Þjóðviljinn - 22.12.1989, Side 8

Þjóðviljinn - 22.12.1989, Side 8
Helgarblað Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ólafur Gíslason Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Afgreiðsla:® 68 13 33 Auglýsingadeild:@68 13 10-68 13 31 Símfax:68 19 35 Verð: í lausasölu 140 krónur Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Siðumúla 6, 108 Reykjavík Vopn látin tala í Panama Aöalfyrirsögnin á forsíöu Morgunblaösins í gær var meir en undarleg. Þar stóö stærsta letri: „Stjórnarbylting í Panama. - Noriega kemst í felur“. Enn og aftur veröum viö vitni aö furðulegri viökvæmni þessa stóra blaðs fyrir oröstí Bandaríkjanna í heiminum. Fyrirsögnin er einskon- ar fréttaskýring blaösins sem í rauninni stangast á viö allt sem í sjálfri fréttinni segir. En þar kemur þaö vitanlega fram, aö ekki er um neina „stjórnarbyltingu" aö ræöa í Panama heldur blátt áfram þaö, aö Bush Bandaríkjafor- seti hefur ákveöiö aö nota bandarískan her, meir en tuttugu þúsundir manna, til aö koma frá völdum manni sem honum er þyrnir í augum. Atburöir allir bera sterkan keim af gamaldags fallbyssubátapólitík heimsveldis: þaö er látið í veðri vaka aö Noriega (sem hefur alls sextán þúsund manns undir vopnum) hafi „áformaö árás á Bandaríkjamenn í Panama", hvernig sem hann heföi átt aö fara aö því. Bandaríkjamenn áttu á sínum tíma verulegan þátt í uppgangi Noriega hershöföingja, sem var á mála hjá leyniþjónustu þeirra CIA. En herstjóri þessi hefur ekki makkað rétt eins og þaö heitir og gerst fyrrum húsbænd- um sínum óþarfur í ýmsum greinum. Því er hann nú settur af meö valdi. Margir munu veröa til þess, eins og sjálsagt er, aö fordæma þesa vopnuðu íhlutun stórveldis í mál Panama. Samt munu bandarísk stjórnvöld aö líkindum komast upp meö þetta stríö sitt án teljandi alþjóðlegra vandræöa, vegna þess blátt áfram hve illt orð Noriega haföi á sér. þaö breytir því hinsvegar ekki að nágrannar Bandaríkj- anna í hinni Rómönsku Ameríku hljóta aö líta á íhlutunina í Panama sem atburð sem miklum háska er hlaðinn. Vegna þess vitaskuld, aö Bandaríkjamenn hafa áöur tekiö sér lögregluvald, ekki síst í þessum hluta heims. Vegna þess aö Bandaríkin hafa margsinnis misnotað lögregluvald hersveita sinna til þess aö koma frá völdum ríkisstjórnum sem voru allt annars eölis en stjórn sú sem Noriega hefur haldiö uppi, stjórnum sem ekki höfðu ann- að til saka unnið en að hyggja á einhverjar þær þjóðfé- lagsumbætursem voru ekki aðskapi valdsmönnum þeim sem sátu í Washington á hverjum tíma. Vegna þess aö með hernaðaríhlutun í Panama eru Bandaríkin að ítreka þá stefnu, aö Rómanska Ameríka sé þeirra sýsla í heiminum og aö engum ráöamanni, hvorki illum né góö- um, veröi leyft að fara þar með völd til langframa nema aö sá hinn sami sýni Stóra Bróöur í noröri þá tillitssemi sem hann vill fá. Fréttir um viðbrögö í Bandaríkjunum sjálfum minna og á þaö, hve háskalega sjálfsagt þarlendir áhrifa- menn telja þaö, aö stjórn þeirra sé aö vasast í málum annarra ríkja með þeim hætti sem nú varð í Panama. Bush forseti segist vera aö vernda bandaríska þegna í Panama, hann kveöst líka ætla aö koma á lýöræöi í því landi. Fyrri staðhæfingin er fyrirsláttur, hin síðari hljómar ekki illa ef menn heföu ekki reynslu fyrir því, að valt er aö trúa ráðamönnum í Washington fyrir því, hver fær að heita vinur lýðræðisins og hver ekki. Einna dapurlegast er þó þaö, aö þegarfréttin um aötuttugu þúsund bandarískir hermenn heföu jafnaö aöalstöövar Panamahers viö jörðu, þá tóku fréttaskýrendur lýöræöisást Bush forseta ekki sérstaklega alvarlega. Þeir fóru strax aö túlka máiin á þann veg, að nú væri Bush aö sýna löndum sínum fram á aö hann væri enginn veifiskati, hann væri karl í krapinu, haröur og ákveöinn. Þaö er sannarlega ills viti þegar reynt er að hafa áhrif á vinsældaskalann heima fyrir með ráöum eins og þeim sem nú er beitt í Panama. Bók um íslenskar orkulindir Fulltrúar þeirra sem standa að útgáfu bókarinnar um íslenskar orkulindir. Ari Trausti Guðmundsson, ritstjóri, Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, Jakob Björnsson frá Orkustofnun og Páll Ólafsson frá Landsnefnd íslands um stórar stíflur. Mynd: Jim Smart Landsvirkjun, Orkustofnun og Landsnefnd Islands um stórar stíflur hafa í sameiningu gefið út bók um íslenskar orkulindir. Bókin er gefin út á ensku og heitir Energy resources and dams in Iceland. Hún er gefin út í tilefni af 57. framkvæmdastjórnarfundi alþjóðanefndar um stórar stíflur, ICOLD, sem haldinn var í Kaup- mannahöfn síðastliðið sumar. - Þetta er grundvallarrit um tvær megin orkulindir fslands, vatnsorku og jarðhita. f henni er að finna aðgengilegar upplýsing- ar sem ekki hafa verið til á einum stað áður, sagði Ari Trausti Guð- mundsson ritstjóri bókarinnar. í bókinni eru lýsingar og tölu- legar upplýsingar um allar helstu vatnsaflsstöðvar og stíflumann- virki á íslandi og einnig upplýs- ingar um um helstu jarðhitavir- kjanir og hitaveitur í landinu. Til þess að auka enn á hagnýtt gildi bókarinnar er í henni sögulegt yfirlit um orkufrekan iðnað á ís- Iandi. Bókin er fyrst og fremst skrifuð fyrir þá útlendinga sem áhuga hafa á íslenskum orkumálum. - Það verður síðan að koma í Ijós hvort mikil eftirspurn verður eftir ritinu innanlands. Ef greini- legur áhugi verður fyrir henni hérlendis er líklegt að við gefum hana einnig út á íslensku, sagði Páll Ólafsson en hann sat í rit- nefnd ásamt Hauki Tómassyni, Páli Sigurjónssyni, Andrési Svanbjörnssyni og Páli Flygen- ring. Ný stjórnstöð Útkoma bókarinnar var kynnt blaðamönnum í gær í húsnæði nýju stjórnstöðvar Landsvirkjun- ar, Bústaðavegi 7, sem formlega var tekið í notkun fyrr í þessum mánuði. Nýja stjórnstöðin leysir af hólmi spennustöðina við Geitháls og er búin mjög fullkomnum fjarskipta- og fjar- gæslubúnaði. Frá stöðinni á Geithálsi var einungis hægt að stjórna búnaði Landsvirkjunar á Suðurlandi, við Sog og á Búrfells- svæðinu. Með tilkomu nýju stöðvarinnar er hins vegar hægt að fjarstýra aflstöðvum og spenn- istöðvum um allt land og fylgjast nákvæmlega með ástandi á landinu öllu. - Með tilkomu nýju stjórns- töðvarinnar eykst rekstraröryggi til mikilla muna frá því sem verið hefur og bilanir og truflanir verða sjaldgæfari og viðgerðartími mun styttri, sagði Halldór Jónatans- son, forstjóri Landsvirkjunar. Stofnkostnaður við stjórstöð- ina er 840 miljónir og skiptist í stórum dráttum þannig að kerfis- ráðurinn kostarði um 420 miljón- ir, byggingin sjálf um 348 miljón- ir og fjarskiptabúnaðurinn um 72 miljónir króna. -iþ Helgarveðrið Horfur á Þorláksmessu: Framan af degi lítur út fyrir hæga austan- og norðaustanátt með smáéljum við norður- og austurströndina en annars úrkomulaust veður, en undir kvöld fer að hvessa með snjókomu sunnan- og vestanlands. Frost víðast 5-10 stig. Horfur á aöfangadag: Stíf NA-átt með snjókomu um allt norðan- og austanvert landið með éljum sunnan- lands og vestan. Frostlaust verður við austurströndina en allt aö 10 stiga frost norðvesturlands. i I ; 8 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ . Föstudagur 15. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.