Þjóðviljinn - 22.12.1989, Síða 13

Þjóðviljinn - 22.12.1989, Síða 13
ig er Leoiwrdo da Vinci greini- léga í hlntverki Aristótelesar fyrir miðju Og Michelangelo situr álntur og þungt hugsi í forgrunni- Sjálfur er Rafael yst til hægri í verkinu og horfir einn í augu áhorfandans. Andspænis veggmyndinni af sjíólanum frá Aþenu sjáum við heim guðfræðinnar þar sem kirkjufeðurnir hafa safnast til þings á himnum umhverfis hei- laga þrenningu- Kirlcjuhöfðing- jaf samtímans standa síðan um- hverfis oþlíjtuna á altarinvt á jörðu niðri og virða fyrir sér það kraftaverk sem er holdtekja guðs í þessu updarlega hrauði- Fegurðina eða skáidskapinn táknar Rafael með mynd af Parn- assos, sælustað skálda í eilífðinni, þar sem þau Hómer, Pante, V»f- gill, Ovid og Saffó og fleiri skáld hafa safnast saman í kringum Ap- olló, sem leikur á fiðlu. Dyggðina birtir Rafael okkur svo með rnynd af þeim atburði er heil. Raimondo dj Penafort færir Gregóríusi IX páfa lögbókina. í Joftinu eru svo 4 skyldir er sýna okkur gyðjur heimspeki, réttlætis, guðfræði og Ijóðlistar og eru þessar höfuðdyggðjr tengdar fjörum höfuðskepnum: e|di (guðfræðin) vntni (heim- spekin), lofti (Jjóðlistin) og jörð (réttlætið). Þótt grundvallarhugmyndin að skreytingu herbergisins sé kann- ski komin frá Júhusi IL páfa og hirðmönnum hans, þá er útfærsl- an Rafaeis, og um leið og hún markar hápunkt í list hans, þá er hún jafnframt lýsandi fyrir hug- myndalegan bakgrunn verka hans- A sama tíma og RafaeJ var að gera myndirnar í Stanza della Segnatura var Michelangelo að mála lofthvelfinguna í Sixtínsku kapellunni, einkakapellu páfans sem stendur fast við PáfahöUma. Myndirnar sýna sköpunarsögu Mósebókar.syndafallið og synda- flóðið og voru gerðar á árunum 1508-1512. par birtist okkur ann- ar heimur en hjá Rafael: sköpunarsagan er í myndum Michelangelos hetjuleg þjáning- arsaga mannkyns frá upphafi vega, túlkuð í rnannslíkomum sem bera með sér átakafulla og þjáningarfulla hreyfingu, sem vjrðist þó vera án sjáanlegs mark- miðs. Fegurðin og samræmið eru ekki viðfangsefni Michelangelos, heldur tilvistarangistin eins og við þekkjum hana í túlkun roargra listamanna úr okkar sam- tíma. Dómur Prerafaelítanna Á miðri nítjándu öldinnj kom fram á Bretlandi skóli mynd- listarmanna sem kölluðu sig Pre- Engiilúr Sixtínsku madonnu- myndinni- Skáldskaparlistin, hluti vegg- málverks úr Sala deila Segnatura í Vatíkaninu. Apolló leikur á fiðlu á Parnassos-fjalli og gyðjur leiklist- ar, tónlistar og Ijóðlistar hlýða á. rafaelíta. Þeir litu svo á að evr- ópsk myndlist hefði náð hápunkti með Rafael. Síðan hefði hnign- unin tekið vjð með mannérisma, barokklist og rómantík. Einn helsti hugmyndafræðing- ur og talsmaður Prerafaelítanna var breski listfræðingurinn John Ruskin- i eins konar stefnuriti Prerafaelítanna frá 1851 skrifaði hann: „Pegar Rafael var 25 ára gam- all og hafði hálfnað listamanns- feril sinn og sjö mánuðum betur, var hann kallaður til Rómar a( Júlíusi II. til þess að skreyta Vat- íkanhöllina. Fram að þeim tíma hafði hann málað í fastmótuðum og miðaldalegum stíl. í fyrsta herbergi þessarar hallar skrifaði hann Mene tekel phares (dauða- dóm) listanna og kristindómsins. Á einn vegg herbergisins dró hann upp mynd af heirni guð- fræðinnar með Krist í hásæti. Á apnan vegginn málaði hann heim skáldskaparins með Apollo í há- sæti. Úr þessum sal, frá þessari stundu, getum vjð rakið úrkynj- un þins lisfræna anda á Ítalíu.... Sá skapadómur yfir evrópskri list, sem felldur var í þessu her- bergi, og snilligáfa þess lista- manns sem þannig þafði markað upphaf hnignunarinnar, unnu saman að einu marki. Tæknileg fullkomnun og fegurð þeirra forma sem birtast í verkum hans og bestu samtímamanna hans, urðu ósjálfrátt æðsta takmark aljra listamanna. Og upp frá þeim tíma hafa menn lagt meira upp úr framkvæmdinni en hugsuninni, fegurðinni en sannleikanum.“ Önnur watnaskil Pessj sérstæða túlkun Prerafa- elítanna á þýðingu Rafaels mark- aðist af umhverfi 19- aldar: Pre- rafaelítarnir voru í uppreisn gegn akademisma 19. aldarinnar, firr- ingu og yfirdrepsskap Viktoríu- tímaps, og þeir horfðust í augu við ógnvekjandi afleiðingar iðn- byltingarinnar fyrir breska al- þýðu. Afstaða þeirra var tvíbent; þeir horfðu með eftirsjá til iðn- gilda miðalda og gerðu sér um lejð hugmyndir um mannlega samstöðu í útópískum sósíalisma. Þeir endurvöktu gotneska stíl- inn í þyggingarljst en myndlist þeirra einkenndist af smámuna- sömu raunsæi þar sem oft var grunnt á tilfinningasemi og smá- borgaralega draumhyggju. Pótt Ruskin sé talinn mesti frumkvöðull breskrar listfræði og listgagnrýni, þá munu fáir taka undir mat hans á sögulegri stöðu Rafaels í dag. í því kann þó að felast sá sannleikur, að í verkum hans tpegi finna vatnaskil á milli nútíma og endurreisnar. En þá er því við að bæta, að bæði Michel- angelo og Leonardo eru okkar megin við þau skil. List þeirra byggði á rannsókn og reynslu, en ekid á opinberun. Hún var gagnrýnin á samtímann og sög- una. Það átti hún sammerkt með allri framsækinni list úr okkar samtíma. PS. Þótt sá sem þetta ritar hafi átt löng og lærdómsrík kynni við þau listaverk sem hér er um fjallað, þá eru hugmyndir þær sem hér eru fram settar aðfengnar í gegn- um lestur bóka. Þar hefur ítalski listfræðingurinn Giulio Carlo Argan haft mest að segja (t.d. Storia Dell'Arte Italiana) en einnig hef ég leitað fanga hjá Erwin Panofsky (Studi di Icono- logia), John Ruskin (Pre- Raphaelitism),Maria Luisa Rizz- atti (Raffaello), Pier Luigi De Vecchi (Michelangelo pittore), alfræðiorðabókum og víðar. -ólg Föstudagur 22. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.