Þjóðviljinn - 22.12.1989, Side 14

Þjóðviljinn - 22.12.1989, Side 14
Á höttunum eftir Ijósfælnu skáldi Patrick Síiskind er sá rithöf- undur þýskur sem vakiö hefur hvaö mesta athygli á síðustu árum. í Þýskalandi er hann nú þegar orðinn þjóösagnaper- sóna og þykir með eindæm- um dularfullur maður. Patrick Suskind virðist ákaflega hlé- drægurog feiminn. Eftirað skáldsaga hans llmurinn gerði hann heimsfrægan, hef- ur hann dregið sig algjörlega út úr sviðsljósinu og forðast af fremsta megni athygli heimsins. Hann hefur það fyrir reglu að veita fjölmiðlum ekki viðtöl. HefurSuskind látið þau boð út ganga, eftir að hann var heiðraðurfrönskum bókmenntaverðlaunum, að hann afþakki fyrir lífstíð öll bókmenntaverðlaun. Nú hafa birst á prenti eftir hann eitt leikrit og tvær skáldsögur. Öll hafa þessi verk komið ut í ís- lenskri þýðingu. Leikritið „Kontrabassinn” sýndi leikhúsið Frú Emilía í óhrjálegu bakhúsi á Laugaveginum fyrir u.þ.b. 2 árum við afar góðar undirtektir. „Ilmurinn” kom út í íslenskri þýðingu Kristjáns Árnasonar 1987 og nú var að koma út á ís- lensku nýjasta bók Suskinds „Dúfan” í þýðingu Hafliða Arn- grímssonar. Söguhetjur Suskinds eru jafn- an undarlegar mannverur. Þær eru helteknar af einni djúpstæðri áráttu og líf þeirra snýst um hana. Grenouille söguhetja Ilmsins er ofurþefnæmur og hefur hann það eitt markmið að búa til hinn fullkomna ilm. Kontrabassa- leikarinn í leikritinu Kontrabass- inn er mikill einstæðingur, þrúg- aður af hljóðfæri sínu og þráir ekkert heitara en ást konu. Jon- athan söguhetja Dúfunnar þykir líkjast höfundi sínum mjög. Hann hefur komið sér fyrir í litlu risherbergi í París og hefur aðeins eina þrá: að fá að lifa óáreittur af mönnunum. Það hefur verið haft eftir Suskind (áður en hann varð frægur) að „...Kontrabassinn fjalli m.a. um tilveru manns í litla herberginu sínu. Við samningu verksins gat ég stuðst við eigin reynslu að því leyti, að ég hef eytt mestum hluta lífs míns í sífellt minni og minni herbergjum, sem ég á sífellt erfiðara með að yfir- gefa. En ég vona að einhvern daginn finni ég herbergi svo smátt og umlyki mig svo náið, að það fylgi mér þegar ég yfirgef það... Fyrir fólk sem þekkir mig er samsvörunin milli mín og kontrabassaleikarans greinileg. ” Ljósmyndarar segja að erfið- ara sé að ná mynd af Suskind á götu en Loch Ness skrímslinu, Með því að neita öllum viðtölum og forðast sviðsljósið eins og Tilkynning um skuldabréfaútboð Byggingarsjóður ríkisins HEiSEiiiagn5i|[EiBBiiiagn5H Húsbréf 1. flokkur 1989 kr. 2.000.000.000,- - krónur tvöþúsundmilljónir 00/100 - Bréfin eru til 25 ára. Endurgreiðsla með útdrætti flórum sinnum á ári, í fyrsta sinn 15 febrúar 1991. Vextir 5,75%. Einingar bréfa: kr. 5.000,-, kr. 50.000,-, kr. 500.000,- Útgáfudagur 15. nóvember 1989- Umsjón með útboði og viðskiptavakar á Verðbréfaþingi íslands: LANDSBRÉF Veróbrófamarkaður Landsbankans Landtbréf h f. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna DlD 1 heitan eldinn hefur einkalíf hins fertuga Patricks Suskinds auðvit- að vakið mikla athygli fjölmiðla- manna. Suskind, sem nú er orð- inn auðugur maður á skrifum sín- um, býr í litlu risherbergi í Múnc- hen og lætur lítið fyrir sér fara. Munaður hans er lítið aukarisí- búð í París. í þýsku tímariti birtist fyrir nokkru frásögn blaðamanns sem reyndi að hafa uppi á Patrick Sús- kind og fá viðtal við hann. Hann hóf leit sína að Patrick Súskind á símtali við útgáfufyrirtæki Stis- kinds, Diogenes í Ztirich. Hon- um var vísað á upplýsinga- fulltrúann (sem hefur séð rithöfu- ndinn augliti til auglitis). Fulltrú- inn andvarpaði þunglega þegar spurt var um hinn fertuga rit- höfund og sagði: „Ég gef þér lítið heilræði, láttu eins og Stiskind sé látinn ef þú ferð að spyrjast fyrir um hann hjá ættingjum og vin- um. Hér er engar upplýsingar um hann að fá. Stiskind talar aldrei um framtíðaráform.” Næst hringdi hann í símanúmer Stis- kinds í Mtinchen. Konan sem svaraði virtist sannfærð um að maðurinn væri á lífi. „Nei Sús- kind er því miður ekki við, hann var bara að fara út. Gætirðu hringt seinna í dag.” Blaðamað- urinn hringir ekki heldur ákveður að fara á staðinn. Ung kona kem- ur til dyra. „Nei, Stiskind er á leiðinni til London. Hann kemur til baka í æstu viku. Hvað liggur þér á hjarta?” „Ég hafði áhuga á að eiga við- tali við hann.” „Það er nefnilega það já. Stis- kind hefur alveg þvertekið fyrir að láta ókunnugt fólk spyrja sig út úr. Það er alltaf eitthvert fólk að hringja og vill fá að vita hvað hann er að skrifa og hvenær ný bók komi út. Honum finnst þetta mjög þrúgandi og truflandi.” „Ert þú kannski konan hans?” „Nei ég er nú bara kunningi. Ég á lítið barn og Stiskind passar barnið stundum fyrir mig. Sus- kind er nefnilega einstaklega barngóður og elskulegur maður, þ.e.a.s. ef maður lætur hann í friði.” Blaðamaðurinn ákvað nú að bíða rólegur heimkomu Stiskinds frá London. Hann vaktaði íbúð hans í heila viku, en ekki bólaði á skáldinu feimna. Blaðamaðurinn hringir því aftur. Ennþá svarar vinsamleeg konurödd: „Nei, Stiskind er í risíbúð sinni í París. Nei, ég get því miður ekki gefið þér upp heimilisfangið þar. Vertu sæll.” Útgefandi Stiskinds segist heldur ekki geta veitt neinar upp- lýsingar um dvalarstað Stiskinds í París. „Stiskind situr við skriftir og vill ekki iáta trufla sig. í íbúð- inni í París er enginn sími, það er þýðingarlaust fyrir þig að reyna að hafa uppi á honum þar.” Blaðamaður deyr ekki ráða- laus. Móðir Stiskinds er enn á lífi en faðir hans lést 1970. Hún býr enn á þeim stað sem Stiskind ólst upp, í Ambach við Starnberg vatn í Bæjaralandi. Hann er sonur W. E. Stiskind sem er þekktur rithöfundur í Þýska- landi. Hann skrifaði fjölda skáld- sagna, en þekktastur er W. E. Stiskind þó fyrir ritgerðir sínar um þýska tungu. Patrick Stiskind var snemma sendur í tónlistar- Snæbjörn Arngrímsson skrifar um Patrick Siiskind skóla, stundaði nám í píanóleik frá 7 ára aldri og lauk því námi með einleikaraprófi 19 ára. Þar sem hann er með of stutta litlap- utta lagði hann til hliðar frekari áform um metorð í píanóleik. Stiskind hóf nám í sagnfræði við háskólann í Mtinchen 1968 stund- aði sagnfræðinámið þar og í Aix en Provence og lauk prófí 1974 með ritgerð um Bernard Shaw. „Þú færð engar upplýsingar um son minn hjá mér,” sagði móðir Stiskinds. „Ég er mjög stolt af syni mínum og rithöfundarfrægð hans breytir þar engu. Hann hef- ur alltaf verið sérstakur. Eftir stúdentsprófíð neitaði hann að gegna herskyldu og þurfti að ganga í gegnum allskyns próf og þvinganir. Honum tókst þar að rökstyðja að þverstæða væri í málflutningi prófdómaránna, þessara hershöfðingja. Stórkost- legur drengur. En ég get ekki gef- ið þér upp heimilisfang hans í París. Hér er símanúmer þú getur reynt að hringja.” Blaðamaðurinn hringir. Kona svarar og blaðamaðurinn segir til nafnsogspyr: „Heyrðu, hvertvar aftur heimilisfang Patricks Susk- ind í París. Ég þarf nefnilega að _ná í hann.” Konan tekur augljós- lega blaðamanninn fyrir einhvem annan og gefur upp heimilisfang- ið í París. Jæja, þá var heimilisfangið í París komið og bara eitt að gera, fara til Parísar og hafa uppi á þessum ljósfælna rithöfundi. Þegar komið var til Parísar var stefnan tekin á Boulevard Raspa- il. Þar býr Stiskind í risherbergi á 6. hæð fjölbýlishúss. Blaðamað- urinn gengur inn í anddyrið. Á einum af póstkössunum er nafn Stiskind ritað stóram stöfum. PATRICK SÚSKIND ÍBÚÐ 23. Jónathan hetja Dúfunnar býr í herbergi 24 á 6. hæð fjölbýlishúss við Rue de la Planche, næstu götu við Boulevard Raspail. Stiskind og Jónathan Noel eru því ná- grannar. „Jonathan leitaði ekki þæginda, heldur að tryggum íver- ustað, sem heyrði honum og að- eins honum til, sem verndaði hann gegn óþægilegum óvæntum uppákomum lífsins og þar sem enginn gat framar flæmt hann burt. Og þegar hann gekk inn í, herbergi númer 24 í fyrsta sinn, þá vissi hann samstundis: Þetta er það, þetta vildirðu eiginlega alltaf, hér munt þú búa. (Nák- væmlega eins og kemur fyrir karla, eftir því sem sagt er, við svokallaða ást við fyrstu sýn, þeg- ar þeim verður ljóst, þrumu slegnum, að kona, sem þeir aldrei fyrr hafa augum litið verð- ur kona lífsins, sem þeir eiga og sem þeir munu búa með, allt til hinsta dags.)” (Dúfan bls. 9). Blaðamaðurinn fer upp mjóan stiga fjölbýlishússins, upp á 6. hæð og ber að dyrum íbúðar 23. Enginn opnar. Á ganginum er maður sem segir að Stiskind sé ekki við. Hann hafi farið út úr húsi í gærmorgun með ferðatösku í hendi. Blaðamaðurinn fer frá París með næstu lest og ákveður að hætta leit sinni að Stiskind. Það má ef til vill segja að flótti hins hlédræga og feimna Stis- kinds frá sviðsljósinu sé eðlilegur nú á tímum endalausra opin- skárra forsíðuviðtala. Hann var alveg óþekktur þegar Ilmurinn vakti athygli fjöimiðlamanna á honum. „Það er skelfilegt að hafa skrifað skáldsögu eins og Ilminn, ég efast um að ég geri það aftur,” er eitt af því fáa sem fjölmiðla- menn höfðu eftir honum eftir að Ilmurinn komst á metsölulista. 14 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.