Þjóðviljinn - 22.12.1989, Page 22
Oddi á Rangárvöllum með Heklu
í baksýn. Gert af L. Clark eftir
frummynd G. S. Machenzies frá
1810. Ur„Travelsintheisland of
lceland".
Rangárþingi
Stundum hefur sagnfræðingum
verið skipt í tvo flokka eftir því
hvaða markmið þeir setja sér í
rannsóknum sínum, þótt landa-
mærin séu harla óljós og sami
maðurinn geti skilgreint
viðfangsefni sín á mismunandi
hátt eftir atvikum. Annars vegar
eru þeir sem leitast við að skýra
atburði sögunnar, oft með tilvís-
un til einhverrar heildarkenning-
ar um lögmál sem að baki þeirra
liggi. Hins vegar eru svo þeir sem
setja sér ekki annað markmið en
það að lýsa atburðunum eins og
þeir gerðust - „wie es eigentlich
gewesen”, svo vitnað sé í orð
Rankes, eins af upphafsmönnum
sagnfræði nútímans.
Fyrr á árum, þegar allar línur
virtust svo hreinar, voru hinir
fyrrnefndu gjarnan settir skör
hærra, og jafnvel var litið svo á að
þeir einir væru raunverulegir
„sagnfræðingar”. Var þá sú
skoðun útbreidd að markmið
allra vísinda, hver sem þau væru,
ætti að vera það að útskýra fyrir-
bærin og skilgreina sem nákvæm-
ast einhver algild lögmál sem
gerðu grein fyrir þeim: ef menn
gerðu ekki annað en lýsa atburð-
um sögunnar, væru þeir ekki
„vísindamenn” heldur einungis
„sagnaritarar”. Þær efasemdir
sem komu þá fram gagnvart sagn-
fræðinni bitnuðu jafnframt sér-
staklega á fræðimönnum í síðar-
nefnda hópnum og vinnu-
brögðum þeirra: þar sem
heimildunum væri ekki að treysta
og oft á tíðum ógerningur að vita
hvenær þær segðu satt og hvenær
ekki eða hvort þær slepptu ekki
einhverju sem meginmáli skipti,
væri aldrei hægt með neinni vissu
að lýsa atburðunum „eins og þeir
hefðu gerst”. Með því að reyna
það gerði fræðimaðurinn ekki
annað en bæta sínum eigin hæpnu
tilgátum ofan á óvissu heimild-
anna. Þeir sem voru í einhverjum
sjónhverfingaleik með kenningar
sluppu betur undan slíkri
gagnrýni: þeir voru ekki eins háð-
ir einhverjum ákveðnum heim-
iidum og eins og vindurinn blés
báru gagnrýnendur meiri virð-
ingu fyrir þeim, - a.m.k. að vissu
marki. En nú eru tímarnir
breyttir: menn hneigjast til að
taka kenningum og heildar-
skýringum með fyrirvara og tor-
tryggni, og það því meir sem
skýringin á að vera víðtækari, og
þeir sem reyna að útskýra atburði
sögunnar með tilvísun til ein-
hverra kenninga eru í varnar-
stöðu.
Þeir sem stefna fyrst og fremst
að því að Iýsa atburðunum „eins
og þeir gerðust” hafa hins vegar
staðið af sér stormana. Reyndar
hafa aðferðir þeirra engan veginn
staðið í stað, heldur hafa þær þró-
ast í allri þessari togstreitu og
orðið fyrir áhrifum af ýmis konar
skýringaraðferðum: menn reyna
nú ekki aðeins að lýsa atburðun-
um sjálfum heldur beina þeir
einnig athyglinni í auknum mæli
að innri rökum þeirra - sem eru
ekki nein algild lögmál heldur
stundleg eins og atburðirnir - og
þeirri atburðafléttu eða „kerfi”
sem þeir eru hluti af.
Þetta virðist kannske svífa í
lausu lofti, en ef menn vilja fá
skýr dæmi um slík viðhorf í sagn-
fræðinni, er nýútkomið rit Helga
Þorlákssonar, Gamlar götur og
goðavald sem bet undirritilinn
„Um fornar leiðir og völd Odda-
verja í Rangárþingi”, ágætt til-
efni til að hugleiða hvaða leiðir
hægt er að fara til að nálgast at-
burði fyrri tíma „eins og þeir
gerðust” og hve langt er hægt að
komast. f þessu stutta riti fjallar
Helgi um uppgang Oddaverja á
12. og 13. öld, valdastöðu þeirra
og síðan hrun, og skoðar jafn-
framt iauslega valdabaráttu
Sturlungaaldarinnar út frá þessu.
Frá þeim atburðum sem um ræðir
er sagt í Sturlunga sögu og víðar,
allar þær heimildir sem máli
skipta hafa verið kunnar um
langan aldur og hafa fræðimenn
velt þeim fyrir sér frá mörgum
sjónarhornum og sett fram ýmsar
tilgátur; eru þá nokkrar líkur til
þess lengur að eitthvað nýtt geti
komið fram?
í þessu tilviki verða heimild-
irnar að teljast góðar og áreiðan-
legar: þrátt fyrir ýmis konar
eyður hafa þær mikið af upplýs-
ingum að geyma og eru á köflum
undarleg blanda af einstökum
þurrum fróðleiksmolum (um
ábúendur jarða, ætartölur
o.þ.h.) ogfrásögnum sjónarvotta
eða nákunnugra manna. Hér er
því ekki svo mikil þörf á „klass-
ískri” heimildagagnrýni sem
stefnir að því að vega og meta
hvað heimildirnar séu áreiðan-
legar, heldur er vandinn sá að
reyna að komast „aftur fyrir
þær”, ef svo má segja, fylla út í
eyðurnar og finna hvað það var
sem gerðist „í raunveru-
leikanum”.
Þetta er einmitt það sem menn
hafa gjarnan efast um að væri yf-
irleitt hægt. Segja má að það sé í
rauninni fyrst og fremst verkefni
fyrir heimspekinga að velta fyrir
sér tengslunum milli raunveru-
leikans og þeirra heimilda sem
frá honum segja eða þeirrar sagn-
fræði sem reynir síðan að nálgast
hann, og er það vitanlega flókið
mál. En hægt er að slá því föstu að
heimildirnar segja margt fleira
um raunveruleika atburðanna en
það sem er beinlínis í orðanna
hljóðan og liggur í augum uppi, -
ef menn kunna þá að rekja sig
áfram til þess. Einni af þessum
leiðum, sem ekki hefur verið
áður farin, fylgir Helgi Þorláks-
son. Hún byggist einfaldlega á
þeirri hugmynd, að þar sem þeir
atburðir sem verið er að rannsaka
gerast á ákveðnu landssvæði, geti
það leitt sitthvað í ljós um innri
rök þeirra að skoða hvernig þeir
falli inn í landslagskerfið og taki
sig út í þrívíðu rúmi.
Svipaðar hugmyndir hafa verið
reyndar með góðm árangri á ýms-
um öðrum sviðum. Það hefur t.d.
komið í ljós, að við rannsókn á
bílskysi er hægt að fá margvísleg-
ar upplýsingar til viðbótar við
það sem beinlínis kemur fram í
skýrslum sjónarvotta með því að
„setja slysið á svið” með
teikningum og litlum leikfanga-
bílum, og hefur það orðið
heimspekingum að umhugsunar-
efni. En málið getur verið tals-
vert miklu flóknara en í slíkum
bílaleik, eins og sjá má af dæmi úr
fjarlægu heimshorni.
í go-taflinu japanska er mark-
miðið ekki, eins og í okkar skák,
að máta einhvern kóng, heldur
reynir hvor taflmaðurinn um sig
að „leggja undir sig” eins stóran
hluta af taflborðinu og hann get-
ur. Hver leikur er fólginn í því að
taflmaðurinn setur nýtt peð á
einn reit á borðinu - þeir eru 361
alls - og leitast þannig við að af-
marka sér sem stærst og flest ör-
ugg svæði og ráðast inn á svæði
andstæðingsins. Hægt er að
„drepa” peð (eða öllu heldur
„handtaka” þau, eins og sagt er),
þótt það sé reyndar ekki tak-
markið með leiknum, en þau eru
aldrei færð til. Leiknum lýkur
þegar báðir aðilar eru búnir að
leggja undir sig eins mikil svæði
og þeir geta, - en það tekur oft á
tíðum marga daga.
Þetta tafl er skrifað niður á
sams konar hátt og okkar skák,
og geta menn þannig fylgst með
gömlum eða nýjum kappleik með
því að lesa leikina og sjá hvernig
hvor taflmaður um sig haslar sér
völl á taflborðinu, en einnig geta
menn vitanlega sett upp stöðuna
á borði, eins og hún er eftir hvaða
leik sem er, og reynt að rýna í alla
þá valkosti sem fyrir hendi eru
eða vega og meta gildi einhvers
leiks - og tilgang hans í „stríðsá-
ætlun” taflmannsins. Slíkur
kappleikur getur verið firna
spennandi, einsog glögglega
kemur fram í skáldsögu Kawa-
bata um „Meistarann” og síðustu
keppni hans, en þar eru leikirnir
jafnvel raktir og birtar teikningar
af stöðunni eins og hún er á ýms-
um ögurstundum þessa drama-
tíska Ieiks. En þótt reglurnar séu
einfaldar - miklu einfaldari en í
okkar skáktafli - og það sé nokk-
uð auðvelt að fylgjast með fram-
vindu taflsins, er það ógerningur
fyrir mann sem ekki er innvígður
í listina að skilja alla þá flóknu
„hernaðartækni” sem getur verið
á bak við þessa leiki með peð sem
eru öll eins á taflborði sem er ekki
annað en abstrakt flötur, - að
átta sig á þeim breytingum sem
hún kann að taka í viðskiptum
taflmannanna, og skynja stílinn
eða persónuleika andstæðing-
anna, eins og hann birtist í
leiknum. Því er hætt við að það
fari fram hjá leikmanni í þessari
miklu list, hvers vegna Meistar-
anum gramdist svo mjög 121.
leikur andstæðingsins, og allir
viðstaddir urðu þrumu lostnir, og
hvers vegna 130. leikur Meista-
rans var í fyrstu talinn mjög
snjallt svar, en leiddi þó um síðir
til ósigurs hans, eins og hann
gerði sér sjálfur mjög fljótt grein
fyrir.
Ef sagnfræðingar í einhverri
framtíð hefðu ekki lengur neinar
heimildir um go-tafl nema upp-
skriftir af kappleikjum eins og
þessum (130. leikur Meistarans:
S-5), - og yrði þá vel að merkja
um mjög hagstætt tilvik að ræða,
þar sem heimildir (uppskrift-
irnar) gerðu fullkomna grein fyrir
raunveruleikanum sem þær
segðu frá (gangi taflsins) - myndi
það sennilega ekki kosta þá nema
lítil heilabrot að finna reglur
leiksins. Það gæti hins vegar vaf-
ist stórlega fyrir þeim að átta sig á
öllu því sem felst í framvindu
hvers kappleiks: hugsun tafl-
mannanna, áætlanir þeirra af
ýmsu tagi, kænskubrögð, gildrur
og stíl, svo ekki sé talað um þau
áhrif sem go-tafl hefur, að sögn
Japana sjálfra, haft á hernaðar-
tækni landsmanna. Þó eru engir
ókleifir múrar í veginum sem
hindri slíkan skilning: sagn-
fræðingarnir þyrftu ekki að gera
annað en íhuga frá öllum sjónar-
hornum þær ýmislegu stöður sem
geta komið upp á taflborðinu og
þá valkosti sem þær bjóða upp á,
rétt eins og áhugamenn nútímans
gera. Þar sem slíkir sagnfræðing-
ar kynnu að hafa aðra þjálfun og
þekkingu en nútímamenn, gæti
jafnvel svo farið að þeir kæmu
auga á fleiri víddir í kapp-
leikjunum en t.d. Meistarinn og
félagar hans. En allt þetta væri
ekki annað en túlkun og sífellt
ítarlegri lýsing á „því sem raun-
verulega gerðist”.
Það landsvæði sem Helgi Þor-
láksson rannsakar í verki sínu er
ekki neinn abstrakt flötur eins og
taflborðið japanska heldur Rang-
árþing með sínum margvíslegu
krókum og kimum, og er það
hugmynd hans að setja valdabar-
áttu og uppgang Oddaverja í
samband við einn ákveðinn þátt
staðháttanna, sem sé leiðakerfið.
Hugmyndin er einföld og snjöll,
en þó alls ekki auðveld í fram-
kvæmd. Það kemur nefnilega í
ljós, að um marga þætti daglega
lífsins, eins og t.d. þjóðleiðir um
héruð, sem 12. og 13. aldar menn
höfðu fyrir augunum svo að segja
hvern dag, eru hinar annars
auðugu heimildir frá þessum tíma
næsta fáorðar, ef þær þegja þá
ekki gersamlega. Til þess að
rekja leiðakerfið þarf Helgi því
að beita saman öllum tiltækum
heimildum frá ýmsum tímum, allt
frá dögum þjóðveldisins og fram
á þessa öld, og er það langt mál en
þó spennandi um leið og maður
er kominn inn í efnið og farinn að
skynja þessa snertingu við dag-
legt líf fólks á fyrri öldum.
Það ætti í sjálfu sér ekki að
koma að sök þótt heimildirnar
séu frá ýmsum tímum, þar sem
leiðakerfi er vitanlega fyrirbæri
sem tilheyrir „langtíma”, eins og
sagt er. En hér rekst Helgi þó á
hindrun sem kann að koma ýms-
um á óvart: á svo litlu svæði sem
Rangárþing er hafa staðhættir
breyst furðulega mikið síðan á
tímum Oddaverja, árfarvegir
hafa flust til, vatnsmagn fljóta
aukist eða minnkað, mýrar
myndast þar sem áður var þurr-
lendi o.s.frv., og hefur þetta vit-
anlega haft sín áhrif á færð og
leiðir. Til þess að ráða fram úr
þessu öllu hefur Helgi notið að-
stoðar dr. Hreins Haraldssonar
jarðfræðings, og hefur sú sam-
vinna gefið góða raun. En þetta
leiðir hugann að því að gífurlegt
verk og harla mikilvægt fyrir sögu
landsins er enn óunnið, en það er
að beita saman aðferðum sagn-
fræði og jarðfræði og annarra
náttúruvísinda líka - eins og Sig-
urður Þórarinsson gerði í rann-
sóknum sínum á Heklu - til að
reyna að lýsa landinu sem nák-
væmast eins og það leit út t.d. á
13. öld, þegar mörg hraun sem nú
setja svip á það voru enn órunn-
in, vötn og árfarvegir með öðrum
hætti og ströndin lá kannske sums
staðar öðru vísi en nú á dögum,
svo ekki sé talað um gróðurfar.
Eftir allar þessar rannsóknir
kemst Helgi að athyglisverðri
niðurstöðu: færir hann rök fyrir
því að uppgangur Oddaverja hafi
stafað af því að þeir kunnu fyrst
að notfæra sér út í ystu æsar legu
Odda við mikilvæga þjóðbraut og
tókst síðan að ná undir sig höfuð-
bólum sem voru öll staðsett á
lykilstöðum í leiðakerfi héraðs-
ins, þar sem helstu þjóðbrautir
skárust. Þannig hafi þeir smám
saman bolað burtu öðrum höfð-
ingjaættum og náð völdum yfir
landsvæði sem takmarkaðist af
Þjórsá í vestri og Arnarstakks-
heiði í austri. Samkvæmt þeirri
mynd sem Helgr dregur þannig
upp héfur þessi valdabarátta því
ekki verið háð eins og skáktafl -
en þá samlíkingu hafa Vestur-
landabúar löngum notað til að
gera grein fyrir valdabaráttu og
styrjöldum - heldur miklu fremur
eins og einhvers konar afbrigði af
go, þannig að það dæmi af
heimildatúlkun er hér ekki eins
langsótt og margur gæti haldið:
Oddaverjar hafa sem sé barist til
valda með því að koma „peðum”
fyrir á „reitum” sem ráða línum
eða deildum á „taflborðinu” og
leggja þannig undir sig ákveðið
svæði. Hægt er að halda þessari
líkingu áfram: hrun Oddaverja
hófst þegar keppinautar þeirra,
Haukdælir, settu „peð” inn á það
landsvæði sem hinir fyrrnefndu
höfðu þá helgað sér. Og Helgi
bendir á að svipuðum skýringum
megi beita hvað snertir valdabar-
áttu í öðrum landshlutum.
Með því að fara þá leið sem
þessi hugmynd Helga opnar er
því hægt að komast ennþá nær
atburðum Sturlungaaldarinnar
„eins og þeir gerðust”: þótt marg-
ir aðrir þættir hafi vafalaust kom-
ið til sögu, veitir hún innsýn í
„hernaðarlist” höfðingja og
valdakerfi og ýmis „innri rök” at-
burðanna sem þeir voru flæktir í.
Bókinni fylgja mörg gagnleg kort
og er það eitt við þau að athuga
að í þeim er hvergi neinn mæli-
kvarði, það er bagalegt. e.m.j.
22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. desember 1989