Þjóðviljinn - 22.12.1989, Síða 16

Þjóðviljinn - 22.12.1989, Síða 16
Það eru mikil vísindi að vera manneskja Ræða Thors Vilhj álmssonar á hátíðarsamkomu stúdenta 1. desember s.l. 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. desember 1989 íslenzkir menntamenn. ís- lenzkir menntamenn fyrr og nú. Ég ætla ekki að tala um Sæmund fróða sem fór til Parísar, og dugði ekki minni lærimeistari en sjálfur andskotinn í Svarta- skóla. Sumir segja að það sé sem nú heitir Sorbonne, aðrir tala um Chartres, og þaðan sé nafnið á íslenzku. Sæmundur komst lengra en sjálfur Faust, hann lærði allt sem andskotinn kunni og hafði hann svo til snúninga fyrir sig. Það fer vel á því að helzti minnisvarði og aðaltákn Háskóla íslands sé þessi stúdent sem lærði að snúa á andskotann í hverri hrinu. Sæmundur á selnum eftir Ásmund Sveinsson stendur hér fyrir framan Háskólann, hann siglir heim, hann blasir við hverj- um þeim sem kemur í þessa miklu stofnun og minnir á eftir hverju sé vert að sækjast: beizla and- skotann. Þrátt fyrir sífur og bar- lóm og þus um að öllu fari aftur, hnigna taki heimsmakt, vona ég að menntun íslenskra stúdenta hafi ekki hrakað svo að þeir viti það ekki lengur sem mestu varð- ar svo sem það hvernig Sæmund- ur stúdent komst heim úr París- arsollinum í skjóli andskotans, þeir viti að hann samdi við skóla- meistarann í Svartaskóla um að sá flytti hann heim til íslands án þess hann vöknaði. Þeim gamla var lagið að bregða sér í allra kvikinda líki, og í selshamnum var hann kominn með Sæmund upp í landsteina og hélt hann hefði eignazt sáliria. En Sæmund- ur keyrði bókina sína Saltarann einsog myndin sýnir í hausinn á andskotanum sem fór í bólakaf við hina helgu skrift, og Sæmund- ur óð blautur á land. Beinist ekki öll þekkingarleit að því að ná tökum á andskotanum, hneppa hann niður í sjálfum sér, og ann- arsstaðar, beizla hin myrku öfl. Mehr licht, sagði Goethe og dó. Ég ætla ekki heldur að tala um okkar eina heilaga mann Þorlák hinn helga sem nam í Lincoln á Englandi og tengdist þeirri heimspeki og trúarvakningu með dulhyggju sem átti aðalbækistöð í Marteinsklaustrinu í París. Þor- lákur mætti andskotanum á reiki að leita sálna á íslandi, sá var æði svekktur eftir viðskiptin við Sæmund og hélt að sér myndi famast betur að eiga við hina heilögu einfeldni sem hann hélt í bráðlæti sínu að færi þar í Grímsnesinu sem þeir mættust rétt hjá Ragnari í Smára; Þorlák- ur tengdist Oddaverjum Iíka. Hann hóf upp hendur sínar sem forgylltust í lágsólarskini í kjarr- móanum einsog hendurnar á Kristi blessandi lýðinn eftir fjall- ræðuna í salíbunu sinni á rassin- um niður kollótt olíufjallið á myndinni eftir Jón í Möðrudal þegar kúltúrmaðurinn frá Akur- eyri hafði farið að ragast í honum og látið hann breyta fjallinu úr Herðubreið. Við þennan gull- handagang steyptist andskotinn niður í jörðina svo sá í iljar hon- um alla leið niður til helvítis. Ég ætla heldur ekki að tala um þá hámenntuðu listamenn og skáld sem skrifuðu fornbók- menntir okkar af sínum mikla lærdómi og höfðu lesið allar til- skildar bækur sinnar tíðar til að vera gjaldgengir í tali lærðra manna hvar sem þeir fóru um hinn siðmenntaða heim. Mennt er máttur. Og þessir menn utan seilingar Rannsóknarréttarins skrifuðu bókmenntir fyrir allan heiminn á íslenzku. Það fannst blað í Árnasafni með bókalista úr Skálholti á þrettándu öld, ég veit um einn samtímamann okkar sem hefur lesið þær bækur sem þar eru taldar til þess að vita á hverju þessir snillingar byggðu, séra Kolbein Þorleifsson sem ekki er fastráðinn háskólakenn- ari. Enn reikar hugur minn til þeirra menntamanna sem hafa orðið þarfastir okkar þjóð. Ég beiti mig hörku á þessum hátíð- lega stað og stilli mig um að tala um Fjölnismenn eða Jón Sigurðs- son. Ég fer ekkert að gramsa í þeim heimildum sem við höfum fyrir því og sönnunum þess hve heitt lsland var elskað meðal út- laga á erlendri grund, íslenzkra menntamanna í Kaupmanna- höfn. Ég fer ekki að rekja það mikla ferðalag sem Tómas Sæmundsson lagði á sig að fara um álfuna og draga þaðan þau ágætustu dæmi úr menningu framandi þjóða sem hæst risu og íslendingar mættu helzt menntast af og mannast. Ég dvel ekki einu sinni við Jónas Hallgrímsson á þessum palli. Ég þokast til þess að líta nær mér sjálfum þótt seint fari. • • • Þá kem ég að því sem kann að sýnast æði gömul saga ykkur ungt fólk sem sjáið mig standa í dag hrímgaðan fyrsta desember 1989. Ég var í hópi þeirra sem voru út- skrifaðir stúdentar á þeim degi sem draumar áðurnefndra beztu sona íslands áttu allir að rætast: Þegar lýðveldi var stofnað 17. júní 1944. Heimsstyrjöldinni var ennþá ekki lokið þótt séð væri fyrir endann á henni. Við vorum fyrstu stúdentar hins íslenzka lýð- veldis. Vorum við ekki einmitt þessi gullna æska skuldug kyn- slóðunum sem fóru á undan að láta nú loksins rætast það sem hinir sáu í hillingum og draumi. Við vorum útskrifuð þegar han- inn gól í fyrsta sinn, við fyrsta hanagal, settumst upp í rútu þeg- ar haninn gól í annað sinn, og snigluðumst í þeirri bflalest sem náði langleiðina milli Reykjavík- ur og Valhallar, í einskonar þj óð- arkaravan sem hugmóður batt órjúfandi festum. Allan þann dag rigndi á hamingjusama og þakk- láta þjóð sem var full af andakt, uppstreymandi gleði og lotningu, og heitstrengingum. Þetta var sameinuð þjóð sem hugði ein- beitt á fagurt mannlíf í þeim nýja heimi sem hvarvetna myndi rísa um eldsviðin löndin, á rústunum. Þessi þjóð var ekki eldi sviðin einsog hinar. Við sáum fram á það að herinn færi þegar stríði lyki, og við yrðum alfrjáls með þau tækifæri sem aldrei höfðu fyrr hlotnast. Við sem höfðum notið þeirra forréttinda að vera hernumin af þeim sem hugur okkar fylgdi í stríðinu við and- styggilegustu ófreskju sögunnar, nasistana. Þó guldu íslendingar afhroð í stríðinu, margir íslenzkir sjómenn týndu lífinu í skipalest- unum sem kafbátar nasista sátu um, og komu upp úr djúpinu hverja nótt að tína niður skipin eitt eftir annað með tundurskeyt- um sínum, og allar nætur loguðu af eldi vítis, kringum íslenzka sjó- menn. Og þau sem sigldu ein og óvopnuð sættu líka fólsku nasist- anna, sem var kórrétt samkvæmt kenningu þeirra og hugsjón, að níðast á þeim sem ekki má verja sig. Auðvitað var fólska á báða bóga einsog alltaf í stríði; en í nasismanum er fólskan dáð og sveipuð Ijóma múgheimsku, samkvæmt forskriftinni úr Mein Kampf. Hitt er önnur saga hvernig tókst til með heitstrengingarnar, að standa við þær og góðu áform- in. Fyrr en varði var skollið á kalda stríðið með öllu sálarleysi sínu og formyrkvun. McCarthy- ismi. Og þjóðin var klofin. Það var ljótur tími sem ég ætla ekki að fjölyrða um; þegar talhlýðni og hræðslugæði voru vænlegust til frama, og óskaleiði undirmáls- mönnum. Og andstæðurnar ólu hvor aðra einsog fyrri daginn. Og þó, þegar ég hugsa um heitstrengingarnar þá kemur í hugann að þegar við urðum stúd- entar við lýðveldisstofnunina, þá var hér ekki sinfóníuhljómsveit, ekki listasafn ríkisins, ekki búið að opna Þjóðleikhúsið, hvað þá farið að láta sér detta í hug veg- legt borgarleikhús. Við kynnt- umst klassískri tónlist í útvarp- inu, og svöluðum þorsta okkar með því að hlusta á plötur, út- lendri málaralist af bókum. Allt þetta sem ég nefndi kostaði sína baráttu við þursa síns tíma og úr- tölumenn. • • • En núna? Hvað er nú? Þá vandast málið. Þessadagana æðir allt á mikilli ferð og hraðbreytist allt. Við vitum ekki hvað er nú fyrr en það bara var og er ekki lengur. I gær var annað. Kannski á morgun annað en þessa stund- ina sem nú er að líða. Nú segja menn: ný heimsmynd, ný verald- arsýn, - hvað sem það þýðir. Kenningakerfin hrynja, hvað tekur við? Ný kenningakerfi, ný sýn? Ætli við verðum ekki að flýta okkur hægt í ályktunum þegar allt gerist svona hratt, doka aðeins meðan jóreykurinn hnfg- ur, og við getum farið að sjá til vegar. Öll kenning er grá, sagði Goet- he. Grá, - já ef lífsandann skortir, ef síspurul sál mannsins nærir hana ekki kvikandi lífi, svo hún megi vaxa og vaka til þurftar manneskjunum. Hvernig á að sjá við þeim voða sem fylgir öllu valdi, því sem spillir mönnunum, fyllir þá hroka, gerir þá einsýna og kalda. Við sjáum þá rísa og eflast uns þeir sitja hrumir kulvís- ir og blindir og heyra bara í- smeygilegt smjaður, hafa hrund- ið frá sér þeim sem sögðu sinn hug, þeim sem spurðu, drepið þá og fangelsað sem efuðust, þá sem færðu vondar fréttir. Var ekki Shakespeare aftur og aftur að sýna okkur það sama: hinn glæsti prins hefst gegn svikum og spill- ingu, vekur vonir og tiltrú og hrindir harðstjóranum. Skyldi þá byrja ný blómatíð? Nei, valdið einangrar hann, tortryggnin, ótt- inn myrkvar sál hans og afskræm- ir, og illskan hefur völdin sem fyrr. Þetta sýnir Eisenstein svo snilldarlega í kvikmynd sinni um Ivan grimma, eða var hann kann- ski að fjalla um Stalín? Hann fékk Stalínverðlaun fyrir fyrri- hlutann, Stalin lét. banna seinni- hlutann. Það er einhver sorglegasta goðsögn aldarinnar, það eru þeir sem hugsuðu hreinast og stærst um fegurra mannlíf, réttlæti þessa heims. Byltiagarmaðurinn sem ætlaði að iskaþa guðsríki handa mönnunumá jörðinni, svo þyrfti engan guð, firelsi jafnrétti og bræðralag. HVarurðu þeir úti, þessir sem vildu svo vel og fórn- uðu öllu fyrir hugsjón sína? Hvar varð hugsjónin útl? Svo spyr margur. Það átti aðíverða réttlátt og gott samfélag manna. Ekki guðsríki nema að því leyti sem guðinn byggi í öllum mönnum, og mætti rætast þar,: að marki í hverjum manni, í öllu sem lifði. Andi, sál, guð, eitthvað heilagt í manninum sem ber að virða, hverju nafni sem það nefnist. Voru þá byltingamar ekki til góðs? Jú þær vom til góðs. Þeim fylgdi mikið blóð og böl, og illska; og snerust iðulega í and- hverfu sína, nýja kúgun. Þarf þá ekki nýjar byltingar? Er það ekki einmitt það sem :er að gerast núna? En hverjar em nýju hug- sjónirnar? Hvar? Árið 1968 riðuðuþjóðfélögin á Vesturlöndum líka, borgarstræt- in voru krökk af hlaupandi múg með menntamennina fremsta, sem öllu hugðust bylta, börðust við lögreglu, og hrópuðu í eld- móði á eitthvað nýtt: niður með ellina, niður með lygarnar. Lifi sannleikurinn. Byltingin brauzt út á harðahlaupum án nokkurrar stefnuskrár eða skipulags með miklu fjöri brambolti og ræðu- höldum; einsog skarinn lifði í voninni um að prógrammið fædd- ist á þessum hlaupum, þeim á- skotnaðist stefnuskrá í látunum. fyrr en varði voru flestir orðnir móðir, ófáir með harðsperrur eftir lætin, og hverri tign af velli velt sem veröldina á, einsog Þor- steinn Erlingsson orti. Þá fór allt í sama farveginn aftur nema marg- ur í þessum æskublóma hætti að eiga hugsjónir, og fór að lesa undir próf til að verða skjalaðir embættismenn og tækir fið- skiptafræðingar og koma sér vel fyrir, og byltingamennirnir gömlu breyttust í smásmugulega borgara og hlýddu öllum reglum kerfisins endurreista; nema sumir settu ekki á sig bindi þótt þeir kæmu fram í sjónvarpi til að svara spurningum með endur- stöðluðu orðafari. Æ þetta er gömul saga, æskan með óþreyjuna og hugsjónirnar og eldmóðinn; þar kemur að hún hættir að vera ung, og verður leiðinleg og smámunasöm og skammsýn af útmetinni ábyrgð og áhyggjum og öllu þessu sem menn taka á sig, fyrír sig og sína, ef ekki samfélagið; og þeir sem voru ungir í gær þeir eru búnir að gleyma því í dag, og óttast það mest sem er ungt og virðist nýtt. Nátttröllin í þjóðfélaginu, þetta voru eitt sinn ungir menn í upp- reisn og óþreyju, og þeir verða gamlir og einangraðir og forpok- aðir með ódaun í iðrum og fnyk í sálinni, og þvagsýru í limum og eiga kannski erfitt með að pissa þótt þeir hafi öll völd og kjósi þjóðum örlög. Þeim berst ekki almannarómur þar til hann er orðinn að öskri sem fyllir strætin með feiknasúg, og byltir þeim úr sessi þegar allt virtist sem trygg- ast í höllinni þeirra, á hefðartind- inum kalda. Árið 1968 var vorið í Prag. Búdapest 1956. Sósíalismi með mannlegri ásýnd. Allt var það barið niður af þeim böðlum sem komu í staðinn fyrir Iausnara fólksins. Nú faðmast þeir á svöl- unum frammi fyrir hálfri milljón manna Dúbsjek sem var kastað á hjarnið og skáldið Vaclav Havel sem löngum gisti svartholin. Hvert stefnir hér? Hvar standa menntamennirnir sem ættu að vera vaxtarbroddur? Næmastir á það sem er að gerast, hið nýja sem bærir á sér, vorvindana. Undanfarin ár hefur maður á hinn bóginn verið að heyra þrá- látt tal um hvernig farpest frjáls- hyggjunnar svonefndu stakk sér niður í skólum landsins. Nú blasa við í þjóðlífi okkar afleiðingar þessarar meinsemdar, sviðin jörð, atvinnuleysi orðið stað- reynd, en það var áður okkar mesta stolt að segja öðrum frá því að á íslandi hefðu allir atvinnu um leið og við raupuðum af því að vera bókmenntaþjóð. Því gleðilegra er að frjálshyggjan virðist vera að veslast upp, og virðisaukaskatturinn var felldur niður af bókum, verður ekki sem horfði hæstur í heimi, heldur er hann felldur niður. an sagði mér í sumar ljótar sögur af því hversu fjölgaði í þeim hjörðum í Bandaríkjunum sem hann kallaði unemployable, sem ekki væri hægt að hafa í neinni vinnu sökum fáfræði. Það er varla hægt að hugsa sér kostnað- arsamari sparnað en að skera gráðugt niður útgjöld til skóla og menntunar. Skólar verða ansi dýrir ef fólk lærir þar ekkert. Hvernig var þetta áður? Hvernig er það nú? í eina tíð þótti stúdentspróf nokk- urs verður áfangi, og átti að heita trygging fyrir lágmarksmenntun. Margur lagði þá hart að sér til að komast í skóla, og þegar þangað var komið kostaði sitt að vinna fyrir áframhaldinu. Nú er á hverju strái fólk með stúdents- próf sem er hvorki talandi né skrif- fandi á móðurmáli sínu. Láng- skólagengnir menn geta varla komið orðum að einföldustu hlutum á íslenzku. Ýmsir sér- fræðingar láta svo lítið að ganga fram fyrir þjóðina og eru þá orðn- ir óskiljanlegir náttúrugreindu fólki sem talar íslenzku. Þeir tala eitthvert starfsklíkumál, hugsun- in á öðru máli ef ekki í útlendum fenjaþokum. Nú er verið að tala um að gera málræktarátak ráðu- neytislega stjórnað. í eina tíð var ætlazt til þess að allir kennarar væru móðurmálskennarar. Bezti íslenskukennarinn sem ég hafði í menntaskóla var Pálmi Hannes- son sem kenndi mér einn vetur náttúrufræði. Orðið menntun er samstofna við að mannast, öðlast manndóm. Að forðast hið ómennska, verða ekki mann- leysa. Og menning hlýtur að eiga leið með menntun. En það er hægt að menntast og mannast án þess að fara í skóla. í Háskólans forsal standa þessi orð gullnu letri: Vísindin efla alla dáð. Þetta gæti líka dugað sem svar við spurningu dagsins. Það eru mikil vísindi að vera manneskja, sagði Jóhannes Kjar- val við mig einu sinni, og snar- stansaði í ösinni í Austurstræti. Gífurlegt átak hefur verið gert í bflastæðamálum borgarinnar. í miðborg Reykjavíkur hafa á tiltölu- lega skömmum tíma verið byggð og tekin í notkun svokölluð bflastæðahús og einnig hefur almennum bflastæðum verið fjölgað verulega. Ökumenn eru hvattir til að kynna sér þessi mál. Á kortinu hér að neðan má sjá greinilega merkta punkta, sem sýna hvar í miðbænum er helst að finna aðgengileg og örugg bflastæði. Laugardagana í desember er ókeypis í alla stöðu- mæla, bílastæði og bflastæðahús á vegum Reykja- víkurborgar. í bflastæðið í Kolaporti (C), gildir það þó eingöngu um laugardaginn 23. desember (Þor- láksmessu). Á tímabilinu 16.-23. desember verður bflaumferð takmörkuð um Laugaveginn, ef þörf krefur. Gera má ráð fyrir tímabundinni lokun laugardaginn 16. desember og á Þorláksmessu. Starfsfólk í miðborginni er eindregið hvatt til að leggja bflum sínum fjær, þannig að viðskiptavinir komist með hægara móti sem næst þeirri þjónustu sem þeir þurfa að sækja. Sérstaklega er bent á í þessu sambandi stæði merkt E, F og G. Lögreglan aðstoðar og greiðir fyrir umferð í borg- inni og hefur eftirlit með farartækjum sem skapa hættu og hindra eðlilega umferð. J LMU ild UlldSUCUmiUSl. Akið af stæði að útaksturshliði, setjið miðann í miðaraufina, hliðið opnast. Bíllinn sóttur: Gengið að miðaaflesara. Setjið miðann í miðaraufina, uppsett gjald greitt, þú færð miðann aftur. 1 Komið að bílastæðahúsi: 2. Ýtið á hnapp við innkeyrsluhliðið, takið við miða og geymið! Já hvað kostar menntun? Hvernig í ósköpunum á að reikna það dæmi? Er hægt að meta menntun til fjár? Á þessum há- tíðisdegi er spurt: Er menntun of dýr? Hvað kostar hitt, að draga úr menntun? Hvað kostar fá- fræði? Þeir hafa verið að reikna og reikna á Englandi og komizt að þeirri niðurstöðu að þjóðfé- lagið hafi ekki ráð á fáfræðinni sem þar ríkir, og vex óðum sam- kvæmt fagnaðarboðskap Thatc- hers í anda kramarasálarinnar Miltons Friedmans. Kostnaður af fáfræðinni sé svo hrikalegur orð- inn að þjóðfélagið rísi varla undir því. Spamaður járnfrúarinnar sem frjálshyggjuarfanum þykir sæmdarheiti, sparnaður hennar á menntunarsviði og í menning- armálum yfirleitt er að koma Bretum á vonarvöl. Hún hefur lamað menntakerfið með ráðsíu- drýldni sinni þar sem hún hendir kjarnanum og heldur hratinu. Svæsinn niðurskurður gjalda til menntastofnana, það er aftur kallað styrkir, veldur að ólæsið er orðið svo mikill fjárhagslegur baggi, allt þetta fólk sem skortir upplýsingar og fræðslu til að lifa í nútímaþjóðfélagi, og getur ekki gert svo vel og drepizt samkvæmt prógrammi frjálshyggjunnar. Sömu sögu er að segja frá Banda- ríkjunum. Merkur prófessor það- NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 17 Klippið út auglysinguna og hafið meðferöis í bilnum A Bílastæðahús - Vesturgata 7-100 stæði B Bflastæðahús - Bergstaðir - 50 stæði C Bílastæðahús - Kolaport - 90 stæði/180 stæði á Þorláksmessu D Opin bílastæði - Bakkastæði - 350 stæði E Opin bflastæði - milli Sætúns og Skúlagötu - 150 stæði F Opin bílastæði - Vitatorg - 150 stæði G Opin bílastæði - milli Vatnsstígs og Frakkastígs Bílastæðasjóður Reykjavíkur Lögreglan í Reykjavík Umferðarnefnd Revkjavíkur

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.