Þjóðviljinn - 22.12.1989, Qupperneq 26
ÓLAFUR
GÍSLASON
T~ i 3 ¥ s V 3 5' s? ~8 9 7 2
T~ 10 )l R? IZ 13 IV- V )3 16' Uo 15 ID
17 V T i# 15 20 iT 7- )( s? V é IZ ss
f 21 22 ur 18 S' 23 18 7- 9 S2 3 ZS- >
7? ZT 5~ S? 7- >é /Y s? 7 a 3 )'3 S2
s? 53 18 II 26' S? 2Ý 15 U v Z zs ij-
JO V zs Ur 2 18 T 18 lé u V
7 S? w~ Z 14 S? U 10 II 24 s? 11 )3 17
13 JS 2 h? n 15 3 T 13 23 24- 7 23
25~ 2Ý 2* u S? 6T )t> 13 13 52 b /8 2 2F
27 27- 6' 9 7- 2 )# R? 27- 6' 12 z ss U
s? )T 10 tr J3 3 T Z 2*/ ! 11 ss 17 2 3 ss
n 11 7% k 3 )8 10 S? 2 w~ 31 z íT 7
AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ
Krossgáta nr. 75
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá kvenmanns-
nafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans,
Síöumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 75“. Skilafrestur er þrjár
vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
5 n 25 18 13 7 0 2
L
. . Verðlaun fyrir Krossgátu nr. 75 er
Lausnaroröið a Krossgátu nr. 72 var Búðarhólmi. Dregið var úr réttum skáldsagan Heltekinn, spennu-
lausnum, og upp kom nafn Lilju Ingimarsdóttur, Skarðsbraut 19, Akra- saga eftir P.D. James í þýðingu
nesi. Hún fær senda bókina Snorri skáld í Reykholti eftir Gunnar Álfheiðar Kjartansdóttur sem Mál
Benediktsson. 0g nienning gaf út árið 1988.
MATUR
Eggjapasta
með rjúpum
Fyrir marga marga eru engin
jól án rjúpna. Og vissulega jafn-
ast fátt á við þennan harðgerða
og lífseiga heiðafugl að bragð-
gæðum. Rjúpan er yfirleitt
snöggsteikt á pönnu og síðan soð-
in í potti og krydduð með salti,
pipar og einiberjum, auk þess
sem rifsberjahlaup og rjómi eru
sett út í sósuna. En sósan er ein-
mitt eitt það mikilvægasta við
matreiðsluna.
Um síðustu jól urðu 2-3 rjúpur
afgangs hjá mér á jóladag og þá
gerði ég tilraun með að nota þær
með eggjapasta.
Eggjapasta er pasta sem er frá-
brugðið spaghetti að því leyti að í
því eru egg auk hveitisins. Hér
má fá eggjapasta í verslunum,
bæði innlent og ferskt eða inn-
flutt. Þá er um að ræða flatar
lengjur sem kallast á ítölsku
tagliatelle. Mikilvægt er að hafa
mikið vatn í pottinum þegar pasta
er soðið. Það á líka að vera sjóð-
andi þegar pastað er sett útí.
Suðutíminn er tilgreindur á um-
búðum, og þá á að taka pastað
strax upp úr pottinum, annars
verður það að mauki.
Rjúpnasósuna gerum við síðan
úr leifunum af jólarjúpnasteik-
inni. Tökum kjötið af beinunum
og brytjum það niður og út í sós-
una. Ef ekki er nægilega mikið
eftir, þá má bæta sveppum útí,
ekki síst þurrkuðum villisvepp-
um, sem búið er að bleyta upp og
sjóða. Villisveppir geta jafnvel
bætt rjúpnabragðið.
Þegar pastað er soðið er sós-
unni bætt útá og rétturinn borð-
aður heitur.
Ath. Þeir sem borða hreindýr
um jólin gætu prófað að gera
samskonar tilraun með
af hreindýrasteikinni.
Þeir sem hafa áhuga á a& fræ&ast um eitthvert
ákveðið efni vardandi fjölskyiduna geta skrifað.
Merkið umslagift: Fjölskyldan; Nýtt HelgarblaA,
Þjó&viljanum, Síðumúla 6, Reykjavík.
FJOLSKYLDAN
SIGTRYGGUR
JÓNSSON
Hvað er víðáttufælni
Margir hafa orðið til þess að
reyna að útskýra fælni almennt í
gegnum tíðina. Ekki er hægt að
ganga framhjá þeim áhrifum,
sem Freud hafði með rannsókn-
um sínum og skrifum um alls kon-
ar fælni og margir hafa komið á
eftir honum, sem bæði hafa fjall-
að um fælni í hans anda, en ekki
síður í anda svokallaðra náms-
kenninga.
Megineinkenni á kenningu
Freuds er að það sem einstakling-
ur kynnirsem fælnivandamál, sé í
raun dulið og ómeðvitað vanda-
mál af kynferðislegum toga. Ein-
staklingurinn er ekki meðvitaður
um hvert hið 'aunverulega
vandamál er og meðferðin liggur
í því að gera hann meðvitaðan um
það með sálgreiningu, svo hann
verði fær um að takast á við hið
raunverulega vandamál. Hug-
mynd Freuds var sú að hið raun-
verulega vandamál væri svo sið-
ferðilega ógnandi fyrir einstakl-
inginn, að undirmeðvitundin sæi
til þess að skapa í staðinn vanda-
mál, sem væri þó siðferðilega
samþykkjanlegt. Vissulega eru
margir enn þeirrar skoðunar að
Freud hafí haft rétt fyrir sér og
margir hafa orðið til þess að út-
færa og breyta kenningum hans
út frá áframhaldandi rannsókn-
um á þessum grundvelli.
Uppruna svokallaðra náms-
kenninga, sem reyndar ganga
einnig undir mörgum öðrum
nöfnum, er að finna í verkum
rússneska fræðimannsins Pavl-
ovs. Hann sýndi fram á að með
þjálfun og því að tengja saman
áreiti og ákveðinn atburð, væri
hægt að framkalla viðbrögð, sem
tengjast atburðinum eingöngu
með því að nota áreitið. Þe’ vt-
asta rannsókn hans er þanmg að-
hann hringdi bjöllu um leið og
hann gaf hundum sínum mat. Um
leið og hundarnir vissu að matur
væri að koma byrjuðu þeir að
slefa. Að lokum slefuðu þeir ein-
göngu við að heyra bjölluhljóm-
inn. Þetta er kallað skilyróing.
Með skilyrðingu er þannig hægt
að sjá til þess að nám fari fi ■ i.
Hundarnir hafa lært að bjöl’u-
hljómurinn þýðir að matur er á
leiðinni og fara því að slefa ein-
göngu við að heýra hann. Þannig
gæti einnig orðið til nám í fæí.ii
hjá einstaklingi, t.d. að það að
fara til tannlæknis orsakar sárs-
auka og sársauki framkallar
kvíða og vanlíðunarviðbrögð hjá
einstaklingnum og því fer svo að
lokum, að það nægir einstakling-
num að heyra orðið tannlæknir til
þess að byrja að finna til kvíða og
vanlíðunar. Tannlæknisfælni er
þar með lærð.
Báðar þessar kenningar og
aðrar skildar ganga út frá því,
sem flestir hafa hallast að hingað
til, að hið eðlilega ástand sé að
engin fælni sé til staðar og að
fælni sé óeðlilegt ástand eða öllu
heldur sjúklegt ástand. Þess
vegna eigi að vera hægt að lækna
það eða aflæra það. Nýjar kenn-
ingar, eða frá síðasta áratug,
ganga hins vegar út frá því, að í
upphafi, eða á barnsaldri, sé á-
kveðin fælni eðlilegt ástand sem
síðan aflærist með aldri, þroska
og hjálp foreldra og annarra full-
orðinna, sem þátt taka í uppeld-
inu. Lítum svolítið nánar á þetta.
Árið 1971 bentu nokkrir fræði-
menn á að hægt væri að líta á
ákveðna fælni sem innbyggða hjá
manninum og j.afnvel sumum af
æðri dýrategundunum. Þeir
bentu einnig á að þótt hægt væri
að kenna einstaklingi að bregðast
við bjölluhljómi með kvíða eða
vanlíðan með því að tengja hann
sársauka, hyrfi sú skilyrðing eins
og dögg fyrir sólu, ef viðkomandi
væri upplýstur um skilyrðinguna
og að hér eftir myndi sársauki
ekki fylgja bjölluhljóminum. Það
væri hins vegar ekki nóg að upp-
lýsa einstakling um tenginguna
tannlæknir - sársauki til þess að
tannlæknafælni hyrfi. Þeir bentu
á að ákveðin áreiti hafi alltaf haft
sérstaka þýðingu fyrir mannkyn-
ið, hvar á jörðinni sem það býr.
Hér er um að ræða áreiti, sem til
staðar eru við aðstæður, sem geta
verið ógnandi, hættuleg eða vald-
ið dauða einstaklinga. Dæmi um
slíkt er almenn og útbreitt
hræðsla við slöngur eða snáka,
jafnvel þótt vitað sé að viðkom-
andi slanga eða snákur sé hættu-
laus og jafnvel þótt viðkomandi
búi og hafi alltaf búið í landi þar
sem engar slöngur eða snákar
fyrirfinnast. Annað dæmi er myr-
kfælni, sem öllum virðist sam-
eiginleg á ákveðnum aldri, hvar
og hvenær sem er. Enn eitt dæm-
ið og kannski mikilvægast hvað
varðar víðáttufælni er hræðslan
við að verða yfirgefinn. Sú
hræðsla virðist koma fram hjá
öllum börnum í kringum eins árs
aldurinn, en er alls ekki til staðar
fyrir sex mánaða aldur. Það sem
algerlega er ljóst, er að börn á
þessum aldri þróa þessa fælni
með sér algerlega óháð því hvort
þeim hafi verið hótað eða orðið
fyrir því að verða yfirgefin.
Þannig ganga ýjar kenningar
um orsakir víðáttufælni og ann-
arrar fælni út frá því að í upphafi
séum við haldin innbyggðri fælni
við ákveðna hluti, sem við síðan
lærum smám saman með aðstoð
uppeldis að takast á við og yfir-
vinna að því marki að við
vörumst á skynsamlegan og yfir-
vegaðan hátt þessa hluti og látum
skynsemina ráða í þeim efnum.
Hins vegar verði eitthvað til þess
á fullorðinsaldri að leysa úr læð-
ingi þessa fælni á ný. I því tilfelli
að um víðáttufælni sé að ræða,
leysist kvíðinn eða óttinn við að
verða yfirgefinn úr læðingi. Við
missum tökin á þeirri stjorn, sem
við höfum haft á fælninni. Það
sem leyst getur þetta úr læðingi
geta verið margs konar áföll og
jafnvel getur verið erfitt að teng-
ja áföllin einmitt þeirri fælni sem
síðan kemur frant og þróast. Þeir
sem hallast að þessum kenning-
um, og þeir verða æ fleiri, halda
því einnig fram að ef ekki sé
gengið út frá þessu, verði aldrei
komist fyrir fælnina. Jafnvel þótt
takist að lækna hana tímabundið,
geti hún hvenær sem er komið
upp aftur og aftur. Skilningur á
þessu sé einstaklingnum
nauðsynlegur til þess að hann geti
komist yfir fælnina.
26 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 22. desember 1989