Þjóðviljinn - 22.12.1989, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 22.12.1989, Blaðsíða 27
1 , ÚRRÍKI NATTÚRUNNAR ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON SKRIFAR SKJALFTAMIÐJA YFIRBORÐ JARÐAR BROTALÍNA JARÐLAGA- STAFLI PYERT A OT- BEIOSLU- STEFNU p s yr l/r Skj álftalínurit PÉTTING / ÞYNNING YFIRBORÐSBYLGJUR Býlgjustefnur H vað er jarðskjátfti? í gömtu riti er sagt frá því er jörðin „pipraði og skalf af ótta“ á meðan einn af svonefndum Suðurlandsskjálftum reið yfir. Mjög margir íslendingar hafa fundið jarðskjálfta og það er al- kunna að þeir stafa oftast af því að jarðlög láta undan spennu sem hleðst upp í þeim á atllöngum tíma. En hvers vegna hleðst þessi spenna upp og hvað gerist þegar jarðlögin brotna? Nú orðið er ljóst að jarð- skorpan skiptist upp í stóra fleka (plötur) sem hreyfast innbyrðis. Það er einkum á jöðrum þeirra sem mikil spenna hleðst upp í Ný þáttaröð Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur hefur tekið að sér að skrifa reglulega pistla um náttúruvísindi fyrir Nýtt helgar- blað. Bera þeir heitið „Úr ríki náttúrunnar“. Fjallar Ari um breitt svið raunvísinda, m.a. um sólina, lofthjúp jarðar, norður- ljós, frostveðrun, hafstrauma, stjarnvísindi, hugtök í eðlisfræði og fjölda marga aðra þætti. Nýtt helgarblað telur mikinn feng að þessu efni og býður Ara Trausta velkominn til samvinnu. jarðlögum; t.d. víða um miðbik íslands og í miðju Atlantshafsins eru mörk platna sem skiljast að. Ef hreyfingin þar væri jöfn og jarðlögin létu greiðlega undan fjarlægðust plöturnar hvor aðra um 2 cm á ári. En jarðlögin hafa allmikið brotþol og þess vegna verður til í þeim spenna. Þegar hún yfirgnæfir brotþolið á til- teknum stað bresta jarðlögin og til verða sprungur í jarðlagastafl- anum. Landið beggja vegna slíkra sprungna hreyfist um leið til tveggja átta eftir því hvernig upphaflega átakið var á jarðlaga- staflann. Upptök Þegar berg brestur undan spennu, vérður upphaf þess ferlis á fleti (oft gamalli sprungu) ofan í jörðu; síðan rifnar jörðin frá þeim punkti uns hreyfing sést á yfirborðinu (þar sem sprungan er eða verður sýnileg). Punkturinn er UPPTÖK skjálftans (algengt dýpi að upptökum er 5 -10 km á íslandi). Beint fyrir ofan hann (á yfirborðinu) er skjálftamiðjan. Þegar bresturinn verður (á ör- skotsstund) losnar orka sem safn- aðist fyrir í berginu við vaxandi spennu og nýtist bæði við að ryk- kja jarðlagastöflunum til, mynda hita og „hrista" bergið - eða m.ö.o. það leggur eins konar Jólatrésskemmtun Læknafélags Reykjavíkur og Lyfjafræöingafé- lags Islands verður í Domus Medica miðviku- daginn 27. desember frá kl. 15-18. Jólasveinarnir Bili bíllinn getur rétt staðsettur VIÐVÖRUNAR ÞRÍHYRNINGUR skipt öllu máli UUMFERÐAR RÁÐ höggbylgja af stað út frá miðj- unni og breiðist út í þrivíðu rúmi í þessu föstu efni jarðlagastaflans - reynandi er að hugsa sér bylgju- skafl sem stækkandi kúlu með miðju í upptökunum. Þegar í stað verður bylgju- hreyfingin tvíþætt. LANG- BYLGJUR (hljóðbylgjur) - sem þjappa einingum bergsins saman eða toga þær í sundur (á víxl) í sömu stefnu og bylgjurnar berast - þær fara 1,7 sinnum hraðar yfir en ÞVERBYLGJUR. Þær síðar- nefndu þjappa efni og toga í það þvert á eigin útbreiðslustefnu. Auk þess hafa báðar bylgjuteg- undimar mismunandi hraða (mældan í kílómetrum á sek.) eftir þéttleika bergsins. Þegar bylgjuskaflinn (kúlan stækkandi!) nær yfirborði jarðar fer það að dúa og sú hreyfing framkallar yfirborðsbylgju líkt og sést þegar steini er kastað í vatn . Maður sem er einhvers staðar til hliðar við jarðskjálftamiðjuna finnur (ef allt er nú samandregið) högg þegar langbylgjuna ber að, beint frá upptökunum (P-bylgja á skjáftamáli), annað skömmu seinna þegar þverbylgjan dynur yfir sömu leið (S-bylgjan) og loks finnst honum jörðin ganga í bylgjum þegar yfirborðsbyl- gjurnar era að deyja út (L og R- bylgjur). Allt tekur þetta ein- hverjar sekúndur eða tugi sek- úndna og oftast valda yfirborðs- bylgjurnar mestu tjóni. Stærð Unnt er að ákvarða STÆRÐ skjálfta út frá þekktri fjarlægð til mælis og stærð útslagsins á mæl- inum (skrifnál sem hreyfist fram og aftur). Stærðin er reiknuð og er eins konar mælikvarði á ork- una sem leystist úr læðingi, en segir ekkert um áhrifin því þar kemur fjarlægðin og dýpið til sög- unnar. Stærðarskalinn er nefndur Richter-kvarði, talan er einingar- laus á bilinu 0 - 9 og munar 30-falt á hverri heilli tölu. Annar skjálftakvarði er til kenndur við Mercalli og Rossi. M/R-talan er fundin með mati á áhrifum eftir að skjálfti hefur riðið yfir og er staðbundin. Notaðar eru tölurnar 1-12 (eða I - XII) til að lýsa áhrifunum en hverri tölu fylgir ákveðin lýsing á því sem fólk finnur eða sér. RAFMAGNIÐ UM JÓLIN FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Rafmagnsveitunni er þaö kappsmál, aö sem fæstir veröi fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranær. Tii þess að tryggja öruggt rafmagn um hátíðirnar, vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi: 1 2 3 4 5 6 Reynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yfir daginn eins og kosturer, einkum áaðfanga- dag og gamlársdag. Forðist, ef unnt er, að nota mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. rafmagns- ofna, hraðsuðukatla, þvottavélar og upþþvotta- vélar - einkum meðan á eldun stendur. Farið varlega með öll raftæki til að forðast bruna- og snertihættu. Illa meðfarnar lausar taugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar. Útiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar og af gerð, sem viðurkennd er af Rafmagnseftirliti ríkisins. í flestum nýrri húsum eru sjálfvör „útsláttar- rofar“ en í eldri húsum eru vartappar „öryggi". Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum. Helstu stærðir eru; 10 amper Ijós 20-25 amper eldavél 35 amper aðalvör fyrir íbúð. Ef straumlaust verður, skuluð þér gera eftir- farandi ráðstafanir: - Takið straumfrek tæki úr sambandi. - Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr íbúö, (t.d, eldavélar eða Ijósa) getið þér sjálf skipt um vör í töflu íbúðarinnar. Ef öll íbúðin er straumlaus, getið þér einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúðina í aðaltöflu hússins. Hafi lekastraumsrofi í töflu leyst út er rétt aö taka töll tæki úr sambandi og reyna aö setja lekastraumsrofann inn aftur. Leysi rofinn enn út er nauösynlegt að kalla til rafvirkja. * * Tekið er á móti tilkynningum um bilanir ísíma 686230 hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur allan sólarhringinn. Á aðfangadag og gamlársdag er einnig tekið á mpti bilanatil)<ynningum til kl. 19 í síma 686222. - ' Við flytjum yður bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á kómandi ári, með þökk fyrir samstarfið á hinu liðna. < * RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR (Geymiö auglýsinguna) Góóar veislar enda vel! Eftir einn -ei aki neinn NÝTT HELGARBLAÐ - SÍOA 27 ll UMFEROAR RÁÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.