Þjóðviljinn - 22.12.1989, Qupperneq 25
Síðan skein sól sendi frá sér
ágætis byrjunarverk í fyrra,
hressa plötu þar sem rokkað var
af töluverðri lífsgleði. Þegar
fregnir fóru síðan að berast af
nýrri plötu frá sveitinni gat mað-
ur svo sem búist við hverju sem
var en í mínum huga voru nokkur
Betra
seint
en aldrei
Hún ber þess merki „nýja“
platan hans Eiríks Haukssonar,
Skot i myrkri, að hafa verið lengi
í vinnslu. Upptökur hófust í fyrr-
asumar, og meðgöngutíminn þar
á undan mun hafa verið nokkur,
kannske allar götur síðan Start-
platan kom út upp úr 1980? .. .eigi
hef ég nú svo sem hugmynd um
það, en þessi plata Eiríks minnir
dulítið á hana, enda tveir félaga
Eiríks úr þeirri sveit með honum
á þessari fyrstu sólóplötu hans,
rokkgítarleikararnir góðu og
gegnu Kristján Edelstein og Sig-
urgeir Sigmundsson. Og þeir eru
ekkert verri sem sjá um baktakt-
inn: Ásgeir Óskarsson trommar
og Tómas Tómasson spilar á
bassa og hljómborð, auk þess
sem hann útsetti lögin með
Eiríki. í ofanálag er Karl Sig-
hvatsson við orgelið í þrem
lögum, og má kannske segja að
ekki hefði verið verra að hafa
hann dulítið framar í hljóðblönd-
un þar sem hann kemur við sögu,
því að Kalli er virkileg
skrautfjöður.
Þetta er sem sagt þrusulið á
Skoti í myrkri og er enda spila-
mennskan öll á plötunni með
miklum ágætum. En yfirbragðið
er gamaldags, eins og upp-
hafsmálsgrein þessarar umsagnar
gefur til kynna. Þar með skyldi þó
enginn dæma hana úr leik, því að
Skot í myrkri er afskaplega við-
felldin, í sínum létta og meló-
díska þungarokksstíl, í anda
frumherja þeirrar stefnu frá átt-
unda áratugnum.
Eiríkur er hinn besti söngvari
hér - spilar reyndar líka á gítar
ágætlega, en læturfélögum sínum
eftir sólóin. Auk þess finnst mér
hann vera góður lagasmiður,
síðri sem textasmiður, en á ágæta
spretti eins og í titillaginu og
Hlekkjaður. Hins vegar er allt í
lagi með textana í munni Eiríks,
þeir eru bara sumir ekki sérlega
góðir til aflestrar, eins og til dæm-
is Truntu-búgí, sem er hinn besti
rokkari og ber sig því vel á plöt-
unni.
Af 10 lögum plötunnar eru 7
eftir Eirík. Tvö eru erlend, Súp-
erhetja Pauls Williams og Sexí,
skandinavískur ágætur rokkari,
og eru íslenskir textar við þau
bæði, eftir Eirík. En það lag sem
mest hefur heyrst í útvarpi af
þessari plötu er hið ljómandi lag
Gunnars Þórðarsonar Er hann
birtist, reglulega vel flutt, og
sannast hér hið fornkveðna, að
aldrei er góð vísa of oft kveðin.
Sem sagt, þótt engin stórtíð-
indi sé að finna á Skoti í myrkri,
er það plata sem ég hlusta á með
ánægju - enda gefin fyrir gamlan
merg. A
vond ský á lofti, þar sem Sólin
hafði kvalið mig í gegnum út-
varpsviðtæki í allt sumar með
fullkomlega óþolandi lagi sem
heitir að ég held „Dísa“. Sem bet-
ur fer er þetta lag ekki á nýju
plötunni, „Ég stend á skýi“.
Á þessari nýju plötu hefur Síð-
an skein sól mikið til horfið frá
rokkinu til rólegri raulara þar
sem órafmögnuð hljóðfæri ráða
mikið ferðinni. Og svo ég hafi
ekki um það allt of mörg orð, þá
finnst mér þessi hlið hljóm-
sveitarinnar klæða hana illa, sér-
staklega söngvarann Helga
Björnsson. Það er ekkert út á
gæði undirspilsins að setja, þeir
Jakob, Eyjólfur og Ingólfur skila
sínu verki yfirleitt mjög vel. En
þessi raularahlið hljómsveitar-
innar hljómar einfaldlega eins og
skátasöngvar í frekar leiðinlegri
útilegu þar sem pylsurnar hafa
allar brunnið við á grillinu.
Manni bregður óneitanlega frá
fyrri plötu þegar hlustað er á
fyrstu fimm lög plötunnar. Þar er
ekkert fjör, enginn neisti, þessi
lög bara eru þarna og líða átaka-
laust áfram. Fyrsta lagið af þess-
um fimm, Syngjum óð“, er skást
Súrsæt
Þá hefur Bless sent frá sér sína
fyrstu plötu og kallar hana „Melt-
ingu“. Nafnið var víst valið vegna
þess að „Melting" hefur merk-
ingu í fleiri tungumálum en ís-
lensku en þrátt fyrir það held ég
að merking orðsins á íslensku
skýri innihald plötunnar best.
Töluverð melting virðist eiga sér
stað hjá Bless.
Það er óhjákvæmilegt að bera
þessa fyrstu plötu Bless saman
við það besta sem Svarthvítur
draumur gerði. En að mínum
dómi stendur „Goð“ upp úr verk-
um Gunnars og hljómsveita
hans. Það verður að segjast eins
og er að „Melting" stenst ekki
fullkomlega samanburð við
„Goð“. Þróunarlega séð felst
engin viðbót í „Meltingu“. Per-
sónulega hefði ég viljað fá frá
Bless betur unna plötu og betur
útfærða, að aðeins meira hefði
verið pælt í hlutunum. Menn
verða að fara áfram veginn því
Langi
Seli,
Bubbi og
Lamamir
Nú þegar fólk á vinnumarkaði
bætist í jólafríið með skólafólk-
inu er boðið upp á tónleika til að
stilla sig inn á jólin. Langi Seli og
Skuggarnir koma saman í Tungl-
inu í kvöld, hressir og kátir eftir
fjögurra mánaða tónleikahlé á
klakanum. Þeir Kommi, Seli, Jón
og Grímsi hituðu þó nýlega upp
fyrir Sykurmolana í Town and
Contry Club í London.
Samkvæmt tilkynningu frá
Langa Sela og Skuggunum not-
uðu þeir tækifærið og keyptu jól-
þótt textinn, fimm línur, sé í
stysta lagi. Aftur á móti hefur
lagið „Kartöflur" alla burði til að
verða jafn óþolandi og „Dísa“ og
hjálpast þar allt að.
Það er nú svo einfalt að Helgi
Björnsson, sem óneitanlega er
mest áberandi persóna hljóm-
sveitarinnar, nýtur sín best sem
söngvari í rokkaðri lögum, þar
sem ærslin eru ekki langt undan
ásamt töffaraímynd rokkarans.
Honum hefur líka frekar farið
aftur sem textasmiði en Helgi
hefur annars samið marga af
skemmtilegustu textum rokksins
seinni árin. Það er aðeins eitt lag,
á „Ég stend á skýi“, sem svarar
einhverjum þeirra væntinga sem
maður hafði til Sólarinnar og það
er lagið „Ég verð að fá að skjóta
þig“. En þetta er sjöunda lag
plötunnar og fyrst þar finnst mér
platan loksins byrja, eftir slappan
inngang.
Textalega, taktlega og
stemmningarlega kannast maður
fyrst við Helga í þessu lagi. Síðan
skein sól hefði átt að láta nægja
að flippa með Þórsmerkurstílinn
á ferðum sínum um landið í
sumar en fara síðan í hljóðver og
taka upp almennilega rokkplötu,
í anda „Ég verð að fá að skjóta
þig“ og „Skrýtið", sem af
óskiljanlegum ástæðum er borað
mjög aftarlega á plötuna. Yfir-
leitt er illskiljanlegt hvers vegna
öllum hressari lögum plötunnar
er skipað í öftustu sæti á plötunni.
Tólfta lagið, „Sannleikann",
hefði til að mynda mátt setja í eitt
af fyrstu sætunum og sömuleiðis
gamla Sólarslagarann „Bannað“,
sem sennilega er aukalag á dis-
knum eins og „Leyndarmál“.
Þótt það kunni að virka vel fyrir
sal af fólki að fara með órafmagn-
aða raulara gegnir öðru máli þeg-
ar plata er annars vegar.
Fyrsta plata Sólarinnar var í
heildina miklu betri plata en „Ég
stend á skýi“. Þar voru vaxtar-
broddar sem sannarlega hefði
mátt rækta upp í fallegar jurtir.
Þrátt fyrir nokkur ágæt lög veldur
„Ég stend á skýi“ mér vonbrigð-
um. Sólardrengir. Betur má ef
duga skal!
-hmp
kveðja
annars er hætt við að þeir verði
eftir einir á sinni stoppistöð,
sama hvað hún kann síðan að
hafa til síns ágætis.
Annars má margt gott segja
um „Meltingu“, á henni má finna
nokkur hin fínustu lög, þrátt fyrir
allt og allt. „Aleinn í bíó“ eða
„Alone At The Movies“ er til að
mynda hið skemmtilegasta lag
við réttar aðstæður. Gamalkunn-
ugt stef frá Gunnari Hjálm-
arssyni, „Nothing Ever Happens
In My Head“ hljómar vel í þeirri
útsetningu sem Bless hefur kosið
því og er eitt best útfærða lagið á
plötunni.
Einhverra hluta vegna er ég
hrifnari af síðu tvö en síðu eitt.
En á síðu tvö eru einmitt tvö af
þeim þremur lögum plötunnar
sem tekin voru upp á vormánuð-
um en afgangurinn var tekinn
upp í september í haust í öðru
hljóðveri og með öðrum hljóð-
manni en téð þrjú lög. Hvort
Hljómsveitin Bless. Mynd: Þóm.
munurinn liggur í hljóðverum og
hljóðmanni skal ósagt látið en
„Buski“, fyrsta lagið á síðu tvö,
er besta lagið á plötunni að mínu
viti. Takturinn í því er með róleg-
asta móti miðað við Bless, enda
er þar sungið um mann sem vill fá
frið til að blunda og dreyma fyrir
einhverjum ónefndum. „Akker-
ið mitt“ fylgir í kjölfar „Buska“
og er einnig ágætt lag.
„Melting“ er undir getu hljóm-
sveitarinnar þegar á heildina er
litið. Ég ætlast til meira af þessum
mönnum vegna þess að þeir hafa
allar forsendur til þess. Þeir eiga
líka vonandi eftir að gera mér til
geðs. „Melting“ er ágætur lyf-
seðill á þá tegund útrásar sem
felst í því að finna fyrir hrópinu úr
iðrum sálarinnar en meira að
segja hrópið má fínstilla. En það
verður að hafa í huga að allt hefur
sinn tíma, líka meltingin. -hmp
agjafirnar handa mæðrum sínum
í London. Þeir lofa því að spila
vinsælustu lögin sín ásamt þeim
lögum sem enn hafa ekki náð
Langi Seli og Skuggarnir.
Mynd: Jim Smart.
DÆGURMA
hylli almennings. Tónleikarnir
hefjast klukkan 23 og þeim lýkur
klukkan 01.
Bubbi Morthens verður síðan á
ferðinni með hljómsveit sinni
Lömunum á Hótel Borg á Þor-
láksmessukvöld. Tónleikar
Bubba þennan dag, á þessum
stað, eru orðnir ófáir og raúnar
ómissandi í tilveru margra. Þeir
sem vilja koma sér þægilega fyrir
ættu því að mæta snemma.
Hljómsveit Bubba, Lamarnir,
hefur einnig fengið góðar undir-
tektir þeirra sem heyrt hafa á
þeim tvennu tónleikum þar sem
hún hefur komið fram. Og þar
sem Bubbi er óútreiknanlegur er
eins gott fyrir þá sem enn hafa
ekki heyrt í honum með Lömun-
um, að grípa tækifærið á Þorláks-
messu.
HEIMIR MÁR
PÉTURSSON
Föstudagur 22. desember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25