Þjóðviljinn - 22.12.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.12.1989, Blaðsíða 11
/^An sagan um Rafael í listasögunni er hann sveipað- ur Ijóma hins fullkomna lista- manns: list hans markaði há- punkt endurreisnartímans á ítal- íu, í henni sameinaðist hin klass- íska hefö og sýnin til nútímans, hinnsögulegiarfurfornaldarog rökhyggjahúmanismans. Hann naut hylli samtímamanna sinna, auðs og velsældar, hann var í miklum metum hjá páfanum í Róm og vann að endurreisn borgarinnar. Honum var líkt viö Appollo að líkamsfegurð, konur dáðu hann, og þótt hann næði ekki nema 37 ára aldri hefur því verið haldið f ram að með list hans hafi vestræn menning risið hæst, síðan hafi hnignunin tekið við. Hann hét Rafael Santi frá Ur- bino, fæddur 1483 og af vel stæðu fólki kominn. Faðir hans, Gio- vanni Santi, var málari, sem nú væri löngu gleymdur ef sonarins hefði ekki notið við. Hann starf- aði við hirð hertogans Federico di Montefeltre, sem gert hafði tænnan litla bæ í Marche-héraði á talíu að stórveldi á 15. öldinni. Móðir hans hét hinu dularfulla nafni Magia Ciarla (sem þýðir talandi galdur) og dó þegar son- urinn var 8 ára gamall. Faðir hans lést þrem árum síðar og fól einka- soninn í umsjón hertogaynjunnar Elísabetar af Gonzaga. Rafael ólst upp við þá klassísku mynd- hefð sem Piero della Francesca (1415-1492) hafði átt ríkastan jöátt í að móta við hertogahirðina í Urbino. En í list Pieros miðlaði fjarvíddin, birtan og rýmið í sam- einingu endanlegum og sögu- legum sannleika, sem byggði á klassískri hefð og nánast vísinda- legri framsetningu. Rafael fór 16 eða 17 ára gamall til Perugiu, þar sem hann réðst í nám hjá máíaranum Pietro Van- nucci, sem kallaður var Perugino (1445-1523). Fundir þeirra mörkuðust ekki af venjulegu sambandi meistara og lærlings, heldur gerðist eitthvað í þeirra sambandi sem verkaði gagn- kvæmt: um leið og Rafael var að mótast sem málari hjá Perugino tók meistarinn mót af læri- sveininum í list sinni. Þegar Rafael var 21 árs að aldri flyst hann til Flórens, háborgar ítalskrar myndlistar og menning- ar á þessum tíma. Á því herrans ári 1504 störfuðu meðal annarra tveir meistarar í borginni, sem áttu eftir að hafa mótandi áhrif á þennan unga listamann og alla evrópska myndlist: Michelangelo Buonarroti (1475-1564) og Leon- ardo da Vinci (1452-1519), báðir uppteknir af myndverkum sem áttu að prýða ráðhús Flórens- borgar, Palazzo Vecchio. A þessum tíma var það Leon- ardo sem mest áhrif hafði á Rafa- el: galdurinn sem Leonardo beitti í meðferð ljóss og skugga endur- ómar í madonnumyndum Rafa- els frá þessum tíma. Það var hins vegar ekki fyrr en eftir 1508, þeg- ar Rafael er kominn til Rómar, að áhrifa frá Michelangelo fer að gæta í verkum hans fyrir alvöru. Þegar Rafael kom til Rómar 1508 var Bramante (1444-1514), arkitekt, listmálari og ættingi Rafaels frá Urbino, helsti keppi- nautur Michelangelos um hylli Júlíusar II páfa. Sagan segir að Bramante hafi kallað þennan frænda sinn til Rómar til þess að storka áhrifavaldi Michelangel- os, og sjálfur kenndi Michelang- elo samsæri þeirra um að hann fékk ekki að ljúka stærsta ætlun- arverki sínu, sem átti að verða minnisvarði um páfann er rísa skyldi yfir gröf Péturs postula. En áhrifin sem Michelangelo hafði á Rafael voru önnur en rekja má til Leonardo: Það var ekki birtan og eftirlíking náttúr- unnar sem hann fann hjá Michel- angelo, heldur hreyfing og dram- atískt inntak. Rafael komst fljótt til mikilla metorða hjá páfanum í Róm og varð á skömmum tíma einn um- svifamesti lismálari borgarinnar. En þótt list hans hafi orðið fyrir áhrifum þessara stóru meistara, þá hélt hún alltaf sérstöðu sinni, sem kenna má við áframhald þeirrar klassísku hefðar, sem rak- in er til Piero della Francesca. En hvemig stendur á því, að Rafael, sem stendur þannig mitt á milli þessara tveggja höfuðrisa evrópskrar listasögu, hefur hlotið það goðsögulega hlutverk sem raun ber vitni? Er eitthvað í verkum hans, sem gerir þau tímamótamarkandi frekar en til dæmis verk þessara höfuðrisa, sem báðir voru eldri en Rafael, lifðu lengur og byggðu á dýpri og varanlegri lífsreynslu? Aldamótin 1500 marka um margt merkileg tímamót í evr- ópskri menningarsögu. Sextánda öldin varð öld hinna miklu um- bóta og endurskoðunar á öllum forsendum mannsins og menn- ingarinnar. Siðaskiptin í norðan- verðri álfunni eru lýsandi fyrir þessi tímamót: trúarbrögðin fól- ust ekki lengur í opinberun eilífs og óumbreytanlegs sannleika, sem kirkjan stóð fyrir, heldur varð einstaklingurinn að gera upp við Guð sinn og leita hans í eigin sálarlífi. Á sama hátt og margir guðfræðingar létu sér ekki Skólinn í Aþenu. Miðhluti veggskreytingar í Sala della Segnatura. Myndin á að sýna gríska heimspekinga. Fyrir miðju ganga Aristóteles og Plató. Leonardo da Vinci virðist fyrirmynd Aristótelesar. Fremst sjáum við Michelangelo með hönd undir kinn í hlutverki Heraklítosar. Sókrates horfir út úr myndinni til vinstri, en Díógenes liggur fáklæddur í tröppunum. lengur nægja þá fyrirframgefnu forsendu að guðdómlegt sam- ræmi ríkti í veröldinni og að hin rómversk-kaþólska kirkja væri ÓLAFUR GfSLASON staðfesting þess, þá leituðu lista- menn og vísindamenn nýrra for- sendna fyrir sínu starfi. í verkum Michelangelos sjáum við einsemd og angistarfulla leit einstaklingsins að hinu full- komna samræmi andspænis Guði. Einstaklingsbundin tilvist- arangist skín út úr verkum hans með nýjum hætti, sem óþekktur var í evrópskri listasögu fyrir hans tíma. List hans er stöðug leit að óhöndlanlegum sannleika, sem býr handan efnisheimsins, þar sem sagan birtist okkur sem einstaklingsbundinn og hetjufull- ur harmleikur. Leonardo da Vinci var líka hinn dæmigerði vísindamaður endurreisnartímans: myndlistin var honum rétt eins og eðlisfræð- Engill úrSixtínsku madonnu- myndinni in tæki til þess að rannsaka nátt- úruna og innsta eðli hlutanna: náttúran og umhverfið var fyrir honum ekki fyrirfTamgefinn sannleikur eða guðdómleg opin- berun, heldur myrkviður sem þurfti að rannsaka og sundur- greina til hins ýtrasta. Meðferð hans á Ijósi og skugga og sam- bandi birtu og rýmis voru nýmæli í evrópskri myndlist, sem vörp- uðu nýju ljósi á tengsl mann- legrar reynslu við hinn ytri veru- leika. í rauninni litu bæði Michel- angelo og Leonardo á starf sitt sem rannsókn, og myndlist þeirra sótti réttlætingu sína langt út fyrir ramma myndarinnar sjálfrar. Hvar stendur Rafael andspæn- is þessum miklu áhrifavöldum evrópskrar menningarsögu? Hver var afstaða hans til sögunn- ar, náttúrunnar, mannlegrar reynslu og listarinnar sem slíkr- ar? Þessi spurning er einhver sú fróðlegasta sem hægt er að spyrja í evrópskri listasögu, vegna þess að hún varðar grundvallaraf- stöðu þriggja samtímamanna sem höfðu hver um sig meiri áhrif á framvindu evrópskrar menn- ingarsögu en flestir aðrir fyrr og síðar. Allt frá dögum þeirra Michel- angelos og Rafaels í Róm hafa áhugamenn um myndlist gjarnan skipað sér í fylkingar eftir því hvorn þessara höfuðrisa þeir mátu meira. Slíkur flokkadráttur segir okkur ekki mikið um gæði eða inntak verka þeirra, en hann endurspeglar þann grundvall- armun sem var á sjónarmiðum þessara samtímamanna og gefur okkur til kynna að hann hafi skipt máli fyrir framvindu sögunnar. Eins og fyrr var sagt var Rafael þegar í bernsku alinn upp við þá klassísku listhefð sem mótuð var af meistaranum Piero della Francesca á miðri 15. öld. Það Föstudagur 22. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.