinn er nýr og öðruvísi. Það þarf að bregðast við honum með öðrum hætti en áður. Þá sé ég fyrir mér íslenska þjóðmálaumræðu þannig, að við höfum kannski þrjá aðaláherslu- þætti. Einn er félagshyggjan, vin- stristefnan, hugsjónin urn sósíal- ismann, um að menn starfi saman og stuðli að jöfnuði og lýðræði. Einn þátturinn er markaðshyg- gjan og að íslendingar eigi að tengjast hinum stóru markaðs- svæðum, það sé best fyrir okkur. Og enn einn þátturinn er svo hinn þjóðlegi þáttur, það er að segja íslensk menning, sjálfstæði og menningarverðmæti. Ef fyrsta þættinum, félagshyggjunni, tekst að sameinast þeim síðast nefnda, það er sjálfstæðs- og menningará- herslunum, þá er engin spurning um að sá þáttur getur orðið lang sterkastur í íslenskri pólitík eftir 10-20 ár. Gallinn er hins vegar sá að þeir sem kenna sig við félagshyggju og jafnrétd eru oft á svona hliðar- spori utan í markaðshyggjunni, því að tengja ísland við hinar stóru heildir. Það er mjög slæmt, því það er alveg ljóst að sjálfstæði okkar líður undir lok ef við verð- um útkjálki í einhverju mörg hundruð miljóna manna efna- hagssvæði. Þessi viðhorf eru miklu sterkari í Alþýðuflokknum núna en þau hafa stundum verið, þó svo að flokkurinn sé í ríkis- stjórn með Alþýðubandalaginu. Og þessi þáttur í Alþýðuflok- knum er í raun það eina sem ég held að geti spillt fyrir því að þessir flokkar geti náð saman með öðrum félagshyggjuflokk- um. Nema að það gerðist að Al- þýðubandalagið sleppti hinum þjóðlegu grundvallaráherslum. Rothögg á íhaldið Þá myndi um leið myndast rými fyrir flokk í landinu sem væri með þjóðlega undirtóna sem aðaláhersluþátt í sinni pólitík. Það yrði aftur mjög slæmt því slíkur flokkur yrði afturhalds- flokkur og hefði ekki það fjölda- fylgi sem þarf til að hafa áhrif á þróunina. Ég sé þetta þannig fyrir mér að hið pólitíska landslag sé að breytast þannig, að það þurfi algerlega nýja liðskipan í ís- lenskum stjórnmálum. Menn þurfi sem sagt að ganga í verkin á næstu misserum eins og þeir séu að koma algerlega að ónumdu landi, þar sem enginn hefur verið áður, þar sem engir flokkar hafa verið til. Menn verða að þora að hugsa hlutina algerlega upp á nýtt og lyfta sér yfir gömlu flokka- skilin, gamla skotgrafahernaðinn bæði innan flokka og milli flokka. Þarna skiptir langmestu máli að fólkið sjálft taki völdin og móti þessa þróun og láti ekki einhverja sem hafa verið lengi í þessu puði sitja á hinni eðlilegu framþróun. En það er alltaf hætta á því að flokkar sem hafa verið til lengi séu orðnir heilög vé fyrir þá sem í þeim eru. Það besta fyrir ísland og íslenska stjórnmálaþróun væri að menn þyrðu að brjótast út úr þessu. Sú stjóm sem nú situr gæti verið vísir að þessu, og þá er ég ekki bara að íala um Alþýðu- flokkinn heldur líka Framsóknar- flokkinn. í Framsóknarflokknum eru verulega sterkar félagslegar og þjóðlegar áherslur. Þar skipta tengsl Framsóknarflokksins við landsbyggðina miklu máli. Kvennalistinn er á sama hátt auðvitað sprottinn úr jarðvegi jafnréttis og félagshyggju, hvað sem þær segja. Allt þetta lið þyrf- ti að ná saman og það væri fullkomin tímaskekkja ef Sjálf- stæðisflokkurinn færi að hirða stórfelldan sigur í næstu kosning- um. Þess vegna þurfum við að halda út með þessa stjórn og mynda hana aftur eftir næstu kosningar. Það væri í fyrsta sinn sem vinstristjórn væri mynduð aftur eftir kosningar. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur alltaf getað treyst því að þótt hann detti út úr stjórnarráðinu eftir einar kosn- ingar, komi hann inn eftir þær næstu. Það væri þvflíkt rothögg á íhaldið ef tækist að halda því fyrir utan stjórnarráðið í eitt kjörtíma- bil í viðbót, að það markaði kaflaskil í íslenskum stjórnmálum og það þarf að tak- ast. -hmp Föstudagur 22. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.