Þjóðviljinn - 22.12.1989, Side 18

Þjóðviljinn - 22.12.1989, Side 18
HEIX,ARMKr Þótl móðir Vernhörðu (Herdís Þorvaldsdóttir) sé í strangri gæslu tekst henni stundum að snúa á fangaverð- ina. „Minna öskur og meiri iðjusemi“ Heimili Vernhörðu Alba frumsýnt í Þjóðleikhúsinu Heimili Vernhörðu Alba er lokaverkið í laustengdum þríleik Lorca um misbeitingu valds, - kúgara og þá sem kúgaðir eru. Fyrri verkin eru Blóðbrullaup og Yerma og eru þau öll samin á umbyltingartímum í spönsku þjóðfélagi, þegar mikil vonbrigði ríktu meðal alþýðunnar yfír því að lýðveldið skyldi ekki halda velli og komast til þroska. Eitthvað virðist boðskapur Lorca hafa farið fyrir brjóstið á spönsk- um fasistum, í það minnsta myrtu þeir hann skömmu eftir að hann lauk við Heimili Vernhörðu Alba árið 1936, en leikritið var fyrst sýnt níu árum eftir dauða hans, í Buenos Aires árið 1945. Vernharða Alba er heimilis- harðstjóri af verstu sort, kúgar allt og alla í kringum sig; móður sína, elliæra, þjónustustúlkurnar og ekki síst dætur sínar fimm, sem eru á aldrinum 20 til 39 ára. Eina manneskjan, sem vogar sér að standa uppi í hárinu á Vern- hörðu er Poncíá þjónustustúlka hennar, sem er bundin henni ein- Poncía (Bríet Héðinsdóttir). Allt er þá þrennt er, segir mál- tækið og nú um jólin f rumsýnir Þjóðleikhúsið Heimili Vernhörðu Alba, þriðju túlkunina á þessu gagnmerka verki, sem okkur hef- ur boðist á nokkrum mánuðum. Heimili Vernhörðu Alba eða Hús Bernörðu Alba (á frummálinu La casa de Bernarda Alba) eftir Fe- derico García Lorca hef ur verið sýnt bæði í sjónvarpi og hjá Leikfélagi Akureyrarí veturog ekki seinna vænna fyrir þá sem misstu af þeim sýningum, annarri eða báðum, að drífa sig nú í leikhúsið. Eins er nú kjörið tæki- færi fyrir sanna áhugamenn að líta á þann mun, sem kann að vera á þessari uppfærslu og þeim, sem áður voru boðnar, auk þess sem verkið er nú leikið í splunkunýrri þýðingu Guðbergs Bergssonar. Húsmóðirin og þjónustustúlkan: Vernharða (Kristbjörg Kjeld) og Poncía (Bríet Héðinsdóttir).Myndir - Jim Smart. hvers konar hatursböndum og fræðir áhorfandann á eðli Vern- hörðu frá fyrstu stundu: „Hún kúgar alla í kringum sig. Henni væri trúandi til að klessa sér ofan á hjartað í þér til að sjá hvernig þú týnir tórunni, án þess að kulda- brosið fari af bölvuðu fésinu..." í upphafi leiksins koma Vern- harða og dæturnar frá jarðarför húsföðurins og enginn þarf að fara í grafgötur um hver þar gengur inn, hennar fyrsta skipun er „Þögn!“ og það næsta sem hún segir: „Minna öskur og meiri iðjusemi..." Þarnæst boðar harð- stjórinn átta ára sorgartímabil þar sem andblær frá götunni fær ekki að komast inn í húsið, „Gáið að því, að nú höfum við múrað upp í dyr og glugga. Þannig var þetta heima hjá pabba og hjá afa mínum. Á meðan getið þið byrj- að að sauma í brúðarlínið." Vernharða fær reyndar að reyna að betra er að temja hundr- að flær á hálu skinni en píkur tvær á palli inni og gengur á ýmsu á heimili hennar uns yfir lýkur. Kristbjörg Kjeld leikur Vern- hörðu, Herdís Þorvaldsdóttir móður hennar og Bríet Héðins- dóttír Poncíu. Dæturnar fimm eru leiknar af þeim Helgu E. Jónsdóttur (Angústías), Ragn- heiði Steindórsdóttur (Magda- lena), Tinnu Gunnlaugsdóttur (Amelía), Guðrúnu Gísladóttur (Martírío) og Sigrúnu Waage (Adela). HjálmarH. Ragnarsson hefur samið tónlist við verkið, leikmynd gerir Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir og búninga Sig- ríður Guðjónsdóttir. Leikstjóri er María Kristjánsdóttir. María Kristjánsdóttir: Kannski einkennist verkið fyrst og fremst af næmleika Lorca fyrir kvensál- inni - Það sem mér finnst áhuga- verðast í þessu leikverki er þem- að um valdið og hversu auðveld- lega menn láta kúga sig, segir María Kristjánsdóttir leikstjóri. 18 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.